Fréttablaðið - 10.03.2006, Síða 18

Fréttablaðið - 10.03.2006, Síða 18
 10. mars 2006 FÖSTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING SIGRÚN MARÍA KRISTINSDÓTTIR sigrun@frettabladid.is �������������� ���������� Undanfarin ár hafa 300 til 400 manns að jafnaði verið án atvinnu á Norðurlandi eystra. Samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun eru nú vel á fimmta hundrað manns á Norður- landi eystra á atvinnuleysisskrá og er atvinnuástandið hvergi verra á landinu öllu. Aðalsteinn Á. Baldursson er for- maður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Afhverju er viðvarandi atvinnuleysi á Norðurlandi eystra? Það er erfitt að svara þessari spurningu og ekkert einhlítt svar til við henni. Samdráttur í sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði leikur þar þó stórt hlutverk en á sama tíma hefur lítið sem ekkert komið í staðinn. Hverjir eru án atvinnu? Stærsti hópurinn er ófaglært verkafólk. Þeir sem hafa háskólamenntun eiga möguleika á fleiri störfum en ófag- lærðir og ráða sig gjarnan tímabundið í störf sem ekki liggja að þeirra mennt- un eða þangað til þeir fá atvinnu við sitt hæfi. Hvað er til ráða? Stór vinnustaður eins og álver mun höggva verulega í atvinnuleysið á svæðinu en eitt og sér dugar það ekki til. Stjórnvöld þurfa einnig að koma myndarlega að uppbyggingu atvinnulífsins á svæðinu, til dæmis með nýsköpun og flutningi opinberra starfa eins og löngum hefur verið lofað en lítið staðið við. Sveitarfélögin í land- inu standa flest hver illa og eru ekki í stakk búin til að taka á vandanum og því verður ríkisvaldið að koma að lausn mála. SPURT & SVARAÐ ATVINNULEYSI Á NORÐAUSTURLANDI Álver mun bjarga miklu AÐALSTEINN Á. BALDURSSON formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur Ný lög í Suður-Dakóta eru mikið hitamál í Banda- ríkjunum þessa dagana. Ástæðan er sú að þau banna fóstureyðingar nær með öllu, en samkvæmt 33 ára gömlum hæstaréttarúr- skurði Bandaríkjanna hafa stjórnir einstakra ríkja innan þeirra ekki heimild til að banna fóstureyðingar. Ásaka sumir ríkisstjóra Suður-Dakóta um að vera meira umhugað um pólitísk- ar vinsældir sínar, heldur en líf og heilsu kvenna. Deilur um fóstureyðingar hafa náð nýju hámarki síðustu dagana í Bandaríkjunum eftir að Mike Rounds, ríkisstjóri Suður-Dakóta, samþykkti lög á mánudag sem banna allar fóstureyðingar í fylkinu, nema líf móðurinnar sé í hættu. Engar undantekningar eru gerðar vegna þungana af völd- um nauðgana eða sifjaspella, eða heilsu konunnar, og læknar sem framkvæma fóst- ureyðingar geta átt von á allt að fimm ára fang- elsi. Lögin eiga að taka gildi 1. júlí, en líklegt þykir að málaferli muni fresta gildistöku þeirra. Þetta er mikið hitamál í Banda- ríkjunum, og segja margir andstæð- ingar fóstureyðinga lögin of hörð. „Að heimila ekki undanþágu vegna nauðgana, sifjaspella eða heilsu móðurinnar er of róttækt,“ sagði Pat Haley, þingmaður repúblika í Suður- Dakóta, sem kaus gegn lögunum þótt hann sé annars fylgjandi banni við fóstureyðingum. „Flestir þeir sem ég hef talað við um þetta telja þetta vera afar kjánalega löggjöf, og þeir eru flestir andvígir fóstureyð- ingum.“ Fóstureyðingar hafa verið lög- legar í Bandaríkjunum síðan árið 1973, þegar Hæstiréttur Bandaríkj- anna ákvarðaði, í málinu Roe gegn Wade, að stjórnir einstakra ríkja hefðu ekki umboð til að banna fóst- ureyðingar. Nýjum lögum Suður- Dakóta er ætlað að neyða hæstarétt- inn til að endurmeta þann úrskurð, að sögn Rounds. Starfsmenn einu fóstureyðinga- miðstöðvar Suður-Dakóta lýstu því yfir að þeir myndu spyrna við nýju lögunum með málaferlum eða undirskriftalistum, og lofuðu að dyrum þeirra yrði ekki lokað. „Við höfum fullan hug á að veita þess- um lögum mótspyrnu,“ sagði Kate Looby, forstjóri fóstureyðingar- miðstöðvarinnar Planned Par- enthood í Suður-Dakóta. Málaferlin geta tekið mörg ár og þykir líklegt að dómarar stöðvi full- gildingu laganna þar til þeim lýkur og að þau taki þá eingöngu gildi vinni Suður-Dakóta málaferlin. Margir telja tvo nýja dómara hæstaréttarins, íhaldsmennina John Roberts og Samuel Alito, líklega til að styðja nýju lögin. George W. Bush Bandaríkjaforseti skipaði þá báða, en Bush sjálfur er yfirlýstur andstæðingur fóstureyðinga. Þó telja talsmenn helstu samtaka Bandaríkjanna gegn fóstureyðing- um, National Right to Life Committ- ee, að þrátt fyrir nýju dómarana muni samt fimm af níu dómurum hæstaréttarins styðja ákvörðunina frá árinu 1973. Jafnframt benti Susan Hill, yfirmaður einu fóstur- eyðingarmiðstöðvarinnar í Missis- sippi, á að tímasetning lagasetning- arinnar sé alröng, þar sem Bush Bandaríkjaforseti hafi heldur lítinn stuðning landsmanna sinna þessa dagana og margir kjósendur eru þegar óánægðir með repúblika. Verið er að íhuga fóstureyðinga- bann í Mississippi, Georgíu, Indi- ana, Missouri, Ohio, Kentucky og Tennessee, og þykir líklegt að niður- staða þessa máls muni hafa mikil áhrif á framgöngu mála í þeim ríkj- um. En þar, jafnt sem í Suður- Dakóta, telja margir lög Rounds of hörð. Bæði stjórnmálamenn og tals- menn helstu andstæðinga fóstur- eyðinga hafa bent á að skynsam- legra sé að gera konum óhægt um við vik að sækja um fóstureyðingar, frekar en að setja nær algjört bann við þeim. Lög sem fyrirhugað er að setja í Mississippi eru svipuð þeim í Suður-Dakóta, en leyfa þó fóstur- eyðingar sé þungunin afleiðing nauðgunar eða sifjaspella. Stjórn Georgíu íhugar að skipa læknum að bjóða konum sem óska eftir fóstur- eyðingum að sjá fóstrið í ómsjá, og í Oklahoma gætu læknar þurft að segja konum sem leita fóstureyðing- ar eftir tuttugu vikna þungun að fóstrin geti fundið til sársauka. „Stuðningsmenn laganna trúa að fóstureyðing sé röng því ófædd börn eru mest berskjölduðu og hjálpar- lausu einstaklingarnir í þjóðfélagi okkar. Ég er þeim sammála,“ sagði Rounds, sem jafnframt heimilaði að ríkið setti upp bankareikning, þar sem stuðningsmenn laganna geta lagt inn fé sem ætlað er að greiða fyrir málaferli ríkisins. Looby sagði Rounds „vera meira umhugað um stjórnmál en um frelsi kvenna í Suður-Dakóta til barn- eigna“. Peter Brownlie, yfirmaður Planned Parenthood í Kansas og Missouri, sagðist upp á síðkastið hafa heyrt mikið frá fólki sem yfir- leitt sýnir fóstureyðingum lítinn eða engan stuðning. „Þetta er fólk sem trúir að ríkisstjórnir eigi ekkert með að skipta sér af svo persónubundn- um ákvörðunum og er felmtri slegið yfir framgangi mála,“ sagði Brownlie. Dæmi hæstirétturinn Suður- Dakóta í hag, þykir líklegt að yfir 20 ríki Bandaríkjanna myndu banna nær allar fóstureyðingar, önnur myndu halda lögum sínum eins og þau eru í dag, og enn önnur myndu herða lög sín þar um. Fóstureyðingar bannaðar MIKE ROUNDS FÓSTUREYÐINGAR Kona heldur á skilti sem á stendur: „Þeir sem framkvæma fóstureyðing- ar bjarga lífum kvenna.“ Konan var á baráttufundi fyrir réttindum kvenna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna á miðvikudag í Chicago.NORDICPHOTOS/AFP GEGN FÓSTUREYÐINGUM Unglingar mótmæla fóstureyðingum í Washington í janúar í ár, 33 árum eftir að fóstureyðingar voru heimilaðar í Bandaríkjunum. NORDICPHOTOS/AFP Svona erum við Grágæsin er algengasta gæsategundin á Íslandi og nú er hún komin til landsins eftir vetursetu á Bretlandseyjum. Gæsin kemur yfirleitt til lands- ins um mánaðamótin mars-apríl, flestar koma þó í síðari hluta aprílmánaðar og er hún því tímanlega á ferðinni núna. Hvernig lifir grágæsin á Íslandi? Grágæsin verpir á láglendi um allt Ísland. Varpið stendur fram í maí og verpir grágæsin fjórum til sex eggjum. Grágæsirnar lifa á jurtum og sækja í ræktað land, sérstaklega á haustin, bændum oft til mikillar armæðu enda telja þeir sig margir verða fyrir miklum skaða af þeirra völdum. Hve margar eru grágæsirnar? Grágæsin hefur verið talin árlega í Bretlandi og er stofninn talinn um 80 þúsund fuglar á vetrar- stöðvum eftir að veiðitíma er lokið hér á landi. Grágæsum hefur þó fækkað upp á síðkastið og er gæsin á válista en þó er talið að stofninn hafi verið vanmetinn á síðustu árum og er ekki vitað hvar ákveðinn hluti stofnsins hefur vetursetu. Eftir að skráning skotveiða hófst hér á landi árið 1995 kom í ljós að stofninn var stærri en áður hafði verið talið. Farmynstur grágæsarinnar virð- ist líka hafa breyst þannig að þær hafa vetursetu víðar en í Skotlandi og Norður-Englandi, meðal annars í Færeyjum og Noregi. Getur fuglaflensa borist með grágæsinni? Fuglaflensan hefur ekki enn borist til Bretlands þannig að ekki ber grágæsin fuglaflensuna frá Bretlandi til Íslands. Ekki er vitað til þess að fuglaflensan hafi borist til Noregs en hún er komin til Svíþjóðar. Það er þó ekki víst að það skapi neina sérstaka hættu að sinni þó að búast megi við að sýktir farfuglar berist til landsins.GRÁGÆSIN FBL-GREINING: GRÁGÆSIN KEMUR TIL ÍSLANDS Engin sérstök hætta á fuglaflensu > Algengustu nöfnin árið 2002 Heimild: Hagstofa Íslands 4. 50 4 4. 22 5 Fj öl di 5. 53 8 4. 22 4 3. 84 5 5. 19 1 Fj öl di Nafn: Jón Sigurður Guðmundur Guðrún Anna Sigríður Karlar: Konur:

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.