Tíminn - 27.08.1977, Qupperneq 15
Laugardagur 27. ágúst 1977
15
Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráftherra og verndari sýningarinnar setur hana
MóL-ReykjavíkSýningin Heimil-
iö ’77 var sett i gærdag kl. 16 meö
ávarpi Ólafs Jóhannessonar, viö-
skiptaráðherra og verndara
sýningarinnar, að viðstöddum 600
gestum og þar á meðal forseta-
hjónunum.
Eins og lesendur Timans vita,
hefur undirbúningnum að sýning-
unni i Laugardal verið gerð ýtar-
leg skil i Timanum síðustu daga
og er ekki þörf að bæta þar úr.
Sýningin sjálf er hins vegar hin
glæsilegasta.
Um tilgang sýningarinnar
sagði Ólafur Jóhannesson m.a. i
ávarpi sinu:
Sýning sú, sem hér verður opn-
uð, hefur þann tilgang að veita
iandsmönnum kost á þvi að kynn-
ast á einum stað framboöi allra
helztu vara og þjónustu, sem
varðar stofnun og rekstur heimil-
is.
Og siðar sagði viðskiptaráö-
herra:
Ennfremur er sýningin fallin til
þessaðauka samband og skilning
milli framleiðenda og neytenda
og hefur verulegt upplýsingagildi
fyrir neytendur og er þannig i
samræmi við þá stefnu, sem viða
er nú leitast viö að fylgja, aö
tryggja neytendum sem beztar
Heimilið ’77 sett í gær:
Eykur samband og
skilning milli fram-
leiðenda og neytenda
— sagði Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráð-
herra, í ávarpi við opnun sýningarinnar
Vift setningarathöfnina var hinum 600 gestum boftift rikulega upp á kampavin. Timamyndir: G.E.
upplýsingar um hið fjölbreytilega
framboð vöru og þjónustu, sem á
boðstólum er nú á timum .
Sýning sem þessi hefur þvi
margvislegt hagnýtt gildi og eiga
þvi forystumenn Kaupstefnunnar
ogallirþeir, sem hönd hafa lagtá
plóginn viö undirbúning sýning-
arinnar, þakkir skildar fyrir
framtakið.
En það er ekki útlitiö eitt, sem
skiptir máli og i lok ávarps sins
sagði Ólafur Jóhannesson:
Ég vil að lokum minna á, að hér
eru það eingöngu efnisleg gæði,
sem lita má augum. Hér má sjá,
hvernig hinn ytri umbúnaður
heimilisins má glæsilegastur
verða. Það, sem öllu máli skiptir
heimilislifið sjálft, verður ekki
sett á sýningu. Ef fagurt mannlif
nær ekki að gróa innan veggja
heimilisins, breyta skrautleg
salarkynni þar engu um. Verða
einungis til að minna enn frekar á
það, sem á vantar. Þetta er hollt
að hafa i huga nú, þegarsókn eftir
efnislegum gæðum, einungis
þeirra sjálfra vegna, sýnist keyra
úr hófi hjá of mörgum.
í gær kl. 18 var svo sýningin
opnuö fyrir almenna gesti, en hún
stendur yfir til 11. september.
Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri sýningarinnar, flylúr inngangsorð
Forseti tslands, herra Kristján Eldjárn og kona hans, Halldóra
Eldjárn, ganga inri i Laugardalshöllina.