Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.03.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 10.03.2006, Qupperneq 24
 10. mars 2006 FÖSTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.271 -0,41% Fjöldi viðskipta: 1105 Velta: 13.587 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 58,50 +0,86% ... Alfesca 3,80 -2,81%... Atorka 6,05 +0,83% ... Bakkavör 50,00 -0,79% ... Dagsbrún 6,90 -0,58% ... FL Group 25,50 +2,82% ... Flaga 3,55 -6,33% ... Íslandsbanki 19,20 -0,52% ... KB banki 900,00 +0,00% ... Kögun 65,50 +0,00% ... Landsbankinn 27,10 -2,17% ... Marel 68,80 +0,00% ... Mosaic Fashions 17,70 +0,57% ... Straumur- Burðarás 18,20 -1,62% ... Össur 112,00 +0,90% MESTA HÆKKUN FL 2,82% Grandi 2,30% Össur 0,90% MESTA LÆKKUN Flaga 6,33% Alfesca 2,81% Landsbanki 2,17% Slökkt á perunni Í geðshræringunni á hlutabréfamarkaði undanfarna daga hafa fjármálafyrirtækin leitt lækkanir. Hins vegar hafa þau framleiðslufyrirtæki sem keppa á erlendum mörkuðum hækkað lítillega. Actavis skilaði mjög góðu uppgjöri, sem var fyrir ofan vænting- ar markaðsaðila, eftir lokun markaða á þriðjundaginn. Fjárfestar voru hins vegar furðu lengi að kveikja á per- unni og hækkuðu bréf félagsins ekkert að ráði fyrr en í gær. Kannski hafði það þá eitthvað að segja að Landsbankinn mælir með því að fjárfestar yfirvogi bréf Actavis í vel dreifðu eignarsafni. Þá hefur HB Grandi, ein stærsta útgerð landsins, notið góðs af lækkun krónu og umróti í kringum bankanna á undanförnum dögum. Bréf Granda hafa hækkað um fimmtung frá áramótum, þar af um átta pró- sent í vikunni. Eignarhaldsfélagið ehf. KB banki hefur yfirgefið hlut- hafahóp Baugs og græddi vel á fjárfestingunni. Gaumur, fjárfestingafélag Bónusfjölskyldunnar, og eignarhaldsfélag Ingibjörg Pálmadóttir eignuðust bréf- in. Norrænir fjölmiðlar hafa sýnt þessum viðskiptum áhuga og þannig greindi Dagens Industri frá því að að íslenski bankinn hefði selt öll Baugsbréfin og grætt 3,3 milljarða króna. Hins vegar er umdeilanlegra hvort blaðið fari rétt með kaupendurna. „Köpare är Gaumur og Eignarhaldsfélagid,“ segir viðskiptablað- ið sænska. Peningaskápurinn... SAMANBURÐUR BANKA, HLUTFALLSTÖLUR Lands- Den Dansk Deutsche Íslandsbanki KB banki bankinn Bank Bank Hreinar vaxtatekjur 57,10% 32,30% 37,70% 49,20% 23,40% Hreinar þjónustutekjur 21,40% 22,10% 27,40% 20,90% 43,40% Gengishagnaður 8,70% 36,70% 25,80% 18,60% 29% Aðrar rekstrartekjur 12,80% 8,90% 9,10% 11,30% 4,20% Hreinar rekstrartekjur 100,00% 100,00% 100,00% 100,00% 100,00% Laun og launatengd gjöld 21,60% 20% 20,80% 29,80% 42,90% Annar rekstrarkostnaður 16,80% 14,20% 13,60% 22,40% 30,90% Samanlagður rekstrarkostnaður 38,40% 34,20% 34,40% 52,20% 73,80% Virðisrýrnun útlána* 0,13% 0,17% 0,44% 0,05% 0,04% *sem hlutfall af heildareignum MARKAÐSPUNKTAR Gengi íslensku krónunnar styrkt- ist um 0,26 prósent í gær eftir að hafa lækkað um 3,93 prósent í fyrradag. Hagstofan mun birta verðbólgu- tölur í dag. Almennt er búist við að verðbólga mælist 0,7 til 0,9 prósent í mánuðinum. Lækkun krónunnar hafði áhrif víða. Smærri gjaldmiðlar veiktust í kjölfarið og því var haldið fram í frétt Finsburys að gengi EasyJet hefði lækkað vegna tengingar félagsins við íslenska fjárfesta. Atorka Group, næststærsti hluthaf- inn í Hampiðjunni, telur að stærsti hluthafinn, Eignarhaldsfélagið Vogun, hafi gerst yfirtökuskyldur í Hampiðjunni og hefur stefnt Vogun. Krefst Atorka þess að Vogun kaupi 21,85 prósenta hlut félagsins í Hampiðjunni á genginu 8,6 auk dráttarvaxta. Eignarhluturinn er því metinn á 940 milljónir króna. Er það mat Atorku að Vogun hafi gerst yfirtökuskylt í Hampiðjunni vegna viðskipta sem áttu sér stað í nóvember þegar Vogun og tengdir aðilar fóru samanlagt yfir 45 pró- senta eignarhlut. Yfirtökunefnd taldi í áliti sínu þann 5. desember að Vogun væri skylt að gera yfir- tökutilboð en ákvað að aðhafast ekkert þegar eigendur Venusar, sem er þriðji stærsti hluthafinn í Hampiðjunni og í eigu sömu manna og eiga Vogun, brugðust við álitinu með því að selja tæpt prósent. Í skráningarlýsingu frá Atorku Group kemur fram að lögfræðing- ar félagsins reikni með að endanleg niðurstaða liggi fyrir eftir tólf til átján mánuði. - eþa Krefst 940 milljóna auk dráttarvaxta Hagnaður HB Granda hf. nam 547 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er samdráttur upp á 447 milljónir króna frá 2004 þegar hagnaðurinn nam 994 milljónum króna. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 10,8 milljörðum á síðasta ári en þær voru 9,2 milljarðar króna árið á undan. Þessi vöxtur um 16,5 prósent á milli ára skýrist einkum af tilkomu Engeyjar RE 1 og þeirra skipa sem bættust í flotann með samruna við Tanga og Svan RE 45, þ.e. Brettings, Sunnubergs og Svans, að því er fram kemur í til- kynningu frá fyrirtækinu. Þá kemur fram að árangur loðnuvertíðar hafi verið betri en árið áður og auknar tekjur hafi orðið við vinnslu uppsjávarfisks til manneldis. Loks hækkaði afurða- verð í erlendri mynt. -jab Minni hagnaður hjá Granda EIGENDUM VOGUNAR STEFNT Atorka Group krefst þess að Kristján Loftsson og öðrum eigendum Vogunar verði gert að kaupa hlutabréf Atorku í Hampiðjunni fyrir 940 milljónir króna. Mikilvægt er að lagst sé á árar með bönkunum í kynningarstarfi í útlönd- um. Sérfræðingar segja lítinn mun á íslenskum bönkum og erlendum og undrast álit Merrill Lynch enda hafi mats- stofnanir nýverið stað- fest lánshæfismat sitt á bönkunum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðu- maður Hagfræðistofnunar, segist ekki sjá að fjármögnun íslenskra banka sé mjög frábrugðin öðrum erlendum bönkum þegar horft er til þess hvenær lán þeirra eru á gjalddaga eða til hversu langs tíma þeir fjármagni sig í senn. „Dreifingin á því hvenær lán þeirra koma á gjalddaga er mjög sambærileg,“ segir Tryggvi eftir að hafa farið yfir upplýsingar um endurfjármögnunarþörf stóru nor- rænu bankanna auk Deutsche Bank í Þýskalandi. Hann segir þó vissu- lega rétt að dýrara sé fyrir íslensku bankana að endurfjármagna sig vegna þess að hér sé hagkerfið minna og stærðir óþekktari en í hinum löndunum. Hann segir ekki neinar kollsteypur í vændum þó að sá kostnaður bankanna aukist. „Þá minnka þeir útlánin og það hægir á vexti þeirra.“ Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskól- ans í Reykjavík, furðar sig nokkuð á neikvæðri umfjöllun um íslensku bankana og telur greiningarfyrir- tæki, eða banka á borð við Merrill Lynch, tæpast hafa efni á að ætla að leiðbeina matsfyrirtækjum sem gjörþekki íslenskar aðstæður og hafi nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum. „Hjá Moody‘s er fólk sem unnið hefur sem sérfræð- ingar í íslenskum málefnum í hálf- an annan áratug,“ bendir hann á, en telur um leið ljóst að bankarnir þurfi á hverjum tíma að koma á framfæri upplýsingum um starf- semi sína. „Bankarnir hafa lagt sig mjög fram um að kynna starfsemi sína á alþjóðlegum vettvangi og brýnt er að allir sem að málum koma leggist á árar með þeim að skýra efnahagslegan grundvöll hinnar miklu útrásar sem nú stendur yfir.” Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir mikilvægast fyrir bankana að halda áfram að reyna að koma á framfæri réttum upplýsingum um bankana, þegar neikvæð umræða á borð við þá sem fram kemur í nýrri skýrslu Merrill Lynch fer af stað. „En bestu grein- ingarnar hljóta alltaf að vera frá matsfyrirtækjunum sem dýpst hafa kafað í þessi mál,“ segir hann og bætir við að mikill misskilning- ur sé í því fólginn að skipulag end- urfjármögnunar hjá íslenskum bönkum sé frábrugðið því sem ann- ars staðar gerist í Evrópu. „Auðvit- að er það þannig þegar mörg ár í röð eru tekin lán til fimm ára, eins og algengast er hjá okkur, að 20 prósent eru að jafnaði til endur- greiðslu á hverju ári. Svo er til við- bótar einhver hluti í skammtíma- fjármögnun og koma þá auðvitað fram háar tölur, en þannig tel ég það vera hjá hverjum einasta banka,“ segir hann og áréttar mik- ilvægi þess að hlutir séu ekki mál- aðir svartari litum en efni standa til. olikr@frettabladid.is TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON Forstöðu- maður Hagfræðistofnunar Háskólans segir litlu muna á dreifingu gjalddaga lána hjá íslenskum bönkum og erlendum. Styðja þarf bankana í kynningu á aðstæðum hér Námskeiðið Súperform á fjórum vikum hjá Goran Kristófer, íþróttafræðingi, er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu eftir jólin. Ef þú vilt: Léttast Styrkjast Efla ónæmiskerfið Bæta meltinguna Hormóna jafnvægið Andlega vellíðan Auka minni og einbeitinguna Auka orkuna Komast í form Bæta heilbrigði Þú kynnist nýjum möguleikum í matarvali, mat sem örvar fitubrennslu, hvernig þú átt að glíma við matar -og sykurþörfina, hvernig þú ferð a því að brenna meira og léttast. Fimm tímar í viku – Brennsla, styrking og liðleiki Takmarkaður fjöldi Vikulegar mælingar Eigið prógramm í tækjasal Persónuleg næringarráðgjöf Ráðgjöf við matarinnkaup Fræðsla og eftirfylgni – 2 fyrirlestrar Slökun og herðanudd í pottum að æfingu lokinni Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Karlar kl. 7.30 Konur kl. 6.30, 10.00, 16.30 eða 18.30 Nýtt námskeið hefst 13. mars nk. Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is. Námskeið greiðist við skráningu – athugið síðast komust færri að en vildu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.