Tíminn - 28.08.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.08.1977, Blaðsíða 9
Sunnudagur 28. ágúst 1977 9 Húsnæðisvand ræði í Sovét- ríkjunum Eftir nokkra daga geta þeir ibúar Reykjavikur sem koma i sýningardeild SSSR á alþjóð- legu sýningunni ,,Heimilið-77” kynnzt sovézku deildinni, — en þar auglýsa nokkur sovézk út- flutningsfyrirtæki vörur sinar. 1 þessari heimsókn getur það vel verið að sú spurning vakni i hugum sýningargesta hvemig standa húsnæðismál i Sovét- rikjunum, hjá þessari fjöl- mennu þjóð? Þessi grein geir Is- lenskum lesendum grein fyrir sfkennum húsnæðisvandamála i SSSR. Um rúmlega tuttugu ára skeið hafa nú verið byggðar 2.2 milljónir ibúa á ári. A sl. 15 árum hafa tveir þriðju hlutar ibúa landsins flutt i nýtt húsnæði og bætt hösnæðisaðstöðu sina. 1 Moskvu einni eru byggðar 100.000 ibúðir á ári. En þrátt fyrir þessar háu töl- ur (sem eru reyndar þær hæstu i ibúðabyggingum i heiminum öllum) er enn þá rætt i SSSR um húsnæðisvandamál, sem vanda- mál er enn hafi ekki verið leyst til fulls. Þetta getur vakið undrun hjá einhverjum lesenda, sérstak- lega þegar tillit er tekið til þess að á sl. 60 ár um hefur íbúafjöldi SSSR ekki alveg tvöfaldazt, en fbúðarhús- næði hefur tuttugufaldazt á sama tima. En þetta er ekkert skritið ef betur er að gáð. Og ástæðan er ekki aðeins sú, að meginmarkmiði sovézka rikis- ins, — að veita hverri sovézkri fjölskyldu sérstaka Ibúð, — hefur enn ekki verið náð. Rikið gat ekki hafizt handa um að leysa þetta verkefni af fullum krafti fyrr en á sjöunda ára- tugnum, þar sem fyrst þurfti að koma 25 milljón manns, sem særðust i heimsstyrjöldinni siðari i einfaldasta húsaskjól og einnig þurfti að byggja yfir þá sem bjuggu i kjöllurum og úr- eltu húsnæði. En jafnvel þegar hver fjölskylda mun hafa fengið sina eigin Ibúð, munum við ekki telja húsnæðisvandamál leyst, þar sem við höfum sett okkur nýtt verkefni — að hver meðlimur i fjölskyldu fái eigið herbergi fyrir utan sameigin- lega dagstofu fjölskyldunnar, Núna litum við fyrst og fremst á húsnæðisvandamál sem vanda- mál varðandi meir þægindi. Það er eðlilegt að fólk sem býr i viðunandi húsnæði verði kröfu- harðara. Fólk vill að ibúðir þess verði betur gerðar, stærri og fullkomnari að skipulagningu — og að húsagarðar verði betur gerðir til hvildar og fyrir leiki barna. Þess ber að geta að þessar vaxandi kröfur sovézkra þegna eru teknar til greina i áætlun um ibúðabyggingar i fimm ára áætluninni 1976-1980, sem samþykkt var á 25. þingi KFS. Gert er ráð fyrir að umfang byggingaframkvæmda verði svipað og I siðustu fimm ára áætlun (550 milljón fermetrar). En i áætluninni er gert sérstakt ráð fyrir auknum þægindum i ibúðum. Þegar rætt er um lausn hús- næðisvandamála i Sovetrikjun- um er sjálfsagt að geta þess, að yfirgnæfandi meirihluti ibúða er fenginn ibúunum ókeypis og að húsaleiga, sem ekki hefur breytzt frá árinu 1928 nemur að meðaltali fjórum prósentum af tekjum hverrar fjölskyldu og eru þá almenn þjónustugjöld innifalin. En hin nýja stefna, að bæta gæði ibúða ógnar ekki sovézkum þegnum með veru- lega hækkandi húsaleigu. Rikið ber enn fremur allan viðhalds- kostnað ibúða. Hann nemur um 5 milljörðum rúblna á ári. Fyrir tveggja herbergja ibúð mina þarf ég að greiða nokkuð meira en að ofan getur — eða rúmlega 10 prósent af tekjum fjölskyldunnar. En málið er þannig vaxið að við hjónin keyptum okkur ibúð. Það er hægt að kaupa sér ibúð með þvi að ganga i byggingar- samvinnufélag og vera reiðubú- inn að borga úr 40 prósent af verði ibúðarinnar. Ríkið lánar eftirstöðvarnar — 60 prósent til 10-15 ára með mjög góðum kjör- um (ársvextir eru hálft prósent). Rikið annast líka allar byggingarframkvæmdirnar. Og nú greiðum við fyrir utan gjöld fyrir almenna þjónustu bæjar- félagsins mánaðarlega afborg- un af láni rikisins. Kostirnir við það að kaupa ibúð eru þeir, að stundum má fá húsnæði skjótar með þvi að ganga i byggingarsamvinnufé- lag, — 1 stað þess að biða eftir þvi að fá rikisibúð. Enn fremur er það hagstætt ef maður þarf að flytja — jafnvel i aðra borg, þvi að þá fær maður allt endur- greitt, sem greitt hefur verið fyrir ibúðina. Sergei Serebrjakof. APN Stórhýsi i Moskvu ÍSIR PHILIPS Vinningur er PHILIPS 26" litsjónvarpstæki meö eölilegum litum trá heimilistæki sf að verðmæti kr 352.000 Smáauglýsingamóttaka i síma 86611 alla daga vikunnar kl. 9-22 nema laugardaga kl. 10-12 og sunnudaga kl. 18-22 (6-10 e.h.) Einnig er tekið á móti smáauglýsingum á Auglýsingadeild VíSIS Síðumúla 8 og í sýn- ingarbás Vísis á sýningunni Heimilið '77 Smáauglýsingin kostar kr. 1000,- Ekkert innheimtugjald. Ath. sérstakur afsláttur, ef auglýsing birtist oft. Allir þeir sem birta smáauglýsingu í Visi, dag- drætti Vísis. Eingöngu verður dregið úr ana 26. ágúst til 11. september 1977, meðan númerum greiddra auglýsingareikninga. sýningin Heimilið '77 stendur yf ir, verða sjálf- Dregið verður 15. sept 1977. krafa þátttakendur i smáauglýsingahapp .Smáauglýsing i Visi er engin auglýsing. sími 86611 Allt til heimilisins í smáauglýsinQ'um Vísis x n

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.