Tíminn - 13.08.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.08.1977, Blaðsíða 15
Laugardagur 13. ágúst 1977 15 Verðlagning loðnu: Vanda verður betur til sýnatöku Skip aft landa loftnu i Heykjavik. Fremst á myndinni er vel full ioðnuþróin. — Timamyndir: Gunnar. gébé Reykjavik — Þaö olli oft óánægju viö verölagningu á vetrarvertiðinni siöustu, aö sjó- menn töldu sig hafa veitt sömu loðnu, landað gegnum sama löndunarbúnaö, en fengu samt sem áöur mismunandi verð fyr- ir. Fjórir starfsmenn Han nsóknarstof nunar fisk- iðnaðarins, sem sáu um fitu- og þurrefnismælingar á loðnu vet- urinn 1977, hafa nýlega skilað af sér nákvæmri skýrslu um þess- ar mælingar. Samkvæmt til- mælum Verðlagsráðs sjávarút- vegsins voru þessar mælingar gerðar á sýnum, sem tekin voru úr sérhverjum loðnufarmi, sem landað var til bræðslu á vetrar- vertiðinni. Loðnan var, svo sem kunnugt er, siðan verðlögð eftir þessum efnagreiningum. Hér á eftir verður litillega skýrt frá þessum mælingum. Það voru þau Emilia Martins- dóttir, össur Kristjánsson, Sigurður Pálsson og Egill Einarsson öll hjá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins, sem stóðu af fyrrgreindum mæling- um. Vanda verður betur til sýnatöku Eins og siðastliðin ár sýndu niðurstöður fitumælinga reglu- bundna lækkun á fituinnihaldi, eftir þvi sem leið á veiðitimann. Fituinnihald loðnunnar 1977 var mjög svipað og árið 1975, þ.e. frá byrjun janúar til byrjunar april lækkaði fitan frá 13,1% niður i um 1%, þ.e. ca. 1,1% á viku. Fitufritt þurrefni mældist 15,9- 0,5%. Það tókst að sýna fram á, að þær liffræðilegu breytingar (hrygningin), sem verða á loðn- unni yfir vertiðina, hafa áhrif á þurrefnisinnihaldið. Þurrefnið hækkar, þegar nálgast hrygn- ingu, en lækkar aftur um leið og hrognaþunginn nær hámarki. Þarna er að visu ekki um stór- vægilegar breytingar að ræða. Töluverðar sveiflur i niðurstöð- um hafa orðið af óvandvirkni og ónákvæmni við sýnatöku. Athuguð voru meðaltöl fitu á hverju veiðisvæði þá daga, sem bátarnir voru á veiðum á mis- munandi svæðum. Mjög litill munur var þar á, nema i lok vertiðar, þegar nokkrir bátar veiddu loðnu i Eyjafirði. Einnig var athugað, hvort meðaltöl fitu og þurrefnis smáfarma, þ.e. farma innan við 100 tonn, væru frábrugðin meðaltölum stærri farma, en ekki tókst að sýna fram á að munur væri þar á. Reiknuð voru út vegin meðaltöl fitu og þurrefnis i hráefni, sem hver verksmiðja tók á móti á vertiðinni. Ef mælingum þessum verður haldiðáfram með svipuðu fyrir- komulagi i framtiðinni, er ljóst að vanda verður betur til sýna- töku og þar verði bæði fulltrúar verksmiðju og veiðiskips ábyrg- ir. Samanburður var gerður á úrgangsloðnu frá frystihúsum og tilsvarandi loðnu upp úr bát- um. Það kom i ljós, að úrgangs- loðnan er a.m.k. 5-6% afurða- lægri fyrir loðnubræðslurnar en loðna, sem þær fá beint frá bátunum. Óánægja sjómanna 1 skýrslu starfsmanna Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins segir, að það hafi oft ollið óánægju við verðlagningu á vetrarvertiðinni, að sjómenn töldu sig hafa veitt sömu loðnu, landað gegnum sama löndunar- búnað, en fengu samt sem áður mismunandi verð fyrir. Það að efnagreina hvern farm, býður ekki upp á fullkomna ná- kvæmni, hvað varðar verð. T.d. ererfitt að ná i nákvæmlega rétt meðaltalssýni úr stórum loðnu- farmi, sem fengist hefur i nokkrum köstum. Ef sjór kemur með loðnunni úr skiljunum, get- ur verið erfitt að ná góðu meðal- talssýni. Ef löndun stendur lengi, setzt vatnið til i ilátinu og þarf að hræra vandlega i, áður en sýnið er tekið. Nokkur mis- brestur hefur verið á sliku s.l. vetur, þar sem oft má kenna til- viljanakenndri sýnatöku um mismun á loðnuverði. Þessari fullyrðingu til stuðn- ings má benda á, að öðru hverju bárust tvö sýni úr sama farmi, annað hvortvegna þess að beðið var um það eða fyrir tilviljun. Við efnagreiningu á 14 slikum tvöföldum sýnum, munaði um og yfir 1% i vatni (allt upp i 1,8% ) á tveimur sýnum úr sama farmi, en á 9 munaði innan við efnagreiningarskekkju. Hærra vatn þýðir einnig að mæld fita er lægri. Að visu voru sum þess- ara sýna endurtekin, vegna þess að niðurstöður fyrra sýnis þóttu óeðlilegar, þannig að þessar töl- ur 5 af 14, sýna ekki, hvemig sýnin eru að meðaltali. Verðlagningakerfið og sýnatakan Ef núverandi verðlagningar- kerfi verður haldið í svipuðu formi, þarf nauðsy nlcga að vanda betur til sýnatöku. Sýn- in þarf að taka af færibandi eöa i bil á leið til verksmiðju, sem næst vigtog fara nákvæm- lega eftir þeim fyrirmælum, sem gefin hafa verið. Auk þess erætlast tilað fulltrúi veiðiskips og verksmiðju annist sýnatöku I sameiningu. Frágangur var viðast mjög góður, en það verð- ur að frysta öll sýni, sem kom- ast ekki samstundis á Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Einnig mætti athuga hvort ekki mætti sleppa mælingum á smá- slöttum, t.d. förmum undir 100 tonnum. Við athugun á dagsmeðaltöl- um fitu- og þurrefnis farma undir 100 tonnum, kom i ljós, að þau voru að meðaltali um 0,2% lægri en dagsmeðaltöl allra far- manna. Þetta er ekki marktæk- ur munur, efnagreiningar- skekkjan er +- 0,2% og staðal- frávik + - á þurrefni og + - 0,7% á fitu. Þannig að dagsmeðaltöl ættu að vera alveg nógu ná- kvæm fyrir verðákvörðun á loðnu, ef um smáfarma er að ræða. Það kerfi, sem nú er á komið, virðistof kostnaðarsamt og fyr- irferðarmikið, þar sem þvi hef- urtæplega tekist að ná tilgangi sinum, sem er réttlát verðlagn- ing. Þvi leggja fyrrnefndir fjórir starfsmenn Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins (il i skýrslu sinni, að samið verði fyrirfram um verð, t.d. fyrir 6% feita loðnu með 16% þurrefni eins og gert var i vetur. Sýni verði tekin af loðnu hvern veiðidag og efna- greind alla vertiðina, og ætti þannig að vera unntað komast af með 200-250 sýni. Ákveðið verði samkvæmt efnagreining- um, hvað loðnan hafi verið feit ákveðinn dag eða viku, eftir þvi hvað verðtimabilin yrðu löng. Þá yrði sama verð greitt fyrir loðnu, sem veiddist sama dag eða sömu viku á sama veiði- svæði. Auðvitað getur meðalfituinni- hald, sem lagt er til grundvallar á hverju verðtimabili, ekki átt nákvæmlega við hvern loðnu- farm, hins vegar er það tilviljun háð, hvort kaupandi eða selj- andi hagnast eða tapar i hverju tilviki, svo að búast má við, að hagnaðurinn eða tapið dreifist jafnt. Að lokum segir i skýrslu fjór- menninganna: Að sjálfsögðu eru það seljend- ur og kaupendur sem ákvarða verðlagningu loðnunnar. Höf- undar þessarar skýrslu vona þó, að þeir sem um þessi mál fjalla, taki þessar ábendingar og til- lögur til athugunar og hafi þær til hliðsjónar. Pelikan með k-i — fara um landið i sumarleyfinu MÓL-Reykjavik Hljómsveitin Pelikan er komin heim i sumar- fri sér og landanum til upplyft- ingar og hyggja þeir á 5 vikna hljómleikaferðalag kringum landið, sem hefst 19. ágúst upp á Akranesi og endar i Reykjavik einhvern timan i lok september. — Það gengur sifellt betur hjá okkur, og gekk þó vel áður, sagði Ómar Óskarsson, einn þeirra Pelikan félaga, er Tim- inn ræddi við hann og Július Agnarsson i gær um dvöl þeirra i Danmörku og væntanlegt ferðalag um Island. Eins og kunnugt er hefur hljómsveitin skemmt frændum okkar Dönum undanfarið eitt og hálft ár i Kaupmannahöfn og nágrenni. 1 Pelikan eru sex tónlista- menn, en hingað til lands kemur aðeins kjarni hljómsveitarinn- ar, þvi bæði Magnús Magnús- son og Daninn Sören Larsen gátu ekki komið þvi við að fara i þessa ferð. Sá fyrrnefndi vegna anna i sálfræðinámi sinu og hinn vegna jóga-áhuga sins, en ein- hver frægur Tibet-jógi var á leiðinni til Danmerkur, sem hann vildi ekki missa af. — 1 ferðalaginu um Island mun Einar Vilberg skemmta með okkur, eins og hann hefur reyndar gert undanfarna tvo mánuði, sögðu þeir Ómar og Július. Hann mun leika og syngja sin eigin lög við undirspil okkar, og tekur þetta pró- gramm um klukkutima. Við hugsum okkur gott til glóðar- innar við að skemmta landan- um, enda erum við með liflega tónlist að vanda. Þegar talið bar»t að dvöl hljómsveitarinnar i Danmörku, þá kom i ljós, að Pelikan kom fram i skemmtiþættihjá danska sjónvarpinu og eftir Islands- heimsóknina munu þeir fara i hljómplötuupptöku og svo ligg- ur fyrir hjá þeim að spila i æskulýðsmiðstöðvum i haust. Þá er unnið að skipulagningu Þýzkalandsferðar eftir áwmót- in, en lengra fram i timann hafa áætlánir ekki verið gerðar. — Og skrifaðu svo Pelikan með k-i en ekki c-i, sögðu þeir félagar aö lokum, þvi að á þvi er grundvallarmunur. Hljómsveitin Pelikan. Myndin er tekin fvrir utan æfingarstafi þeirra i Kaupmannahlfn. Talifi frá vinstri (sitjandi): Magnús M agnússon, ómar óskarsson og Sören Larsen. Standandi: Ólaf- ur Sigurðsson, Július Agnarsson og Jón ólafsson. Afsalsbréf innfærð 11/7-15/7 — 1977: Benedikt Ólafss. og Geir Bene- diktss. selja Hallsteini Sverriss. hl. i Safamýri 49. Haukur Pétursson h.f. selur Páli Jónssyni bilskúr nr. 8 að Dúfna- hólum 2-6. Þórður Hall selur Jóni Reykdal hl. i Vesturbergi 60. Hjálmar D. Arnórsson selur Frið- jóni Guðröðarsyni hl. í Efstalandi 20. Óli J. Asmundsson selur Vilborgu Guðsteinsd. húseignina Nokkva- vog 8. Guðmundur Þengilsson selur Friðgeiri Sigurgeirss. bílskúr að Gaukshólum 2. Breiðholt h.f. selur Magnúsi Friö- geirss. hl. i Krummahólum 6. Anna Ólafsd. og Hermóður Sigurðss. selja Ólafi Valdimarss. ogUnni Hauksd. hl. i Irabakka 32. Elin Bryndis Bjarnad. selur Svavari Egilss. hl. i Bólstaöarhlið 30. Bergsteinn Arnason selur Guð- mundi Einarss. hl. i Kleppsvegi 52. Loftur Ólafsson selur Agnari Armannss. raðhúsið Logaland 5. Jón Rikharðsson selur Ragnheiði Valtýsd. húseignina Ljárskóga 16. Magnús Bjarnason selur Jóhanni Guðmundss. fasteignina Núpa- bakka 19. Birna Torfadóttir selur Páli Jóns- syni hluta i Æsufelli 2. Reynir Hauksson selur Sigurði og Ragnari Þorvaldss. hl. i Hraunbæ 118. Anna Laufey Þórhallsd. selur Jensinu Jóhannsd. hl. i Kapla- skjólsvegi 51. Gunnar Fjeldsted selur Jóni Samúelss. hl. i Klapparstig 17. Þórarinn Sigurjónss. selur Kristjáni P. Guðnasyni hl. i Lang- holtsv. 90. Aðalbjörg Hjartard. og Birgir Stefánss. selja Kristinu Jóhannesd. hl. i Miklubraut 72. sömu selja Sigurjóni Hólm Sigur- jónss. hl. i Miklubraut 72. Gylfi Konráðsson selur Eliasi Magnúss. og Guðnýju Elinu Eliasd. hl. i Stangarholti 2. Asta Erlingsd. selur Jóni Einarss. hl. i Sigtúni 59. Jón Jónsson selur Ragnari Ágústss. o.fl. hl. i Stórholti 19. Miðafl h.f. selur Kristinu Krist- insd. hl. i Krummahólum 4. Sigurlaug Jóhannsd. selur Ingi- björgu Arnad. hl. i Nökkvavogi 17. 30. júni 1977 varð borgarsjóður Vikur eigandi að hl. i Alftamýri 48, skv. uppboðsafsali dags. þann dag. Ágúst Hinrikss. selur Kára F. Guðbrandss. húseignina Bláskóga 1. Guðrún Kjerúlf selur Láru Jóhannesd. hl. i Kleppsvegi 132. Sigriður Friðriksd. o.fl. selja Vélasölunni h.f. fasteignina Ana- naust E (Grimsbær) Byggingafél Afl s.f. selur Linu Kragh hl. i Hraunbæ 102. Steinunn Jóhannesd. selur Vigni Thoroddsen hl. i Grettisg. 54. Ólafur Finnbogason o.fl. selja Jóni Óskarss og Baldri Aadnegard v/b. Hrönn RE. 58 Svanhildur Daviðsd. selur Bolla Sigurhanss. og Stefáni Sigurðss. hl. i Blikahólum 8. Stefán Sigurðss. og Bolli Sigur- hanss. selja Svanhildi Daviðsd. hl. i Jörfabakka 18. Árni Jónsson selur Halldóri Guð- jónss. hl. i Alftamýri 8. Tómas G, Guðmundss. selur Nönnu Guðrúnu Zoega hl. i Njálsg. 35. Svala Lárusd. selur Róbert Róbertss. hl. i Mariubakka 18. Asgrimur Egilsson selur Ingi- björgu Ingimarsd. og Brynjólfi Vilhjálmss. hl. i Alfheimum 56. Kristján Bjarnason selur Jóni Magnússyni hl. i Fálkagötu 25. Jón Bjarnason selur Hansinu Jónsd. húseignina Hitaveituveg 7. Grétar Magnússon selur Páli Jonssyni hl. i Gautlandi 1. Louisa Matthiasd. selur Birni Halldórss. og Þórði Kristjánss hl. i Kleppsvegi 26. Ttmlnn er peníngar j j Auglýsíd : íTímanum i • • •••••iiiÍMiMÍMMMMÍiiMÍMi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.