Fréttablaðið - 10.03.2006, Page 53
10. mars 2006 FÖSTUDAGUR50
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
opið alla laugardaga 10-14
SKÖTUSELUR
HUMAR
TÚNFISKUR
HRÓSIÐ
...fær Sigurpáll Jóhannesson
einkaþjálfari fyrir að píska fólk
áfram á nýjum Extreme-nám-
skeiðum í World Class.
LÁRÉTT
2 atlaga 6 í röð 8 struns 9 spil 11
hætta 12 mest 14 slappi 16 tónlist-
armaður 17 niður 18 rekkja 20 tveir
eins 21 óska.
LÓÐRÉTT
1 flagg 3 guð 4 aðgætinn 5 hallandi
7 bílskýli 10 hár 13 flan 15 sjá eftir
16 knæpa 19 í röð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 árás, 6 áb, 8 ark, 9 níu, 11
vá, 12 allra, 14 slaki, 16 kk, 17 suð, 18
rúm, 20 rr, 21 árna.
LÓÐRÉTT: 1 fána, 3 ra, 4 árvakur, 5
ská, 7 bílskúr, 10 ull, 13 ras, 15 iðra, 16
krá, 19 mn.
Ég fór að velta því fyrir mér um daginn
hvað fólk er orðið svakalega meðvitað
og upptekið af heilsunni. Þó þannig
að það er aðallega upptekið af því
að hreyfa sig frekar en að hugsa um
hvað það setur ofan í sig. Fólk virðist
vera alveg jafn duglegt að djamma og
vinna eins og brjálæðingar en einhvern
veginn hafa allir tíma til að skreppa
í ræktina eftir vinnu. Þegar ég fór að
hrósa vinkonum mínum fyrir dugnað-
inn í ræktinni og spyrjast fyrir um hvað
hafi eiginlega valdið þessari róttæku
breytingu þeirra á lífsmynstri og þessum
skyndilega áhuga á hreyfingu, fékk ég
ansi fyndin svör. Þær sögðu mér hvað
málið snerist um. Það var ekki spurning-
in um að þær hefðu fengið hugljómun
eða vildu halda púlsinum á góðu róli
heldur var þetta spurning um að hitta
menn. Einhvern veginn snýst alltaf allt
um að hitta menn. Það er sorglegt en
lífsnauðsynlegt, það er að segja þegar
maður er einhleypur.
Eftir því sem þessar stúlkur segja
mér þá er aðal málið þessa dagana að
skreppa í ræktina eftir vinnu, þá nefna
þær flestar Laugar í þessu samhengi, til
að kíkja á liðið. Þá er það víst þannig
að þær smella sér í sexý spandex-galla,
halda gæðum andlitsmálningarinnar í
toppi og henda sér á „stairmasterinn“ .
Tryllitækið er þó sett á lægsta hraða til
að þær roðni örugglega ekki í framan og
að ekki spretti fram á ennið einn einasti
svitadropi. Svo inn á milli stökkva þær
að vatnskælinum til að fá sér vatns-
dreytil og hressa sig við og spjalla við
strákana sem eru líka að fá sér sopa. Á
leiðinni til baka gjóa þær svo augunum
að gæjunum sem eru að pumpa og
tékka hvað þeir taka í bekkpressu. Að
sjálfsögðu nýta strákarnir sér að sama
skapi tækifærið og kíkja á bossana á
stelpunum á stigavélunum.
Að því er virðist, virkar þessi félags-
miðstöð sem alhliða deitmiðstöð fyrir
einhleypingana. Ég hef allavega heyrt
af fjölmörgum stefnumótum sem áttu
upphaf sitt við vatnskælinn þar sem
fólk slökkti þorstann og vonaðist eftir
að geta slökkt annars konar þorsta í
framhaldinu.
Ég ætla reyndar að viðurkenna það
að mér finnst þetta stórsniðugt. Flestum
okkar finnst örlítið súrara að finna mak-
ann á djamminu heldur en t.d. í vinn-
unni eða í vinahópnum. Nú hefur bæst
við enn önnur leiðin til að kynnast fólki
á algerlega ósveittan hátt, já eða mjög
sveittan, og mögulega
finna eitt stykki föru-
naut í framhaldinu. Svo
er líka tilvalið að bæta
heilsuna í leiðinni!
Með þessa nýju
vitneskju í far-
teskinu ætla ég
að bruna inn
í Laugardal,
kaupa mér
kort í ræktinni og
spandex-galla, setja
á mig glossinn og
skella mér svo á
stigavélina!
REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR ÆTLAR AÐ FLÝTA SÉR Í FJÖRIÐ!
Með heilsuna að leiðarljósi
Sigurgeir Sigurjónsson ljósmynd-
ari hefur verið í Argentínu síðast-
liðna þrjá mánuði ásamt eiginkonu
sinni, Helgu Gísladóttur, og
Sæmundi Norðfjörð. Mörgum er
eflaust í fersku minni kvikmyndin
Mótorhjóladagbækurnar sem fjall-
aði um ferð Che Guevara og vinar
hans, Alberto Granado, um Suður-
Ameríku en í þeirri ferð varð Gue-
vara ljóst að frelsa þyrfti álfuna
undan misréttinu sem þjakaði íbú-
ana og hóf í kjölfarið kommúníska
byltingu. Hvort ljósmyndarinn
Sigurgeir hafi slíkt í hyggju skal
ósagt látið en myndavélin er auð-
vitað með í för. Fyrir fjórum árum
gaf Sigurgeir út bókina Lost in
Iceland sem er margföld metsölu-
bók og þykir fanga náttúru Íslands
á einstakan hátt en það er ljóst að
myndefnið er ekkert síðra í Arg-
entínu þó að Sigurgeir vilji ekki
gefa mikið uppi um væntanlega
útgáfu.
Þremenningarnir hafa verið á
ferðalagi frá lok desember og
ferðast um landið þvert og endi-
langt. Lokaspretturinn er fram-
undan en Sigurgeir reiknaði með
að þau kæmu aftur í haust. Ferðin
hefur gengið mjög vel og hópurinn
hefur ekki orðið fyrir neinum
skakkaföllum. „Við erum á leiðinni
til Patagoníu,“ segir Sigurgeir en
þau hafa verið með svokallaðan
„location manager“ sem aðstoðar
þau við að finna „réttu“ staðina
sem Sigurgeir telur nauðsynlegt
þegar ferðast er um ókunnug lönd.
„Hann gegndi svipaðri stöðu við
gerð myndanna Mission og Seven
Days in Tibet,“ bætir ljósmyndar-
inn við.
Argentína, sem margir tengja
við nautakjöt, hesta og knatt-
spyrnugoðið Maradona, er áttunda
stærsta land heims, tæpir 6.000
km á lengdina. „Það sem heillaði
fyrst við landið er að það eru svo
miklar andstæður í bæði þjóðlíf-
inu og landslagi,“ segir Sigurgeir
og bætir við að það minni því um
margt á Ísland hvað fjölbreyti-
leika varðar.
Í dag kemst hópurinn í tæri við
hin „trúarbrögð“ landsins en þá
fara þau á leik erkifjendanna Boca
Juniors og River Plate. Liðin eru
bæði með aðsetur í höfuðborginni
Búenos Aíres og það má oft litlu
muna að upp úr sjóði í þeim mikla
bardaga. „Við erum með blaða-
mannapassa og getum því fangað
stemninguna á vellinum,“ segir
Sigurgeir. Þau eru væntanleg til
landsins á næstu vikum og þá ætti
að skýrast hvort landsmenn geti
fengið að sjá þessa mikla ferða-
sögu í náinni framtíð.
freyrgigja@frettabladid.is
SIGURGEIR SIGURJÓNSSON: ÆVINTÝRAFERÐ Í ARGENTÍNU
Ætlar að sjá leik Boca og River Plate
SIGURGEIR SIGURJÓNSSON Hefur verið á
þriggja mánaða ferðalagi um Argentínu
með myndavélina sína og verður við-
staddur stærsta knattspyrnuleikinn þar í
landi í dag.FRÉTTABLAÐIÐ / GVA
1 Borgarnesi
2 Á vefnum bakkafjörður.is
3 Barein
[ VEISTU SVARIÐ? ]
Glöggir áhorfendur NFS og Stöð 2
hafa tekið eftir nýju andliti meðal
veðurfréttamanna en það er Sig-
ríður Ólafsdóttir. Hún var á vakt
þegar Fréttablaðið náði tali af
henni og var nokkuð hress enda
veðrið með hreinum ágætum. Hún
kláraði jarð- og landafræði og
leggur stund á meistaranám í
umhverfisfræðum. Þrátt fyrir
ungan aldur hefur hún komið víða
við, verið menntaskólakennari,
flugfreyja og leiðsögumaður. Þá
er hún nýkomin heim úr tveggja
vikna skútusiglingu um Karíba-
hafið með kærasta sínum og barni.
„Aldur er afstæður,“ segir Sigríð-
ur og hlær.
Aðspurð af hverju veðurfréttir
segist hún alla tíð hafa verið sam-
ræðuhæf um veður og námið sé
nátengt þessu aðaláhugamáli
Íslendinga. „Ég er reyndar „bara“
veðurfréttakona en gæti bætt veð-
urfræðinni við seinna meir,“ segir
Sigríður, glöð í bragði. Mörgum er
það hulin ráðgáta hvernig veður-
fréttamenn geta þulið upp úr sér
spár langt fram í tímann en Sigríð-
ur segir starfið ekki vera ólíkt
leikarastarfinu. „Við leggjum
mikið á minnið og þurfum að vera
góð að lesa í veðrið,“ segir hún og
bætir við að hún sé enn að venjast
því að standa fyrir framan mynda-
vélarnar án landakorts og texta.
Veðrið skiptir Íslendinga miklu
máli og þeir hefja varla samræður
án þess að veðrið beri á góma. Sig-
ríður segir landa sína þó enn ekki
vera farna að stoppa hana úti á
götu og kvarta yfir slagviðri eða
roki. „Í góðu veðri erum við óskap-
lega glöð en þegar leiðindin í jan-
úar og febrúar eru sem mest
leggst það þungt á þjóðarsálina,“
segir Sigríður og hlær. „Ábyrgðin
er því mikil að flytja veðurfréttir;
gefa fólki von en samt ekki of
miklar væntingar,“ segir Sigríður.
- fgg
Ný veðurfréttakona á NFS
SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Nýi veðurfréttamaðurinn á NFS og Stöð 2 hefur slegið í gegn á
skjánum en hún hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur.FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN
NAUT REKIN Í ARGENTÍNU Eitt af einkenn-
um landsins eru nautin.