Tíminn - 22.09.1977, Blaðsíða 1
ryr 11
VÖ
Sturtu-
grindur
Sturtu
dælur
Sturtu- —
drit
Iðnkynn-
ing í
Laugar-
dalshöll
opnar á
morgun
— sjá bls. 4
Kás-Reykjavik. A morgun, föstu-
dag, hefst viðamesti þáttur Iðn-
kynningar i Reykjavík, þar sem
er Iðnkynning i Laugardalshöll.
Kynningin hefst kl. 16 og lýkur á
sunnudaginn 2. október. Rétt er
að vekja athygli á þvf, að hér er
um að ræða 10 daga sýningu, en
það er mun styttri tfmi en tiðkast
um sambærilegar sýningar.
Um 50 aðilar taka þátt i sýning-
unni, en það er meiri þátttaka en
á nokkurri annarri sýningu hér á
landi. Þátttakendur einskorðast
við fyrirtæki úr Reykjavik, og er
það lika frábrugðið þvi sem áður
hefur tiðkazt. Er nokkuð athyglis-
vert að sjá hversu fjölbreyttur
iðnaður þrifsthér i höfuðborginni,
miðaö við fólksfjölda.
Við undirbúning Iðnkynningar i
Laugardalshöll hefur verið haft i
huga, að gefa sýningargestum
sem mesta innsýn f þann fjöl-
breytileika iðnaðar og þá þjón-
ustu sem veitt er hér i Reykjavik.
Þá geta sýningargestir keypt
margvislegar vörur á kynningar-
verði meðan á sýningunni stend-
ur, og þannig raunverulega feng-
ið andvirði aðgöngumiða endur-
greitt. En aðgangseyri er stillt
mjög i hóf, 400 kr. fyrir fullorðna
og 150 kr. fyrir börn.
Albert Guðmundsson, formað-
ur Iðnkynningarnefndar i
Reykjavik, sagði á blaðamanna-
fundi, sem haldinn var til kynn-
ingar Iðnkynningu i Laugardals-
höll i gær, að hann vonaðist til að
þessi sýning yrði Reykvíkingum
leiðarljós inn i framtiðina.
Verndari sýningarinnar verður
Gunnar Thoroddsen iðnaðarráð-
herra.
Lands-
liðið
tapaði
fyrir
írum
— sjá
íþróttasiöu
Lítið nýtt í
sáttatillög-
unni og ekki
almenn hrifning
Sjá ennfremur baksiðu
Alexei Kosygin forsætisráðherra Sovétrikjanna.
KEJ-Reykjavik. —■ Samninga-
nefnd BSRB tekur afstöðu til
sáttatillögunnar i dag og kvöld,
og niðurstöðurnar liggja vart fyr-
ir fyrr en á morgun (I dag), sagði
Haraldur Steinþórsson fram-
kvæmdastjóri BSRB þegar Tim-
inn hafði samband við hann i gær.
Umræddur fundur hjá samninga-
nefnd BSRB hófst um fjögurleytið
i gær, og reiknað var með að gert
yrði fundarhlé um kvöldmatar-
leytið, en síðan yrði fundarhöld-
um haldið áfram fram yfir mið-
nættiog þá tekin afstaða til sátta-
tillögunnar.
Sagði Haraldur að ekki væri
hægt að gera grein fyrir sáttatil-
lögunni i stuttu máli. Hækkun á
launastiganum sagði hann að
væri ekki boðin að ráði umfram
það sem rikið hafði áður boðið,
þ.e. engin hækkun neðst né efst,
en örlitil stighækkandi launa-
hækkun um miðjan launastigann
eða allt að 8% hækkun. Þá eru
boðnar visitöluhækkanir, hlut-
fallsreiknaðar og greiddar sam-
kvæmt samningi sem ASI hefur
gert. Gert er ráð fyrir viðbótar-
hækkunum á þessa leið: 1,5%
hækkun l.nóv. 1977, 3%hækkun 1.
des. 1977 og 3% hækkun 1. júni
1978, 1. sept. 1978 og 1. júli 1979.
Þá er i sáttatillögunni gert ráð
fyrir 30. þús. kr. kauphækkun i
desember hjá þeim rikisstarfs-
mönnum sem starfað hafa yfir 20
ár, og sagði Haraldur að þeir
væru um 20% félagsmanna. Hins
Geir býður Kosy-
gin til íslands
,,Á milli landa okkar eru engin
óleyst deilumál. Þvi er ekki þörf
á, meðan ég dvelst hér, að leysa
úr ágreiningi. Um leið og ég kem
til Sovétrikjanna til að þiggja vin-
samlegt heimboð sovézku rikis-
stjórnarinnar, vii ég staðfesta,
hve mikla áherzlu islenzka rikis-
stjórnin leggur á góða sambúð við
Sovétrikin eins og allar aðrar
500 milljónir
voru í húfi
SK-Vestmannaeyjum. — Sam-
komulag er nú komið á hér i Eyj-
um milli sildarsaltenda og sfldar-
verkunarfólks. Gekkst bæjar-
stjórinn, Páll Zóphóníasson fyrir
þvi, að báðir aðilar slökuðu nokk-
Timinn heimsækir
Selfoss
Sjá bls. 10 og 11
uð. Tókst samkomulag i fyrradag
um samningana sem í megin-
atriðum eru eins og samningar
þeir, sem gilda á Höfn i Horna-
firði.
Þvi er mjög fagnað að sildar-
söltyn getur hafizt og hringnóta-
bátar eru að byrja veiðar.
Ákaflega mikið fé var i húfi, þvi
að liklegt er, að verðmæti sfldar,
sem hér kemur að landi, geti
numið fimm hundruð milljónum
króna i allt. Af þvi er liklegt að
vinnulaun nemi sjötiu til hundrað
milljónum.
Þess vegna var mjög brýnt, að
deilan um kjör við sildarverkun-
ina leystist og sildarsöltun gæti
hafizt eins og á Höfn.
þjóðir. Fróðlegt verður að kynn-
ast, að þvíleyti sem skilyrði gef-
ast I aðeins fárra daga heimsókn,
hvernig sovézkt þjóðfélag hefur
þróazt og hvaða árangur hefur
náðzt á sextiu árum frá þvi
byltingin var gerð”.
Þannig komst Geir Hallgrims-
son forsætisráðherra að orði i
kvöldverðarboði Kosygins, for-
sætisráðherra Sovétrikjanna i
gærkvöldi. Hann sagði enn frem-
ur:
„Einmitt vegna þess, að þjóðir
okkar búa við mismunandi þjóð-
félagskerfi, eru gagnkvæmar
heimsóknir forystumanna rikj-
anna gagnlegar, en þó ekki sizt
kynnimillieinstaklinga,er takast
mega með ferðafrelsi og upplýs-
ingafrelsi, eins og gert er ráð fyr-
ir i Helsinki-sáttmálanum. Kynni
milli einstaklinga af óliku þjóð-
erni eru að minu mati bezt til þess
fallin aö draga úr tortryggni og
stuðla að friði og vináttu. Með
þeim hætti viljum við, að sam-
skipti Sovétrikjanna og Islands
þróist um langa framtið.
Þvi til staðfestingar leyfi ég
mér að bjóða yöur, herra for-
sætisráðherra, að koma i opin-
bera heimsókn til Islands við
fyrsta hentugt tækifæri.”
vegar er ekki i sáttatillögunni
gert ráð fyrir launaflokks-
hækkunum eftir ákveðinn ára-
fjölda eins og i samningum
bæjarfélaga og starfsmannafé-
laga i Reykjanesumdæmi. Við-
bótarorlof, sem nemur fjórum
laugardögum, er ekki heldur i
sáttatillögunni, en um það hefur
einnig verið samið i Reykjanes-
kjördæmi. Þá sagði Haraldur að
breytingar i orlofsmálum væru
óverulegar og ekki aðrar en að
starfsaldur til orlofshækkunar er
núbundinn við 18ár i stað 20 áður.
Eins er kröfum okkar um fæði og
mötuneyti mætt að óverulegu
leyti, sagði hann, og sú krafa
bandalagsins, sem mjög hefur
verið sett á oddinn, þ.e. endur-
skoðunarréttur og verkfallsheim-
ildef visitöluákvæðum eðaöðrum
grundvelli samningsins veröur
rift á samningstimanum, hefur
ekki verið tekin upp i sáttatillög-
una.
Ekki vildi Haraldur Steinþórs-
son tjá sig nánar um sáttatillög-
una á þessu stigi og kvaðst vona
að menn væru ekki að dæma hana
blindandi, þ.e. án þess að hafa
tækifæri til aö kynna sér til-
lögurnar i heild áöur. Þá sagði
hann, að yrði tillagan samþykkt,
giltihún i 2 ár, en að öðrum kosti
kæmi til verkfalla 11. okt. ef ekki
næðist þá samkomulag við rikið
beint áður.
Timinn hafðii gærsamband við
nokkra ríkisstarfsmenn og var
hljóðið i þeim yfirleitt á einn veg,
sáttatillagan gengi ekki nógu
langt og óliklegt að hún yrði nokk-
urn tima samþykkt i atkvæða-
greiðslu. Eins ogáöur hefurverið
frá greint, fer atkvæðagreiðslan
fram 2. og 3. okt., og þarf
helmingur atkvæðisbærra rikis-
starfsmanna að greiða atkvæöi,
annars telst tillagan samþykkt.
Þess má aö lokum geta, að
samninganefnd rikisins var einn-
ig á fundi f gær til að taka afstöðu
til sáttatillögunnar, en ekki náði
Timinn tali af Höskuldi Jónssyni
formanni samninganefndarinnar.
Niðurstöður af fundum nefndar-
innar i gærdag munu hafa verið
þær aö útgjaldaauki fyrir rikis-
sjóð vegna samningatillögunnar
verði 32 til 33%.
Sjá bls. 15
GISTING
MORGUNVERÐUR
IRAUÐARÁRSTÍG 18
Itótel
SIMI 2 88 66
208 tölublað — Fimmtudagur 22. september 1977 —61. árgangur