Tíminn - 22.09.1977, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 22. september 1977
Islenzk fyrirtæki:
veiðihornið
Selá í Vopnafirði
Heildarveiðin í Selá i sumar
var 1485 laxar, en til saman-
burðar má geta þess að i fyrra
var hún 845, árið 1975 var hún
711 og árið þar áöur var veiðin
587. Ain var opnuð þann fyrsta
júli og veiði lauk þann
fimmtánda september. Stærsti
laxinn sem veiddist i sumar vó
21 pund og var þaö Gústaf Þor-
steinsson sem fékk hann á
Eyrarbreiðu.
— Þeir sem til þekkja vita, að
Selá erekkert sérlega auöveidd,
þannig aðþetta magn fæst ekki
nema fyrir mikla laxgöngu,
sagði Þorsteinn Þorgeirsson,
Ytra Nýpi, i samtali við Veiði-
horniö. — Ain var i upphafi dá-
litið vatnsmikil, þar sem mikill
snjór var í fjöllum og leysinga-
vatn entist fram á sumar. En
eftir mitt sumar hefur vatnið
veriö jafnt og ef til vill i lág-
marki, þvi ekkert hefur rignt i
sumar. Meðalþyngd mun
veraöllu meiri en i fyrra.
Það er veiðifél.agið Sírengur
Reykjavik sem hefur Selá á
leigu, en það eru bændur sem
sjá um að láta seiði i hana. Yfir-
leitt er sleppt i ána 3.500 til 4.000
gönguseiðúm á ári. Þorsteinn
sagði þau vera mjög góð en
seiðin eru 14 til 15 sentimetra
löng.
Hrútafjarðará og Síká
Síðastliðinn þriðjudag lauk
veiöi á silungasvæði Hrúta-
fjaröarárog Sikár, en veiöi lauk
á laxasvæðinu um mánaðamót-
in. Samtals komu upp úr ánum
262 laxar og 223 bleikjur.
Þyngsti laxinn sem veiddist i
sumar vó 19 pund. Þaö var Ottó
Arason sem fékk hann i Engja-
bakkahyl. 1 sumar voru ifyrsta
sinn látin seiði i svokallaða
sleppitjörn og alin þar i um
þrjár vikur áður en þeim var
sleppt. öll voru þau gönguseiði
og vandlega merkt, þannig að
veiðimenn geta búizt við aö fá
merktan lax á færið næsta sum-
ar.
— Ain var ákaflega vatnslitil
þar til siðustu dagana i ágúst,
sagði Gunnar Sæmundsson i
Hrútatungu i samtali viö Veiði-
hornið. — Nokkuð hefur borið á
smálaxi siðari hluta sumarsins,
þannig að meðalþyngdin verður
liklega ekki nema rétt um átta
pund. í sumar og i fyrra voru
sett i ána um 3000 gönguseiði og
6000 sumaraiin seiði. Helzta ný-
breytnin i þeim málum i sumar
var sú að seiðin voru sett i
sleppitjarnir áður en þeim var
sleppt út i ána.
Veiðin i sumar var heldur
skárri en i fyrra, en þá fengust
'228 laxar. Laxveiðin i þessum
ám var árið 1975 291 lax og þá
var meðalþyngdin 8,1 pund.
Laxafjöldinn virðist fara heldur
vaxandi, þvi árið áður veiddust
aðeins 194 laxar i þessum ám.
Gunnar sagði að veiðin i sumar
yrði að teljast alveg viðunandi
miðað við allar aðstæður, en
mikill lax sást i ánum, hins veg-
ar vildi hann ekki taka.
-á.þ.
tslenzkur vetrarfatnaöur er
vinsæll viðast hvar i Evrópu.
Sameiginlega sýningardeildin
i Bella Center.
Dómur í bæiarbingiHafnarfiarðar:
Rafveitan of bráðlát
við innheimtu gj alda
Líklegt, að óleyfilega há hitaveitugjöld hafi verið
innheimt mánuðum saman framan af þessu ári
JH-Reykjavik. — Það er grund-
vallaratriði, að lög og reglugerðir
og önnur ákvæði sem almenning-
ur skal lúta, eru ekki gild eða
bindandi nema birt hafi verið
með fullnægjandi hætti. A þetta
reyndi i baðmáli Björns á Löngu-
mýri, og byggöist dómur hæsta-
Leigan fyrir íbúðirnar
hefði þurft að vera
60 til 80 þús. á mánuði
áþ-Reykjavik. — A bæjar-
stjórnarfundi fyrir skömmu var
samþykkt að gera samanburð á
leiguibúðum og verkamannabú-
stöðum. Það eru tværnefndir sem
eiga að sjá um verkið, en þær eru
stjórn verkamannabústaða og
framkvæmdanefnd um byggingu
leiguibúða, sagði Magnús Reynir
Guðmundsson bæjarritari á tsa-
firði i samtali viö Timann. —
Niðurstaða liggur eflaust fyrir
innan skamms. En þess má geta
að við siöustu áramót hefði leigan
fyrir leiguibúðirnar þurft að vera
60 til 80 þúsund krónur á mánuði
til þess að mæta kostnaði vegna
lána og annars sem bæjarsjóður
hefur þurft að taka á sig vegna
þeirra.
A fjórðungsþingi Fjórðungs-
sambands Vestfiröinga sem
haldið var fyrir skömmu, kom
fram að lögin um verkamanna-
bústaðakerfið eru þannig úr garði
gerð, að til undantekninga má
telja ef sveitarfélög á Vest-
fjörðum treysta sér til að byggja
eftir þeim lögum. Timinn hafði
samband viö Magnús og innti
hann eftir reynslu tsfirðinga i
þessum málum. Magnús sagði að
lokið hefði verið við byggingu 20
ibúða eftir þessum lögum, fyrir
þremur árum, en siðan hefði ekki
veriö byrjað á neinni.
— Það má til sanns vegar færa,
aðþetta er mjög erfitt fyrirminni
sveitarfélög, sagði Magnús. —
Við byggðum hér tuttugu ibúðir i
fjölbýlishúsi og þurftum að leggja
til byggingarsjóðs verkamanna
um 1250 þúsund á hverja ibúð.
Þetta er óafturkræft framlag.
Fyrirminni sveitarfélög er erfitt
að leggja fram slikar upphæðir úr
takmörkuðum sjóðum.
Framhald á bls. 19.
réttar, er gekk honum I vil, á þvi,
aö hlutaðeigandi yfirvöld heföu
ekki gætt skyldu sinnar eins og
vera bar, áður en gripið var til
aðgeröa gegn Birni. Nú hefur fyr-
ir skömmu gengiö dómur i bæjar-
þingi Hafnarfjarðar, er byggist á
rökum af þessu tagi, og hefur þaö
í för með sér, að allmargar raf-
veitur verða að endurskoða,
hvaða gjöld þær hafa innheimt
hjá notendum, svo sem fremi
hann veröur staðfestur af hæsta-
rétti, ef honum veröur þá áfrýjaö,
og jafnframt kann hann að draga
dilk á eftir sér fyrir nokkrar hita-
veitur, þar á nteðal hitaveitu
Reykjavikur.
Málavextir eru þeir, að
iðnaðarmálaráðuneytið heimilaði
rafveitu Hafnarfjarðar, ásamt
sex rafveitum á Suöurnesjum og
rafveitunum i Borgarnesi, á
Akureyri, Húsavik, Sauðárkróki,
ísafirði og Patreksfirði, hækkun á
smásöluverði rafmagns með aug-
lýsingu i Stjórnartlðindum, dag-
settri 29. júni 1976, og var
hækkunin mismunandi, en allt að
11% að þvi er tók til rafveitu
Hafnarfjarðaf. Tók rafveita
Haf narfjaröar aö innheimta þetta
álag frá og með fyrsta degi júli-
mánaöar, enda tekið fram i aug-
lýsingu iðnaðarráðuneytisins, að
gildistimi breytingarinnar væri
frá þeim degi. Aftur á móti var
sérstök gjaldskrá með áorðnum
breytingum ekki birt i Stjórnar-
tiðindum fyrr en 26. júli.
Raf tækj a v erks m ið j an i
Hafnarfirði neitaði að greiða raf-
magnsgjöld samkvæmt þessari
gjaldskrá frá 1. júli til 26. júli, og
höfðaði rafveitan þá mál á hana,
og féll dómurinn, sem Már
Pétursson héraðsdómari kvaö
upp, á þann veg, að Raftækja-
verksmiðjan skuli sýkn af kröfu
rafveitunnar, sem jafnframt skal
greiða allan málskostnað. Þýðir
það, að heimild til hækkunar hafi
fyrst verið fengin 26. júli 1976.
1 áliti réttarins segir:
„Aðdragandi að auglýsingu nr.
247/1976 (29. júni) var sá, að
stefnandi sendi ráðherra frum-
varp að nýrri hækkaðri gjaldskrá
til staðfestingar. Ráðherra synj-
aði um staðfestingu, en birti i
þess stað auglýsingu um, aö til-
teknum þrettán rafveitum væri
heimilað að „hækka smásöluverð
raforku samkvæmt núgildandi
gjaldskrá” um tiltekna prósentu-
tölu, misháa eftir rafveitum, 11%
að þvi er stefnda snerti. Ekki leit
þóstefnandisvoá,að hér væri um
að ræða ákvörðun um 11% hækk-
un á öllum töxtum á fyrri gjald-
skrá, heldur hækkaði einstaka
Framhald á bls. 19.
Ú tlit fyrir góða
murtuveiði
SJ-Reykjavik. Bændur viö Þing-
vallavatn lögðu murtunet sin á
þriöjudag og voru i gær farnir að
vitja um. Að sögn Jóhannesar
Sveinbjörnssonar, Heiðarbæ I,
var ágæt veiði þennan fyrsta dag
og murtan yfirleitt feit.
Niðursuðuverksmiðjan Ora
hefur til þessa keypt alla murtu
úr Þingvallavatni og i fyrra
stöðvaðist veiðin vegna þess að
verksmiðjan tók ekki við meira
magni af murtu. Athuganir fara
nú fram á mörkuðum fyrir murtu
erlendis og i fyrra fór m.a. til -
raunasending frá Japan. Niöur-
staða er þó enn ekki fengin af
þessari markaðskönnun. Jó-
hannes Sveinbjörnsson varðist
allra frétta af þessum málum og
taldi of snemmt um þau að tala,
og er það sem hér er um þau ritað
ekki eftir honum haft.
Selja vel á fatnaðar sýn -
ingu í Kaupmannahöfn
Síldin á Höfn:
Rúmar
tunnur
Sv. A. Höfn,- Rúmlega 2000
tunnum af sild var landað hér á
þriðjudag. Rúmar 500 tunnur
fóru i frystingu, ný söltunarstöð,
Stemma, tók á móti 500 tunnum
og söltunarstöð kaupfélagsins tók
við rúmum 1000 tunnum.
Þrir aflahæstu bátarnir voru
Matthildur SH meö 270 tunnur,
2000
á dag
Steinunn SH með 266 tunnur og
Gullfaxi SH meö 231 tunnu.
1 gær fóru aflahæstu bátar ekki
yfir 170 tunnur. Aflamagnið yfir
daginn var þó enn um 2000
tunnur, enda 20 bátar að veiðum.
Hingað eru alltaf að koma fleiri
reknetabátar, og eru þeir komnir
upp I 36-38.
F.I. Rvik. — Sjö íslenzk fyrir-
tæki tóku þátt í sýningunni
Scandinavian Fashion VVeek i
Kaupmannahöfn dagana 15.-18.
september. islenzku fyrirtækin
sem tóku þátt voru Alafoss, Al-
is, Hilda, Les-Prjón, Prjóna-
stola Borgarness, Röskva og
Sambandið iðnaðardeild.
Öll þessi fyrirtæki hafa tekið
þátt i vörusýningum erlendis
áöur neina Röskva. Röskva er
tiltölulega nýtt útflutningsfyrir-
tæki, sem selur handprjón og
prjónafatnað prjónaðan á hand-
prjóænveíum á islenzkum heim-
ilum.
Fyrirtækin sýndu öll i sam-
eiginlegri tslandsdeild sem var
tæpir 300 fm, og var Útflutn-
ingsmiðstöðin einnig með sýn-
ingarbás, þar sem gefnar voru
upplýsingar um islenzka útflytj-
endur, iðngrcinina, svo og al-
mennar upplýsingar um tsland.
Ctlit og skreytingar sýningar-
svæðisins þóttu takast með
ágætum.
Að sögn fulltrúa þeirra fyrir-
tækja sem tóku þátt i sýning-
unni virðist sem sala á sýning-
unnkhafi verið meiri en búizt var
við.einkum þegar haft er i huga
að aðalsölutimi til verzlana
fyrir haust- og vetrarfatnað er á
vorin, og er þvi einungis um
sölu á fatnaði að ræða sem hægt
er að afgreiða strax eða til af-
hendingar á næsta ári.
I sambandi við þessa sýningu
hafa margar greinar birzt i er-
lendum blöðum um Islenzka
fatnaðinn og hefur náðst mjög
gott samstarf milli islenzku
sýnendanna og blaðadeildar
Bella Center i Kaupmannahöfn,
þar sem sýningin var haldin.
Greinilegt er að islenzka uil
ar- og skinnavaran er nú orðin
mjög vel þekkt vfðast hvar I
Evrópu, sem má að töluverðu
leyti rekja til þess kynningar-
starfs sem unnið hefur verið i
sambandi við vörusýningar er-
lendis á ullar- og skinnavörum.