Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 13.08.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.08.1977, Blaðsíða 1
Eiga skólalaus sveitarfélög ad vera skattlönd hinna? MÓL-Reykjavik — Eins og sagt var frá i Timanum i gær hefur sveitarstjórnum úti á landi borizt bréf frá fræðsluyfirvöldum i Reykjavik þess efnis, að nemend- ur utan Reykjavikur geti aðeins fengið skólavist i framhaldsdeild- um og iðnskóla höfuðstaðarins hafi hlutaðeigandi sveitarstjórn ábyrgzt greiðslu fyrir hana. Vegna þessarar ráöstöfunar hcfur vaknað upp spurning meðal manna um afleiðingar og rétt- mæti hennar, þvi að augljóslega getur hér veruð um að ræða þung fjárútlát fyrir féiitil sveitarfélög. Forsaga málsins er sú, að fjögur sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu, Reykjavik, Seltjarn- arnes, Kópavogur og Mosfells- sveit, gerðu með sér gagn- kvæman samning , sem i sumar var svo samþykktur i borgarráði Reykjavikur. Hljóðaði samning- urinn á þá leið, að hlutaðeigandi sveitarfélög greiddu ákveðna upphæð fyrir þá nemendur sina, sem sækja nám utan sins byggð- arlags. Var þessi upphæð þannig fundin út, að rekstrarkostnaður viðkomandi skóla var fundinn og siðan var nemendafjöldanum deilt i þá upphæð og þannig fundin út sú tala, sem sveitarfé- lögin ættu að borga. Með þvi bréfi, sem nú hefur verið sent út um land allt, virðist þvi þessi samningur hafa verið færður út til annarra sveitarfélaga, en gerðu áðurnefndan samning. Ekki er vitað til þess, að sú út- færsla hafi verið rædd i borg- arráði. Hjá menntamálaráðuneytinu fékk Timinn þær upplýsingar, að rikið borgar öll kennaralaun, aldrei minna en helming bygg- ingakostnaðarins og allt upp i 80- %. Það er þvi einungis almennur rekstrarkostnaður, sem sveitar- félögin verða að bera ein og gegn þeim kostnaði er verið að ráðast með þessari nýju ráðstöfun. Það má þó hæglega draga i efa, hvort sú krafa sé réttmæt, þvi að skólasveitarfélögin hafa marg- vislegan, fjárhagslegan hag af utansveitarfélaganemendum, sem margfalt uppfyllir þann aukakostnað, sem af þessum nemendum hlýzt, Ber þar fyrst að nefna verzlunarviðskipti þeirra, fæði og húsnæði. Greiða utanbæj- arnemendur fyrir þessa þjónustu með fé sem kemur annars staðar frá, og hafa þeir þvi sama gildi og ferðamenn. Þetta fjár- magn kemur siðan beint til sveit- arfélaganna gegnum útsvarið. Eins og kom fram i Tianum i gær hafa sex unglingar á Hvammstanga sótt um skólavist i Reykjavik, fimm i iðnskóla og einn i verzlunarsvið i gagnfræða- skóla. Þeim hefur hins vegar verið tilkynnt, að þau fái ekki skólavist nema Hvammstanga- hreppur ábyrgist greiðslu sem nemur liklega uppundir 400 þús- und fyrir iðnskólanemana og 76 þúsund fyrir framhaldsdeildar- nemann. Þetta er vitanlega all- mikil upphæð fyrir ekki stærri hrepp eða fjársterkari. Afleiðing þessarar kröfu getur svo verið alvarleg og fæstum til góðs, þvi hér er verið að mismuna nemendum frá landsbyggðinni og Framhald á bls. 19. Verðbótavísitala hækkar um 4 stig 3.520 krónur á mánaðarlaun frá Alma Róbertsdóttir með verðlaunagripinn. Verðlauna garðar MOL-Reykjavik. t vikunni veitti Fegrunarnefnd Kópa- vogs verðlaun fyrir fagra og snyrtilega garða i Kópavogi. Fyrstu verðlaun fyrir fegursta garðinn fengu hjónin Stella Guðmundsdóttir og Róbert Arnfinnsson, leikari. Fyrir þeirra hönd tók dóttir þeirra, Alma Róbertsdóttir, á móti verðlaununum og sézt hún hér með verðlaunagripinn. — Sjá bls. 10-11. 1. september, 3,93% hækkun hjá fólki i BSRÐ og BH gébé Reykjavik — Samkvæmt ákvæðum f kjarasamningi ASt og samtaka vinnuveitenda frá 22. júni s.l., hefur Kauplags- nefnd reiknað verðbótavisitölu frá 1. september 1977 og er hún 104 stig samkvæmt útreikningi þessum. Hækka laun til sam- ræmis við hana frá september- byrjun eftir sérstökum reglum sem ákveðnar eru i kjarasamn- ingunum. Mánaðarlaun fyrir fulla dagvinnu skulu hækka um 880krfyrirhvert stig, sem verð- bótavisitalan hækkar. t kjara- samningunum hefur verðbóta- visitalan grunntöluna 100.00 þann 1. mai 1977, þannig að hækkunin nemur 4 stigum eða kr. 3.520. Þann 1. desember hækka 'mánaðarlaun hins vegarum 930 kr fyrir hvert stig, sem verð- bótavisitalan hefur hækkað frá 1. ágúst til 1. nóvember 1977. Samsvarandi hækkanir koma i báðum tilvikum á viku- og tima- kaup. Þá hefur og Kauplagsnefnd reiknað visitöluhækkun launa frá og með 1. september, skv. ákvæðum i gildandi kjarasamn- ingum Bandalags starfsmanna rikis og bæjq og Bandalags háskólamanna við fjármálaráð- herra. Niðurstaða þessa út- reiknings er sú, að laun sam- kvæmt þessum samningum skuli hækka um 3,93% frá og með 1.‘ september n.k. Kauplagsnefnd hefur reiknað visitölu framfærslukostnaðar i ágústbyrjun 1977 og reyndist Framhald á bls. 19. Kckkonen Kinnlandsforseti hefur margoft komiö hingað til lands til laxveiða, og er þessi mynd einmitt frá einu þeirra skipta. Ilér hefur forselinn landað fjörugum laxi. KEKKONEN FÉKK FIMM LAXA en missti þann stóra gébé Reykjavik —- Hinni opinberu heimsókn Finnlandsforseta lauk i gærmorgun, en um klukkan tfu kom forseti íslands dr. Kristján Eldjárn og forsetafrúin, Halldóra Eldjárn til ráðherrabústaðarins i Reykjavik og kvöddu Kekkonen. Kekkonen forseti snæddi hádegisverð á Þingvöllum i gær i boði borgarstjórnarinnar i Reykjavik, en á leiðinni þangað var numið staðar i Mosfellssveit, þar sem forsetinn afhjúpaði minnisvarða sem stendur við hús þau, sem Finnar gáfu vegna náttúruhamfaranna i Vest- mannaeyjum. í gærdag dvaldi Finnlandsfor- seti i um eina og hálfa klukku- stund við laxveiðar i Laxá i Kjós og samkvæmt þeim upplýsingum sem Timinn fékk i veiðihúsinu þar i gærkvöldi, var forsetinn a.m.k. búinn að fá fimm laxa og hafði misst einn stóran. 1 gærkvöldi var áætiað að Kekkonen Finnlandsforseti myndi halda að flugvellinum á Krókstaðamelum og dvelja i veiðihúsinu við Viðidalsá, en þar mun hann stunda laxveiðar i dag. Finnlandsforseti mun halda heimleiðis á sunnudag. BJUGGU ÞAB ÁN OG GRELÖÐ, KONA HANS MÓL-Reykjavik. — Þetta er vikingaskáli frá 10. öld, 13 metra langur og tæplega 5 metra breiður að innan, sagði Mjöll Snæsdóttir, fornleif- afræðingur, er Tíminn ræddi við hana i gærkvöldi um for- leifauppgröftinn við Rafnseyri i Arnarfirði. En Mjöll, Guð- mundur óiafsson, fornieifa- fræðingur og Kristin Sigurðar- dóttir hafa siðan 22. júni s.l. verið við fornleifauppgr.fyrir vestan, og komu þau til Reykjavlkur i gær. — Samkvæmt Landnámu- bók munu hafa búið þama An nokkur Rauðfeld og Gréluð kona hans, en ekki vitum við nánri kynni á þeim hjónum, sagði Mjöll. Þau virðast hafa verið sæmilega efnuð, þó ekki um of, eftir þvi að dæma, sem við höfum séð. — Auk skálans sjálfs grófum við þarna upp baðhús, og smiðju. Ekki fundum við mikið af sjaldgæfum munum, en þó var eillhvað um þá, pott- brot úr tálgusteini, litil perla og eitthvert smiðaáhald, sem við höfum ekki enn gert okkur grein fyrir hvaö hefur verið. Timin mun gera nánari grein fyrir þessum uppgreftri siðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 174. Tölublað (13.08.1977)
https://timarit.is/issue/271954

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

174. Tölublað (13.08.1977)

Aðgerðir: