Tíminn - 13.08.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.08.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. ágúst 1977 5 á víðavangi 138 mismun- andi styrkir Fyrir nokkru birtist hér í blaðinu fróðlegt viðtal við Agnar Guðnason .blaðafull- trúa bændasamtakanna, þar sem m.a. var rætt um styrki til landbúnaðarins. 1 þvi sam- bandi sagði Agnar: ,,Ef við tökum Noreg sem dæmi. Eru þar i landi um hundrað þrjátiu og átta mis- munandi styrkir til bænda. Þessir styrkir eru mjög mis- munandi og af margvislegum toga eftir þvi hvar i landinu bóndinn býr, hvað hann fram- leiðir o.s.frv. Þvi erfiðari sem búskaparskilyrðin eru, þeim mun í.ieiri fyrirgreiðslu fær bóndinn. Hann getur til dæmis fengið greiddan niður flutningskostnað og sums staðar getur hann fengið greiddar að fullu allar ræktunarframkvæmdir. Og hann fær að mestum hluta greiddan byggingarkostnað. — Það er ákaflega erfitt að umreikna þetta i isienzkar krónur og dreifa þvi siðan á hvern mjólkulitra eða kjötkiló sem framleitt er i hvoru landi um sig. i Bretlandi hefur það tiðkazt lengi að bændum séu borgaðir beint ákveðnir framleiðslu- styrkir. Það er þvi fáránlegt að láta sér blöskra þær bætur sem greiddar eru vegna út- flutnings islenzkra land- búnaðarafurða. Það getur vel verið að þær verði tvö þúsund og fjögur hundruð milljónir i ár, en þótt svo yrði.þá væri það ekki nema smámunir miðað við sem gerist annars staðar.” Minni fram- leiðslukostnaður Þegar blaðafulltrúinn var spurður hvort dýrara væri að framleiða búvörur hér á landi en í nágrannalöndunum, sagði hann: ,,Ætla mætti.að það væri dýrara. En vegna þess, hve búin eru yfirleitt stór hér á landi og bændur vinna mjög mikið þá má slá þvi föstu að framleiðslukostnaður sé alls ekki hærri hér en gerist i ná- grannalöndum okkar. Að visu er einstakar vörur dýrari hér en annars staðar, eins og til dæmis kjúklingar og egg. En kindakjöt er mun ódýrara hér en annars staðar enda fá is- lenzkir bændur miklu minna fyrir kindakjöt sitt, en stéttar- bræður þcirra i Noregi, Svi- þjóð og Danmörku svo aðeins sé horft til Norðurlandaanna. Mjólkurverð til bænda er likt hér og annars staðar en er þó að visu lægra i Danmörku En þar kemur annað til: Bóndi i Danmörku sem er að byggja fjós greiðir ekki nema fimmaf hundraði i vexti af þvi fé sem byggingin kostar. 1 Danmörku eru vextir nefni- lega greiddir niður og myndi mörgum bóndanum hér á landi ekki þykja það ónýtt. i Noregi er þessum málum þannig háttað að byggingalán bænda eru vaxta- og af- borgunarlaus fyrstu fimm ár- in. — Ef þannig allt er tint til myndi koma í ljós, að islenzkir bændur framleiða sinar vörur fyrir minna verð en stéttar- bræður þeirra i nágrannalönd- um okkar, — nema i einstök- um tilvikum, eins og ég nefndi áðan, þegar ég minntist á egg og kjúklinga. Afleysinga- styrkur Þegar rætt var um hvort is- lenzkir bændur framleiddu mikið á mann sagði Agnar: t Noregi hefur verið metið, hvað sé eðlilegt ársverk á hvern framleiðanda land- búnaðarafurða. 1 Norður- Noregi hefur þannig verið tal- ið hæfilegt ársverk fyrir einn mann að sjá um sjö mjólkur- kýr. Hér á landi mun hins veg- ar vera talið hæfilegt einum tnanni að sjá um þrjátiu kýr. Fyrir tveimur árum eða svo, var Noregi skipt i ákveðin framleiðslusvæði. Þá kom þetta verkmat til sögunnar og þá var eins og ég sagði áðan, talið hæfilegt einum manni að sjá um sjö kýr í Norður-Nor- egi, en sunnar i landinu var ársverkið talið vera tiu til tólf kýr. Þetta var lagt til grund- vallar, þegar ákveðinn var af- leysingastyrkurinn til norskra bænda. Bóndi sem býr i Norður- Noregi og á sjö kýr, fær sem svarar tvö hundruð og tiu þús- und islenzkum krónunt á ári til að greiða afleysingafólki, þeg- ar hann vill taka sér fri um helgarog i Noregi erlitið svo á að þetta sé hliðstætt þvi, þegar almennir launþegar eru und- anþegnir þvi að vinna á laugar- og sunnudögum. Það er með öðrum orðum búið að viðurkenna það i verki, að maður, sem afkastar fullu starfi eigi rétt á hvild um helg- ar, hvort sem h'ann vinnur aö framleiðslu landbúnaðar- afurða eða hefur einhver önn- ur störf með höndum.” Þ.Þ. Prinsessan og kóng- urinn á sjóskiðum Bandarikjamenn fara gjarnan i sumarleyfi til Suður- eða Austurlanda og Austurlanda- búar halda hins vegar til Bandarikjanna. Maðurinn, sem þið sjáið hér á myndinni, er enginn annar en Hussein konungur i Jórdaniu, sem brá sér i vetrarfri til Orlando i Flórida. Hann hefur mikið gaman af að leika listir sinar á sjóskiðum,og mun nokkuð fær i þessari iþrótt. Dóttir hans litla er ekki eins hrifin af sjó- skiðunum, en konungurinn hefur ákveðið að hún skuli þó læra að standa'á skiðum, þótt ekki gangi það vel. Hann held- ur hér á henni i fanginu til þess að reyna á þann hátt að venja hana við. Litla prinsessan og bróðir hennar Ali misstu móður sina i febrúar i vetur. Drottningin móðir þeirra lét lífið i þyrlu- flugslysi. Þyrlan sem hún var i fórst vegna þess að i hana höfðu verið notaðir gallaðir varahlutir. Eftir slysið var hafin herferð gegn þessum gölluðu hlutum, sem seldir höfðu verið i flugvélar um all- an heim, og þóttust menn þá sjá hinar raunverulegu orsak- ir margra flugslysa, sem orðið höfðu siðustu árin RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN. KENNARI við skóladagheimili spitalans óskast. STARFSMAÐUR á dagheimili fyrir börn starfsfólks, óskast. IIJÚKRUNARFRÆÐINGAR ósk- ast á hinar ýmsu deildir spitalans. Nánari upplýsingar um stöður þessar veitir hjúkrunarforstjóri Kleppsspitalans, simi: 38160. LANDSPÍTALINN. SÉRFRÆÐINGUR i meinefna- fræði óskast við rannsóknadeild Landspitalans. Umsóknarfrestur til 15. september n.k. Staðan veitist frá 1. oktober n.k. eða skv. sam- komulagi. Upplýsingar veitir yfirlæknir rannsóknadeildar Landspitalans. f\ÐSTOÐARLÆKNISSTAÐA frá 1. janúar 1978. Staðan veitist til 1 árs með möguleika á framlengingu um 1 ár til viðbótar. Staðan er ætluð til sérnáms i barnasjúkdómafræði. Tvær AÐSTOÐARLÆKNISSTÖÐUR frá 1. nóvember n.k. önnur staðan veitist til 4 mánaða og hin til 6 mánaða. Eins AÐSTOÐARLÆKNISSTAÐA frá 1. desember n.k. Veitist til 6 mánaða. Upplýsingar veitir yfirlæknir Barnaspitala Hringsins, s: 29000 . FÓSTRA óskast til starfa frá 1. október n.k. Upplýsingar veitir hjúkrunardeildarstjóri Barna- spitala Hringsins s: 29000. SENDILL óskast á upplýsinga- deild spitalans frá 1. september n.k. Nánari upplýsingar á Skrifstofu rikisspitalanna, simi: 29000. Reykjavik, 12. ágúst 1977. SKRIFSTOFA RÍKISSPlTALANNA Firíksgötu 5 - Sími 29000 SNOGH0J Nordisk folkehojskole ved Lillel)æltsbroen ogsa elever fra de andre nordiske lande, 6 mdr. fra nov. 4 nidr. fra jan. DK-7000 Fredericia tlf. 05 94 22 1 9 Jacob Krogholt. Leiðrétting Meinleg villa slæddist inni frétt, sem höfð var eftir Þórði Gislasyni bónda i ölkeldu i Staðarsveit, siðastliðinn fimmtudag. Þar átti að standa: „Fyrsta vætan eftir samfelldan þurrk, sem hafði staðið i vikutima, kom i fyrri- nótt.” Biður Timinn velvirðingar á villunni. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.