Fréttablaðið - 10.03.2006, Síða 16
10. mars 2006 FÖSTUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Hallbjörn Hjartarson vill
selja Kántrýbæ og Útvarp
Kántrýbæjar. Aldarfjórð-
ungs langri baráttu hans
fyrir vexti og viðgangi
kántrýmenningar á Skaga-
strönd er lokið. Hallbjörn
segist þó verða kúreki svo
lengi sem hann dregur
andann.
„Þetta er allt til sölu, bæði
Kántrýbær og Útvarp Kán-
trýbæjar og ég vil selja þetta
á einu bretti,“ segir Hallbjörn
Hjartarson, kúreki norð-
ursins, sem hefur lagt
aleiguna, líf sitt og sál
í að gera Skagaströnd
að kántrýbæ. Hann
segist kominn á átt-
ræðisaldur og bar-
áttuþrekið minnki
með degi hverjum.
„Ég tek þessa
ákvörðun með trega
í hjarta og hryggð í
brjósti en sé ekki að
aðstæður hér á Skaga-
strönd eigi eftir að
breytast mér í vil
á næstu
árum.“ Með þessum orðum vísar
Hallbjörn til þess tómlætis sem
hann segir hafa einkennt hrepps-
nefnd Höfðahrepps í málefnum
kántrýmenningarinnar og baráttu
hans fyrir uppgangi hennar í
bænum. „Þetta byrjaði allt með
fyrstu plötunni minni Kántrý eitt
og síðan hef ég þróað þetta stig af
stigi. Hápunktinum
var náð
með síð-
ustu kántrýhátíð en hana sóttu á
þrettánda þúsund manns. Það var
óneitanlega harkalega að mér
vegið þegar hreppsnefndin ákvað
að blása hátíðina af til frambúðar
og fáir hafa skilið þá skammsýni
sem í því ráðslagi birtist.“
Hallbjörn segist sannfærður
um að ef hreppsnefndin hefði stað-
ið við bakið á honum frá upphafi
hefði kántrýmenningin hlaðið utan
á sig og orðið að þungamiðju
Skagastrandar. „Ef menn hefðu
viljað sjá þann vaxtarsprota sem í
þessu fólst fyrir bæinn hefði verið
hægt að gera hér stóra hluti, staðn-
um til hagsbóta í framtíðinni.“
Hallbjörn er sár yfir endalok-
unum en kann ekki almennilega
skýringu á hvers vegna svona
þurfti að fara. Honum dettur þó
helst í hug að uppruni hans hafi
eitthvað um það að segja. „Þegar
maður er ekki kominn af rétta ætt-
bálknum á maður sér ekki við-
reisnarvon í lífinu. Þá er maður
bara þaggaður niður. Þó ég sé ekki
fæddur hér á Skagaströnd hef ég
alla tíð litið á mig sem Skagstrend-
ing enda hef ég átt hér heima. Ég
vildi berjast til sigurs fyrir
staðinn minn en stundum hef
ég efast um hvar ég í
raun og veru á heima,
einkum þegar moldin
sem verndaði ræturn-
ar er fokin út í veður
og vind. Enginn virð-
ist vera samstíga
mér í því sem ég
hef viljað standa
fyrir. Ég neita því
ekki að þannig
hefur mér verið
innanbrjósts all
lengi.“
bjorn@frettabladid.is
KÚREKINN KVEÐUR Hallbjörn Hjartarson tekur
hattinn ofan þegar hann auglýsir Kántrýbæ
og Útvarp Kántrýbæjar til sölu. Í aldarfjórð-
ung hefur hann barist fyrir vexti og viðgangi
kántrýmenningarinnar á Skagaströnd og
það er með trega í hjarta og hryggð í brjósti
sem hann ákveður að selja.
FRÉTTABLAÐIÐ/EINAR ÖRN JÓNSSON
Kúrekinn bregður búi
og selur Kántrýbæ
Tugir byggingakrana snúast fram
og til baka í Borgartúninu þessa
dagana. Þar er unnið að byggingu
þriggja húsa, sem skjótast upp úr
grunnum sínum af ógnarhraða.
Eykt hefur risavaxið verkefni
í smíðum á mótum Borgartúns og
Sætúns. Þar rís Höfðatorg sem
verður sambland skrifstofu- og
þjónustuhúsnæðis, íbúða og versl-
ana. Í fyrsta áfanga er byggð
8.600 fermetra skrifstofubygg-
ing. Áætlað er að húsið verði full-
búið í upphafi næsta árs.
Á lóð Bílanausts reisir Þyrping
12.000 fermetra skrifstofu- og
þjónustuhúsnæði. Stefnt er að
framkvæmdum ljúki næsta vor.
Þá rís ný bygging KB banka á
lóðinni fyrir framan höfuðstöðv-
arnar í Borgartúni 19. Húsið
verður áþekkt núverandi húsi
sem er vel á fjórða þúsund fer-
metra. - bþs
KRANI VIÐ KRANA Miklar byggingaframkvæmdir eru í Borgartúni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Kranaborg í Borgartúni
Þeir eru skrítnir
þessir listamenn
„Ég hef málað sömu könn-
una og sömu skálina mörg
þúsund sinnum en mér
finnst ég samt ennþá vera
að þróast og þroskast.“
PÉTUR GAUTUR MYNDLISTAR-
MAÐUR Í FRÉTTABLAÐINU.
Þú segir fréttir
„Það er gaman að vera
Sunnlendingur og íbúi í
Árborg þessi misserin.
TÓMAS ÞÓRODDSSON,
FRAMBJÓÐANDI SAMFYLKINGAR-
INNAR Í ÁRBORG, Í GREIN
Í MORGUNBLAÐINU.
„Mér dytti alls ekki í hug að skíra son
minn Taxi til dæmis,“ segir Kristinn
Snæland leigubílstjóri um þá ákvörðun
mannanafnanefndar að meina fólki að
skíra son sinn Twist. Kristinn er sumsé
sammála ákvörðun nefndarinnar. „Mér
finnst sjálfsagt að mannanafnanefnd
sé íhaldssöm og ég er sjálfur íhalds-
samur þegar kemur að íslensku máli.“
Kristinn lætur sér annt um íslenskt mál
og vill standa um það vörð og hugnast
illa þróunin sem orðið hefur.
„Mér finnst að mannanafnanefnd eigi
svo sannarlega að standa vörð gegn
svona vitleysu. Þristur hefði getað
gengið enda er það jú íslenska,“ segir
Kristinn hlæjandi að lokum.
SJÓNARHÓLL
FÁ EKKI AÐ SKÍRA SON SINN
TWIST
Sammála
KRISTINN SNÆLAND LEIGUBÍLSTJÓRI HUNDUR EÐA MAÐUR? Þessi myndarlegi
doberman hundur gægist fyrir horn á
hundasýningunni miklu í Birmingham í
Englandi. Sýningin er nú haldin í 115. sinn
og eru 24 þúsund hundar frá 32 löndum til
sýnis. Gestir sýningarinnar skipta tugþús-
undum og er hún jafnan talin hápunktur
hundalífs í Englandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
������������
����������
��� �
��������������
�������
����������
����
„Það er svo sem ekkert að frétta eða
jú, hérna var heilmikill dansleikur fyrir
skömmu,“ segir hreppstjórinn. Senn
verður hreppstjórastaðan hans lögð
niður en Skilmannahreppur hefur
samþykkt sameiningu með nærliggjandi
hreppum og tekur hún gildi í vor.
„Það var Skógræktarfélag Skil-
mannahrepps sem hélt kveðjudansleik
en brátt rennum við saman í stærra
sveitarfélag og því umbreytist skógrækt-
arfélag hreppsins. Þetta var geysi fjölsótt
skemmtun og góður rómur gerður að.
Svo höfum við hjónin farið tvívegis að
undanförnu upp á Langjökul. Við eigum
vélsleða og þeysum á honum þegar
tækifæri gefst. Myndavélin var höfð
með og við náðum góðum myndum
úr ferðinni. Þetta eru tólf tíma ferðir en
það tekur okkur tvær klukkustundir að
komast að skálanum við rætur jökulsins.“
Einnig virðist nóg um að vera í
hreppsmálunum. „Það er verið að leggja
jarðlínustreng hér frá Grundartanga
og að Ósi. Þetta mun breyta gífurlega
miklu fyrir þá bændur sem enn eru með
mótora að fá ódýrara rafmagn í hús. Svo
verður líka algjör munur að losna við
staurana og loftlínuna.“
Þau hjónin þeysa ekki aðeins um
jökla á vélsleðum því þau aka skólabíln-
um í hreppnum og líkar hreppstjóranum
starfið vel. „Ég hef gert þetta í 20 ár.
Krakkarnir eru hinu bestu farþegar svo
þetta er nokkuð gott,“ segir oddvitinn.
Hann vill ekkert um það segja hvað
hann gerir þegar staða hans verður lögð
niður við sameininguna.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGURÐUR SVERRIR JÓNSSON HREPPSTJÓRI SKILMANNAHREPPS
Rafmagn á síðustu bæi
Niðurbrotinn organisti á Fáskrúðsfirði
Framseldi netverja til
að bjarga eigin skinni
Jónína Ben
hótaði mér og
hræddi mig
2x15 - lesið 9.3.2006 20:30 Page 1