Tíminn - 18.10.1977, Síða 5
Þriðjudagur 18. október 1977
5
á víðavangi
Hættumerki
A þvi ieikur ekki vafi að for-
ystumenn BSRB hafa tekiö á
samtök sin og umbjóðendur ó
skaplega áhættu með þeim að-
ferðum, sem þeir beita I verk-
falli opinberra starfsmanna.
Það hefur greinilega orðið of-
an á i forystunni áð beita öliu
þvi afli sem fyrir hendi er og
skirrast ekki við að brjóta
reglur laga um framkvæmd
vinnustöðvunar opinberra
starfsmanna ef á þær reynir i
verkfallinu. Akafamennimir
hafa með öðrum orðum orðið
ofan á I ákvörðun innan BSRB.
Þessi framvinda er Iskyggi-
leg, en hún er fyrst og fremst
hættuleg fyrir opinbera starfs-
menn sjálfa og samtök þeirra.
Menn höfðu vænzt þess, að nú
yrði sýnt hvernig hin nýju lög,
sem færðu BSRB verkfalls-
re'tt, reyndust i verki. (Jtkom-
an virðist ætla að verða sú, að
takmörkuð reynsla fáist á iög-
in sjálf, en menn standi
frammi fyrir valdbeitingu,
sem ekki á stoð i lögum sem
gildandi eru og þeim reglum
sem aðiljarnir höfðu áður
komið sér saman um.
Að þessu er vikið I forystu-
grein Morgunblaðsins nú á
sunnudaginn. Þar segir:
„1 lögum þeim um kjara-
samning Bandalags starfs-
manna rikis og bæja, sem
veittu opinberum starfsmönn-
um verkfallsrétt, segir svo I
26. grein: „Þótt löglegt verk-
fall sé hafið er starfsmönnum,
sem í verkfalli eru, skylt aö
starfa svo að haldið verði uppi
nauösynlegri öryggisvörzlu og
heilsugæzlu. Kjaradeilunefnd
ákveöurhvaöa einstakir menn
skuli vinna I verkfalli og hún
skiptir vinnuskyldu á milli
manna. Um laun og kjör þess-
ara manna meðan á verkfalli
stendur skal fara eftir þeim
kjarasamningi sem gerður
verður að loknu verkfalli.”
Þau vandamál, sem upp hafa
komið við framkvæmd fyrsta
verkfalls opinberra starfs-
manna, og eru mjög alvarleg,
eru fyrst og fremst sprottin af
þvi að Bandalag starfsmanna
rikis og bæja, sem undirritaði
samning við stjórnvöld fyrir
rúmum tveimur árum um
þetta skilyrðislausa úrskurð-
arvald kjaradeilunefndar,
hefur þvi miður sýnt úrskurð-
um kjaradeilunefndar virð-
ingarleysi, og með þvi reynt
að brjóta þessi ákvæöi niður.”
Til hvers
verður
réttarbótin?
í þessu er einmitt hættan
fyrir opinbera starfsmenn
fólgin. Ef til vill halda ein-
hverjir þeirra aö þau réttindi,
sem þeir fengu með hinum
nýju lögum, hafi verið smá-
atriði. Svo var ekki, heldur
var þar um að ræða mjög
verulega réttarbót. Nu reynir
á það með hverjum hætti farið
er með þessa réttarbót.
t öðru lagi verður enn að
klifa á þeirri viðkvæmu stöðu,
sem opinberir starfsmenn
hljóta alltaf að vera I and-
spænis afstöðu og viðhorfi
allra hinna, sem ekki starfa i
opinberri þjónustu og lita til
opinberra starfsmanna þeim
augum, að þar sé um að ræða
fólk sem býr við tryggari at-
vinnuskilyröi og að mörgu
leyti betri og hægari vinnuað-
stöðu en aðrir. Nú heyrist
hvaðanæva að, að sá skilning-
ur sem rikti með eðlilegum
kröfum BSRB sé að réna
vegna harðfylgis forystunnar I
verkfallinu.
Og þá er enn eftir að spyrja,
hvort raunverulega sé verið
að berjast fyrir kjarabótum.
Eða er hér I fullum gangi enn
einn hanaslagurinn til að sýna
vald sitt og fullan ásetning til
að beita þvi án tillits til nokk-
urs aðhaíds eða varúðar?
Að elta
sjálfa sig
Vlsir vlkur að kjaramálun-
um I forystugrein s.l. laugar-
dag og segir:
,,Um raunverulegar lifs-
kjarabætur hefur ekki veriö að
ræða. Kjaradeila opinberra
starfsmanna er þannig aðeins
óhjákvæmilegur þáttur I verð-
bólgukapphlaupinu. Með sól-
stööusamningunum var enn
hert á gangi verðbólguhjólsins
og það eru bara kjánar sem
ekki hlaupa með þeir verða
undir I ringulreiðarþjóðfélag-
inu.”
Svo segir Visir, og er reynd-
ar ekki að öllu leyti skynsam-
lega að orði kveðið. Hitt er þó
vfst að launasamningar, sem
ekki taka tillit til verðmæt-
anna sem til skipta koma i
þjóðfélaginu, munu aldrei
leiða til raunverulegra llfs-
kjarabóta. 1 skammsýni geta
menn þá leiðzt til þess að fall-
ast á lögmál vitahringsins og
haldið áfram að elta sjálfa sig
hringinn.
Að Iokum segir Vfsir I laug-
ardagsforystugrein sinni:
„Hjá þvlverður ekki komizt
að kjarasamningarnir við op-
inbera starfsmenn leiðitil all-
verulegra skattahækkana eða
niðurskurðar á framkvæmd-
um og þjónustu rikis og
sveitafélaga. Ef aðhaldsleiðin
verður farin hlýtur það að
leiöa til uppsagna opinberra
starfsmanna og minni atvinnu
við framkvæmdir. Og ef að
likum lætur munu forystu-
menn BSRB og ASt mótmæla
kröftuglega þeim skattahækk-
unum sem fylgja I kjölfar
væntanlegra samninga.Kjarni
málsins er sá að allt útlit er
fyrir að menn haldi áfram að
hlaupa i kapp við verðbólg-
una. Um þessar mundir er
engin viðleitni höfð i frammi I
þá veru að snúa við blaðinu i
þeim efnum. Meðan fram
heldur sem horfir leiða krónu-
töluhækkanir kaups ekki til
bættra kjara.”
„Merkilegt
atriði”
Fróðlegt verður, þegar að
þvi kemur, að fylgjast með
viðbrögðum forystumanna
BSRB við samdrætti I umsvif
um hins opinbera eða aukinni
skattheimtu. Ef til vill er
nokkur visir að þeim við-
brögðum núþegar sprottinn. i
Huga, fréttabréfi BSRB er nú
nýiega fjallað um góða kjara-
samninga sem gerðir hafa
verið á Akranesi. i sambandi
við þá samninga segir þetta
málgagn BSRB að það sé
„merkilegt atriði” og vert
þess aö vakin sé athygli á þvi
sérstaklega”, að meirihluti
bæjarstjórnar á Akranesi er
skipaður Sjálfstæðismönnum,
Alþýðuflokksmönnum og AI-
þýðubandalagsmönnum.”
Það skyldi þó ekki vera að
„nýsköpunardraumurinn”
vaki einnig fyrir einhverjum
forystumanna BSRB? Núver-
andi fjármálaráðherra mun
væntanlega kynna sér það mál
af gamansemi sinni.
JS
meXÍlKALKSTEINN
Utan húss sem innan —
Ákjósanleg veggja-
dekkning — Kemur í
stað pússn
málningar
BYGGIR HV
Grensdsvegi 12 — Sími 1-72-20
Kenns/a
er hafin á ný
Dráttarvél til sölu
Höfum verið beðnir að selja Zetor
dráttarvél, 60 hestafla, árgerð 1973.
Notkun 3000 vinnustundir.
VEIáECCG
SUNDABORG
Klettagörðum 1 • Simar 8-66-55 & 8-66-80
Vinnutja/d
sem stendur við Karlabraut í Garðabæ
ef viðunandi tilboð fæst. Stærð um 350 fermetrar. Mjög hentugt fyrir
verktaka eða aðra, sem þurfa að flytja aðstöðu milli staða. Mjög
fljótlegt i uppsetningu. Burðarvirki eru úr limtré, klæðning er tvö-
faldur nælondúkur.
Upplýsingar i sima 5-21-44, kvöldsimi milli 8 og 9 4-29-17.
Þessi bygging er ti! sö/u
ALLIR VEGIR
FÆRIR Á
YOKOHAMA
HJÓLBÖRÐUM
HJOLBARÐAR
BORGARTUNi 29
SÍMAR 16740 OG 38900
Véladeild
Sambandsins