Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 13.08.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.08.1977, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. ágúst 1977 3 Tveir hinna óboönu gesta í skógreitnum i Hamrahliöinni. Timamynd: (Junnar Girt og gróðursett — en vidhaldi og umsjón ábótavant JH-Reykjavik — jrg taldi þrjátiu kindur i skógræktargiröingunni i Hamrahliö i Mosfellssveit um siöustu helgi, sagöi maður sem leit inn til Timans. Svo til i hvert einasta skipti, er ég hef átt þarna leiö um, hefur þar verið fé, þótt aldrei fvrr hafi þaö veriö svona margt. Þetta er ekki einsdæmi. 1 Þrastarskógi, sem Tryggvi Gunnarsson gaf ungmennafélög- unum á sinum tima, er einnig fé, enda stendur þar opið hlið, þar sem það getur gengið út og inn. Ekki er fátitt, að kindur snöltri kringum söluskálann.sem þar er. — Vitaskuld er það gagnslitið að leggja i skógrækt, sagði gestur okkar, ef girðingarnar i kringum reitina eru ekki f járheldar og hlið þannig úrgarði gerð, að fé kómist ekki i gegnum þau. Landhelgismál: Svíar vilja útfærslu MÓL-Reykjavik. Sviar hafa i hyggju að færa út landhelgi sina frá og með 1. janúar n.k. og fylgja þannig fordæmi tslands og annarra rikja, sem hafa fært út fiskveiðilögsögu sina án þess að biða eftir niðurstöðum haf- réttarráðstefnunnar. Er hér um að ræða töluverða stefnubreyt- ingu hjá Svium, þvi að þeir þóttu löngum tregirtilað styðja útfærslu islenzku landhelginnar á sinum tima. Með þessari ákvörðun sinni koma Sviar til með að lenda i andstöðu við kommú istarikin á eystri strönd Eystra- saltsþvi Sviþjóð mun fá yfirráð yfir 45% fiskimiðanna á Eystra- salti —verði miðlinan miðuð við Gotland eins og Sviar vilja. Þá er liklegt að til mótmæla komi afhálfu Dana, en fiskimenn á Borgundarhólmi myndu verða fyrirbarðinu á þessari útfærslu. Samkór Trésmiöafélagsins í Reykjavik á hljómleikum i Noregi. Hestamannamót á Rangárbökkum Norræna verkalýðs- og alþýðutónlistar - mótið í Noregi AÞ-Reykjavik — Tvö tslandsmet voru sett á hestamannamóti sunnlenzkra hestamanna, sem haldiö var á Rangárbökkum um siöastliöna helgi. Þaö var i 250 metra folahlaupi aö Gjálp hljóp vegalengdina á 18 sekúndum sléttum, og i 1500 metra stökki vann Rosti, en hann hljóp á 2.06.6 sekúndum. önnur helztu úrslit voruþessi: í Gæðingakeppni, A-flokki, vann Þytur Sigfúsar Guðmundssonar, en hann fékk 8.85 i einkunn. 1 B- flokki vann Erpur Skúla Steins- sonar Eyrarbakka, fékk Erpur 8.80 i' einkunn. Töltkeppni fullorð- inna hésFamanna vann Sigfús Guðmundsson Geldingaholti, á Þyt, og i töltkeppni 16 ára unglinga og yngri vann Einar Magnússon, Selfossi á Móra. Eins og fyrr sagði vann Gjálp 250 metra folahlaupið á nyju Islands- meti, en 250 metra skeið vann Hri'mnir Friðu Steinarsdóttur Reykjavik,á 23,4.350 metra stökk vann Glóa Harðar G. Albertsson- ar Hafnarfirði, á 25,5 sekúndum, og 800 metra stökk vann Gustur Björns Baldurssonar Reykjavik, á 62,3 sekúndum. 1500 metra brokk vann Blesi, Valdimars Guðmundssonar Reykjavik, á 3.16.6, og 1500 metra stökk vann Rosi Baldurs Oddssonar Reykjavik, á nýju Islandsmeti, 2.06.6. Þá fór fram kynbótasýning á mótinu og fékk þau fimm vetra hryssa, Leira frá Hringsdal. Eig- andi hennar er Magnús Hákonar- son Selfossi. Knapi var Einar Magnússon, Leira fékk 7.91 i einkunn. Kás-Reykjavik — Um mán- aðamótin júni-júlf fór fram nor- ræna verkalýðs- og alþýðutón- listarmótið, sem að þessu sinni var haldið i höfuöborg Noregs, Osló. Það er Norræna alþýðutón- listarsambandiö sem stendur fyrir þessari hátið á fimm ára fresti til skiptis á Norðurlöndun- um. Norræna sambandið var stofn- að árið 1947, en það var ekki fyrr ensfðastliðinn vetur, eftir að Tón- listarsamband alþýðu var stofn- að, að Islendingar gerðust aðilar að þvi og hófu þátttöku i þessu norræna samstarfi. tslenzku þátttakendurnir sem þátt tóku i hátiðinni voru 45 fé- lagar úr Samkór Trésmiðafélags Reykjavikur og 26 blásarar úr Lúðrasveit verkalýösins. Hátiðin var sett á háskólahlað- inu við Karl-Johansgötu, og ýms- ar ræður fluttar. Milli ávarpa sungu og léku kórar og hljóm- sveitir frá hverju landi. Af Is- lands hálfu lék Lúðrasveit verka- lýðsins ,,A Sprengisandi" eftir Sigvalda Kaldalóns. Næstu daga héldu svo þátttak- endur frá hverju landi eina hljómleika, auk ýmissa sam- eiginlegra dagskrárliða. Þessi ferð var mjög ánægjuleg fyrir islenzku þátttakendurna. Þeim var ákaft fagnað á hljóm- leikunum og bæði opinberlega og i einkasamtölum voru lærðir og leikir ósparir á að láta i ljós ánægju sina með þátttöku ts- lendinga i hátiðinni og hrifningu sina yfir framkomu þeirra og tón- listarflutningi. Djúpivogur: Bát tók niðri 200 m frá bryggju gébé Reykjavik — t fyrrinótt tók Draupni HU 65 niöri um tvö hundruö metra frá bryggjunni á Djúpavogi. Varöskip, sem var nærslatt náöi bátnum fljótlega út og var báturinn ekkert skemmd- ur. Draupnir, sem er 40 tonna bátur, mun hafa komiö inn á Djúpavog, vegna brælu á miðun- um. Talið er að það sé ókunnug- leika skipstjórnarmanna bátsins að kenna, að hann tók niðri. t gærmorgun köfuðu kafarar frá Landhelgisgæzlunni og rannsök- .uðu botn bátsins, sem reyndist með öllu óskemmdur. Draupnir HU 65 er á neta- veiðum og er gerður út frá Nes- kaupstað. Skjaldbökur, hláturdúfur, dverghænur og marsvín — á dýrasýningunni í Laugardal MÖL-Reykjavik.— Nú er komið á lista hjá okkur um 40 hundar, 20 kettir, páfagaukar, marsvin, hamstrar, skjaldbökur, hvitar dúfur, hlátursdúfur, fiskar i búri og dverghænur, sagði Laufey Jakobsdóttir, formaður f járöflun- arnefndar dýraspitalans, er Tim- inn ræddi við hana i gær um dýra- sýningu þá sem nefndin stendur fyrir i lþróttahöllinni i Laugardal á sunnudagseftirmiödaginn n.k. — Tilgangur þessarar sýningar er reyndar tvenns konar, sagði Laufey. — Annars vegar er þetta fjáröflunarsýning, þvi við erum að fara að opna spitalann, og eins þurfum viö að koma upp skýli fyrir læknisaðgerðir á hestum. Hins vegar verða þarna einnig leiðbeiningar um meðferö á dýr- um, en þarna verða sérfróðir menn, sem kynna fóðrun og með- höndlun dýra. Kynnirsýningarinnarsem mun standa yfir frá klukkan 14 til 18 verður Gunnar Eyjólfsson. Bald- ur Brjánsson mun skemmta á- horfendum með töfrabrögðum sinum og svo munu hin ýmsu dýr verða kynnt.saga þeirra og kyn- stofn. *

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 174. Tölublað (13.08.1977)
https://timarit.is/issue/271954

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

174. Tölublað (13.08.1977)

Aðgerðir: