Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.04.2006, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 07.04.2006, Qupperneq 54
VINNINGAR VERÐA AFHENDIR HJÁ BT SMÁRALIND. KÓPAVOGI. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 99 KR/SKEYTIÐ. Í dag hefst miðasala á Manchester- tónleikana í Laugardalshöll og Nasa á midi.is og verslunum Skíf- unnar og B.T. Heppnir miðakaup- endur geta átt von á góðum auka- glaðningi því fjórtán farseðlar til Manchester eru faldir í þeim fimm þúsund miðum sem til sölu eru. Fólk þarf ekki að bíða og sjá hvort það hafi unnið því það fær tilkynn- inguna strax og það lýkur kaup- ferlinu. Mikið úrval íslenskra og erlendra tónlistarmanna treður upp á þessari hátíð og nægir þar að nefna húfugítarleikarann Badly Drawn Boy auk Echo and the Bunnymen en sú sveit kemur reyndar ekki frá Manchester held- ur Liverpool. Hún hefur reyndar líka áður komið til Íslands en það var fyrir 23 árum síðan og má til gamans geta að á umslagi hljóm- plötunnar Porcupine má sjá hljóm- sveitarmeðlimina standa við Gull- foss. Meðal íslenskra tónlistar- manna má nefna The Foreign Monkeys en sveitin vann Músík- tilraunir með miklum tilþrifum fyrir skömmu. Þá kemur stórsveit Benna Hemm Hemm einnig fram auk glysrokksveitarinnar Tra- bant. Miðasala hefst í dag BADLY DRAWN BOY Er meðal þeirra fjölmörgu listamanna sem koma fram á Manchester-tónleikunum í Laugardalshöll og Nasa. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Fyrir rúmum áratug eða svo var varla hægt að þverfóta fyrir erótískum spennutryllum í kvik- myndahúsum borgarinnar. Nú virðast þeir hafa beðið afhroð ef marka má viðtök- urnar við Basic Instinct 2. Dómar íslenskra gagnrýnenda um framhaldsmyndina Basic Instinct 2 eru ekkert einsdæmi. Kvikmynda- rýnar hafa keppst um að hakka myndina í spað og verður hún að teljast líkleg til afreka á Rifs- berjaverðlaununum, sem veitt eru verstu kvikmyndunum ár hvert. Ógnareðlið er ágætt dæmi um hvert erótískir trillar stefna. Jade, Body of Evidence og Showgirls fóru nánast sömu leið og Sharon Stone ; háðulega útreið í öllum fjölmiðlum var það eina sem þeirra beið. Sitt sýnist hverjum um ástæð- ur þess að erótík er á undanhaldi í bandarískum kvikmyndum. Fréttavefur CNN birti fyrir nokkru samtöl við helstu máttar- stólpana í þessum geira og fremst- ur meðal jafningja var Paul Ver- hoeven en hann leikstýrði fyrri myndinni um Catherine Tramell. „Allt sem er erótík hefur verið bannað í Bandaríkjunum,“ sagði leikstjórinn við fréttavefinn. „Við búum við stjórnvöld sem hamra stöðugt á kristnum gildum en kristin trú og kynlíf hafa aldrei átt vel saman,“ hélt leikstjórinn áfram. Handritshöfundurinn Nicholas Meyer, sem á meðal ann- ars heiðurinn af handriti Fatal Att- raction, tekur undir þessi orð Ver- hoeven og segir Bandaríkin vera orðið púrítanskt samfélag. „Við búum við hálfgerðan McCarthy- isma nema nú er ekki lengur spurt hvort þú sért kommi heldur hvort þú hafir kynlíf í kvikmyndum þínum,“ bætti Meyer við. Ekki eru þó allir sammála þessu og Mark Damon, sem framleiddi 9 1/2 viku og Wild Orchid, taldi þetta vera útbrunna tískubólu. Fram- leiðandinn JC Spink hafnar þó öllum þessum rökum og dregur internetið til ábyrgðar. „Af hverju að borga 800 krónur fyrir eitthvað sem þú sérð frítt á netinu?“ spurði Spink. Hollywood hefur hins vegar ekki alveg gefist upp á erótíkinni því í burðarliðunum eru Number 23 með Jim Carrey og Sabbatical þar sem Jennifer Garner flettir sig klæðum auk sálfræðitryllisins Need. Erótík á undanhaldi? BASIC INSTINCT 2 Framhaldsmyndin hefur fengið háðulega útreið í velflestum fjöl- miðlum og nú spyrja menn hvort erótík sé liðin tíð í Hollywood. FRÉTTIR AF FÓLKI Eva Longoria hefur lýst því yfir að hún vilji fá Michael Douglas til að leika miðaldra ástmann sinn í þáttaröðunum Aðþrengdar eiginkonur en þau léku saman í kvikmyndinni The Sentinel. Svo virðist sem Longoria hafi notið samvist- anna við stórstjörnuna það mikið að hún vill ólm endurtaka leikinn sem allra fyrst en hún er sem kunnugt er í sambúð með körfuknattleiks- leikmanninum Tony Parker. SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 ICE AGE 2 kl. 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI ÍSÖLD 2 kl. 6 og 8 M/ÍSLENSKU TALI DATE MOVIE kl. 10 B.I. 14 ÁRA ICE AGE 2 kl. 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA THE PRODUCERS kl. 8 og 10.45 WALK THE LINE kl. 5.15, 8 og 10.45 RENT kl. 5.20 B.I. 14 ÁRA ICE AGE 2 kl. 4, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI ICE AGE 2 SÝND Í Í LÚXUS kl. 4, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI ÍSÖLD 2 kl. 4, 6 og 8 M/ÍSLENSKU TALI DATE MOVIE kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA BIG MOMMA’S HOUSE 2 kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15 PINK PANTHER kl. 3.50 og 10.10 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu STEVE MARTIN KEVIN KLINE - L.I.B - TOPP5.IS - S.K. - DV 2 FYRIR 1 FYRIR VIÐSKIPTAVINI GULLVILDAR ÓSKARS- VERÐLAUNIN sem besta leik- kona í aðalhlut- verki - Reese Witherspoon AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINS! YFIR 22.000 MANNS ! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! SPRENGHLÆGILEGUR SÖNGLEIKUR FRÁ GRÍNSNILLINGNUM MEL BROOKS!!Mamma allra grínmynda er mætt aftur í bíó! WWW.XY.IS 200 kr. afsláttur PÁSKAMYNDIN 2006 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI EIN STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Í USA RANGUR TÍMI, RANGUR STAÐUR, RANGUR MAÐUR - LIB, Topp5.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.