Tíminn - 06.08.1977, Síða 3

Tíminn - 06.08.1977, Síða 3
Laugardagur 6. ágiist 1977 3 Málið tekið fyrir fljótlega — segir Halldór E. Sigurðs- son, landbúnaðarráðherra um sýktu seiðin að Laxalóni gébé Reykjavlk — Þaö er ekki endanlega ákveöiö hvaö gert veröur, en niöurstaöa okkar mun liggja fyrir fljótlega. Þaö veröa varla fleiri sérfræöingar kallaöir til, sagöi Halidór E. Sigurösson, landbiinaöarráöherra i gær, er hann var inntur eftir hvaö liöi hinu svokallaöa Laxalónsmáli. Sökum mikilla anna I land- búnaöarráðuneytinu hefur litt veriö hægt aö sinna þessu máli aö undanförnu, en aö sögn ráöherra veröur það tekiö fyrir fljótlega. Eins og áöur hefur komiö fram i Timanum, hefur þessi nýrnasjúk- dómur i laxaseiðum komiö upp hér á landi áður og þá i Elliðaár- stööinni fyrir nokkrum árum. Þá var öllum laxaseiöum eytt strax. Enn eru eru til sýni úr þessum laxaseiðum og þegar þetta sama mál kom upp i Laxalóni á dögun- um, voru þau sýni borin saman við Elliöaárstöövarsýnin, og reyndist þau bera sömu einkenni nýrnasjúkdóms. Gunnar í. Guðjónsson sýnir í Þrasta lundi Nú stendur yfir i Þrastalundi málverkasýning Gunnars t. Guö- jónssonarog veröur sýningin opin allan þennan mánuö. A sýning- unni er 21 oliumálverk, aöallega landslagsmyndir sem lista- maöurinn hefur gert á undanförn- um árum. Sýningin er I veitinga- skálanum i Þrastalundi. Veitingaskálinn I Þrastalundi hefur nú um nokkurt skeiö gefiö listamönnum kost á aö sýna verk sin á veggjum þar. Er ekki aö efa aö feröamönnum þyki feröaauki aö. Samningavið- ræður í strand — rafvirkjar vilja sömu laun og kjör og starfsfólk ríkisverksmiðj anna gébé Reykjavik — Þaö fór allt i strand i samningaviöræöum milli rafvirkja Rafmagnsveitu rikisins og Vinnumálanefndar rikisins i fyrrakvöld og nýr fundur haföi ekki veriö boöaöur þegar siöast fréttist. Þvi miöur hafa okkar viömælendur, ekki geta fallizt á, aö laun og kjör þessara manna breytist i samræmi viö þau kjör sem starfsfólk rikisverksmiöj- anna hefur. Viö biöum eftir þeirra viöbrögöum og vonumst til aö þeir geti fariö aö ræöa viö okkur á eölilegum grundvelli, sagöi Magnús Geirsson, framkvæmda- stjóri Félags isl. rafvirkja i gær, þegar Timinn ræddi viö hann. Rafvirkjar hjá Rafmagnsveit- um rikisins hafa verið i verkfalli I tvær vikur. Fram aö þessu höfum viö gert viö bilanir, sem valdiö hafa straumleysi, t.d. i Húna- vatns- og Borgarfjarðarsýslum. En það veröur ekki mikiö lengur, sem slikar undanþágur veröa geröar. Þær voru aðeins geröar i þessum tilfellum til aö deila þessi bitnaði ekki á almenningi, sagöi Magnús. — Þaö má segja, aö þessir menn, rafvirkjarnir hjá Raf- magnsveitunum, séu allt áriö frá heimilum sinum. Auk þess sem viö viljum aö þeir fái sambærileg laun og kjör viö starfsfólk rikis- verksmiðjanna, eru öryggismál mjög á dagskrá hjá okkur, svo og aöbúnaður, sagöi Magnús. Þegar Magnús var aö þvi spuröur, hvort ekki væri erfitt fyrir rafvirkjana, sem eru 50-60 talsins, aö vera i löngu verkfalli, fjárhagslega séö, svaraöi Magn- ús: — Viö eigum bærilega verk- fallssjóöi og mennirnir munu ekki svelta. Nýtt rit um samvinnu- sögu væntanlegt Kás-Reykjavik. — Eins og kunnugt er hefur Gunnar Karls- son, lektor i sagnfræöi viö Há- skóla íslands, um nokkurra ára skeiö unniö aö rannsóknum á fé- lagsstarfi Þingeyinga á 19. öld. Inn I þá rannsókn fléttast saga elztu verzlunarsamtaka i Þing- eyjarsýslu, og þar meö upphaf elzta Sambandsfélagsins, Kaupfélags Þingeyinga á Húsa- vik. Bók Gunnars um þetta efni, „Frelsisbarátta Suöur-Þingey- inga og Jón á Gautlöndum”, er væntanleg á markaö meö haust- inu, hjá Hinu islenzka bók- menntafélagi I Reykjavik. Má vænta þess aö hún veröi kær- komin öllum þeim fjöimörgu sem áhuga hafa á aö kynna sér einstaka þætti Islenzkrar sam- vinnusögu. Samkvæmt upplýsingum i Sambandsfréttum fjallar bókin aö meginhluta um stjórnmálalif og verzlunarmál norbanlands á siöara helmingi aldarinnar sem leiö. Síðasti hluti bókarinnar er æviágrip Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum, en hann tengist bæði stjórnmála- og verzlunar- sögunni á þann hátt, aö hann var alþingismaður Suöur-Þing- eyinga um helming þessa tima- bils, og auk þess fyrsti formaður Kaupfélags Þingeyinga. Þetta veröur þvi annaö rit- verkiö á skömmum tima, sem útkemurogfjallaraömeira eöa minna leyti um söguleg efni varöandi samvinnuhreyfing- una. En hin er ,,úr Djúpadal aö Arnarhóli”eftir Pál H. Jdnsson, sem fjallar um ævi Hallgrims Kristinssonar. Flugleiðir flytja vörur fyrir Sambandið Kás-Reykjavik. — Iðnaðardeild Sambandsins hefur gert samning viö Flugleiðir um flutning á ullar-og skinnavörum til Bandarikjanna og Vestur- Evrópu. Gildir samningurinn i eitt ár frd júni s.l. aö telja. Gert er ráö fyrir aö Flugleiöir flytji á þeim tima 50 lestir af þessum vörum til Vestur-Evrópu og 80 lestir til Bandarikjanna. Hugsanlegt er aö vörumagniö veröi meira en kveöið er á um I samningnum. Iönaöardeild sendir núoröiö þvi nær allar sinar vörur beint með flugvélum,nemaþærvörur sem fara til Sovétrikjanna, en þær eru fluttar beint frá Akur- eyri meö skipum Sambandsins. Verður þorskurinn rúm 300 þús. tonn í ár? gébé Reykjavik. — Talið er aö heildarþorskafli Islendinga fyrstu sex mánuöi þessa árs, hafi verið röskar 200 þúsund lestir, eða um 14% meiri en hann var á sama tima í fyrra. Sem kunnugt er gerðu fiskifræð- ingar þaö aö tillögu sinni, aö þorskaflinn mætti ekki fara fram yfir 275 þúsund lestir á ár- inu, þannig aö ljóst má vera aö ekki er mikiö upp á að hlaupa seinni hluta ársins, verði farið að tillögum þeirra. Raunar ligg- ur á borðinu aö slikt er ekki hægt úr þessu. Heildaraflinn mun veröa mun meiri en þeir telja hyggilegt, jafnvel þótt gripið verði til róttækra ráðstaf- ana, eins og þorskveiðibannsins sem öllum er i fersku minni. Þetta er meðal efnis i nýút- komnu hefti Sjávarfrétta. I frétt þessari kemur einnig fram að ekki verði talið óliklegt að þorskaflinn myndi minnka um allt að 20 þúsund tonnum, viö siðustu ráðstafanir stjórnvalda. Aflinn yrði þá sennilega um 300 þúsund lestir, eða langt fram yf- ir það mark sem fiskifræðingar telja að við hefðum átt að setja. Þá telur greinarhöfundur heldur ekki ólíklegt, að eftir sið- ustu ráðstafanir stjórnvalda, verði þorskveiðibannið fram- lengt eða jafnvel hert, ef það kemur i ljós að aflamagnið verður langt fyrir ofan það há- mark sem fiskifræðingar hafa gefið. Bent Larsen á Reykja- víkurmótið — hefur þegið boð Skáksam- bandsins fyrstur erlendra meistara gébé Reykjavik— Bent Larsen, danski stórmeistarinn, hefur þegið boð Skáksambands ts- lands um að taka þátt i Reykja- vikurmótinu i febrúar á næsta ári, og er hann fyrsti erlendi meistarinn sem þiggur þetta boð okkar, sagði Einar Einars- son, forseti Skáksambandsins I gær. Kvað Einar sambandið hafa fengið bréf nýlega frá Lar- sen, þar sem hann þiggur boðið og sagði Larsen einnig að sér litist mjög vel á nýja keppnis- fyrirkomulagið og taldi að það myndi draga úr biöskákum. Bent Larsen Eins taldi Larsen að þetta fyr- irkomulag myndi foröa þvi aö skákin verði ekki I lokin eða siö- ustu minúturnar tefld eins og hraðskák. Þetta nýja keppnisfyrirkomu- lag, sem Bent Larsen virðist svo hrifin af felur i sér tv'ö'flma mörk, i stað eins áður. Fimmtiu leikir eru leiknir á 2 1/2 klst, þar af 30 leikir á 11/2 klst. Aður átti að leika 40 leiki á 2 1/2 klst. Þá sagði Einar Einarsson, að Bent Larsen teldi, að ekki megi ofmeta bónusgreiðslur til að draga úr jafnteflum og segir aö það sé eina góða leiöin aö bjóða ekki jafntefliskóngum, sem hann telur sig greinilega ekki vera. — Við erum búnir aö bjóöa hingað fjölmörgum heimsfræg- um skákmeisturum til aö taka þátt i Reykjavlkurmótinu á næsta ári og þetta svar Larsens er þaö fyrsta sem viö fáum frá erlendu skákmeisturunum, sagði Einar. Bent Larsen hefur ekki teflt hér á landi siöan áriö 1956, þeg- ar einvigiö milli hans og Friðr- iks ölafssonar stóð um Noröur- landameistaratitilinn. Bent Larsen vann það einvigi svo sem kunnugt er. Þó skal taka fram aö Larsen tefldi við Friðr- ik hér árið 1972 aö Laugarvatni, en eins og menn rekur minni til, notuðu þeir þá lifandi skákmenn á geysistóru taflborði. Hljóðhraða mælingarnar bendatil heits berggrunns ÁÞ-Reykjavik — Aðeins er hægt að segja á þessu stigi, aö berg- grunnurinn undir hafinu suöur af tslandi sé svipaður berg- grunni annarra hafa, en grunn- urinn undir islandi er Olikur þvi sem finnst undir gömlu megin- löndunum og einnig ólikur þvi, sem finnst undir höfum. Hinn lági hljóðhraði berggrunnsins undir islandi bendir til þess, að hann sé mjög heitur og allt að bráðinn I hinum dýpri lögum. Þetta kemur fram I frétt frá Orkustofnun, en eins og kunnugt er hafa islenzkir, v-þýzkir, rúss- neskir, kanadiskir og banda- riskir visindamenn unnið að rannsóknum i hafinu suður af islandi. Spreningar voru gerðar, i haf- inu suður af Islandi af þýzka rannsóknarskipinu Meteor, i hafinu norður og austur af land- inu með aðstoð islenzkra fiski- báta. Einnig var skotið i fisk- lausu vatni inn á hálendi lands- ins. Hljóðtölur þær, sem spreng- ingarnar orsökuðu fóru eftir berglögum og voru teknar upp af 38 islenzkum, 43 þýzkum, 27 rússneskum stöðvum i landi, en 5 þýzkum, 2 kanadískum og 1 bandariskri stöð á hafinu og á hafsbotni. Þannig náðust nokkur þúsund sveiflugröf, sem nú biða úr- vinnslu. Um leið og hljóðsveifl- ur frá sprengistað berast i gegn- um jarðlögin til upptökustöðv- ar, bera þær með sér upplýsing- ar um þau jarðlög sem þær ber- ast eftir i formi hraða, styrks og lögunar en allt er skráð á þeim upptökustöðvum er bylgjan næst. Þá segir i fréttatilkynning- unni: Hinn góðii árangur rann- sóknarverksins hefði ekki orðið slikur, ef ekki hefði komið til góö tið, og frábær aðstoð og þátttaka islenzkra stofnana, eins og Orkustofnunar er undir- bjó verkið á Islandi og tók þátt i framkvæmd og stjórnun þess, Háskóla Islands er lagði til upp- tökustöðvar og tók þátt i fram- kvæmd þess og islenzka Rikis- útvarpsins er útvarpaði skila- boðum til rannsóknarfólksins þrisvar á sólarhring meðan á verkinu stóð. Leyfi til þessa rannsóknarverks var veitt af Rannsóknarráði rikisins I april 1977. Sigurlaug Rósinkranz Sauðkrækl- ingar fagna ágætu listafólki GÓ Sauöárkróki. — Sigurlaug Rósinkranz, sópransöngkona hélt söngskemmtun á Sauöárkróki fimmtudaginn 4. ágúst s.l. viö undirleik Ólafs Vignis Alberts- sonar. A söngskránni sem var fjölbreytt og vönduö, voru 20 sönglög eftir innlenda og erlenda tónskáld. Söngskemmtunin var vel sótt og fögnuöu áheyrendur þessu ágæta listafólki vel og inni- lega. — Viö þökkum Sigurlaugu Rósinkranz fyrir komuna og ósk- um henni heilla og giftu á lista- brautinni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.