Tíminn - 28.08.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 28.08.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 28. ágúst 1977 23 JÓNAS GUÐMUNDSSON: HRAÐLE STIN TIL PARÍSAR Austurstöðin i Paris var troðfull af fólki þennan eftir- miðdag og það var óvenju heitt i veðri. Hraðlestin frá Lux- emborg hemlaði og smámsaman hægði hún ferðina, og við fórum að taka til farangurinn. Við vorum i þungu skapi, en hlökkuðum samt til þess að fá sjóðheitt kaffi og eitthvað i svanginn. Klukkan var að verða tólf, og að vitum okkar barst sérkennilegur ilmur, sem ávallt er á járnbrautarstöðvum. Sambland af lykt frá yfirbrunnum rafmótorum, útblást- ur frá fitugum disilvélum, blandaðist lykt frá steiktu kjöti og lauk frá veitingahúsunum, og menn gengu lauk- stöppuna i ökla fyrir framan pylsusölurnar. Dúfur flugu undir hvelfdum himni — úr hráu stáli og skitugu gleri. Við höfðum tekið daginn snemma. Hraðlestin til Parisar lagði af stað frá Luxemborg klukkan átta um morguninn, eða 8:15 eins og það heitir á nákvæmu járnbrautarmáli. Morgunverðurinn á Continental — hótelinu byrjaði klukkan átta, svo við ákváðum að fá okkur kaffi i lestinni. Við höfðum oft ferðast með þessari lest áður. Þetta var fin lest, og ef eitthvað var eftir af hinni frægu Austur- landa- hraðlest, þá var það þar. Þjónar með gullborða á öxlunum og meðornament á brjóstinu, seldu gómsæta rétti og drykki á fyrsta plássi. Hvitu dúkarnir voru þykkir og stifaðir —, en samt var verðinu i hóf stillt. Við komum timanlega á járnbrautarstöðina i Luxem- borg. Norðanáttin var isköld og hún feykti fánunum til — geðvonskulega. Himininn var úrillur. Það var fátt manna á járnbrautarstöðinni. Svona snemma dags eru þaö aðeins þeir, sem áttu brýnt erindi burt og svo hinir, sem ekki höfðu klárað næsta dag á und- an og reyndu að koma einhverju niður af mat með bjór og kaffi áður en þeir héldu heim i háttinn. Við fengum okkur sæti við borð i miðjum salnum og pöntuðum molakaffi. Gömul gráklædd kona kom inn i sal- inn. Hún virti fyrir sér mannfélögin tvö, þá sem kosið höfðu að byrja þennnan dag snemma og hina, sem luku deginum i gær of seint, þannig að dagarnir tveir sköruðu hvorn annan. Svo kom hún og settist við næsta borð við okkur. Hún leit á okkur og stækkaði augasteinana brot úr and- artaki án þess að breyta um svip. Mátti hún setjast? Við stækkuðumokkar steina lika, andartak. Hún mátti setjast. Næsta borðaröð var við vegginn. Þar sátu tveir menn og ein kona. Stór feitur maður, rjóður og drukkinn hafði orðið . Hann var að gefa nunnunni brennivin. Þetta var mjög litil gömul nunna. Svartklædd og varla stærri en átta ára drengur heima á Islandi. Rúmlega metri, varla meira en það. Hún var með stóra tösku og þegar hún renndi niður drykknum hvarf efri vörin undir breitt nefið. Hún brosti með augunum. Nunnan drakk litið, en hlustaði með athygli á svallar- ana. Hún tók lifandi þátt i gleði þeirra, full tillitssemi og stundum hafði hún orðið lika og rödd hennar var óvenju djúp. öðru hverju tók stóri maðurinn innilega i höndina á nunnunni. Var liklega að fá hana til þess að sverja nú að segja engum neitt og svo sagði hann ábúðarfulla sögu og hin tvö virtu þau fyrir sér með athygli. En svo var okkur ekki til setunnar boðið við héldum af stað út i lestina til Parisar og sólin byrjaði að greiða úfið hár f jallkonunnar, sem vaxið var yfir augu og munn. Nunnan litla stóð lika upp, en það undarlega var, að hún var nákvæmlega jafnhá á stólnum i járnbrautarstöðinni í Luxemborg, svo ég veit ekki einu sinni hvort hún stóð nokkuð upp, hún aðeins sat ekki lengur og drukkni stóri maðurinn kvaddi hana af hirðmannlegri reisn, eins og að- eins drukknum mönnum er lagið. Hún tók upp töskuna sina fulla af sálmabókum og hvarf inn i mannfjöldann, sem nú var á stöðinni. II Klukkan var um það bil átta. Við sátum i lestinni og það var hlýtt og notalegt inni. Indverji i evrópufötum var þarna með konu sina. Hann varallurá iði, hafði vist einhverja áhyggjur, en konan sat kyrr með barnið. Ný lest kom á stöðina og hundruð manna gengu hratt i áttina til stöðvarinnar. Það var á leið til vinnu og I svip þess mátti greina að þetta var oft á tiðum ekki neitt sér- lega skemmtileg vinna, þvi augun voru liflaus. Þetta var mjög virðuleg járnbrautarstöð, enda byggð á þeim timum, þegar járnbrautarstöðin var andlit hverrar þjóðar, eins og flugstöövarnar eru núna, og við virtum fyrir okkur steinflétturnar og flúrið, þykka stálbitana og alla smárúðuðu gluggana og svo ók lestin af stað, svo und- urmjúkt og stöðin rann burt i þann mund er ný gusa af sof- andi fóki kom út úr grænni lest, sem numið hafði staðar. Lestin ók hægt. Samt var þetta hraðlest og það small notalega i teinunum, þegar hún ók yfir samskeytin. Það var bezt að biða svolitið með að fá sér morgunverð, og við sáum i anda fyir okkur þykka, hvitu dúkana og munnþurrkurnar, sem minntu á þykkan þurran saltfisk eins og þennan sem Ólafsvikur—Svanurinn sigldi með á vorin. Sáum fyrir okkur þykkt stórgert hótelsilfrið i járn- brautinni: það hlaut að vera hundrað ára, en við ákváðum að láta kaffið biða um stund og virtum fyrir okkur útsýnið. Græn f jöll vaxin grasi og trjám. Nú voru hundrað ár sið- an. Þar sem áður voru akrar og beitilönd fundu menn allt I einu járn i jörðu. Milljónir tonna — og þeir ráku kýrnar burt og flettu þykkan svörðinn og byrjuðu að grafa járn. Það var 1870. Um langt skeið hafði Luxemborg einkum verið land rós- anna, og fyrir fyrra stið seldu þeir fimm milljón plöntur af rósum á ári til annarra landa, en nú er það allt breytt, og þeir selja heiminum i staðinn fimm milljón tonn af stáli — og landið breytir um svip. Og jörðin tók á sig nýja mynd, um það leyti sem fyrstu bændurnir béldu ofan i jörðina til þess að brjóta járn. Landið varð svart og þeir önduðu að sér gasi og bruddu gjall milli slitinna tanna, Járngrýtið er brotið og mulið, slðan brætt og stálið kem- ur út i sólskinið þanið og fjaðurmagnað, og virðir fyrir sér jörðina, sem er svört.. Fimm milljón tonn, og nú er allt sjálfvirkt. Ofnunum er stjórnað af tölvu, sölunni af kola- og stálsamsteypu Evrópu og kirkjunni frá Róm. Erlendt vinnuafl er notað i námurnar og við mættum augum Portúgalanna, Spánverjanna, og augum Italanna og Alsirbúanna, og þeir höfðu sömu augu og Islenzku hest- arnir, sem seldir voru i kolanámurnar á Bretlandi um það leyti sem hann Eirikur á Brúnum gaf konunginum hest- inn. Það fannst okkur. Heimurinn hafði ekkert breytzt. Menn segja þaö aðeins á mismunandi hátt. Segja það með blómum, segjaþað með stáli og nú loks segja þeir það með seðlum, þvi hinu sam- virka vélinda, þungaiðnaðinum er stjórnað af voldugri fjölþjóðasamsteypu sem deilir og drottnar, langt út fyrir þau mörk sem þeim i upphafi var sett. Stálið er riki I rfkinu. III Járnbrautarlestir eru langar og mjóar. Það vita allir. Samt gera menn sér i jarnbanalausum löndum sér ekki grein fyrir þvi hve langar þær eru i raun og veru. Næstum endalausar. Við töidum nú tima til kominn að fara að snúa sér að hinu hlaðna veitingaborði „austurlandahraðlestarinnar”, sem þó var i raun og veru engin austurlandahraðlest, heldur hraðlestin frá Paris til Frankfurt — með viðkomu i Luxemborg — og öfugt. Indverjinn, sem var vondur á taugum, konan hans, sem var róleg og svarteygir lestarþjónarnir, sem við sáum sið- ast, minntu okkur á hin fjarlægu lönd. Ég fór að finna matarvagninn. Ég gekk lengi. Gekk endalaust, þvi lestin var vist enda- laus. Það er mjög einkennileg tilfinning að leita að einherju i járnbrautarlest. Hver vagn er sérstakur heimur og ef þú nættír þér of langt, áttu það á hættu að verða klipptur frá. Lestin gerir stuttan stanz. Nokkrir vagnar eru klipptir frá,eiga aðfara eitthvað annað, og þótt hraðlestin til Par- isar stoppi ekki, þá stoppar hún nú samt, tvisvar eða þris- var, en hún gerir stuttan stanz. Pósti er fleygt, póstur er tekinn og skipt er á nokkrum hræöum. Það voru mjög fáir i þessari lest og ég byrjaöi að greikka sporið. Loks var ég i fremsta vagninum. No restaurant, sagði lestarvörðurinn og ég flýtti mér til baka, og var undarlega þurr i hálsinum. Fjórir timar I lest, og hvorki vott né þurrt og við virtum fyrir okkur landið, sem var harla gott, þvi nú var þetta land þar sem enginn hafði fundið neitt. Það var þvi grænt áfram. Við vorum lika þyrst og svöng áfram. Arbed—Esch—Schifflange starfsstööin, nefnist þetta sót- uga stálvigi. Einu sinni var þarna gras, en svo fundu menn járngrýti niðri I jörðunni, og hún var skorin upp og húðflett.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.