Tíminn - 18.10.1977, Qupperneq 1

Tíminn - 18.10.1977, Qupperneq 1
/■ V Fyrir vörubila Sturtu- grindur Sturtu dælur Sturtu- drit Fjármálaráðherra: „Vona að þessari lotu ljúki með samkomulagi ’ ’ rædd á þingi KEJ—Reykjavlk. — í gær uröu miklar umræ&ur á Alþingi utan dagskrár um verkfall opinberra starfsmanna. Kom þar m.a. fram i ræ&u Geirs Hallgrims- sonar forsætisrá&herra, aö rik- isstjórnin hefur ekki lagaheim- ild til aö semja viö BSHB um verkfallsrétt samfara endur- skoöunarrétti á tveggja ára gildistima samninganna sem nú er aftur hafist handa viö. Þá sagöi Geir aö rikisstjórnin væri tilbúin til samningaviöræöna, einkum á grundvelli nýgerðra samninga viö borgarstarfs- menn. Sjá nánar bls. 8. Þráðurinn tekinn upp að nýju milli ríkis- valdsins og BSRB áþ-Rvik. Klukkan átján f gær hófst fundur meö stjórn BSRB og sáttanefnd ríkisins. Fyrr um daginn haföi stjórnin veriö boöuö á fund hjá ríkisstjórninni f ráö- herrabústaðnum. Þar var rætt um bréf það, sem BSRB fékk frá Kjaradeilunefnd, en nefndin hefur ásakað BSRB um lagabrot. Talsmenn rfkisstjórnarinnar sögöu BSRB eiga aö fylgja úr- skurðum Kjaradeilunefndarinnar en svör BSRB voru þau, aö öllum deilumálum ætti aö skjóta til dómstóla, aörir aðilar væru ekki þess umkomnir að eiga lokaoröiö. Þá var stjórn BSRB einnig boöuö á fund sáttanefndarinnar og þeirra embættismanna, sem hafa unniö aö samningunum. Til- gangur þess fundar var a& ræöa um fyrirkomulag á framhalds- viðræðum, sem hófust eins og fyrr sagöi klukkan átján. — Ég veit ekki, hvort viö getum átt von á þvi, að lagt verði fram tilboð, sagði Kristján Thorlacius. — En ég vona að það fari að hefj- ast viðræður. Ég teldi það eðli- legt, að sáttanefndin beitti sér fyrir þvi, að viðræður verði tekn- ar upp á nýjan leik. Ef hún gerir það ekki verður þessi fundur til- gangslaus. Varðandi deilur Kjaradeilu- nefndar og stjórnar BSRB, sagði Kristján, að undirbúningur að störfum Kjaradeilunefndar hefði verið með eindæmum lélegur. Búið átti að vera að skipa i nefnd- ina um siðustu áramót en þvi hafi ekki verið lokið fyrr en á vordög- um. Þá hafi nefndin haldið einn fund i júni og siðan ekki fyrr en i september. Hins vegar væri hverjum og einum ljóst, sagði Kristján að ef rétt hefði verið haldið á málunum hefði nefndin átt að taka til fullra starfa á þeim tima sem tiltekin er i lögum. Enn þurfti fólk að bföa. Þetta eru nokkrir þeirra fslendinga, sem urðu strandaglópar á erlendri grund, og þarna eru þeir að blöa eftir, að farangurinn þeirra komi I leitirnar í flugstöðvarbyggingunni á Kefla- víkurflugvelli i gær, en þá komu tvær Flugleiöavélar meö farþega til landsins. Tímamynd Gunnar Strandaglópar komnir heim SSt-Rvk. Nokkur hluti þeirra ts- lendinga, em verið hafa stranda- glópar erlendis vegiia verkfalls- ins, komu til landsins f gær meö vélunum tveim, sem fóru utan á sunnudaginn meö útlendinga. Fyrri vélin kom frá Kaupmanna- höfn meö X26 farþega innanborös um fimmleytið f gær, hin kom skömmu seinna, einnig meö 126 farþega.Fólk þaö, sem kom i gær haföi ekki orðiö sérstaklega illa úti vegna verkf allsins, haföi ýmist innhlaup hjá kunningjum eöa þurfti einungis aö bföa einn til tvo daga og lentu því fæstir i þeirrileiðu aðstöðu að verða pen- ingalauslr á erlendri grund. Þaö sem kom þessu fólki mest á óvart var, aö' þegar þaö var kannski mætt út á flugvöll og haföi ekki hugmynd um ástandið hér heima, var tilkynnt aö þvi miöur yröi ekkert flogiö heim vegna verk- falls. Þeir voru ófáir, sem höföu slika sögu aö segja. Það var handagangur 1 öskj- unni i gær, þegar farþegar með Kaupmannahafnarvélinni voru að sækja hafurtask sitt, og allir voru fegnir að vera komnir heim. Við tókum tali nokkra farþega og inntum þá eftir högum þeirra ytra meðan á biöinni stóö. Fyrstan að máli hittum við Ein- ar SB Bjarnason. Hann hafði ver- ið hálfan mánuð úti og farið viða m.a. til Stokkhólms og Óðinsvéa, en verið í Kaupmannahöfn þann tima, sem hann þurfti að biða eft- ir fari heim eða frá þvf á föstu- dag. Sagðist hann hafa átt inn- hlaup hjá kunningjum þar og sér liðið í alla staði vel og ekki þurft að liða peningaskort. Næstan hittum við Friðrik Ólafsson, stórmeistara. Hann var að koma frá Hollandi og kom til Kaupmannahafnar á laugardag- mn og beið þvi i tvo daga þar. 'Hannlét velaf slrium högum.Eft- ir Interpólismótið i Hollandi dvaldist hann þar um hrið og tefldi nokkur fjöltefli, og kom til Kaupmannahafnar á laugardag, eins og áður segir, og sagði Frið- rik, að tveggja daga bið i Kaup- mannahöfn væri ekkert til að gera veður út af, það væri ágætt að vera i Kaupmannahöfn. Þarnæst hittum við roskin hjón að máli, þau Gisla Gestsson og Guðrúnu Sigurðardóttur, og voru þau búin að vera tvo mánuði ytra og höfðu farið viða. Ekki höfðu þau yfir neinu að kvarta, að visu væri alltaf leiðinlegt að biða svona, en þau höfðu átt pantað flugfar heim á fimmtudaginn, og þvi orðið að biða í fjóra daga. Þá varð á vegi okkar Erna Ágústsdóttir. Hún var búin að vera mánuð úti og hafði átt pant- að far á sunnudaginn, svo að það ervarla hægt að tala um neinar tafir hjá mér, sagði hún. Að siðustu töluðum við við hjón- in Halldóru og Leif Sveinsson. Voru þau búin að vera um nokk- urt skeið úti i Danmörku og höfðu þau siðan ætlað til Noregs. Þau fréttu af verkfallinu og sáu þann kost vænstan að verða sér út um far heim hið bráðasta til að losna við husanlega bið og voru ákaf- lega fegin,að hafa komizt heim án þss að lenda i klandri og verða strandaglópar úti. Þrátt fyrir, að þessar tvær vél- ar hafi komið heim fullskipaðar fólki, munu margir íslendingar biða enn eftir fari heim, þó ekki hafi fengizt nákvæmar tölur um fjölda þeirra. áþ-Rvik. —Viö erum aö hefja viö- ræður aftur, og ég á von á þvi, aö þráðurinn veröi tekinn upp aftur, þar sem hann féll ni&ur á mánu- daginn, sagöi Matthias A Mathie sen, fjármálaráöherra, f samtali viö Timann. — Og ég vona aö þessari lotu ljúki meö samkomu- lagi. Matthias sagðist gera ráð fyrir þvi, að viðræðumar við BSRB, myndu grundvallast á þeim atrið- um, sem ekki voru útrædd i lið- inni viku. En hvort samningar starfsmanna Reykjavikurborgar yrðu hafðir til hliðsjónar við samningsgerðina vildi hann ekki tjá sig um. Þess má geta, að ráðamenn f BSRB hafa lýst þvi yfir, að þeir samningar séu langt frá þvi að vera nógu góðir, og t.d. Akranessamningurinn sé mun betri. Mikill viðbúnaður vegna væntanlegs goss á Kröflusvæðinu Leiðbeiningar komnar í hvert hús á svæðinu áþ-Rvik. Mikill viðbúnaður er hjá Almannavörnum I Mývatnssveit, en landiö noröur i Kröf luöskjunni hefurrisið heldurhærra, en þegar gaus ibyrjun september. Skjálft- um fer heldur fækkandi og t.d. á sunnudag voru þeir samtals 54 yf- ir sólarhringinn. Skömmu áöur voru þeir tæplega 80. Áöur en gaus i september fór skjálftum einnig fækkandi. — Breytingar á Bjarnarflags- svæðinu hafa verið að eiga sér stað, alltfram undir daginn idag, sagði Jón Illugason oddviti i Skútustaðahreppi. — Og siðustu tvær vikurnar hafa verið að myndast þar gufu- og leirhverir. Ég held, að allir jarðfræðingar séu sammála um, að umbrotum sé ekki lokið, og þvi munum við búa okkur undir þau eins vel og nokkur kostur er á. Þessa dagana er verið að ljúka við garð þann, sem á að vernda byggðina frá hugsanlegu hraun- rennsli, en eftirað ganga frá einu raasi, þar sem dælurör kisiliðj- unnar liggja. Þá er einnig verið að gera garð fyrir kisiliðjuna, og unnið er af fullum krafti f vega- gerö. Byrjað var hjá Reykjahlið og sagði Jón að vegagerðarmenn- irnir væru komnir að Vogum. Bú- ið er að endurskipuleggja við- vörunarkerfi simans, þar sem mannaskipti hafa orðið hjá al- mannavarnanefnd. Einnig var simi settur i hús og búið er að tengja handvirkan sima i öll þau hús, sem ekki hafa sjálfvirkan sima. Alls munu sjö ibúðarhús hafa fengið þannig sima. Stjórn- stöð Almannavarna er flutt i björgunarstöð Slysavarna - félagsins og þar voru tengdir þrir handvirkir simar, og um leið var fjölsimasamböndum útaf svæð- inu fjölgað. — Búið er að prenta nýjar leiö- beiningarfyrir fólk, tilað hafa viö útgöngudyr i ibúðarhúsum, og veröur þeim dreift nú næstu daga, sagði Jón. — Þessar leiöbeiningar eru aðallega um hvernig hægt er að undirbúa fyrirvaralausa brott- för. Einnig er búið aö prenta spjöld til að hengja upp i Kisiliðj- unniog eins hafa starfsmennirnir fengið fjölritaðar leiðbeiningar. Sams konar leiðbeiningar hafa verið settar upp I Léttsteypunni. Almannavarnaráö kom til Mý- vatnssveitar s.l. laugardag og könnuðu meðlimir ráðsins m.a. Bjarnarflagssvæðið. Þá var sam- eiginlegur fundur ráðsins og al- mannavarnanefndarinnar i Mý- vatnssveit. Að lokum má geta þess að búið er að tengja Voga- hverfið viðvörunarkerfi Al- mannavarna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.