Tíminn - 03.07.1977, Blaðsíða 10
10
Sunnudagur 3. júli 1977
NAFNLAUSU BRÉl
Littlehampton er einn
af dæmigerðum hvíldar-
bæjum á suðurströnd
Englands — einn þeirra
staða þar sem líf ið virðist
breytilegt eftir árstíðum.
Eftir rólegan vetur lifnar
litli bærinn við.allt fyllist
af sumargestum, sem
flyja borgirnar og meng-
unina til að upplifa raun-
verulegt sumar, en svo
lognast allt útaf aftur
með haustinu.
Western Road hlykkj-
ast gegnum Littlehampt-
on. Gatan er dæmigerð
fyrir staðinn. Litlu húsin,
sem standa meðfram
henni, eru alltaf nýmáluð
og ró sú og f riður sem yf-
ir bænum hvíla, virðast ó-
forgengileg.
En eitt sinn f yrir nær 60
árum var friðurinn rof-
inn, þegar undarlegt og
æsilegt hneyksli átti sér
þar stað.
Edith Emily Swann bjó ásamt
tveimur bræðrum sinum með
öldruöum foreldrum. Hús
þeirra var eitt hinna stærstu við
Western Road — og allir töldu
það sjálfsagt. Swannfjölskyldan
var talin ein sú efnaöasta og
virðingarverðasta viö götuna.
Fjölskyldan sjálf taldi þetta lika
og skipti sér litið af nágrönnun-
um.
Edith Swann hafði verið ein-
ræn alla sina daga — einkum
hvað varðaði aðdáendur af hinu
kyninu. Afleiðingin var sú, að
hún var enn ógift — fimmtug að
aldri. Aðrir ibúar Littlehampton
litu á hana sem einkar sóma-
kæra og ágæta konu, siðferðis-
lega fyrirmyndakonu Englands
þess tima.
Swann fjölskyldan átti heima
i húsinu númer 47. 1 byrjun
ágúst 1919 flutti fjölskylda inn i
nágrannahúsið, hjónin Rose og
Bill Gooding og tvö börn þeirra.
Bill Gooding var sjómaður og
mikið að heiman, en Rose
kvartaði aldrei yfir þvi, né
reyndar neinu öðru. Rose Good-
ing var kona, sem aldrei æðrað-
ist og hún var glaðlynd og opin-
ská.
ógift móðir
I Goodingfjölskyldunni voru
tvær manneskjur til viðbótar,
Jane, yngri systir Rose og lítill
sonur hennar. Systirin var ógift
móðir og samkvæmt þeirra
tima siðferðislögmálum þess
vegna fremur slæm manneskja.
Margir í götunni slúðruðu um
hana og veltu fyrir sér hvernig
Skyndilega tóku að berast hneykslanleg
bréf til virðulegrar miðaldra konu í brezk-
um smábæ. Þar sem hún átti aðeins einn
óvin, glaðlegu sjómannskonuna í næsta
húsi, dró lögreglan strax sínar ályktanir.
Konan var handtekin, en var hún sek?
Gooding fjölskyldan gæti hýst
hana. En Goodingfjölskyldan á-
vann sér brátt virðingu flestra
og þetta var fyrirgefið.
Meira aö segja Swannfjöl-
skyldan meðtók strax hina nýju
nágranna sina og sambandiö
virtist auk þess mjög innilegt i
upphafi. A jólunum 1919 skiptust
fjölskyldurnar á jólagjöfum og
allt virtist i himnalagi.
En það stóð ekki lengi. Edith
Swann átti erfitt meö að sætta
sig við þá tilhugsun að ógift
móðir byggi i næsta húsi. Loks
varð þetta henni liklega um
megn. Hún hafði samband við
heilbrigðisfulltrúa staðarins og
kærði Goddingfjölskylduna fyr-
ir að vanrækja litla drenginn.
Fulltrúinn brá við.snöggt og lét
fara fram rannsókn. 1 ljós kom
að drengurinn bjó við besta at-
læti að öllu leyti og ekki var tal-
in ástæða til að aðhafast neitt.
Gooding fjölskyldan gat haldið
áfram að lifa eins og hún hafði
gert.
En góða sambandið við
Swannfjölskylduna tók hér með
skjótan enda. Það byrjaði allt
saman með bréfi....
Bréfberinn kom eins og
venjulega að Swannhúsinu júli-
dag einn áriö 1920. Meðal bréf-
anna var eitt til Edith Swann.
En það var öðruvisi bréf en hún
var vön að fá. Ekki teboð hjá
prestinum og heldur ekki vin-
gjarnlegt bréf frá einhverri vin-
konu....
Bréfið var frá upphafi til enda
hótanir, ásakanir og dylgjur um
kynferðislif ungfrúarinnar. Það
var skrifað með barnalegri rit-
hönd og án undirskriftar og
heimilisfangs sendanda.
Næstu daga komu fleiri slík
bréf, öll með sama innihaldi og
sömu rithönd. Edith Swann
sýndi fjölskyldunni bréfin og
allir urðu æstir. Hver gat eigin-
lega skrifað slik bréf til sóma-
kærustu og virðingarverðustu
manneskju i Littlehempton?
Edith Swann var strax tilbúin
með sina kenningu. Bréfritarinn
nafnlausi hlaut að búa i bænum,
þar sem öll bréfin voru stimpluð
á pósthúsi bæjarins og póstlögð
viö járnbrautarstöðina. En á
sumum þeirra var alls enginn
póststimpill. Þeim hafði ein-
faldlega verið stungið inn um
bréfarifuna....
Lögreglumál
Edith Swann sneri sér til lög-
reglunnar. En þar voru menn
ekki sérlega áfjáðir i að rann-
saka málið. Þeir töldu að Edith
Swann gæti aðeins lagt fram á-
kæru, ef hún gæti bent á ein-
hverja ákveðna manneskju,
sem sent hefði bréfin.
Edith Swann hikaði ekki við
að nefna hann. Hún sneri sér til
lögfræðings i Littlehampton, A.
’Shelley. Hann hjálpaði henni að
koma málinu fyrir rétt. Rose
Gooding var tilnefnd grunuð og
ákærð. Brátt varö málið á allra
vörum i bænum. Goodingfjöl-
skyldan átti erfiða ævi þaðan i
frá. Hún var utanaðkomandi, en
Swannfólkið, virt fjölskylda
hafði búið þarna i 20 ár. Auðvit-
að tóku nágrannarnir strax
málstað Eíith Swann. Slúðrið
breiddist út &ns og eldur i sinu
og Rose Gooding fékk augnagot-
ur og dyigjur hvar sem hún sást.
Lögreglan i Littlehampton hóf
rannsókn og Rose Gooding var
handtekin og sett i gæzluvarð-
hald.
En varla er hægt að segja, að
rannsóknin hafi verið vandlega
framkvæmd. Enginn rithandar-
sérfræðingur var fenginn til að
bera rithönd Rose saman við þá
á bréfunum. Þó gátu sérfræð-
ingarnir ekki verið sammála.
Þeir töldu bréfin skrifuð með
rithönd sem var viljandi af-
skræmd. Hver sem væri gæti
hafa skrifað þau. Lögreglan
rannsakaði heldur aldrei bréfs-
efnið. Talið var vist að Rose
Gooding hefði falið þaö, hefði
hún skrifaö bréfin.
Annars var yfirleitt talið að
málið lægi ljóst fyrir. Edith
Swann sagði nefnilega að hún
hefði séð Jane Gooding læðast
frá dyrum Swann-hússins
skömmu eftir að bréf hafði dott-
ið inn um rifuna. Eftir að rann-
sókn var lokið, var ákveðið að
málið skyldi tekiö upp fyrir
dómstólum haustið 1920.
Þangað til var Rose Gooding
— öðrum til viðvörunar — höfð i
fangelsi. Hún var fyrirfram
dæmd. Vætti Edith Swann var
trúveröugt og hún var einmitt
manneskjan til að hafa áhrif á
kviödóminn.
Þar að auki var enn eitt vitni
komiö fram á sjónarsviðiö. Það
var málarinn Reuben Lynn,
gamall og kalkaður og bjó við
Western Road. Yfirvöldin tóku
litið tillit til þess að Lynn var
gamall og þekktur fyrir að rugla
hlutunum saman. Aðalatriðið
var að hann hafði eitthvað að
segja.
Dag einn hafði hann séð 12 ára
gamla dóttur Rose Gooding
setja bréf i póst. Hann hafði
horft á hana setja það i póst-
kassann við járnbrautarstööina.
Honum hafði tekizt aö greina
nafn viðtakanda „Swann”.......
Mánudaginn 13. desember
skjögraði Rose Gooding inn i
réttarsalinn og i sæti sitt. Hún
var skelfingu lostin. Hún var
einföld sál og hefði aldrei haft
nein afskipti af dómsyfirvöld-
um. Gamaldags virðuleikinn og
alvaran, sem var þarna i rétt-
arsalnum, gerði hana ringlaða.
Réttarhöldin fóru fram fyrir
lokuðum dyrum. Talið var að
innihald bréfanna væri einum of
djarftfyrir almenning. Ekki var
einu sinni leyft að lesa upp úr
þeim i réttarsalnum án ritskoð-
unar. Dómarinn samþykkti
sjálfur þá kafla, sem hægt væri
að lesa upp.
Flekklaus fortíð
Rose Gooding hafði engan
lögfræðing sér til varnar. Þetta
var löngu fyrir daga réttar-
hjálpar. Þeir sem ekki höföu ráð
á að borga lögfræðingi, urðu að
vera án hans. En Goodingfjöl-
skyldan hafði að minnsta kosti
haft ráð á að fá sér nokkurn
veginn sæmilega lögfróöan leik-
mann fyrir verjanda, en þekk-
ing hans kom ekki að miklu
gagni fyrir beittum skotum
sækjandans.
Það að fortið Rose Gooding
var flekklaus, virtist ekki skipta
neinu máli. Hún var eftir allt
gift sjómanni og þess vegna var
hún i augum dómarans og kvið-
dómsins siðlaus. Þannig var
„réttlæti” enska stéttaþjóðfé-
lagsins. Hins vegar var vætti
Edith Swann þungt á metunum.
Hún var virt manneskja og
hafði hæfileika til að tjá sig
skýrt og greinilega.
Framburður Reubens Lynn
gerði einnig sitt til að veikja að-
stöðu Rose Gooding. Að visu
vann verjandi Rose Goodings
gott verk þegar hann yfirheyrði
Reuben Lynn. En kviðdómurinn
virtist ekki hafa áhuga. Hefði
svo verið, hefði framburöur
Lynns verið Rose i hag. Gamli
maðurinn romsaði upp úr sér ó-
tal ósamhangandi setningum,
sem flestar voru þess efnis, að
hann væri ekki viss um neitt....
Rose Gooding lýsti sig sak-
lausa af ákærunni og svaraði
þvi til að hún vissi ekkert um
bréfin. En kviðdómurinn tók
það aðeins sem merki þess aö
hún væri óvenju forhertur
glæpamaður....
Siðan dró kviðdómurinn sig i
hlé til að taka afstöðu um dóm-
inn. Hann kom aftur tiu minút-
um siðar. Dómurinn var:
„Sek”.
— Ég er alveg sammála kvið-
Bréfin voru svo
dómarinn leyfði
úr þeim fyrir ré
dóminum, sagði dómarinn og
bað siðan Bill Gooding að stiga
fram.
— Akærða hefur að visu þegar
verið hálfan þriðja mánuð i
fangelsi, sagði hann. — En með
tilliti til þess sem hún hefur gert
sig seka um, held ég að skyn-
samlegt sé, að hún sé dæmd til
frekari fangelsisvistar.
Dómarinn sneri sér beint að
Rose Gooding og sagði: — Þetta
getur kannski kennt yður að
gera ekki slika hluti framvegis.
Siðan sneri hann sér að Bill
Gooding: — Haldið þér að þér
getið komið i veg fyrir að kona
yðar geri slikt aftur? spurði
hann.
Bill Gooding var þess fullviss
að kona hans væri saklaus. En
dómurinn var þegar fallinn, svo
- hann gat litið annað gert en sýnt
auðmýkt. Ef hann gerði það
ekki, yrði dómurinn ef til vill
enn þyngdur... — Ég er sann-
færður um að ég get það, sagði
hann.