Tíminn - 28.08.1977, Blaðsíða 31

Tíminn - 28.08.1977, Blaðsíða 31
Sunnudagur 28. ágúst 1977 31 Nú-Tíminn kynnir: Thin Lizzy Phil Lynott (söngur, bassi) Brian Robertsson (gitar) Scott Gorham (gitar) Brian Downey (trommur) Hljómsveitin Thin Lizzy var orðin 6 ára gömul og hafði ekki vakið mikla athygli þegar hún allt ieinu sló i gegn á einni nóttu sl, sumar. Siðan hefur ýmislegt gengið á, en hljómsveitin hefur nú að undanförnu verið i hljóm- leikaför um Norðurlönd við ágætar undirtektir og jafnframt er væntanleg á markaðinn ný plata. Thin Lizzy var stofnuð I Dublin írlandi árið 1970 og fór ári síðar til London til að f reista gæfunnar. Þá var hún skipuð þeim Lynott, Downey og Eric Bell (gitar). Þetta sumar, þ.e.a.s. 1971 gaf hljómsveitin út sina fyrstu plötu við litlar undirtektir. Strákarnir unnu fyrir sér iklúbbum og árið 1973 stigu þeir skyndilega upp á stjörnuhimininn með nýrri út- setningu lagsins ,,Whiskey In The Jar”. Þetta var þó skamm- vinnur sigur og tilraun þeirra til að fylgja honum eftir með „Rudolp’s Tango” (einnig gamalt kráarlag) mistókst með öllu. Eric Bell yfirgaf hljómsveit- ina um þetta leyti, vegna veik- inda sem hann átti við að striða. Gary Moore (nú i Colosseum II) tók við starfi hans til bráða- birgða eða rétt á meðan nýrra liðsmanna var leitað. Og stuttu siðar varð Thin Lizzy til i þeirri mynd sem hún enn starfar, þ.e. Amerikumaðurinn Gorham og SkotinnRobertsson komu til liðs við hana. Næstu tvö árin gaf Thin Lizzy út tvær plötur með frumsömdu efni, einkum eftir Phil Lynott, svarta írann, sem löngum hefur verið fyrirliði hljómsveitarinn- ar. Tónlist Thin Lizzy er i höfuð- atriðum þungt rokk en þó stundum með léttari sveiflum siðustu árin. Ás.l. ári kom svo út langspilið „Jailbreak” og af henni sló lagið „The Boys Are Back In Town” igegn i Bandarikjunum, Englandi og viðar s.s. á íslandi. En svo sannarlega var heppnin ekki með Thin Lizzy þegar mest reið á að fylgja fast á eftir. I Englandi komu þeir að vi'su nokkrum sinnum fram við góðar undirtektir og var spáð miklum frama. Frá Bandarikj- unum fengu þeir einnig hin álit- legustu tilboð um hljómleika- ferðir og voru að búa sig undir eina slilca þegar óhappið varð. Gitarleikarinn Brian Roberts- son slasaðist illa á hendi i krá- arálagsmálum I Englandi nokkrum klst. fyrir áætiað flugtak. Brian var staddur ásamt vini sinum söngvaranum Frankie Miller inni á krá i Eng- landi, þegar að Frankie réðst maður með brotinn flöskustút að vopni. Hendi Brian kom i veg fyrir, að vinur hans fengi lagið beint i andlitið, en þar með var gftarleikarinn Brian Robertsson úr sögunni i bili. Bandarikjaförinni var frestað á siðustu stundu. I ljós kom, að Robertsson gætiekki handleikið gitar enn um stund og nú var hver minúta dýrmæt fyrir Thin Lizzy. Aftur kom tilboð frá Bandarikjunum og þá stóðust hinir ekki mátið og fengu Gary Moore aftur til liðs við sig, en skildu Robertsson eftir heima. Hann tekur þá ákvörðun að ger- ast sólóistamaður og fer ásamt Graham Parker til Sviþjdðar og nær þar nokkrum vinsældum. Þegar Thin Lizzy kemur aftur úr Amerikuförinni stendur hún uppi án annars gitarleikarans. Gary Moore vill ekki yfirgefa hljómsveitina Colosseum og Brian Robertsson þykist ekkert eiga við þá vantalað. Þó lét hann sig þegar hljómsveitin bauð honum með til Kanada að leika þar inn á hljómplötu með þeim sem gestur. Að sjálfsögðu var isinn þar með brotinn, og Thin Lizzy er komin saman á ný. Nýja platan heitir ,,Bad Reputation” og stjórn upptöku annaðist Tony Visconti, sem m.a. hefur getið sér gott orð fyrirstörf sin með David Bowie. Nú er eftir að sjá, hverjar vin- sældir platan hlýtur, en að þessu sinni ætlarThin Lizzy að fylgja plötunni vel á eftir.Eins og fyrr segir eru þeir nýkomnir úr hljómleikaför um Norðurlönd, leika nú i Englandi og fram- undan er tveggja mánaða hljómleikaför um Bandarikin. Langspil: Thin Lizzy (SKL 5082) Shades Of A Blue Orphanage (TXS 108) Vagabonds Of The Western World (SKL 5170) Night Life (6360-116) Fighting (6360 121) Jailbreak (SRN 1-1081) Bad Reputation (?) Samsafn: Johnny The Fox (SRN 1-1119) KEJ HLJÓMPLÖTUDÓMAR NÚ-TÍMANS Neil Young American stars in bars Reprise /K54088/FACO Neil Young er einn sérstæð- asti listamaöur I rokkheiminum i dag. Hann hefur ávallt fariö sinar eigin götur, og bera piötur hans þess glöggt merki aö hann er sjálfs slns herra. Hér á landi er hann þekktastur fyrir veru sina I Crosby, Stills Nash and Young og plötu sina Harvest, ★ ★ ★ ★ + sem er eina plata hans sem selzt hefur hér í nokkru magni, og má segja, aö landinn hafi misskitH) allt annaö frá honum eöa hreint ekki nennt að hlusta á hann eftir það. Hér gefst gott tækifæri til að bæta fyrir þessar gömlu syndir, þvi að á þessari nýju plötu er aö finna lög sem kenna má viö flesta þætti i tónlistar- sköpun hans allt frá Harvest. Beztu lög: „Hurricane” (meistaraverk), „Star of Bethlehem”, „Will to Love”. GG. — Crosby/ Stills and Nash Atlantic/ SD19104/FACO Crosby, Stills og Nash saman á ný eftir nokkurra ára hlé er ó- neitanlega tilhlökkunarefni öll- um þeim er fylgdu þeim á sinum tima. En eins og oft áður þegar hljdmsveitir koma aftur saman verður útkoman aðeins skuggi af þvi er áöur var. Veröur þvi miðuraðflokka margt á þessari plötu i þann hóp. Margt á plötunni er laglega gert, þeir syngja nærri jafn vel ★ ★ ★ . og áöur og allur hljóöfæraleikur er fyrsta flokks og lögin mörg hver góð. En þetta hafa þeir allt gert áður og þá betur. Það er aðeins i lagi David Crosby, „In Me Dreams”, sem þeir ná fram gömlu stemmningunni og er þetta eina lagið sem uppfyllir þær kröfur, sem maður gerir til Crosby, Stills and Nash. Beztu lög: In My Dreams Dark Star Just á Song Before I Go G.G. gmss fcr -1 m r7 +. }.£ r\r>v W- \ f's- >WJ r ýi r i, ;?■ Lausar stöður Lyflækningadeild Hjúkrúnarfræöingar óskast sem fyrst til starfa á lyf- lækningadeildir Borgarspitalans. Fastar næturvaktir og hlutavinna kemur til greina. Barnaheimilispláss fyrir hendi. Hafnarbúðir Stööur hjúkrunarfræöinga i Hafnarbúðum eru lausar. Barnaheimilispláss fyrir hendi. Arnarholt Hjúkrunarfræöingar óskast á Geödeild Borgarspital- ans aö Arnarholti 1. okt.n.k. tbúö á staönum. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast á hinar ýmsu deildir Borgarspital- ans. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra I sima 81200. 25. ágúst 1977 Borgarspitalinn. m m ;(.r •Áí» ■'Í ;?$ ,r>i \W V i'.í 'hr AUGLÝSIÐ í TÍMANUAA RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður LANDSPÍTALINN LYFJATÆKNIR eða AÐSTOÐARMAÐ- UR, óskast til starfa i lyfjabúri spitalans frá 11. september n.k. Umsóknum ber að skila fyrir 5. september n.k. til forstöðu- manns lyfjabúrs, sem veitir nánari upplýsingar. VÍFILSSTAÐASPÍTALINN SJÚKRALIÐAR óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina svo og ein- staka vaktir. Upplýsingar veitir hjúkr- unarframkvæmdastjórinn, simi 42800. TJ ALD ANESHEIMILIÐ STARFSMENN óskast til starfa i eldhúsi og til vaktavinnu við umönnun vistmanna frá 1. september n.k. eða eftir samkomu- lagi. Skriflegum umsóknum ber að skila til forstöðumanns fyrir 31. ágúst n.k. RANNSÓKNASTOFA HÁSKÓLANS RITARI óskast til starfa frá 15. september n.k. eða eftir samkomulagi Leikni i vélrit- un og staðgóð þekking á islenskri réttritun nauðsynleg ásamt kunnáttu i a.m.k. einu erlendu tungumáli. Umsóknum sé skilað fyrir 18. september n.k. til skrifstofustjóra rannsóknarstofunnar er veitir nánari upplýsingar. KÓPAVOGSHÆLI SJÚKRAÞJALFARI óskast til starfa nú þegar, eða eftir samkomulagi. Upplýsing- ar veitir yfirlæknir, simi 41500 ÞROSKAÞJALFAR, SJÚKRALIÐAR og AÐSTOÐARFÓLK óskast til starfa á hin- ar ýmsu deildir hælisins. Upplýsingar veitir forstöðumaður, simi 41500. Reykjavik 26. ágúst 1977. SKRIFSTÖFA RlKISSPÍTALÁNNA Eiriksgöfu 5 — Sími 29000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.