Tíminn - 28.08.1977, Blaðsíða 28

Tíminn - 28.08.1977, Blaðsíða 28
28 Sunnudagur 28. ágúst 1977 Asgeir Erlendsson, vitavörður Látrabjargsvita. Asgeir tók ekki annaö i mál en aö hafa Steingrim Hermannsson alþingismann og konu hans meö sér á myndinni. faðir minn hlut i Hvallátrum og flutti hingað. Hér vildu allir eiga itök þvi að þetta var einn fárra staöa þar sem alltaf var tryggt að fólk hefði nóg að borða. Það má segja að smjör hafi dropið af hverju strái, ef menn nenntu að bera sig eftir þvi. Héðan var farið i hákarlalegur á veturna. Ég minnist þess er bátarnir komu hér drekkhlaðnir hákarlslifur, sem alltaf var látin ganga fyrir. Hákarlinn var ekki skorinn inn i bátinn fyrr en búið var að sjá hve mikið veiddist. — Hversu margt fólk var hér fyrri hluta aldarinnar, þegar búið var á öllum býlum? — Ég skal segja þér það. A árunum kring um 1926 voru hér um 70 manns á 12 bæum. Menn stunduðu land og sjó nokkuð jöfn- um höndum, en róðri var aldrei sleppt. — Mannstu aldrei eftir þvi að hér hafi skort mat fyrir svo margt fólk? — Nei, siður en svo. Hingað að Hvallátrum var sóttur matur og það i ríkum mæli. Fjöldi bæja úr Rauðasandshrepp sótti oft mat að einhverju leyti hingað til Hval- látra. Þegar komið var fram á út- mánuði bar oft við að fólk kom A leiö út aö Látrabjargi uröu þessir kumpánar á vegi blaðamanns. Ekki skilja allir hrafnamál, en liklegt þótti blaöamanni aö hrafninn væri að boöa komu hans að Látrabjargi. Strand Fleetwood-tog- arans Dhoon, 1947. Hér tók að fækka verulega og halla undan fæti strax upp úr 1926. Fækkunin var þó ekki mjög ör framan af þvi ef við förum 30 ár aftur i timann, þegar Dhoon strandar hér undir Látrabjargi, þá voru hér 50 manns heimilis- fastir á 8 heimilum. Það var árið 1947. Hér eru nú fimm hræður heimilisfastar og hefur svo veriö undanfarin fimm ár. Auðvitað er Látrabjarg er vestast i Barðastrandarsýslu, eitt mesta fuglabjarg landsins um 12 kilómetra langt og hefur öldum saman verið sigið i bjargið eftir eggj- um og fugli, þó nú sé það að mestu af lagt. Það er viða þverhnipt og 400-500 metra hátt, þar sem það er hæst. Annars staðar er það gróðri vaxið á syllum. Fé gengur oft þangað niður og fer sér að voða. Byggðin er að Hvallátrum, vestustu byggð á ís- landi, rétt austan við Bjargtanga og norðan Látra- bjargs. Öldum saman lifðu ibúarnir jafnt á sjávar- fangi sem landbúnaði. Nú er útgerð niður lögð að Hvallátrum. Eggja og fuglatekja voru og umsvifa- mikill þáttur lifsbjargarinnar en einnig það er liðin tið. Þarna voru mikil umsvif og margbýlt. Nú eru aðeins fimm ibúar skráðir að Hvallátrum en voru nærri 70 þegar bezt lét. Þessi staður á sér mikla og merka sögu. Blaðamaður var þar nýlega á ferð með Steingrimi Hermannssyni alþingismanni og notaði tækifærið til að spjalla stuttlega við Ásgeir Erlends- son, vitavörð Látbjargsvita ogi ifja upp þessa daga velgengninnar jafnframt þvi sem Ásgeir var spurður um starf sitt sem vitavörður. — Þegar skoðaðar eru rústir gömlu verana dettur manni fyrst i hug að spyrja hvenær siöast var róið héðan, Asgeir. — Hér var slöast róið um eða rétt upp úr aldamótum. Þaö mun einn maður vera á lifi nú sem þá var hálfdrættingur og býr nú inni á Barðaströnd. Hann heitir Þórður ólafsson og er 89 ára gamall. Þegar mest var i verum varhér margt manna. Það var eftirsótt að fá útræði frá Brunnum. Miðin voru gjöful og stutt undan. Þá var bjargið mikið stundað i landlegum,bæði egg og fugl. Hér hafa áreiðanlega verið hundrað manns þegar mest var. Þvi miður er það nú svo að maður kynnir sér þetta ekki eins og hægt hefði verið. Gamla fólkið hverfur oft fyrr af sjónarsviðinu en búist er við og með þvi týnist oft mikill fróðleikur sem fer þá I glatkist- una. Ég harma það mjög að hafa ek'ki lært meira af þvi gamla fólki sem ég þekkti og tileinkað mér þannig meira af sögu þess. — Garðarnir sem eru útmeð strönd eru leifar þurrkgarða, er það ekki? — Það er mikiö rétt. Einkenn- andi fyrir þetta byggðahverfi eru fornar hleðslur og garðar, sem hvarvetna blasa við, steinbits- garöar og búðatóttir. Þarna eru lika aflraunasteinar frá þvi á ver- stöðvatimum áraskipanna. Merkastir aflraunasteinar voru Brynjólfstak, sæbarinn blágrýtis- drangur 700pund aö þyngd. Hann Tíminn heims vitavörð á Lát alla leið inn af Barðaströnd til að reyta sér eitthvað smávegis. Það var ekki mikið sem einn maður gat borið langa leið. Hér hefur alltaf verið fremur veitandi fólk en þiggjandi. Sókn i bjargið lagðist niður eftir slysið 1926. — Þá var bjargið auðvitað mik- ið stundað. Hvað gaf bjargið I fuglatekju? — Ég get nú ekki svarað þvi nákvæmlega. Það er vitaö að veiðst hafa 36 þúsund fuglar á einu ári. En svo mikið er vist, að fugl var mikill hluti þess matar sem borðaður var. Það var minnst ein máltiö á dag, en á sunnudögum var venjulega borð- að kjöt. Þetta þótti ósköp hoilur og góður matur. Ugglaust hefur hann verið kraftmikill, þvi menn voru hér hraustir vel og knáir. Eggjataka var hér gifurleg en sókn i bjargið lagðist niður sem atvinnugrein 1926 og hefur ekki verið stunduð siðan að neinu marki. Þetta ár hröpuðu tveir menn samtimis I bjargið. Báðir' voru héðan. Annar var bróðir minn, Kristján Erlendsson. Hinn var Astráður Ólafsson, bróðir Guðbjartar Ólafssonar, sem lengi var forseti Slysavarnarfélagsins. Þetta hörmulega slys varð i svo- nefndri Saxagjá. — Voru slys i bjarginu tið, As- geir? — Nei, slys voru hér ekki tið ef haft er i huga hversu mjög bjargið var stundað. Það er svo með bjargið eins og annað það verðuraðvera forusta. En enginn vildi taka að sér þá forustu eftir þetta slys. Svo óx upp nýtt fólk, sem auðvitað fékk sama áhugaá bjarginu og forfeður þess. En það tók að flytjast brott fyrir 1930. Þá var togaraútgerðin að koma hér á Vatneyri, með mikilli drift og framsýni. Þá leiddi af sjálfu sér að dugandi fólk leitaði þangað um atvinnu. heitir eftir Brynjólfi nokkrum. sem hélt á steinvölu þessari úr flæðarmáli og upp i fjörukamb. Annar heitir Júdas og dregur nafn af þvi, að hann hefur þrá- faldlega svikið, er hann hefur verið notaður i veggjahleðslur og hafa þær hrunið jafnharðan. En svo ég viki aftur að göröun- um, þá er frá þvi að segja að þeir voru áður svo háir, að þeir tóku fullvöxnum manni i mjöðm. Steinbiturinn var stór. Hann var flattur þannig að hann hékk saman á sporðinum og var svo hengdur yfir garðinn. Ekki mátti hann ná niður i sandinn. Það sagði fólk, að þegar hér var út- ræði var þarna tómur sandur, og miklu meiri en nú er. — Var ekki oft erfitt um lendingu þarna? — Vist hefur það verið. En þeir voru nú duglegir menn, forfeður okkar og létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Um 400-500 metra undan landi eru sandrif, svoköll- uð Brunnarif, sem voru oft mjög hættuleg og viðsjárverð. Þar sem fyrst er komið að ver- búðatóttunum heita Brunnar. Fyrsta verbúðin sem komið er að á leið út að bjargi hét Tangabúð. Þá kom Vogsbúð. Nafnið er dreg- ið af vog sem er upp við hleinarn- ar og heitir Brunnavogur. Það var alltaf dálitið kappsmál að fá uppsátur við voginn. Ekki voru bátarnir stórir. Mér var sagt að fjórir bátar gætu lent samtimis i Brunnavog. En þessi Vogsbúð er mér dálitið kær. Þegar faðir minn, Erlendur Kristjánsson, átti heima á Siglu- nesi, vestasta býli Barðastrand- ar, þá reri hann alltaf héðan frá Brunnum og gerði hér út. Af þess- um tóttum má enn glöggt sjá að hér hefur verið mikið athafnalif og umsvif. Fyrir tiu árum töluðu gamlir menn um að afturför hefði orðið i mannlifinu þegar bátarnir fóru inn á Patreksfjörð, þar má til dæmis nefna Július i Tungu. En það varð að fylgja þeim kröfum sem vaxandi tækni gerði til allra aðstæðna. Sjálfur man ég eftir þvi þegar fimm trillur fóru hér úr vör frá Hvallátrum. Það voru þriggja og fjögura tonna bátar. En jafn- vel þetta er liðin tið og upp úr 1954 var ekkert róið héðan. Hér draup smjör af hverju strái Ég ér fæddur og uppalinn hér að Hvallátrum. Arið 1896 keypti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.