Fréttablaðið - 10.03.2006, Síða 20
10. mars 2006 FÖSTUDAGUR20
fólkið í landinu
STAÐURINN
TÖLUR OG STAÐREYNDIR
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
HLH 2x15.pdf 7.3.2006 13:43:10
„Það er alveg óhætt að segja að
ég sé í blóma lífsins,“ segir Gísli
Jóhannsson garðyrkjubóndi í
Dalsgarði. Þar fer fram mikil blóma-
ræktun en hann ræktar ógrynni
túlípana, páskalilja og rósa. Hann
var að dytta að blómunum ásamt
Ligite Petraityte þegar tvímenn-
ingana bar að blómagarði. „Nú er
verið að gera allt klárt fyrir páskana
en þeim fylgja mestu annirnar
hjá okkur. Annars ræktum við um
400 þúsund túlípana, 40 þúsund
páskaliljur, 20 til 30 þúsund lauka
og helling af rósum. Ætli þær séu
ekki um þúsund á dag. Annars fer ræktendum
fækkandi þessi síðustu ár. Ég held að þeim
hafi fækkað um helming aðeins á fjórum árum
þannig að ég myndi telja að við værum um
tólf til fimmtán eftir á landinu öllu. En guðspjall
dagsins hjá okkur er að rækta lífrænt og vera
ekki að gusa í þetta allskonar efnum. Það er
reyndar aðeins meiri vinna í kring-
um það en afskaplega skemmtileg
vinna. Svo erum við að reyna að
tolla í hæsta gæðaflokki.“
Gísli segist vera fæddur inn í
þetta en foreldrar hans hófu blóma-
ræktun í Dalsgarði. „Svo vorum við
bræðurnir í þessu en nú er ég einn
eftir,“ segir hann.
Ligite kemur frá Litháen og
kann vel við sig í kanaríloftslaginu í
Dalsgarði. Henni þótti þó ekki mikið
til koma þegar blaðamaður greip
rós til að færa henni enda umkringd
slíku allan liðlangan daginn. Gísli er
hins vegar líklegur til að spjalla við rós sé honum
afhent hún en hann segist tala við blómin
meðan hann dytti að þeim. Það er hins vegar
ekki jafn freistandi að færa honum rós.
Íbúafjöldi í desember 2005: 206.
Íbúafjöldi í desember 2000: 219.
Íbúafjöldi í desember 1997: 206.
Sveitarfélag: Mosfellsbær.
Bæjarstjóri: Ragnheiður Ríkarðsdóttir.
Helstu atvinnufyrirtæki:
Kúabúið Hrísbrú.
Gróðrastöðin Dalsgarði.
Safnið á Gljúfrasteini.
Hestaleigan Ferðahestar.
Hestaleigan í Laxnesi.
Meðferðarheimilið Hlaðgerðarkoti.
Golfvöllurinn Bakkakoti.
Vegalengd frá Reykjavík:
20 km (miðað við Gljúfrastein).
Mosfellsdalur
Dumbungur víkur fyrir
geislum sólar þegar Jón
Sigurður Eyjólfsson og
Gunnar V. Andrésson aka
inn Mosfellsdalinn. Víða um
dalinn eru hross á beit og
einhvers staðar við Mos-
fellið leynist silfur Egils en
tvímenningarnir ætla hins
vegar að kanna mannauðinn
í sveitinni og skunda því á
milli bæja.
Þó að radíus höfuðborgarsvæðis-
ins virðist vera að teygja sig yfir
Mosfellsdalinn þá virðist sveita-
menningin þar ekki ætla að láta
undan síga. Yfir tvö hundruð
manns búa í dalnum og sækja flest-
ir vinnu sína í borgina. Þó er sam-
heldnin mikil enda hefur viss íbúa-
kjarni haldið þar velli þó ágangur
aðkomumanna gerist sífellt meiri.
Aðkomumaður í tæp fjörutíu ár
Fyrst er komið við á æskuheim-
ili nóbelskáldsins í Laxnesi en þar
býr ævintýramaðurinn Þórarinn
Jónasson. Hann rekur hestaleigu
þar og svo hefur hann gert gömlu
hlöðuna að hinum veglegasta
veislusal. Gestirnir sem notið hafa
aðstöðunnar á Laxnesi eru ekki af
verri endanum. „Hér hafa ólíkleg-
ustu menn skotið upp kollinum, til
dæmis kom Rod Stewart hér fyrir
nokkrum árum,“ segir Þórarinn.
„Hann mátti hins vegar ekkert
vera að því að ríða út enda kom
hann uppáklæddur líkt og Raggi
Bjarna þegar hann kom hingað.
Það sama verður þó ekki sagt um
piltana í Metallica en þeir riðu út
allan daginn þegar þeir dvöldu hér.
Þetta eru miklir sómamenn og það
var ekkert sukk eða svínarí á þeim
heldur bara einskær gleði. Sömu
sögu er að segja um langflesta
hestamenn, þetta er ekki eins og í
gamla daga þegar menn voru með
bokkuna í annarri og beisli í
hinni.“
En aðspurður um sveit og sveit-
unga segir Þórarinn: „Ég er búinn
að búa hér í fjörutíu ár og það er
rétt núna sem ég hef unnið mig upp
úr því að vera aðkomumaður hér í
sveit. Það er mikil samheldni hérna
og ekki hlaupið að því að koma úr
borginni og vera meðtekinn hér
sem sveitungi. En svo veit ég það
að fólk í Mosfellsbænum álítur
okkur hálf biluð, ég segi ekkert um
það hvort eitthvað sé hæft í því.“
Að svo mæltu kemur hestamað-
ur með gest í hlöðuna og heilsar
Þórarni en segir svo við gestinn:
„Hér er gaman að fá sér í staup-
inu.“
Gengið skáldaleiðir
Bjarki Bjarnason frá Hvirfli
hefur undanfarin ár kynnt dalinn
fagra. Fer hann þá svokallaðar
skáldaleiðir og segir af mikilli inn-
lifun frá skáldum sem hafa skilið
eftir sögu við sérhvern hól. „Til
dæmis er komið við hjá Guddulaug
svokallaðri en Halldór sagði frá
henni í bókinni Í túninu heima,“
segir Bjarki. „Hann segir þar að
allir hafi trúað á lækningamátt
vatnsins úr Guddulaug en efalítið
er það aðeins fært í stílinn en menn
hafa nú skáldaleyfi hér í dalnum.
En svo segir hann frá því að hann
hafi alltaf sótt vatn fyrir föður
sinn. Eitt sinn varð svo faðir hans
veikur og þá sótti skáldið vatn fyrir
hann í Guddulaug og honum batn-
aði jafnskjótt. Svo varð faðir hans
aftur veikur en þá var skáldið í
Reykjavík að ganga frá Barni nátt-
úrunnar og komst ekki til að færa
föður sínum vatn og þá dó hann.“
Bjarki segir göngugarpana jafn-
an drekka úr Guddulaug og hafi
einhverjir kvillar verið að plaga þá
verða þeir jafnan eins og nýslegnir
túskildingar eftir góðan sopa.
Bjarki lifir sig inn í hlutverkið
og hermir jafnvel eftir skáldinu
þegar svo ber undir. Það er engu
líkara en tvímenningarnir séu
staddir með honum í túninu
heima.
Æskuheimilið verður að safni
„Ég komst að því þegar ég starf-
aði í bæjarpólitíkinni að nágrannar
okkar úr Mosfellsbæ álíta okkur
hálf skrítin,“ segir Guðný Hall-
dórsdóttir þegar tvímenningarnir
tóku hús á henni. „Það var alltaf
talað við mann með einhverju sál-
fræðilegu ívafi. En fólk sem hefur
búið á sömu þúfunni alla tíð verður
náttúrlega svolítið heimaríkt og
við stöndum saman. Það kann að
vera það sem veldur þessu,“ segir
hún og brosir við.
Guðný er dóttir nóbelskáldsins
líkt og flestir vita og býr hún á
Melkoti sem er steinsnar frá
Gljúfrasteini. „Þetta er vissulega
nokkuð skrítið að sjá æskuheimili
sitt verða að safni en vissulega sá
ég að í þetta stefndi og gat því und-
irbúið mig. Nú reyni ég eftir
fremsta megni að aðstoða þetta
góða fólk sem að því stendur,“
segir Guðný og lítur í kringum sig í
túninu heima.
GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR Guðný sér æskuheimili sitt úr eldhúsglugga sínum á Melkoti.
Æskuheimili sem nú er orðið að safni. FRÉTTABLADID/GVA
BJARKI BJARNASON FRÁ HVIRFLI Saga
leynist við hvern hól í Mosfellsdal og hefur
Bjarki í nógu að snúast við að skila henni
til ferðamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Í MOSFELLSDAL Kirkjan á Mosfelli kórón-
ar dalinn. Einhvers staðar í gilinu þar fyrir
ofan gæti svo silfur Egils verið að finna.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sveitungar í túninu heima
ATVINNUREKANDINN: GRÓÐRARSTÖÐIN Í DALSGARÐI
Blómleg starfsemi í dalnum
GÍSLI OG LIGITE.