Fréttablaðið - 07.04.2006, Page 54

Fréttablaðið - 07.04.2006, Page 54
VINNINGAR VERÐA AFHENDIR HJÁ BT SMÁRALIND. KÓPAVOGI. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 99 KR/SKEYTIÐ. Í dag hefst miðasala á Manchester- tónleikana í Laugardalshöll og Nasa á midi.is og verslunum Skíf- unnar og B.T. Heppnir miðakaup- endur geta átt von á góðum auka- glaðningi því fjórtán farseðlar til Manchester eru faldir í þeim fimm þúsund miðum sem til sölu eru. Fólk þarf ekki að bíða og sjá hvort það hafi unnið því það fær tilkynn- inguna strax og það lýkur kaup- ferlinu. Mikið úrval íslenskra og erlendra tónlistarmanna treður upp á þessari hátíð og nægir þar að nefna húfugítarleikarann Badly Drawn Boy auk Echo and the Bunnymen en sú sveit kemur reyndar ekki frá Manchester held- ur Liverpool. Hún hefur reyndar líka áður komið til Íslands en það var fyrir 23 árum síðan og má til gamans geta að á umslagi hljóm- plötunnar Porcupine má sjá hljóm- sveitarmeðlimina standa við Gull- foss. Meðal íslenskra tónlistar- manna má nefna The Foreign Monkeys en sveitin vann Músík- tilraunir með miklum tilþrifum fyrir skömmu. Þá kemur stórsveit Benna Hemm Hemm einnig fram auk glysrokksveitarinnar Tra- bant. Miðasala hefst í dag BADLY DRAWN BOY Er meðal þeirra fjölmörgu listamanna sem koma fram á Manchester-tónleikunum í Laugardalshöll og Nasa. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Fyrir rúmum áratug eða svo var varla hægt að þverfóta fyrir erótískum spennutryllum í kvik- myndahúsum borgarinnar. Nú virðast þeir hafa beðið afhroð ef marka má viðtök- urnar við Basic Instinct 2. Dómar íslenskra gagnrýnenda um framhaldsmyndina Basic Instinct 2 eru ekkert einsdæmi. Kvikmynda- rýnar hafa keppst um að hakka myndina í spað og verður hún að teljast líkleg til afreka á Rifs- berjaverðlaununum, sem veitt eru verstu kvikmyndunum ár hvert. Ógnareðlið er ágætt dæmi um hvert erótískir trillar stefna. Jade, Body of Evidence og Showgirls fóru nánast sömu leið og Sharon Stone ; háðulega útreið í öllum fjölmiðlum var það eina sem þeirra beið. Sitt sýnist hverjum um ástæð- ur þess að erótík er á undanhaldi í bandarískum kvikmyndum. Fréttavefur CNN birti fyrir nokkru samtöl við helstu máttar- stólpana í þessum geira og fremst- ur meðal jafningja var Paul Ver- hoeven en hann leikstýrði fyrri myndinni um Catherine Tramell. „Allt sem er erótík hefur verið bannað í Bandaríkjunum,“ sagði leikstjórinn við fréttavefinn. „Við búum við stjórnvöld sem hamra stöðugt á kristnum gildum en kristin trú og kynlíf hafa aldrei átt vel saman,“ hélt leikstjórinn áfram. Handritshöfundurinn Nicholas Meyer, sem á meðal ann- ars heiðurinn af handriti Fatal Att- raction, tekur undir þessi orð Ver- hoeven og segir Bandaríkin vera orðið púrítanskt samfélag. „Við búum við hálfgerðan McCarthy- isma nema nú er ekki lengur spurt hvort þú sért kommi heldur hvort þú hafir kynlíf í kvikmyndum þínum,“ bætti Meyer við. Ekki eru þó allir sammála þessu og Mark Damon, sem framleiddi 9 1/2 viku og Wild Orchid, taldi þetta vera útbrunna tískubólu. Fram- leiðandinn JC Spink hafnar þó öllum þessum rökum og dregur internetið til ábyrgðar. „Af hverju að borga 800 krónur fyrir eitthvað sem þú sérð frítt á netinu?“ spurði Spink. Hollywood hefur hins vegar ekki alveg gefist upp á erótíkinni því í burðarliðunum eru Number 23 með Jim Carrey og Sabbatical þar sem Jennifer Garner flettir sig klæðum auk sálfræðitryllisins Need. Erótík á undanhaldi? BASIC INSTINCT 2 Framhaldsmyndin hefur fengið háðulega útreið í velflestum fjöl- miðlum og nú spyrja menn hvort erótík sé liðin tíð í Hollywood. FRÉTTIR AF FÓLKI Eva Longoria hefur lýst því yfir að hún vilji fá Michael Douglas til að leika miðaldra ástmann sinn í þáttaröðunum Aðþrengdar eiginkonur en þau léku saman í kvikmyndinni The Sentinel. Svo virðist sem Longoria hafi notið samvist- anna við stórstjörnuna það mikið að hún vill ólm endurtaka leikinn sem allra fyrst en hún er sem kunnugt er í sambúð með körfuknattleiks- leikmanninum Tony Parker. SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 ICE AGE 2 kl. 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI ÍSÖLD 2 kl. 6 og 8 M/ÍSLENSKU TALI DATE MOVIE kl. 10 B.I. 14 ÁRA ICE AGE 2 kl. 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA THE PRODUCERS kl. 8 og 10.45 WALK THE LINE kl. 5.15, 8 og 10.45 RENT kl. 5.20 B.I. 14 ÁRA ICE AGE 2 kl. 4, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI ICE AGE 2 SÝND Í Í LÚXUS kl. 4, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI ÍSÖLD 2 kl. 4, 6 og 8 M/ÍSLENSKU TALI DATE MOVIE kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15 PINK PANTHER kl. 3.50 og 10.10 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu STEVE MARTIN KEVIN KLINE - L.I.B - TOPP5.IS - S.K. - DV 2 FYRIR 1 FYRIR VIÐSKIPTAVINI GULLVILDAR ÓSKARS- VERÐLAUNIN sem besta leik- kona í aðalhlut- verki - Reese Witherspoon AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINS! YFIR 22.000 MANNS ! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! SPRENGHLÆGILEGUR SÖNGLEIKUR FRÁ GRÍNSNILLINGNUM MEL BROOKS!!Mamma allra grínmynda er mætt aftur í bíó! WWW.XY.IS 200 kr. afsláttur PÁSKAMYNDIN 2006 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI EIN STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Í USA RANGUR TÍMI, RANGUR STAÐUR, RANGUR MAÐUR - LIB, Topp5.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.