Fréttablaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 43
 10. mars 2006 FÖSTUDAGUR40 tonlist@frettabladid.is Írska hljómsveitin U2 hefur frestað síðustu tíu tónleikunum á tónleikaferð sinni um heiminn vegna veikinda náins fjölskyldu- meðlims. Ekkert verður því af tónleikum sem sveitin átti að halda í Japan, Nýja-Sjálandi og Ástralíu í næsta mánuði. Tónleikarnir í Ástralíu áttu að vera þeir fyrstu í átta ár. Talsmaður U2 sagði að ákvörð- unin hefði verið óhjákvæmileg og tilkynnt yrði um nýjar dagsetn- ingar á tónleikunum um leið og þær væru orðnar klárar. Faðir söngvarans Bono, Bob Hewson, lést úr krabbameini á meðan U2 var á síðustu tónleika- ferð sinni um heiminn árið 2001. Stutt er síðan U2 vann fimm Grammy-verðlaun, þar á meðal fyrir plötu ársins, How to Dismantle an Atomic Bomb sem kom út á þarsíðasta ári. U2 frestar tónleikum U2 Rokksveitin U2 hefur frestað síðustu tíu tónleikunum á tónleikaferð sinni um heiminn. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES > Plata vikunnar Jack Johnson: Curious George „Fylgifiskur hinn- ar geysivinsælu In Between Dreams er nán- ast nákvæmlega eins og búast mátti við. Jack Johnson semur þó í þetta skiptið fyrir kvikmynd, en það setur engan svip á plötuna.“ BÖS I Am The Avalanche: I Am The Avalanche Frumraun bandarísku emórokksveitarinnar I Am The Avalanche er eins óspennandi og hugsast getur. Hér er verið að vinna eftir formúlu sem er löngu orðin úrelt. BÖS Mary J. Blige: The Break- through Sjöunda breiðskífa Mary J. Blige er í hæsta gæðaflokki þegar kemur að útvarpsvænni R&B tónlist. Ef henni hefur enn ekki verið úthlutað hásæti senunnar er kominn tími til að krýna drottninguna. BÖS Siggi Ármann: Music for the Addicted Þessi önnur plata Sigga Ármanns er bæði lágstemmd og tilfinningarík og í raun fyrirtaks- plástur á brothætt sálarlíf. Munið bara: innri fegurðin skiptir mestu máli. FB Stórsveit Nix Noltes: Orkideur Hawaii „Stórsveit Nix Noltes á mikla athygli og ennþá meiri tónleikaaðsókn skilda fyrir þessa hressandi tónlist sem hefur þann þó neikvæða fylgikvilla að henta ótrúlega illa til hlustunar í heyrnartólum.“ BG The Knife: Silent Shout „Sænski systkinadúettinn kýs að yfirgefa poppið á þriðju breiðskífu sinni og færa sig nær tormeltari og sveimkenndari tónlist. Samt nægilega sterk plata til að halda athygli aðdáenda.“ BÖS Cat Power: The Greatest „Á sjöundu breiðskífu sinni er Cat Power studd af undirleikssveit Als Green. Sem fyrr gefur söngkonan hlustandanum örlítinn hluta af sálu sinni og skilar af sér afbragðs plötu.“ BÖS Birgir Örn Steinarsson, Freyr Bjarnason, Borg- hildur Gunnarsdóttir. SMS UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Blindfold: Blindfold, Jeffrey & Jack Lewis: City & Eastern Songs, The Tyde: Three´s Co., Adam Green: Nat King Cole og Epo-555: Mafia. 1. NINE INCH NAILSEVERY DAY IS EXACTLY THE SAME 2. FRÆFREÐINN FÁVITI 3. SYSTEM OF A DOWNLONELY DAY 4. RICHARD ASHCROFTBREAK THE NIGHT WITH SILENCE 5. DEAD SEA APPLEBEARER OF BAD NEWS 6. AMPOPCLOWN 7. BULLET FOR MY VALENTINEALL THESE THINGS I HATE 8. FUTURE FUTURECODE CIVIL 9. THE DARKNESSIS IT JUST ME 10. AVENGED SEVENFOLDBEAST AND THE HARLOT X-LISTINN TOPP TÍU LISTI X-INS 977 TRENT REZNOR Forsprakki Nine Inch Nails er kominn í efsta sæti X-listans með lagið Every Day is Exactly the Same. Fyrsta sólóplata Birgis Hilmarssonar, söngvara og gítarleikara Ampop, kemur út á mánudaginn. Birgir gefur út undir nafninu Blindfold og heitir platan sama nafni. Freyr Bjarna- son ræddi við Birgi um sóló- verkefnið. Platan átti upphaflega að koma út í byrjun ágúst en eitthvað dróst útgáfan á langinn og kom því fyrst út í Bretlandi og Japan. Birgir segist aldrei hafa ætlað að gefa hana út á sínum tíma en síðan hafi sprottið upp áhugi hjá plötufyrirtækinu Resonant í London, sem gaf út smáskífuna My Delusions með Ampop á síð- asta ári. „Ég hélt þessu fyrir sjálfan mig í eitt ár og sagði hvorki já né nei við þá. Ég ætlaði ekki að gera þetta og fannst þetta vera bara fyrir mig, hálfgert skúffuverk- efni,“ segir Birgir. „Síðan lenti ég í því að félagarnir voru farnir að fíla þetta vel og voru að spila lögin í partíum, þannig að það var mikill félagsþrýstingur í gangi um að gefa þetta út, líka frá fólki sem ég þekkti ekki neitt,“ segir hann. Tónlist fyrir kærustuna „Það er eiginlega tvenn uppspretta að þessari plötu. Ég var að gera tónlist við innsetningar, skúlptúra og ljósmyndaverk hjá kærustunni, og var hún allt frá því að vera framandi upp í að vera hversdags- leg. Svo virkaði það mjög vel. Annað lagið á plötunni og það sein- asta, Þokubörnin, gerði ég fyrir „slide show“ sem hún gerði með myndum af fötluðum börnum sem hún varpaði á risaskjá,“ segir hann. Hljómaði Þokubörnin m.a. í þáttaröðinni Allir litir hafsins eru kaldir sem var sýnd í Sjónvarp- inu á dögunum ásamt öðru lagi plötunnar, Sleepless Nights. Að sögn Birgis var hin uppsprettan að plötunni sú að Óli í Stafrænum Hákoni kom og útsetti með honum nokkur lög sem síðar voru sett á plötuna. Blindfold-platan, sem er nokk- uð lík eldri verkum Ampop, hefur selst ágætlega erlendis, sérstak- lega miðað við hvað plötufyrir- tækið Resonant, sem meðal ann- ars hefur á sinni könnu Stafrænan Hákon, Ölvis og Sk/um, er lítið í sniðum. Hefur hún einnig fengið góða dóma, m.a. í tímaritinu Wire. Fyrir nokkrum vikum kviknaði síðan áhugi á að gefa hana út hér heima, líklega vegna aukinna vin- sælda Ampop. Tónleikahátíð í Skotlandi Birgir, sem býr úti í Glasgow, býst ekki við því að fylgja plötunni eftir á Íslandi. Aftur á móti hefur Blindfold þegar haldið tónleika í Edinborg og Glasgow og hefur jafnframt verið boðið að spila á tónleikahátíð í Skotlandi í sumar. „Ég er búinn að búa til litla hljóm- sveit og við erum að fá mjög góðar viðtökur. Þetta verkefni er leik- fangalandið mitt. Á meðan hinir í Ampop eru að vinna frá átta til fimm heima er ég að ströggla úti við að vera tónlistarmaður og er að dúlla mér í þessu á meðan. Það er svo gaman að leika sér með hljóð og gera eitthvað spennandi.“ Ampop til Frakklands Ampop byrjar vikulanga tónleika- ferð sína um landið með Diktu og Hermigervli á Egilsstöðum í kvöld. Lýkur henni á Nasa eftir viku. Samningur við franska plötufyrir- tækið Recall er jafnframt í burðar- liðnum og hyggur sveitin á tón- leikaferð um Frakkland í sumar. Önnur plata Ampop, Made For Market, sem er undanfari hinnar vinsælu My Delusions sem kom út fyrir síðustu jól, verður einnig endurútgefin hér á landi á mánu- daginn og því ljóst að bæði Ampop og Blindfold eru á beinu brautinni og ætla sér vafalítið að halda sér þar í framtíðinni. Leikfangalandið Blindfold Hljómsveitirnar Singapore Sling, Dr. Mister and Mr. Handsome, Auxpan og Reykjavík! eru á meðal þeirra sem koma fram á tón- leikunum Reykjavik in Technicolour sem verða haldnir í Tjarnarbíói annað kvöld. Standa þeir yfir frá klukkan 18.00 fram yfir miðnætti. Á tónleikunum verða sýndar stuttmyndir og önnur myndbandsverk, meðal annars eftir listamanninn Alex- ander Caklinsky sem er íslenskætt- aður en býr í Brook- lyn í New York. Verða myndirnar sýndar á sama tíma og tónlistarmennirnir koma fram. Einnig stendur til að taka upp tónleikana með fimm myndavélum og búa til DVD-mynddiska með útkomunni. Haukur S. Magnússon úr hljómsveitinni Reykjavík! segir sveitina hlakka mikið til tónleikanna. „Þetta hljómaði mjög spennandi og við höfðum mikinn áhuga á að taka þátt,“ segir Hauk- ur. Ný plata með Reykjavík! er væntanleg síðar á þessu ári. Upptökur hóf- ust í byrjun október í fyrra og verður platan tilbúin á næstu dögum. Upptöku- stjóri var Valgeir Sigurðs- son, sem hefur meðal ann- ars unnið mikið með Björk í gegnum árin. „Það var alveg geðveikt að fá að vinna með honum,“ segir Haukur um Valgeir. „Honum hefur tekist að láta okkur hljóma eins og alvöru hljómsveit.“ Svo gæti farið að Reykja- vík! fari í tónleikaferð út fyrir landsteinana til að fylgja plötunni eftir en það á allt eftir að koma í ljós síðar. Óvenjulegir tónleikar > popptextinn „Without you I was broken but I´d rather be broke down with you by my side.“ Jack Johnson er í ástarsorg í laginu Broken af plötunni Cur- ious George. BIRGIR HILMARSSON Forsprakki Ampop hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu undir lista- mannsnafninu Blindfold. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.