Tíminn - 28.08.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.08.1977, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 28. ágúst 1977 Gömlu menntaskólarnir halda enn vinsældum sínum 15% fleiri en í fyrra, hef ja nám í hefdbundnum menntaskóla nú í haust MÓL-Reykjavik. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Timinn hefur aflað sér frá sjö menntaskólum viðs vegar af landinu, þá hefur alls ekki dregið úr vinsældum hinna gömlu og hefðbundnu mennta- skóla, þrátt fyrir tilkomu nýrra brauta við fjöl- brautaskólana. Þvert á móti hefur umsóknum fjölg- að verulega og næsta vetur munu meir en 15% fleiri nemendur hefja nám i menntaskóla en siðasta vet- ur. Þessi tala, sem áreiðaniega kemur mörgum á ó- vart, ætti að afsanna þá kenningu sem sums staðar hefur verið haldið á lofti, að nemendur hafi hafnað hinu hefðbundna menntaskólanámi en vilji frekar þess i stað hið fjölbreytta nám fjölbrautaskólanna. Tölurnar ekki tæmandi Þegar blm. Timans ætlaði a6 leita sér upplýsinga um þann fjölda nemenda, sem hefur sótt um menntaskólanám næsta vet- ur, kom i ljós aö slikar tölur liggja ekki enn fyrir hjá rábuneytinu. Þær upplýsingar, sem Timinn fékk hjá skólunum sjálfum, verð- ur þvi að meta með varfærni. í fyrsta lagi var einungis haft samband viö sjö stofnanir, þ.e. þá skóla eina sem geta skoðast sem hefðbundnir menntaskólar, MR, MH, MK, MA, ML, M1 og Menntaskólann við Sund, sem áö- ur hét MT. Það eru vitanlega til fleiri skólar, sem útskrifa stúd- enta, en tilgangur þessarar grein- ar er að athuga eftirspurn eftir vist i gömlu menntaskólunum. 1 ööru lagi veröur að gæta þess, að ákveðin óvissa felst i þeim töl- um, sem skólarnir gáfu upp, þar sem skólaveturinn er ekki hafinn og þvi ekki vist ennþá hve margir af þeim sem fengu vist koma til skólans. Þó er viðbúið, að þessi ó- vissa sé hverfandi. 1 þriðja lagi fela tölurnar ein- ungis i sér upplýsingar um hve margir hefja nám i siðasta bekk viðkomandi skóla, þ.a. i þeim hópi eru einnig þeir, sem féllu ár- ið áður, þ.e. eftirlegukindurnar, eins og Guðni Guðmundsson, rektor MR, kallar þennan hóp nemenda. A móti kemur hins veg- ar, að tölurnar frá 76-77 og 77-78 eru fengnar á sama grundvelli þ.a. raunhæfur samanburður fæst. 1 fjórða lagiverðurað geta þess, að nemendur i öldungadeildum MH og MA eru ekki taldir með, en fjöida þeirra er þó getið hér að neðan. Húsnæðisvandamálið hef- ur lagazt — Þeir eru um 280 nemendurnir hjá okkur, sem hefja nám i þriðja bekk, þ.e. lægsta bekk á okkar mælikvarða, sagöi Guðni Guð- mundsson, rektor i MR, er Tim- inn leitaöi upplýsinga hjá honum. — Þess verður þó að gæta, að við tökum ekki inn nema 264 nýnema. Hinir eru eftirlegukindur siðan i — 1 allt verðum við þvi með 760 nemendur i skólanum næsta vet- ur miðað við 717 nemendur i fyrra. Þessari aukningu verður mætt, eins og venjulega, með þvi að tvisetja skólann. Þetta er þó Gamli Menntaskólinn á Akureyri. ekkert miðað við það sem var i byrjun áratugsins, en þá fóru nemendurnir upp 1 1084 á timabili og þcfcigin var slik, að hún varð að vinsælum blaðamat, sagöi Guðni að lokum. Þeir, sem Iðnskólinn hafn- ar, fara í Menntaskóla — Þeir verða 260 nemendurnir hjá okkur á fyrsta ári og i allt verðum við þvi með 869 nemend- ur, sagði Þór Vigfússon, konrekt- or i Menntaskóianum við Sund eins og hann heitir nú til dags, en áður var hann kallaöur Mennta- skólinn við Tjörnina og I sima- skránni heitir hann Menntaskól- inn við Gnoðarvog. — Þessi tala á ekki eftir að breytazt mikið, sagði Þór og það segi ég, þvi nú á einungis einn ----------> Gamli Menntaskólinn á Laugarvatni. 1976- •77 1977- -78 Aukning MENNTASKÖLAR: (1) (2) (3) (4) (5) (6) Menntaskólinn í Reykjavik 717 195 76o 280 43 ( .85 Menntaskólinn v. Hamrahlið 874 157 85o 135 -24 -22 Menntaskólinn v. Sund 821 215 869 26o 48 45 Menntaskólinn i Kópavogi 26o 85 3oo 86 40 1 Menntaskólinn á Akureyri 52o 15o 52o 150 * 0 0 Menntaskólinn á Isafiröi 15o 47 17o 65 20 18 Menntaskólinn á Laugarvatni I80 5o 19o éo lo lo . ALLS: 3522 899 3659 lc®6 157 137 Skýringar með töflu: (1) Heildarfjöldi nemenda I viðkomandi skóla á árinu 1976-77. (2) Fjöldi þeirra, sem stunduöu nám I lægsta bekk. (3) Saina og fyrsti liður, nema fyrir árið 1977-78. (4) Sama og annar liður, nema fyrir árið 1977-78. (5) Aukning heildarfjöldans milli skólaáranna. (6) Aukning nemenda á fyrsta ári milli áranna. nemandi eftir að staðfesta skóla- vist sina við okkur, en i fyrra var það fjöldinn allur, sem gerði það ekki. Það sem mér finnst nokkuð merkilegt, aö svo virðistsem þeir nemendur, sem ekki fá inni hjá Iðnskólanum, komi til mennta- skólanna. — Við ráðum við þennan fjölda meö þvi að tvisetja skólann, eins og reyndar aðrir menntaskólar gera á höfuðborgarsvæðinu, og er kennt hér fimm daga vikunnar allt til kl. sex. Verðum að troða inn Næsta vetur verðum við með 86 nemendur i fyrsta bekk, sem er sama tala og i fyrra, sagði Ingólf- ur Þorkelsson, skólastjóri Menntaskólans i Kópavogi. — Það verða einungis þrjár bekkja- deildir, svo það liggur við aö 30 manns séu i hverjum bekk, sem er anzi þröngt setið. — Það er búið að marka stefn- una I byggingamálum, en fjár- magn hefur hreinle^a ekki fengizt og það er ekkert launungarmál, að það er að skapast algjört neyðarástand hjá okkur, likt og rikti hjá MR hér forðum daga. — Það verða i allt 300 nemendur i skólanum, sem er 40 fleiri en i fyrra. Þessi aukning er fólgin i þvi, að árgangurinn, sem út- skrifaðist i vor, var fámennur, sagöi Ingólfur aö lokum. Er MH orðinn að stofnun? Þegar blm. Timans hringdi á skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlið til að leita sér sömu upplýsinga og hann hafði fengið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.