Fréttablaðið - 10.03.2006, Page 46
Plötusnúðurinn Grooverider, sem
spilaði í Laugardalshöll fyrir
nokkrum árum með Björk og
Goldie, þeytir skífum á Nasa í
kvöld.
Grooverider er einn eftirsótt-
asti plötusnúður veraldar og spil-
ar með reglulegu millibili á flott-
ustu klúbbum London eins og
Home. Hann er einnig þáttastjórn-
andi á BBC og er umfangsmikill
plötuútgefandi.
Gestir á Nasa fá forsmekkinn
af væntanlegri plötu kappans
beint í æð í kvöld. Staðurinn opnar
klukkan 11.00 og er miðaverð 1400
kr. auk miðagjalds. Forsala er á
midi.is. ■
Grooverider
treður upp
GROOVERIDER Plötusnúðurinn vinsæli
þeytir skífum á Nasa í kvöld.
Plötusnúðurinn DJ Equal er á leið
til landsins en hann spilar ein-
hvers konar blöndu af rokki og
hipp hoppi og sér fyrir sér með
því að ferðast um allan heim og
spila. Hann hefur spilað með flink-
um röppurum frá sautján ára aldri
og hefur til dæmis deilt sviðinu
með Hieroglyphics, Rob Swift,
Antibalas og miklu fleiri. Equal
hefur farið á tónlistarferðalag um
Bandaríkin með Louis Logic og
Toubab Krewe og komið fram á
hinum goðsagnakennda djassstað
Blue Note í New York.
DJ Equal spilar á Prikinu í
kvöld ásamt DJ Kacoon og á Vega-
mótum á morgun ásamt DJ B-
Ruff. ■
Heimshorna-
flakkari
DJ EQUAL Hann spilar á Prikinu í kvöld og á
Vegamótum á morgun.
Miðasala á tónleika Rogers Waters,
fyrrum forsprakka Pink Floyd,
sem verða í Egilshöll 12. júní,
hefst miðvikudaginn 15. mars.
Á fyrri hluta tónleikanna fá
áheyrendur að hlýða á nýlega sam-
antekt Waters af ýmsum lögum
frá ferlinum, þar á meðal vel
þekktra hljóma frá fyrstu árum
Pink Floyd, hluta af The Wall, auk
laga af plötunum Animals, Wish
You Were Here og The Final Cut.
Einnig mun hann spila lög frá sóló-
ferli sínum af plötunum og Amu-
sed to Death og The Pros and Cons
of Hitch Hiking.
Á síðari hluta tónleikanna er
svo röðin komin að The Dark Side
Of The Moon frá upphafi til enda
en þetta verk má að sönnu kalla
einn af hornsteinum rokktónlist-
arinnar. Auk tónlistarinnar sjálfr-
ar fá áhorfendur að njóta vídeó-
mynda á stórtjaldi, margvíslegra
leikhústilbrigða og hljóma sem
munu undirstrika þessa magn-
þrungnu tónlist sem berst að
eyrum áhorfenda í gegnum 360°
víðóma og krafmikið hljóðkerfi.
Miðasalan hefst klukkan 10.00
og fer fram á midi.is, í verslunum
Skífunnar í Reykjavík og í BT á
Akureyri og Selfossi. Miðaverð er
8.900 á svæði A og 7.900 á svæði B,
auk miðagjalds.
Þess má geta að miðar á tón-
leika Roger Waters í Noregi seld-
ust upp á aðeins 18 mínútum.
Miðasala að hefjast
ROGER WATERS Fyrrverandi forsprakki Pink
Floyd er á leiðinni til Íslands.
FÖSTUDAGUR 10. mars 2006 43
Julia Roberts hefur ekki verið
mjög áberandi undanfarið ár eða
svo og líklega er hún upptekin að
dúllast með tvíburunum sínum.
Nú virðist hún hins vegar ætla að
koma aftur upp á yfirborðið eftir
þessa pásu og hefur verið ráðin
sem leiðandi andlit fyrir tísku-
hönnuðinn Gianfranco Ferré.
Aðrar leikkonur sem hafa verið
andlit stóru merkjanna eru til
dæmis Nicole Kidman fyrir Chan-
el No. 5, Hilary Swank fyrir Guerl-
ain og Gwyneth Paltrow fyrir
Esteé Lauder. Sú síðastnefnda lét
hafa það eftir sér að eina ástæðan
fyrir því að hún lánaði andlit sitt í
slíkar auglýsingar væru pening-
arnir. Hún hefur leyft sér að leika
í þeim myndum sem vekja áhuga
hennar í stað þess að láta launin
ráða. Nú er spurning hvort sama
sé uppi á teningnum hjá Juliu og
hvort við munum þá sjá hana í ein-
hverri lítilli „indie“-mynd á næst-
unni.
Andlit Gianfranco Ferré
JULIA ROBERTS Hún hefur verið ráðin
sem leiðandi andlit fyrir tískuhönnuðinn
Gianfranco Ferré.