Tíminn - 22.09.1977, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 22. september 1977
Tíminn heimsækir Selfoss
Hér má með góðu
móti hafa
saltfiskverkun
— segir Stefán Jónsson verðandi framkvæmdastjóri
fiskverkunarstöðvarinnar
Stefán Jónsson, veröandi fram-
kvæmdastjóri Fiskverkunar-
stöðvar Glettings á Selfossi
Það hefur komið fram, að
Glettingurhf.i Þorlákshöfn hefur
keypt eignir Straumness hf. Við
framkvæmdastjórn i Fisk-
verkunarstöð Glettings hf. á Sel-
fossi, sem áður var Straumnes,
mun taka Stefán Jónsson. Blaða-
maður ræddi við hann:
Hráefnisskortur ekki
fyrirsjáanlegur
— Eru vandkvæöi á hráefnisöfl-
un?
— Nei, það virðist ekki vera.
Glettingur er með þrjá báta og
ekki fyrirsjáanleg nein vandræði
við hráefnisöflun.
— Hvernig hefur reksturinn
gengið frá þvi Glettingur yfirtók
reksturinn?
— Glettingur tók húsnæði
Straumness á leigu i aprfl og mai
á vertíöinni. Þá tók fyrirtækið á
móti 800 tonnum af fiski og gekk
ágætlega. Hár voru um 18 manns i
vinnu þessa tvo mánuði. Að feng-
inni þessari góðu reynslu var far-
iö Ut i að kaupa fyrirtækið.
Glettingur keypti þá.allar eignir
Straumness hf., hús og vélar.
Húsið er I400fermetrar. í þvi er
flatningsvel og hausunarvél svo
og þurrkklefi. Sá fiskur sem ekki
fer til Utflutnings er þurrkaður.
Hér er eingöngu unnin saltfiskur
og seldur gegnum solusamtök
fiskframleiðenda til Portúgal,
Spánar og annarra landa.
Vinnan hefur gengið pryðisvel
og ég sé ekkert þvf til fyrirstöðu
aö hér sé stunduð saltfiskverkun.
Það er vert að nefna, að fyrirtæk-
iö hefur góðu starfsfólki á að
skipa.
Á vertið þarf 20 manns i
vinnu
— Hráefnið fáum við frá Þor-
lákshöfn og höfum fengiö þriðj-
ung afla togarans Bjarna
Herjólfssonar eöa það sem nýtan-
legt er i salt. Á siöustu vertið
lögðu sjö bátar upp hjá Glettingi.
— Hversu margir geta unnið
héref miðað er við eðlileg afköst?
— A vertið ætti að vera næg at-
vinna fyrir um 20 manns i fastri
vinnu. Svo bætast við þeir sem sjá
um akstur hráefnis o.fl. Eins og
ég gat um áðan verður sá fiskur
þurrkaöur sem ekki fer til út-
flutnings. Frekari vinnsluhug-
myndir eru ekki uppi I bili, en
aldrei er aö vita hvað oröið getur.
Hér á með góðu móti að vera
unnt að verka allt aö 1200 tonn á
vertiö. Og fyrir þá sem ekki vita
hvenær vertiö er má þess geta, að
hún hefst um áramót og stendur
fram i maí.
Eftir þann tima er farið að
meta fiskinn og pakka. Afgangur-
inn er settur i þurrkun. Mestur
hluti togaraaflans hefur verið
hæfur til söltunar. Togarinn
Bjarni Herjólfsson hefur t.d. afl-
að ágætlega, en landað i Hafnar-
firði. Sá afli kemur þvi talsvert
langt að. Þaö er ljóst, að kostnað-
ur yrði miklum mun minni ef
landað væri i Þorlákshöfn. En af
ýmsum ástæðum hefur það ekki
verið unnt.
Afkoman I saltfisk-
verkun
Stefán sagðist telja, að afkoma
siöustu vertiða hefði verið mjög
erfið. Saltfiskurinn seldist á lágu
verði, mat værimun strangara og
afskipanir mjög seinar. Höfuð-
ástæða erfiöleikanna væri þö sú,
að fulltrúar rikisvaldsins, sjó-
manna og útvegsmanna hefðu
neitað verkendum um eðlilegar
greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði
sjávarútvegsins, saltfiskdeild, en
hjá þeim sjóði eiga saltfiskverk-
endur inni 2.300 milljónir frá þvi
um áramótin. Meginhluti vand-
ans væri þvi heimatilbúinn.
Fr a mtiða rhorf ur
Að lokuip sagði Stefán: Ef is-
lenzka efnahagskerfið getur aö-
lagað sig þvi óðaverðbólguheljar-
stökki, sem tekið var á þessu
sumri, þá tel ég að framtiðarhorf-
ur séu ekki dökkar. Viö eigum
fulltaf góðu og duglegu fólki, sem
vill vinna.
Þá ætti friðun fiskimiðanna að
fara að segja til sin i auknum
afla. Ekkert er hins vegar hægt
að gera af viti i fiskverkun, eins
og nU standa mál. En við skulum
vona, að Eyjólfur hressist.
Nýr framkvæmdastjóri
KFUM og
KFUK
KFUM og KFUK I Reykjavik
hafa ráöiö Guðna Gunnarsson
framkvæmdastjóra barna- og
unglingastarfs félaganna. Guðni
fæddist i Reykjavik 29. júli 1939 og
hefur veriö virkur þátttakandi i
starfi félaganna um árabil. A ár-
unum 1964-1967 stundaði hann
nám viö Moody Bible Institute i
Bandarikjunum, einkum meö til-
liti til kristilegs starfs meðal
barna og unglinga. Undanfarin ár
hefur hann veriö starfsmaður og
tilskammstlma skrifstofustjóri á
skrifstofu KFUM, KFUK og Sam-
bands isl. kristniboðsfélaga, auk
þess sem hann hefur stundað nám
1 guðfræöi við Háskóla íslands.
Eins og fyrr segir verður
starfsvettvangur Guðna einkum
barna- og unglingastarf KFUM
og KFUK. Vetrarstarfið er nú
sennaðhefjast, og verður starfað
i um 40 deildum i Reykjavik og
nágrenni. A annaö hundrað sjálf-
boðaliðar annast starfiö i hinum
ýmsu deildum. Guðni mun hafa
aösetur i aöalstöövum félaganna
aö Amtmannsstig 2B.
Eiginkona Guðna er Ester
Gunnarsson hjúkrunarkona, og
eiga þau þrjá syni.
Guðni Gunnarsson
Bifreidaslys skammt
frá Akranesi
SKJ-Reykjavik — A laugardag
varð harbur árekstur á mótum
gamla og nýja þjóðvegarins
skammt fyrir utan Akranes. Þar
Leiðrétting
t Timaspurningu s.l. þriðjudag
misritaðist þvi miður nafn einnar
stúlkunnar, sem við tókum tali.
Hún var númer fjögur og heitir
réttu nafni Helga BjÖrg Hall-
grimsdóttir.en ekki Björk eins og
sagt var.
rákust saman fólksbifreið af
geröinni Skoda Amigo árgerð 1977
og Scania vörubill. Tvær konur og
karlmaður voru i fólksbilnum og
siösuðust þau öil alvarlega. Þyrla
frá varnarliðinu flutti aðra kon-
una suður til Reykjavikur til að-
gcrðar. Enginn hinna slösuðu
mun i lifshættu.
A þessum vegamótum gilti ein-
faldur umferðarréttur, en nú hef-
ur veriö komið fyrir stanzmerkj-
um á nýja veginum, þar sem
hann sker eldri þjóðveginn.
Knéfiðlu-
tónleikar
Efnisskrá:
Giovanni B. Sammartini:
Sónata i G-dúr
Ludwig van Beethoven: Sónata
i g-moll op. 5, nr. 2
Vagn Holmboe: Einleikssónata
fyrir knéfiðlu óp. 101
Peter Heise: Sónata nr. 1 I a-
moll
Fimmtudaginn 15. september
héldu Asger Lund Christiansen,
danskur knéfiölari og tónlistar-
prófessor I Arósum og Þorkell
Sigurbjörnsson tónleika i Nor-
ræna húsinu. A efnisskránni
voru fjórar sónötur fyrir
knéfiðlu, eftir Giovanni
Sammartini (1698-1775),
Beethoven (1770-1827), Vagn
Holmboe (f. 1919) og Peter
Heise (1830-1879). Norræna hús-
ið heldur eitt uppi merki tónlist-
arhér I bæ um þessar mundir —
mér sýnast þetta vera fjórðu
tónleikarnir þar i haust án þess
að annars staöar hafi heyrzt
hljóð úr horni. En brátt mun
verða breyting á, og kunnugir
telja aö tónlistarlifið I borginni
veröi með listahátiðar-ákafa
a.m.k. fram að jólum.
A tónleikunum kom þaö gerla
fram, að Christiansen er afar
góður og vandaður sellisti.
Leikur hann og framkoma er
látlaus og án eldglæringa —
hannlikistaöútlitisamblandi af
þórhalli Vilmundarsyni og
Rossi hjartaknúsara — og sam-
leikur þeirra Þorkels aldeilis
ágætur. Nú er Þorkell vafalaust
fyrstogfremsttónskáld, ogæfir
sig þvi varla eins og atvinnu-
pianisti, enda fekk hann væga
fingraflækju 1 einum eða tveim-
ur skölum, en hins vegar fannst
mér hann spila þetta afar
tónlist
músfkalskt. Kannski tónskáid
séu góðir undirleikarar — þess
eru a.m.k. mörg dæmi, og ekki
kæmi mér það á óvart þótt
prófessor hvaö-hann-nú-hét,
sem lék undir með Annelisu
Rothenberger, hrí: eitthvað
fengizt viö tónsmiðar á laun
spilaði svo skemmtilega.
Þessir ágætu tónlistarmenn
hann spilaöi svo skemmtilega.
Norræna hússins með þvi að
opna inn I bókasafniö á bak við
samkomusalinn og stórbæta
þannig hljómburöinn. Því það
hefur viljaö brenna við aö
raddmiklar söngkonur og at-
orkusamir hljóðfæraleikarar
hafi dgnað hljóöhimnu fingerðra
tónlistarunnenda meö hljóð-
bylgjuhvirfilbyl I þessum
þrönga sal. Eða eins og lista-
skáldið gdða kvað um Þorkel -
þunna(i kvæði, sem liklega er
fyrsta tónlistargagnrýni á
islenzku — friður er flokkur vor
gagnrýnenda):
Fyrrum hann i söngmanna
sessi
sagt var gæti tekið á vessi,
hábeljandi glumdi við gleöi,
golufylltur naumast sér réði
Allir snéru augum frá jörðu
upp i rjáfrið grátandi störöu.
Skalf og sveigðist þakið út-
þanda
Þorkels fyrir losnuðum anda.
Með þvi að afnema þann
hljómbotn sem veggur þessi
var, stórbatnar hljómburður i
húsinu fyrir kammermúsik,
enda einkenndust þessir hljóm-
leikar af dæmalausri kurteisi.
Nýjasta (frá 1969) og forvitni-
legasta verkið á tónleikunum
var einleikssónata Holmboes,
sem Christiansen lék af mikilli
Iþrótt. Ég þekki að visu ekki
margar einleikssónötur, en sé
ekki betur en þessi sé sú næst-
bezta, á eftir einleikssvitum
Bachs. Og hafi Norræna húsið
bökk fyrir
20.0. Sigurður Steinþórsson.