Tíminn - 13.08.1977, Side 9

Tíminn - 13.08.1977, Side 9
Laugardagur 13. ágúst 1977 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 8B300. Verð i lausasölu kr. 70.00. Áskriftargjald kr. 1.300 á mánuði. Blaöaprent h.f. Góður gestur Undanfarna daga hafa íslendingar fagnað heimsókn Uhro Kekkonens forseta Finnlands hingað til lands. Þetta er ekki fyrsta sinn sem hann heiðrar íslendinga með komu sinni, heldur mun hann sá erlendur þjóðhöfðingi sem oftast hefur komið hingað. Kekkonen er þjóðhöfðingi og mesti valdamaður einnar nánustu vinaþjóðar ís- lendinga, en þær þjóðir eru ekki margar, ef til eru, sem njóta meiri vinsælda hér á landi en Finnar. Við þetta bætist að maðurinn sjálfur vinnur sér vinsældir og traust hvar sem hann fer, og er reyndar löngu orðinn þjóðsagnahetja i heimalandi sinu. Finnar og íslendingar eru útverðir Norður- landa, hvorir með sinum hætti. Landfræðileg staða landanna og saga þjóðanna hefur orðið til þess að hvor um sig hefur orðið að leysa sin utan- rikis- og öryggismál með sinum hætti, en þetta hefur aldrei orðið góðu og nánu samstarfi Finna og íslendinga nokkur hemill. Saga þjóðanna siðan þær hlutu fullveldi báðar við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar hefur verið harla ólik um sumt, og hafa Finnar fengið að heyja harða og á stundum óvægilega baráttu fyrir sjálfstæði sinu og þjóðerni. Er full ástæða til þess að íslendingar kynni sér betur en verið hefur átakasögu hinnar hraustu finnsku þjóðar. Reynsla Finna hefur kennt þeim að leggja þyngstu áherzlu á aukin alþjóðleg samskipti og öflugt starf að varðveizlu friðar i heiminum. Að frumkvæði þeirra, og ekki sizt Kekkonens for- seta, varð Helsinki fyrir valinu sem fundarstaður alþjóðaráðstefnunnar um frið og öryggi i okkar heimshluta, en samþykktir þessarar ráðstefnu hafa orðið ómetaleg stoð i baráttunni sem nú er háð fyrir mannréttindum og mannhelgi. islendingar og Finnar eiga að ýmsu leyti óskipt mál i fjölþjóðlegum samskiptum, þrátt fyrir sér- stöðu hvorra um sig. Báðar þjóðirnar tala tungu- mál sem eru torsótt öðrum, og er menningarlif þeirra að þvi leyti eins og lokaður heimur i aug- um annarra. Hvor þjóðin um sig hefur að geyma og varðveita sérstæðan menningararf i heimi stórvelda, alþjóðlegrar f jölmiðlunar og sivaxandi samskipta. Þessar þjóðir tvær, sem lifa i nábýli við stórveldi báðar, ættu þvi að geta margt lært hvor af annarri og hvor miðlað annarri af reynslu sinni. Það er skemmtileg staðreynd að Finnland og ísland eru einu lýðveldin i hópi Norðurlandaþjóð- anna. Stjórnskipan rikjanna er að visu ólik um sumt. Finnar hafa haft forgöngu um margvisleg stjórnmálaleg mannréttindi og jafnrétti i landi sinu, t.d. i kosningalögum. En það sem einkum vekur þó athygli i stjórnskipan Finna er vald og myndugleiki forsetaembættisins, en forseti Finn- lands hefur miklu virkara hlutverki að gegna i stjórnmálum landsins, einkum utanrikismálum, en tiðkazt hefur á íslandi. Allt frá þvi að samskipti íslendinga og Finna tóku að aukast með þátttöku i samstarfi Norður- landaþjóðanna og á öðrum vettvangi hefur þess orðið vart, að milli þjóðanna rikir samhugur sem tæplega á sinn lika, a.m.k. að þvi leyti sem ís- lendingar þekkja til. Það er einfaldlega eins og hugsunarhátturinn, viðbrögðin og viðmótið sé svo likt þrátt fyrir fjarlægð og ólik tungumál. Hinum góða gesti fylgja þvi beztu kveðjur ís- lendinga til finnsku þjóðarinnar. JS ERLENT YFIRLIT Innbrot norsku lög- reglunnar hjá Ny Tid Birtir Furre skýrsluna um Loran-C? Mynd þessi, sem nýlega birtist i norsku blaði, mun eiga aö sýna Berge Furre sem hinn svonefnda „nytsama sakleysingja". ÞAÐ virðist almennt álit i Noregi, að Sósialiski vinstri flokkurinn, sem er byggður á svipuðum grundvelli og Al- þýðubandalagið hér, muni biða mikinn ósigur i þing- kosningunum, sem fara fram i Noregi i næsta mánuði. Flokkurinn er stofnaður upp úr Sósialska kosningabanda- laginu, sem vann mikinn sigur i sfðustu kosningum, en i þvi tóku þátt Sósialiski þjóðar- ílokkurinn, Kommúnista- flokkurinn og brot úr Verka- mannaflokknum. Bæði Sósial- iski þjóðarflokkurinn og brotið úr Verkamannaflokknum tóku þátt i hinni nýju flokksstofnun og einnig stór hluti Kommún- istaflokksins. Nokkur hluti Kommúnistaflokksins vildi hins vegar ekki kaupa sam- eininguna þvi verði, að flokkurinn yrði alveg lagður niður og heldur hann áfram að starfrækja sérstakan kommúnistaflokk. Það er þó ekki þessi klofn- ingur, sem veldur hinum nýja flokki mestum vandræðum, heldur hitt, að þeir kjósendur Verkamannaflokksins, sem yfirgáfu hann og kusu Sósial- iska kosningabandalagið i kosningunum 1973, hafa nú horfið til fyrri heimkynna aft- ur. Þess vegna er búizt við fylgishruni hjá nýja fiokknum, miðað við það fylgi sem kosningabandalagið fékk i sið- ustu kosningum. Til þess að reyna að draga úr fylgishrun- inu og beina athygli að hinum nýja flokki, hefur málgagn hans, Ny Tid, gripið til ýmissa óvenjulegra áróðursaðferða, en þó einkum þeirra, að birta ýmsar upplýsingar, sem stjórnvöld hafa viljaö af öryggisástæðum og fleirum, að væri haldið leynilegum. Hér i blaðinu hefur nýlega verið sagt frá einu sliku máli, en það voru upplýsingar um, að norsk stjórnarvöld hefðu fyrir meira en tuttugu árum þjálfað finnska menn i þvi að stunda njósnir i Sovétrikjun- um. Hlutverk það, sem þeim mun hafa verið ætlað, var einkum að afla upplýsinga um herbúnað Rússa við norsku landamærin, en vafalitið hafa Rússar einnig stundað svipaðar njósnir Noregsmegin landamæranna. ANNAÐ mál, sem Ny Tid hefur látið til sin taka, snertir radio-miðunarstöðvar i Norð- ur-Noregi, sem kenndar eru við Loran-C, en látið hefur verið i veðri vaka, að þeim væri eingöngu ætlað að þjóna friðsamlegum siglingum. 1 febrúar 1975 skýrði Arbeider- bladet, málgagn Verka- mannaflokksins frá þvi a Anders Hellebust höfuðs- maður hefði samið meistara- ritgerð um þessi mál og kæmi þar fram að embættismenn i utan rikisráðuney tinu og varnarmálaráðuneytinu hefðu haldið leyndum fyrir rikis- stjórn og þingi mikilvægum upplýsingum, þegar umrædd- ar stöðvar voru byggðar, m.a. vegna óska frá Bandarikjun- um. Þvi hefði verið leynt, að megintilgangur stöðvanna væri að þjóna bandarisku kjarnorkuknúðum kafbátum. Hellebust, sem var um skeið leiðtogi i samtökum ungra hægri manna, mun ekki hafa talið þetta neitt athugavert og þvi óhætt að upplýsa það. Þetta kom hins vegar af stað svo miklu umtali, að varnar- málaráðherrann fól sérstakri nefnd að upplýsa málavexti. Formaður hennar var Andreas Schei hæstaréttar- dómari. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu, að ekkert saknæmt hefði gerzt. Nefndin skilaði trúnaðarskýrslu um málið fyrir árslok 1975, en það varekki fyrr en á siðastl. vori, að rætt var um skýrsluna i þinginu á lokuðum fundi. Ný Tid sagði allitarlega frá þeim umræðum og ákvað forseti þingsins þá, að banna blaða- manni þess aðgang að áheyr- endastúku blaðamanna. Um þetta urðu að sjálfsögðu mikl- ar deilur. Hinn 15. júni siðastl. lýsti Berge Furre, formaður Sósialiska vinstri flokksins, yfir þvi að hann myndi birta skýrslu þá, sem þingmenn fengu um málið og átti að vera leynileg, ef rikisstjórnin yrði ekki fyrri til að gera það. Rikisstjórnin hefur haft málið til athugunar siðan og skýrði Arbeiderbladet frá þvi s.l. miðvikudag, að stjórnin muni tilkynna innan fárra daga, a"ð hún birti ekki skýrsluna. Verður þá fróðlegtað sjá, hver viðbrögð Furre verða. UM LIKT leyti og þetta gerðist.hóf einn af starfs- mönnum við Ny Tid að skýra frá þvi, að hann hefði um nokkurt skeið verið að safna upplýsingum um þá menn, sem störfuðu i leyniþjón- ustunni norsku og myndi hann bráðlega birta nöfn. Rök hans voru þau, að þessir menn hefðu stundað njósnir um ýmsa vinstri menn og væri þvi maklegt, að upplýsa hverjir þeir væru. Það hefur hins veg- ar verið hefðbundin venja, að nöfn leyniþjónustumanna væru ekki birt. Það gerist svo i i Osló siðastliðinn þriðjudag, aö lögreglan tók ungan blaða- mann hjá Ny Tid til yfir- heyrslu, sem stóð i röska 11 tima. Um klukkan 2 aðfara- nótt miðvikudagsins brauzt lögreglan svo inn i ibúð þess manns, sem geymdi nafnalist- ana, er áttu að birtast i Ny Tid, ásamt ýmsum skýring- um. Eftir að 6-7 lögregluþjón- ar höfðu gert leit i ibúðinni i eina þrjá tima, lögðu þeirhald á listana og fleiri tilheyrandi gögn. Einnig tóku þeir um- ræddan mann með sér tii frek- ari yfirheyrslu, sein stóð allan miövikudaginn. Liklegterað þessi mál verði mjög umtöluði Noregi, en eft- ir er að sjá, hvort þau hafa áhrif á úrslit kosninganna og þá hver. Af blaðaskrifum verður það ráðið að Verka- mannaflokkurinn vill gera sem minnst úr þessum upp- ljóstrunarmálum og telur rangt að draga þau inn i kosningabaráttuna. Svipuð virðist afstaða miðflokkanna. Hins vegar bendir margt til þess, að Hægri flokkurinn telji þau geta orðið vatn á myllu sina þvi að þau sanni óheilindi vinstri manna. Einkum virð- ast hægri menn ætla að not- færa sér það ef Furre brýtur trúnaðarskylduna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.