Tíminn - 22.09.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.09.1977, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 22. september 1977 Föt sem aldrei hafa verið sýnd áður Kás-Reykjavik. Viö upphaf iðn- kynningarárs, var efnt til mikilla tizkusýninga i Laugardalshöll, sem mörkuðu timamót i sliku sýningarhaldi hérlendis. Þótt sýningarsvæðið á Iðnkynningu i Reykjavik verði minna aö þessu sinni, er það von undirbúnings- nefndar sýningarinnar.að takast megi að setja upp glæsilegar og fjölbreyttar tizkusýningar meðan á Iðnkynningunni stendur. Akveðnar hafa verið 14 tizkusýn- ingar.en áætlaðer að fjölga þeim upp i 19. Sérstök nefnd hefur valið þann fatnað sem sýndur verður, og veröur þar um að ræða föt, sem aldrei hafa verið sýnd áöur á tizkusýningum. Aætlað er að tizkusýningarnar verði kl. 18 og 21 daglega. Iðnkynning í Laugardalshöll: Víðtæk sölustarfsemi Kás-Reykjavlk. Meðal nýjunga, sem fitjað verður upp á á Iðn- kynningu i Laugardalshöll, er viðtæk sölustarfsemi þar sem al- menningi gefst kostur á að kaupa fjölmargar vörutegundir á sér- stöku kynningarveröi. Mjög stór matvæladeild verður á kynning- unni, og munu matvælaframleið- endur gefa gestum kost á að bragða á framleiðslunni, auk þess sem um sýnikennslu verður að ræða. Framleiðendur stærri hluta munu gefa sýningargestum af- sláttarkort, sem gilda á Utsölu- stöðum þeim, sem selja vörur þeirra, meöan á sýningunni stendur. Flugfélagið veitir 25% afslátt a hópferðuin viðkomandi Iðnkynn ingunni. Flugfélagið veitir 25% hópafslátt Kás-Reykjavik. Þar sem búast má við að fjöldi fólks utan af landsbyggðinni komi til Reykja- vikur að skoða Iönkynninguna i Laugardalshöll, og taka þátt i atriðum dagskrár Iðnkynningar i Reykjavik, mun Flugfélag Is- lands veita 25% hópafslátt af far- gjaldi til og frá Reykjavik. „Lukkunnar pamfíll” Kás-Reykjavik. Á hverjum degi á fyrirhugaðri Iönkynningu i Laugardalshöll verður valinn maöur dagsins, „Lukkunnar pamfill”, sem verður sérstakur gestur Iönkynningarnefndar. Gesturinn verður valinn með þeim hætti, að klukka hljómar um sýningarhöllina og tilkynnt er i hátalarakerfi hvar maður dags- ins er staddur I „Höllinni”. Verð- ur þá viðkomandi leystur út meö glæsilegum gjöfum. Þetta er nokkurs konar gestahappdrætti, sagöi Pétur Sveinbjarnarson framkvæmdastjóri íslenzkrar iðnkynningar, en kosturinn við þessa aðferð er sá, að vinningur- inn gengur öruggiega út og það á stundinni. Barnagæzla á Iðnkynningxmni Kás-Reykjavik. Á Iðnkynning- unni i Laugardalshöll verður i fyrsta skipti starfandi barna- gæzla, og er hún fyrir börn á aldrinum 2 til 6 ára. Þetta er að- eins skammtimagæzla, sem á aö gera foreldrum fyrir að skoöa sýninguna. Fóstrunemar munu sjá um gæzluna, sem verður i litl- um húsum á útisvæði hallarinnar. Verið aö setja upp sýningardeild Meistarasambandsins. Þar má sjá sýnishorn af mótauppslætti, pipulögn, múrverki, o.fl. Kás-Reykjavik. A Iönkynningu sem hefst i Laugardalshöll á morgun, verður spilað iðnaðar- bingó tvisvar á dag um helgar, en einu sinni á dag virka daga, nema á föstudag, en þá veröur ekki spil- að. Stjórnandi bingósins veröur Svavar Gests. Það hefst kl. 16 virka daga,en verður auk þess kl. 14 um helgar. Tíminn er peningar | Auglýsítf í Timanum i Kj ötiðnaðar stöð Sambandsins: Framleiðir 40 tegundir af áleggi og matarpylsum Kás-Reykjavik. A Iðnkynningu i Laugardalshöllsem opnuð verður á morgun, föstudag, verður Kjöt- iðnaðarstöð Sambandsins með at- hyglisverða sýningardeild i and- dyri, þar sem kynnt verður fram- leiðsla stöðvarinnar. En hjá Kjöt- iðnaðarstöö Sambandsins er framleitt landsins fjölbreyttasta pylsuúrval eða um 40 tegundir af áleggs- og matarpylsum. Einnig hefur Kjötiðnaðar- stööin framleitt hraðfrysta Unnið við pökkun á niðursneiddum pylsum. Tímamynd: G.E. Hraðfrystir GOÐA-réttir sérstaklega ætlaðir mötuneytum GOÐA-rétti i um eitt ár, en þeir eru sérstaklega ætlaðir mötu- neytum og söluskálum og hafa átt siauknum vinsældum aö fagna. I Laugardalshöllinni gefst sýningargestum tækifæri til að bragða á nokkrum tegundum GOÐA-vara þar á meðal eru tegundir sem framandi nöfn eins og Servelatpylsa, Mort- della,Madagasgar salami, Bjór- skinka, Raftskinka, o.fl. Vöruskynningar á þessum vör- um verða daglega i sýningar- deildinni og munu tveir hús- mæðrakennarar annast þær. Sérstök áherzla verður lögö á að kynna gestum sýningarinnar hina miklu fjölbreytni sem GOÐA-pylsurnar bjóöa upp á og þá ótal möguleika sem þær gefa við tilbúning á fljótlöguöum mat. Uppskriftir að ýmsum réttum úr GOÐA-pylsum veröa gefnar gestum sem koma i sýningar- deildina. Þá er gestum ennfremur boöið að bragða á og láta i ljós álit sitt á fitusnauöum pylsum sem Kjöt- iönaðarstöð Sambandsins hefur veriö meö i tilraunaframleiðslu undanfarið. A þennan hátt fá gestir að taka þátt i og fylgjast með mótun þessarar vöru, þar sem tillit verður tekið til undir- tekta. A sýningunni i Laugardalshöll- inni verða til sölu blandaðir pakk- ar af ýmsum pylsuvörum frá Kjötiðnaðarstöð Sambandsins i sýningardeild hennar, og verður sérstakt kynningarverð á þeim. Allir gestir sem heimsækja sýningardeild Kjötiðnaðar- stöðvarinnar verða þátttakendur ihappdrættisem haldið er I tilefni sýningarinnar. Einn vinningur verður dreginn út daglega og er heildarverðmæti vinninga 100.000 krónur, en vinningar eru auðvitað úrvals GOÐA-vörur. Frá matvælakynningunni sem haldin var i Iðnaðarhúsinu I marz sl. Þarna má sjá Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, iitast um á sýningarsvæði Kjöt- iðnaðarstöðvar Sambandsins. Timamynd: Gunnar Kjötiðnaðarstöð Sambandsins við Kirkjusand. Tímamynd: G.E. Blandaður pylsupakki á kynningar verði í gærdag var unnið af fullum krafti við uppsetningu sýningardeildar Kjötiðnaðarstöðvarinnar i anddyri Laugardalshallarinnar. Timamynd: Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.