Fréttablaðið - 10.03.2006, Page 12

Fréttablaðið - 10.03.2006, Page 12
 10. mars 2006 FÖSTUDAGUR Milljónamiðar leynast enn á sölustöðum. Finnur þú þann næsta? SVEITARSTJÓRNARMÁL „Þegar eru komnar yfirlýsingar frá sjálf- stæðismönnum um að þeir ætli að standa með okkur,“ segir Sig- urður Magnús- son, oddviti Álftaneshreyf- ingarinnar. Í hreyfingunni hafa hingað til verið liðsmenn Samfylkingar, Framsóknar, Vinstri grænna og óháðra en nú hefur verið ákveðið að full- trúarnir verði ekki tilnefndir af stjórnmála- flokkum. „Þessi ákvörðun tengist deil- unni um miðbæjarskipulagið,“ bætir Sigurður við. Álftanes- hreyfingin, sem er í minnihluta, hefur barist hart gegn miðbæj- arskipulaginu en í lok desember ákvað Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri og sjálfstæðismaður, að fresta fyrirhug- uðum framkvæmdum við mið- bæinn fram yfir kosningar vegna deilnanna sem höfðu skapast um málið. Um 700 manns höfðu skrifað undir mótmælaskjal þar sem bæjarstjórn er hvött til að hverfa frá þessu skipulagi en efna þess í stað til arkitektasam- keppni. Í síðasta mánuði stað- festi bæjarstjórn svo skipulagið. „Við gerðum athugasemdir við það því þá er verið að gera okkur erfitt fyrir að hverfa frá þessu skipulagi ef við komumst í meiri- hluta eftir kosningar í vor. Það er ástæðulaust að gera þetta erf- iðara fyrir nýja bæjar- stjórn,“ segir Sigurður. „Ég sagði í desember að við ættum að klára skipulagið en fresta fram- kvæmdum. Ef við hefðum frestað skipulaginu yrði það ónýtt því þetta ber að vinna eftir ákveðnum leiðum svo reglum sé framfylgt,“ segir Guð- mundur. „Svo geta kjósendur lagt sitt mat á það sem við erum að gera og við lútum því. Ég veit að forsvarsmenn Álftaneshreyf- ingarinnar hafa sagt að þeir muni blása þetta af komist þeir í meirihluta.“ Að sögn Sigurðar byggist óánægja Álftaneshreyfingar og fleiri Álftnesinga á því að skipu- lagið geri ráð fyrir of þéttum miðbæjarkjarna, of háum bygg- ingum, hættulegri umferðargötu við skóla og of stóru hjúkrunar- heimili fyrir aldraða að þeirra mati. Þar er gert ráð fyrir að yfir hundrað aldraðir muni búa. „Við óttumst að þetta verði til þess að við getum ekki sinnt þeim öldruðu nægilega vel sem búa í sínum heimahúsum en Álftaneshreyfingin leggur mikla áherslu á heimaþjónustu enda búa hér níutíu prósent íbúa í einkahúsi og því auðvelt að koma slíkri þjónustu við,“ segir Sigurður. jse@frettabladid.is Minnihlutinn slítur tengsl við flokkana Minnihlutinn á Álftanesi hefur slitið tengslin við stjórnmálaflokka til að sameina menn úr öllum flokkum. Markmiðið er að fella meirihlutann, sem samþykkt hefur miðbæjarskipulag sem mikill órói ríkir um. SIGURÐUR MAGNÚS- SON Oddviti Álftanes- hreyfingarinnar. SVEITARSTJÓRNARMÁL Íbúar í Hólma- víkurhreppi og Broddaneshreppi kjósa um sameiningu hreppanna á morgun. „Ég verð að játa að það kæmi mér verulega á óvart ef sam- einingu yrði hafnað,“ segir Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri í Hólma- víkurhreppi. Í Hólmavík búa 462 íbúar en fimmtíu í Broddaneshreppi. „Það mætti kannski segja að það sé aðeins formsatriði að sameina hreppana tvo því samstarfið er mjög mikið. Til dæmis sækja grunnskólanemendur Broddanes- hreppsskóla hér á Hólmavík og svo erum við með samvinnu í sorpmál- um og brunavarnarmálum. Það sem fólk veltir fyrir sér er hvernig þetta kemur við budduna en fast- eignagjöld eru reyndar þau sömu. Svo er þetta að sjálfsögðu tilfinn- ingamál fyrir marga,“ segir sveitarstjórinn. Í haust var kosið um samein- ingu Árneshrepps, Hólmavíkur- hrepps, Kaldrananeshrepps og Broddaneshrepps. Þeir síðast- nefndu samþykktu sameiningu með miklum meirihluta en annars staðar var henni hafnað. „Við í Hólmavík höfnuðum henni á þeim forsendum að ekki væri hægt að sameinast til dæmis Árneshreppi eins og samgöngurnar eru,“ útskýrir Ásdís. - jse Kosið um sameiningu Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps: Sameining er formsatriði FRÁ HÓLMAVÍK Hólmvíkingar taka afstöðu til þess á laugardag hvort þeir vilji samein- ast Broddaneshreppi. FÉLAGSMÁL Innan skamms hefst í Vesturbæ Reykjavíkur sérstakt átak þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir félagslega ein- angrun og um leið auka samtaka- mátt íbúa á svæðinu. Þema átaksins, sem haldið er að tilstuðlan Vesturgarðs, þjónustu- miðstöðvar borgarinnar í hverf- inu, er „Fyrir hvert annað“ og mun það standa í mánuð. Er því ætlað að stuðla að betri þjónustu gagn- vart öllum sem nýta vilja sér þá þjónustu sem í boði er en sérstök áhersla verður lögð á að koma í veg fyrir félagslega einangrun eldra fólks og reynt að ná til þeirra með ýmsum leiðum sem ekki hafa verið farnar áður. Sérstök dagskrá hefur verið sett saman af þessu til- efni og munu til dæmis ungmenni og eldri borgarar í hverfinu vinna saman mósaíklistaverk hinn 13. mars en verkið verður svo sett upp á áberandi stað í hverfinu. Í boði verða einnig gönguferðir um Vesturbæinn undir leiðsögn. Í lok átaksins verður svo haldið málþing þar sem farið verður yfir árangur- inn. Að sögn Óskars D. Ólafssonar framkvæmdastjóra er ætlunin að ná betra og víðtækara sambandi við íbúa hverfisins. „Í grunninn viljum við ná til víðari hóps fólks en hingað kemur reglulega og reyna saman að skapa þéttara og betra samfélag þeirra sem hér búa.“ - aöe FYRIR HVERT ANNAÐ Óskar D. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vesturgarðs, Edda Bjarnadóttir, sem situr í notendaráði félagsmiðstöðvarinnar að Aflagranda, og Droplaug Guðnadóttir, forstöðumaður miðstöðvarinnar.FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Átakið Fyrir hvert annað að hefjast í Vesturbæ Reykjavíkur: Mannlegra samfélag FRÁ AFHENDINGU UNDIRSKRIFTALISTA Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri tekur hér við undirskriftalista frá Berglindi Libungan þar sem bæjarstjórn er hvött til að hverfa frá miðbæjarskipulaginu. fiJÓ‹VAKI Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.