Fréttablaðið - 10.03.2006, Side 48

Fréttablaðið - 10.03.2006, Side 48
Skráningu er lokið í Músíktilraunir 2006. Fimmtíu sveitir hafa skráð sig til leiks og koma þær víða að, allt frá Akranesi til Reyðarfjarðar og Hvammstanga til Hafnar í Horna- firði. Á meðal hljómsveita sem taka þátt eru Bárujárn, Rökkurró, Le poulet de romance og Ministry of Foreign Affairs. Keppnin verður haldin í Loft- kastalanum í ár og því verður meira sætaframboð en áður á undankvöld- unum. Yfirmaður dómnefndar er Árni Matthíasson blaðamaður. Skráningu lokið HELLO NORBERT Hljómsveitin Hello Nor- bert varð í öðru sæti Músíktilrauna í fyrra. Fyrirsætan Gemma Ward hefur fundið nýja leið til að slaka á og er byrjuð í fiðlutímum. Ward er nýkomin úr ferðalagi því hún sýndi á alls 55 sýningum á tísku- vikunum í New York, London, Míl- anó og París. „Tónlist er frábær leið til að losa spennu úr líkamanum og gleyma sér í einhverju,“ segir hún en auk þess að sækja fiðlutíma ætlar unga fyrirsætan að prufu- keyra leiklistarheiminn svolítið. Hún hefur nú þegar komið fram í stuttmynd sem er leikstýrt af hinni áströlsku Elissa Down en sú mynd kallast Pink Pyjamas. Einnig hefur Gemma látið hafa það eftir sér að hún muni koma fram í ástralskri „indie“-mynd en tökur á henni hefjast í september. Ward í fiðlutímum GEMMA WARD FRÉTTIR AF FÓLKI Mary Kate Olsen er byrjuð aftur með fyrrverandi kærasta sínum, David Katzenberg, og telja vinir hennar að þau muni líklega ekki hætta saman aftur. „David er brjálæðislega ástfanginn af Mary Kate og segist ekki ætla að leyfa henni að sleppa aftur,“ sagði heimildarmaður tímaritsins Star. „Hann segir hana vera ástina í lífi sínu og konuna sem hann vilji eyða ævinni með.“ Madonna segir leikferil sinn á enda. Hún hefur leikið í nokkrum myndum sem hafa ekki gengið svo vel eins og Shanghai Surprise, Swept Away og Body of Evidence. Hún er hrædd um að hennar hræðilega orðspor á þessu sviði muni eyðileggja hvaða mynd sem er. „Hvaða mynd getur lifað það af að vera dæmd til dauða frá byrjun?“ sagði Madonna. „Ég verð bara að hætta.“ Kylie Minogue hefur skrifað barnabók sem byggð er á leið hennar til frægðar og frama. Um er að ræða myndabók sem ætluð er aðdá- endum hennar frá sex ára aldri. Ritstjóri bókarinnar, Jane Richardson, telur að bókin muni höfða til lítilla prins- essa um allan heim sem hafa gaman af því að klæða sig í fína kjóla og hafa gaman. Einnig inniheldur bókin jákvæð skilaboð eins og að trúa á sjálfa sig og mikilvægi vinskaps og samvinnu. Leikarinn Daniel Craig segist aldrei hafa langað neitt sérstaklega að leika James Bond. „Ekki misskilja mig, ég vil endilega gera stórar myndir og vinna mér inn eins mikla peninga og ég mögulega get. En mig hefur aldrei langað til að leika James Bond,“ sagði Craig, sem óttast að fá skellinn ef Casino Royale verður léleg.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.