Tíminn - 13.08.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.08.1977, Blaðsíða 11
10 Laugardagur 13. ágúst 1977 Alma Kóbertsdóttir tekur við verðlaununum fyrir hönd foreldra sinna. Svo skemmtilega vildi til, að hún átti einmitt þritugsaf- mæii sama dag. MÓL-Reykjavik. S.l. þriöjudag bauðFegrunarnefnd Kópavogs til kaffisamsætis þar sem afhent voru verðlaun og viðurkenningar fyrir fagra garða og snyrtilega i Kópavogi sumariö 1977. 1 byrjun mælti Einar I. Sigurðs son, formaöur Fegrunarnefnd Verðlaunagarðurinn Ingibjörg Jónsdóttir tekur við verðlaunum sinum úr hendi Jóhanns H. Jónssonar, forseta bæjarstjórnar. Við borðið situr Einar I. Sigurðsson, formaður fegrunarnefndarinnar. Garöurinn að llllöarhvammi 7 hlaut verölaun Rotary- og Lionsklúbba Kópavogs fyrir fagran og snyrtilegan garð. Fegrunarnefnd Kópavogs. Fremri röö, taliö frá vinstri: Her- mann Lundholm, garöyrkjuráðunautur, Einar I. Sigurösson, formaður nefndarinnar, og Friðrik Guðmundsson, bygginga- fulltrúi. Að venju voru fulltrúar Lions- og Rotary klúbbana i nefndinniog þeir eru (aftari röð): Kristinn Skæringsson, fulltrúi Kotaryklúbb Kópavogs (t.v.) og Sigurður Grétar Guömundsson, fulltrúi Lionsklúbb Kópavogs. Hrauntunga 38 fékk verölaun fyrir listaverkið I garðinum Í -jfl Wl v 1 1 W p||B m- v akr - Raðhúsin Alfhólsvegur 16,16A, 18,18A, 20, 20A hlutu viðurkenningu fyrir hagnýtar og snyrtilegar Fulltrúar ibúa raðhússins við verölaunaafhendinguna. endurbætur utanhúss. Laugardagur 13. ágúst 1977 11 Garðurinn að Hófgeröi 8 fékk heiöursverðlaun bæjarstjórnar Kópavogs fyrir fegursta garðinn I Kópavogi sumarið 1977. arinnar, nokkur orð og síðan af- henti Jóhann H. Jónsson, forseti bæjarstjórnar, verðlaun og viöur- kenningar nefndarinnar, og þakkaði hann gestum fyrir þeirra mikla þátt í að fegra bæinn. Heiðursverðlaun bæjarstjórnar Kópavogs fyrir fegursta garðinn i Kópavogi sumarið 1977 hlutu hjónin Stella Guðmundsdóttir og Róbert Arnfinnsson, leikari, en þau búa á Hófgerði 8. Dóttir þeirra, Alma, tók við verðlaunun- um fyrir hönd foreldra sinna, þar sem þau voru þá erlendis. Verðlaun Rotary- og Lions- klúbba Kópavogs fyrir fagran og snyrtilegan garð hlutu hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Jón Vilhjálmsson og búa þau að Hlið- arhvammi 7. bá hlaut listaverkið i garðinum að Hrauntungu 38 verðlaun, en eigendur eru hjónin Guðný Arna- dóttir og Sigurður Steinsson. Fjölbýlishúsið að Engihjalla 3 hlaut viðurkenningu fyrir vegg- skreytingu utanhúss, en húsið er byggt á vegum Byggingasam- vinnufélags ungs fólks i Kópavogi (Byggung). Einnig var hið lofsverða fram- tak ibúanna i raðhúsunum að Álfhólsvegi 16 til 20A verðlaunað, en íbúarnir hafa lagt á sig bæöi mikinn kostnað og vinnu við að endurbæta raðhúsið. Eigendurnir þar eru: nr. 16: Ragnheiður Ása Helgadóttir, Arni Waag. Nr. 16A Helga Karlsdóttir, Siguröur Brynjólfsson. Nr. 18: Margrét Pétursdóttir, Einar Guttormsson. Nr. 18A: Dis Ragnheiður Atla- dóttir nr. 20, Svanhildur Erna Jónsdóttir, Birgir Sigm. Bogason nr 20A Guðriöur Guðbjörnsdóttir, Gunnar bór bórhallsson. Að verðlaunaafhendingunni lokinni var farið um bæinn og verölaunastaðirnir skoöaðir. 1 Timanum á morgun verða birtar fleiri myndir vegna verð- launaafhendingarinnar. Tímamyndir: G.E. Bakgaröurinn að Hliðarhvammi 7. Engihjalli 3 hiaut viðurkenningu fyrir veggskreytingu utanhúss. Listamaðurinn, Sigurður Ólafsson, stendur fremst á myndinni. Enn einu sinni kemur CANON á óvart með fróbæra reiknivél + Pappirsprentun og Ijósaborð + Allar venjulegar reikniaðferðir + Sérstaklega auðveld í notkun + ELDHRÖÐ PAPPIRSFRÆSLA (SJALFVIRK EFTIR TOTAL OG ENGIN BIÐ) + ótrúlega hagstætt verð. Það hrífast allir sem sjá og reyna þessa vél. Shrifuélin hf. Suðurlandsbraut 12 Pósth. 1232, Simi 85277 Gullsmiðurinn s.f. Þjónusta fyrir landsbyggðina Sendið okkur (í ábyrgð) þá skartgripi sem þér þurf ið að láta gera við, ásamt smálýsingu á því sem gera þarf, heimilisfangi og símanúmeri. Að af- lokinni viðgerð, sem verður innan 5 daga frá sendingu, sendum við ykkur viðgerðina í póstkröf u. Allar viðgerðir eru verðlagðar eftir viðgerðaskrá Félags (sl. Gullsmiða. Stækkum og minnkum hringi (sendum málspjöld), gerum við armbönd, nælur, hálsmen, þræðum perlufestar. Sendum einnig í póstkröfu allar gerðir skartgripa. Fljót, góð og örugg þjónusta. Hringið og leitið upplýsinga. Gullsmiðurinn s.f Frakkastíg 7 101 Reykjavik Sími (91) 1-50-07. Bankastörf Viljum nú þegar ráða fólk til almennra bankastarfa. Einnig sendil hálfan eða allan daginn. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar hjá starfsmannastjóra. ^ÉbC'NAÐARBMKI Ip ISLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.