Tíminn - 06.08.1977, Page 11
10
Laugardagur 6. ágúst 1977
Laugardagur 6. ágúst 1977
11
Sé öryggisloki hins vegar ekki fyrir hendi, svo sem á þessari
mynd, gctur maöurinn farið marga hringi meö spilinu og hlotið
limlestingu eða jafnvel bana af.
Sjómenn eru neikvæðir
gagnvart öryggisbúnaði
- segir Þórhallur Hálfdánarson, starfsmaður rannsóknarnefndar sjóslysa
HV-ReykjavIk, — Það er ekki
hægt að lita fram hjá þvi, að
stór hluti þeirra tvö hundruð
niutiu og sjö slysa, sem urðu á
sjó árið 1976, voru með öllu
óþörf. Ef þau öryggistæki, sem
eiga að vera um borð i skipum,
væru það og væru jafnframt
notuð, svo og ef öryggislokar
væruá spilum á fiskiskipum, þá
hefði mátt fækka þessum slys-
um sem uröu mikið, jafnvel allt
að þvi um helming, sagði Þór-
hallur Hálfdánarson, starfs-
maður rannsóknarnefndar sjó-
slysa,i viðtali við Timann i gær.
— Varðandi öryggislokana á
spilin er það að segja, sagöi
Þórhallur ennfremur, — aö á
undanförnum sex árum hafa
niutiu og tveir sjómenn slasazt
við netaspil og flestir þeirra al-
varlega, en þegar menn festast i
spilum hlýzt oft limlesting af. I
flestum þessara tilvika hefði
öryggisloki komið i veg fyrir
mikil meiðsli. Við vitum þess
engin dæmi, að slys hafi oröið,
með þeim hætti, að maður hafi
slasazt viðspil, sem öryggisloki
hefur verið á.
Að visu getur verið erfitt um
vik að skylda bátaeigendur til
aðsetja loka á spil hjá sér, eink-
um þá sem ekki eru með há-
þrýstispil. Lokiá háþrýstispil er
tiltölulega ódýrt tæki, en á önn-
ur spil getur hann kostað allt að
hálfri milljón króna.
Mörg önnur slys hafa orðiö
vegna þess að öryggistæki, sem
samkvæmt reglum eiga að vera
um borð, svo sem öryggisbelti
með liflinum og bjargvesti,
annaö hvort eru þar ekki, eða
eru ekki notuð.
Ekki verður annað sagt, en að
meðal sjómanna rikir ákaflega
neikvæður hugsunarháttur
gagnvart öryggistækjum. Sjó-
mannasamtökin hafa áratugum
saman barizt fyrir þvi að ná
fram kröfum sinum um
öryggismál og hafa jafnvel
slegið af launakröfum, i þvi
skyni. Svo þegar viðurkenning
fæst, vilja sjómenn ekki nota
hlutina. „Það kemur ekkert
fyrir mig’ virðast allir hugsa,
að minnsta kosti þar til eitthvað
kemur fyrir þá.
Það skal tekið skýrt fram, að
útgeröarmenn hafa alla tið
verið ákaflega jákvæðir gagn-
vart öryggisútbúnaði. Hins veg-
ar eru það skipstjórnarmenn-
irnir, sem eiga að sjá til þess að
hann sé notaður, en þar er viða
pottur brotinn. Mér þykir það
raunverulega ábyrgðarhluti hjá
skipstjórnarmanni, til dæmis á
skuttogara, að heimila yfirleitt
manni að vera viö störf i skut-
rennu, án liflinu.
1 þessu sambandi má það
gjarnan koma fram, sem raun-
ar var birt i ársskýrslu
rannsóknarnefndar sjóslysa, að
nefndinni hefur borizt vitneskja
um, að einn togaraskipstjóri,
Aki Stefánsson á b.v. Sléttbak
EA-304 gefi mönnum sinum
ströng fyrirmæli um aö nota
öryggisbúnað þann, sem skylt
er að hafa um borð, viö vinnu
sina og lætur hann ekki viðgeng-
ast, aö út af þeirri reglu sé
brugðið.
Mættu aðrir taka sér þetta til
fyrirmyndar.
Að öðru leyti held ég aö bezt
sé að láta skýrsluna sjálfa tala
sinu máli, sagði Þórhallur að
lokum.
Öryggisbeltin með liflinum hindra sjómenn ekki viö störf þeirra.
Skriki þeim fótur i skutrennu skuttogara, kemur liflinan hins
vegar í veg fyrir, að þeir lendi út I sjó. Það þarf ekki að orölengja
það, hver endalokin verða, ef maður lendir aftur af togara, út I
sjó, sem hefur hitastig rétt um frostmark.
Meira en helm-
ingur slysa
á sjó vegna
kæruleysis?
I skýrslu rannsóknarnefndar
sjóslysa fyrir árið 1976 kemur
fram, að á þvi ári uröu alls tvö
hundruð niutiu og sjö slys á sjó.
Alls urðu á árinu fimmtán
dauöaslys á sjó, i öllum tilvikum
drukknun.
Brunaslys uröu sex. 1 þrjátiu
og tveim tilvikum varð maður
fyrir skuröieöa stungu, Ifjórtán
tilvikum varð maður fyrir brot-
sjó, tuttugu slösuðust við vindur
og niu meiddust þegar festingar
á blökk og annað bilaði.
Attatiu slys urðu með þeim
hætti, aö maður varð milli
hurða, hlera og veiðarfæra, eöa
virar og tóg slitnuðu. Sextiu
urðu fyrir meiðslum, þegar þeir
runnu til ofanþilja og duttu. Tiu
meiddust við störf i vélarrúmi
og átján viö störf I lest. Sjö
meiddust við löndun afla og
tuttugu og sex slösuðust þegar
þeir voru aö fara aö og frá boröi.
Alls verða þvi um þrjú hundr-
uö slys á sjó þetta ár, það er aö
segja um þrjú hundruð slys,
sem bótaskyld eru. Minniháttar
slys, þar sem viökomandi er
ekki frá vinnu tiu daga eða leng-
ur, eru ekki talin með.
1 skýrslunni eru ennfremur
rakin tuttugu og sjö slys, sem
rannsóknarnefndin hefur haft til
umfjöllunar. Sérstaklega er
fjallað um orsakir þeirra og af-
leiöingar, sem vera ber, en af
niðurstöðum nefndarinnar má
draga allnokkurn lærdóm.
í tveim tilvikum eru orsakir
slysa ókunnar. Þrisvar sinnum
orsakar vangá við stjórn skips
slys. 1 fimm tilvikum er útbún-
aður varhugaverður, vangá viö
stjórn tækja veldur einu slysi og
vangá við störf fimm slysum. 1
sex tilvikum hefði öryggisbún-
aður komiði veg fyrirslys, hefði
hann verið fyrir hendi og verið
notaður. óhappaslys teljast
fimm.
Veröur þetta rakið nánar hér
að aftan:
Hefðu öryggislokar
fækkað slysum um 20?
1 formála skýrslu
rannsóknarnefndar sjóslysa
segir:
Þau slys, sem nefndin hefur
fjallað um á liönu starfsári og
rakin eru i þessari skýrslu gefa
enn tilefni til að minna á þá
hættu, sem fylgir störfum við
spil og vindur. Um það bil þriöj-
ungur þeirra slysa, sem um er
fjallað i skýrslunni, hafa orðið i
sambandi við slik störf. Nefndin
beinir þvi enn þeim eindregnu
tilmælum til sjómanna aö sýna
varúð við sllk störf og einnig aö
sami maöur sinni ekki bæði
stjórn spils og hifingu.
Þá er ljóst að öryggisloka
vantar viða viö spil, en þeir eru
mjög mikilvæg öryggistæki.
Með reglugerð frá 20.2. 1973,
sem sett var að frumkvæði
rannsóknarnefndar sjóslysa,
var fyrirskipaö, að öryggisloka
skyldi setja við öll linu- og/eöa
netaspil i nýjum skipum, svo og
i eldri skipum, sem skipta um
spil eöa ef breytt er lögnum að
þeim. A siðasta ári beindi
nefndin þvi til Samgönguráöu-
neytisins.aö settar yrðu reglur,
sem skylduðu alfariö að hafður
yröi öryggisloki viö línu- og
netaspil á öllum skipum og
bátum, sem nota slik spil og eru
stærri en fimmtán rúmlestir
brúttó. Er þaö von nefndarinn-
ar, aö slikar reglur veröi settar
hið fyrsta.
Eins og fram kemur annars
staöar, hafa á undanförnum sex
árum nær eitt hundrað islenzkir
sjómenn slasazt i spilum. 1
skýrslu rannsóknarnefndarinn-
ar eru rakin fimm dæmi um slik
slys og þar af er talið óhætt aö
fullyrða, að öryggisloki hefði
komiði veg fyrir f jögur af þeim.
Ennfremur kemur fram i
skýrslunni, að rannsóknar-
nefndinni er ekki kunnugt um,
að slys hafi hlotizt af spili, sem
öryggisloki er á.
Má þvi ætla, að undanfarin
sex ár hafi yfir niutiu Islenzkir
sjómenn slasazt og margir
hverjir mjög alvarlega, af or-
sökum, sem alls ekki þurfa að
vera fyrir hendi. Þessi tegund
slysa er óþörf.
Væru öryggislokar alls staðar
fyrir hendi, hefðu slysin þá orðið
tuttugu færri siðasta ár? Tvö
hundruð sjötiu og sjö, i staö tvö
hundruð niutiu og sjö?
Þeir eru hins vegar margir Islenzku sjómennirnir, sem fremur
vilja hætta Hfi og Iimum að óþörfu. Ef til vill gengi þeim betur, ef
þeir hefðu báðar hendur lausar, en þyrftu að nota aðra til að
halda sér.
Lendi sjómaður I spili, sem búið er öryggisloka af þeirri gerö, ei
hér sést á myndinni, lendir hann jafnframt á lokaásnum, sem
aðeins þarf að hreyfast um nokkra millimetra, til þess að spilið
stöðvist.
OPINBERIR EFTIRLITS-
AÐILAR LÁTA SIG ÖRYGG-
ISATRIÐI LITLU SKIPTA
Við lestur skýrslunnar frá
rannsóknarnefnd sjóslysa
kemur i ljós, að slysafjöldi er
ákaflega misjafn eftir tegund
skipa.
Athyglisvert er, aö árið 1976
veröur aðeins eitt slys um borð i
hvaðveiðiskipi, og það með
þeim hætti að maður klemmist.
Þá verða aðeins tvö slys um
borð i linuskipum yfir eitt
hundrað brúttólestir aö stærö,
bæði þannig aö maður verður
fyrir skurði eða stungu.
Litlu skuttogararnir viröast
vera einna hættulegastir, þvi
um borð i togskipum 100 til 500
brúttólestir, verða sjötiu og átta
slys á árinu, þar af tvö dauða-
slys. Raunar verða um borð i
þeim allar tegundir slysa, sem
skýrsla rannsóknarnefndar-
innar nær til.
Það, sem þó öðru fremur
vekur athygli, við lestur skýrsl-
unnar, er hversu margir
islenzkir sjómenn viröast slas-
ast og jafnvel láta lifið hvert a"r,
vegna þess aö þeim reglum,
sem settarhafa verið um öryggi
er ekki fylgt, svo og vegna
kæruleysis. Vangá virðist al-
gengasta orsök slysa.
Tvö dæmi, sem birt eru I árs-
skýrslu rannsóknarnefndar-
innar eru svc talandi, að ekki
þarf frekari orða við:
1: Tveir hásetar drukkna af
skuttogurum á árinu, með þeim
hætti, að liflinur, sem skylt er að
hafa um borð, hefðu bjargað
þeim, eru ekki fyrir hendi. Við
sópróf i öðru þessarra tilvika
kom fram að hvorki voru til i
viðkomandi skipi öryggisbelti
með liflinu, né björgunarvesti,
sem lögboðiö er. Af hálfu skoð-
unarmanns var engin athuga-
semd gerðvegna þessa vanbún-
aðar, er skipið var skoöað hinn
20. janúar 1976.
UM hitt slysið segir: Engin
öryggisbelti né öryggisvesti
voru til um borö i skipinu, enda
þótt það væri nýbúið að fá haf-
færisskírteini. Skipaskoðunar-
maður hafði þó gert athuga-
semd vegna þessa. Hafði skip-
stjóri lofað að bæta úr þessu svo
fljótt sem auðið væri.
2: Seinna dæmið sýnir viðhorf
sjómanna gagnvart öryggi og
slysum, þótt vonazt verði til, að
þetta viðhorf sé ekki algilt.
Bókin i dagbók báts, þar sem
fjallað er um alvarlegt slys er
varö um borð:
„Farið i róöur klukkan 6:30.
Við fyrstu bauju fer Binni i
spilið og slasast. Farið út aftur
klukkan 9:30”.
Rétt málning
getur fækkað
slysum
Af tvö hundruö niutiu og sjö
slysum á árinu 1976 verða ein
sextiu með þeim hætti, aö skips-
menn renna til ofanþilja og
detta.
1 leit að leiöum til aö koma i
veg fyrir slfk slys hefur nefndin
gert tilraunir meö ákveðna
tegund málningar, til þess aö
koma i veg fyrir hálku á þiifari.
Hér er um að ræða sérstaka
plastmálningu. Var hún reynd
um nokkra hrið um borð I bv.
Sólbak EA-5.
1 bréfi til rannsóknarnefndar-
innar, dagsett 13. marz 1977,
segir skipstjórinn á Sólbak,
Stefán Aspar:
„Efni þetta var sett á dekkið,
sitt hvoru megin viö skutrenn-
una, frá skut fram aö brú. I einu
oröi sagt hefur það reynzt meö
slikum ágætum við allar þær
aöstæður, sem skapazt um borð
I fiskiskipi, sem veiöar stundar
á djúpmiðum viö Island yfir
vetrarmánuöina, aö óþarfi er aö
tiunda það nánar.
Þessa rúmlega fjóra mánuði,
sem liðnir eru siöan umrættefni
var sett á dekkið, hefur enginn
maður hlotiö byltu á þeim stöö-
um. Varast þarf að hafa vara-
bobbinga iila bundna þar sem
efniö er, þvi þeir nudda þaö af.”
Samkvæmt þessu má álykta
sem svo, að þeim sextiu slysum,
sem uröu með þeim hætti að
menn runnu til á þilfari og
duttu, hefði mátt fækka veru-
lega, meö notkun réttrar máln-
ingar á þilför
Miðað við að tekizt hefði aö
fækka þeim um helming, hefðu
slys á siðasta ári oröið tvö
hundruð fjörutiuog fimm, i staö
tvö hundruð niutiu og sjö.
Tvö óþörf
banaslys?
Um slys á skuttogurum segir i
skýrslu nefndarinnar:
— Slys á skuttogurum eru
sem betur fer miklu færri en
áður. Þó uröu tvö banaslys, þar
sem menn tók út af skut-
togurum. 1 hvorugu tilvikinu
var notaður öryggisbúnaöur,
sem ætlaður er til aö koma i veg
fyrir slik slys og fyrirskipaöur
var með reglugerð frá 10. júni
1975. Þetta er öryggisbelti með
lífinu og björgunarvesti. Þessi
útbúnaður var heldur ekki til
um borö, þótt skipin heföu verið
skoðið og fengiö haffæris-
skirteini.
Nefndin telur fulla ástæðu til
að brýna fyrir sjómönnum,
einkum skipstjórnarmönnum,
aö ganga ætiö úr skugga um, aö
þessi búnaður sé fyrir hendi um
borð i skipunum og hann jafn-
framt notaöur. —
I skýrslunni kemur fram, að á
siðasta ári verða rétt um eitt
hundrað og þrjátiu slys um borð
I togurum, þar af þrjú banaslys.
1 einu tilviki hverfur maöur af
togara, og eru orsakir hvarfs
hans ókunnar.
1 tveim tilvikum veröa slysin
með þeim hætti, að hásetar
detta aftur af skuttogurum. 1
hvorugu tilvikinu voru öryggis-
belti með liflinum til i skipun-
um, né heldur björgunarvesti. 1
niðurstöðum nefndarinnar
segir, aö notkun þessa lögboðna
öryggisútbúnaðar, llfllnunnar,
hefði i báðum tilvikum komiö i
veg fyrir að mennirnir færu út-
byröis. Notkun björgunarvestis
heföi aftur komið i veg fyrir
drukknun.
Ef hlýtt væri ákvæðum um
öryggisbúnaö um borð i skut-
togurum, mætti þvi ætla með
nokkuö mikilli vissu, aö báöir
þessir menn væru lifandi i dag,
og slysin hefðu orðið tveim
færri. Oryggislokur á spilum og
lifllnur i togurum og slysin
hefðu oröið tvö hundruð sjötiu
og fimm, i stað tvö hundruð nlu-
tiu og sjö.