Tíminn - 18.10.1977, Page 8

Tíminn - 18.10.1977, Page 8
íil 11A j- II11AIL f 8 Þriðjudagur 18. október 1977 [slsítalalBlsiIsIsIslBlalsIsfsIsIsIsIalÉKalEÍIsIsIaSiIsSiIslalsIs Það réttlóaði við stein i gær. Það kom sér lika vel. A ytri höfninni lágu niu flutningaskip, og smábátar á ferð á milli skipa og lands. —Timamynd: Róbert. ÓDÝR GÓLFDÚKUR Verð pr. ferm: 1400, 1507 og 1670 kr. polyviíes Fer að minna á skútuöldina Á skútuöldinni lá oft margt skipa innan við Engey, enda var þá engin höfn I Reykjavlk og engar bryggjur, sem gagn var að. Siglu- trén voru eins og skógur, þegar skúturnar voru fiestar, svo sem menn kannast við af gömlum myndum. Verkfallið- veldur því, að nú hafa skip orðið að varpa akkerum á ytri höfninni, þar sem þeim er ekki leyft að leggjast að bryggju, og dag frá degi hefur þeim skip- um f jölgað, er þar hafa verið látin biða þessa, hverju fram yndi. Komið hefur fram, að sjómenn á þessum skipum eru mjög óánægðirmeð þessa skipan mála, þar sem þeir verða að fara á milli skips og lands á skipsbátunum, ef þeir vilja ekki biða á skipsfjöl all- an ti'mann. Ekki er heldur talið með öllu hættulaust, að svo mörg stór skip liggi úti á ytri höfninni, ef stórviðri gerði, eins og mörg dæmi eru um á þessum tima árs. Hingað til hefur þó viljað svo vel til, að sannkölluð veðurbliða hef- ur verið alla dagana siðan fariö var að leggja skipum á ytri höfninni. Miklar birgöir hjá mjólkur- samlögunum Þriðjudaginn 11. október s.l. komu saman til fundar á Hótel Sögu forráðamenn allra mjólkur- samlaga i landinu ásamt fulltrú- um úr framleiðsluráði og stjórn Osta- og Smjörsölunnar. Tilefni fundarins var að koma á fram- leiðsluáætlun fyrir mjólkurbúin og jafnframt athuga leiðir til auk- innar sölu innanlands. Gunnar Guðbjartsson, formað- ur framleiðsluráðs, var kjörinn fundarstjóri. óskar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Osta- og Smjörsölunnar, flutti erindi um sölustarfsemina, þá ræddi Pétur Sigurðsson, fulltrúi hjá fram- leiðsluráði, um ástand og horfur i framleiðslumálum. Sævar Magnússon hjá Osta- og Smjör- sölunni gerði grein fyrir fram- leiðslu á Óðalsosti. Þá voru tvö erindi flutt af Pétri Sigurðssyni, annað um fram- leiðslu á osti með undanrennu- mjöli og hitt um vaxtagreiðslur á eftirstöðvar mjólkurverös. Sveinn Tryggvason skyröi frá störfum markaðsnefndar land- búnaðarins og Ólafur Sverrisson ræddi um afuröalán út á mjólkur- afurðir. Ýmsar athyglisveröar upplýsingar komu fram i erind- um frummælanda og einnig fram i frjálsum umræðum um erindin. ÓskarH.Gunnarssonskýröi frá þvi m.a., að birgðir af smjöri 1. okt. hefðu verið 1070 lestir, sem var um 645 lestum meira en á sama tíma i fyrra. Af ostum voru tililandinuá sama tima 1320 lest- ir, en það var um 414 lestum meira en 1. október 1976. Birgðir af undanrennudufti voru 725 lestir og 230 lstir af kálfafóðri. Birgöir voru nú meiri en þær hafa verið mörg undanfarin ár, þrátt fyrir að sala hefur gengið vel á flestum afurðum að undanteknu smjöri. fyrstu 8 mánuði ársins seldust 946 lestir af smjöri. Af osti seldust 967 lestir en það er tæplega 13% aukning frá fyrra ári. Niður- greiðsla á smjörveröinu er með minnsta móti, sem hún hefur ver- ið undanfarin ár. Oftast hefur hún numið um 45-50% af smásölu- verðinu, og alltupp i 70%, en nú er hún 31%. Osta- og Sm jörsalan hefur beint þeirri áskorun til framleiðsluráös, að það finni leiðir til að lækka verðásmjöri.ánþessað það bitni á framleiðendum. Þar má t.d. benda á að lækka verð á sm jörfitu en hækka verðið aftur á móti á próteini. Áætlað er að flytja út 1000 lestir af ostum i ár, þegar hafa verið fluttar út 600 lestir þar af 130 lest- iraf Óðalsosti. Frjáls innflutning- ur er á Óöalsosti til Bandarikj- anna, en innflutningur á öðrum ostum er háður leyfum. Nokkurt magn hefur verið flutt út til Svi- þjóðar hér áöur fyrr, en ekkert siðastliðin tvö ár. Nú vilja Sviar kaupa af okkur 200 lestir, en þar er nú um 200 kr. isl. innflutnings- gjald af herju kg, þannig að þangað er útflutningur mjög óhagstæður. Að siðustu ræddi Óskar um útflutningsbætur, en fyrster getiö um greiðslu útflutn- ingsbóta hér á landi um aldamót- in siðustu. Þá voru þær greiddar meö smjöri samkvæmt lögum sem Danakonungur staðfesti. Osta- og Smjörsalan á inni hjá rikissjóði útflutningsbætur að upphæð 118 millj. kr. fyrir vörur sem fluttar voruúti april og siðar og ekki virðist liggja fyrir aö þessi upphæö fáist greidd á næst- unni. 1 erindi Péturs Sigurðssonar kom fram að gert er ráð fyrir að mjólkursamlögin muni taka á móti 115,5 millj. ltr. á nýbyrjuðu verðlagsári. A siðasta verðlags- ári (1. sept. —31. ágúst) var inn- vegin mjólk 112,5 millj. ltr. Gert er ráð fyrir, að seldir veröi 46 Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.