Tíminn - 18.10.1977, Page 11
Þriðjudagur 18. október 1977
n
finmm
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón SigurOsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1.500 á
mánuði.
Blaðaprent h.f.
Minnisleysi Lúðvíks
Lúðvik Jósepsson birtir grein i Þjóðviljanum á
sunnudaginn, þar sem fjallað er um launamál og
kjaramál. Lúðvik Jósepsson telur sig benda þar á
einfalt ráð, sem leysi allan vanda. Þetta einfalda
ráð er að kjósa Alþýðubandalagið. Þá leysist kjara-
málin af sjálfu sér. Þá skipti engu máli hvernig við-
skiptakjörin eru eða hvort vel fiskast eða illa. Það
skiptir engu máli, ef Lúðvik Jósepsson og Magnús-
Kjartansson eru i stjórn. Þá geta kjósendur verið
áhyggjulausir.
í samræmi við þetta, á Lúðvik ekki heldur erfitt
með að skýra þá kjaraskerðingu, sem varð hér á ár-
unum 1975 og 1976. „Ástæðan er sú,” segir Lúðvik,
,,að núverandi rikisstjórn ákvað strax eftir að hún
var mynduð i ágústmánuði 1974, að lækka skyldi
kaupmátt launa frá þvi sem um hafði verið samið.”
M.ö.o. kjaraskerðingin stafaði einfaldlega af þvi,
að Alþýðubandalagið var ekki i stjórn.
Bersýnilegt er af þessu, að annað hvort er Lúðvik
gleyminn eða hann reiknar með þvi, að lesendur
Þjóðviljans séu gleymnir. Tillagan um að lækka
kaupmátt launa frá þvi, sem um var samið i febrú-
ar 1974, var komin fram alllöngu áður en núverandi
stjórn var mynduð. Hún kom fram i frumvarpi sem
vinstri stjórnin lagði fram á Alþingi vorið 1974 eftir
að ljóst var orðið, að kjarasamningurinn, sem var
gerður i febrúar það ár, myndi hvort tveggja i senn
leiða til óðaverðbólgu og atvinnuleysis. í þessu
frumvarpi, sem var flutt með fullum stuðningi Lúð-
viks Jósepssonar og Magnúsar Kjartanssonar fólst
bæði lækkun á grunnlaunum, sem fóru yfir visst
mark, og visitölubinding. 1 viðræðum um endur-
reisn vinstri stjórnarinnar, sem fóru fram i ágúst-
mánuði 1974, stóð ekki á fulltrúum Alþýðubanda-
lagsins að fallast á 15-17% gengislækkun, ef sam-
komulag næðist um nýjan stjórnarsáttmála að öðru
leyti. Fulltrúar Alþýðuflokksins, sem tóku þátt i
þessum viðræðum, viðurkenndu einnig að þetta
væri nauðsynlegt.
Núverandi rikisstjórn gerði þvi ekki annað, þegar
hún tók við, en að framfylgja tillögum, sem allir
flokkar voru þá búnir að fallast á og voru reiðubúnir
að styðja, ef þeir yrðu þátttakandur i stjórnarsam-
starfi. Efnahagsástandið var þá með þeim hætti, að
menn voru sammála um að þessar aðgerðir eða
aðrar hliðstæðar, væru óhjákvæmilegar, ef ekki
ætti að láta útflutningsatvinnuvegina stöðvast og
láta koma til stórfellds atvinnuleysis.
Hvers vegna lætur Lúðvik eins og hann muni ekki
eftir þessum staðreyndum? Er hann svona minnis-
laus? Eða er hann að segja visvitandi ósatt.
Alþýðubandalagið má eiga það, að þegar það
hefur verið i rikisstjórn, hefur það ekki hikað við að
taka á sig ábyrgð af ráðstöfunum, sem ekki hafa
þótt vænlegar til vinsælda, eins og efnahagstillög-
unum vorið 1974. Svo fór reyndar þá, að Alþýðu-
bandalagið græddi á hinni ábyrgu afstöðu sinni þá.
En hvorki þá eða siðar hefur Alþýðubandalagið get-
að bent á nein undraráð til að mæta versnandi við-
skiptakjörum eða öðrum hliðstæðum erfiðleikum.
Það hefur þá ekki siður en aðrir flokkar stutt hefð-
bundnar aðgerðir, sem hafa þótt óhjákvæmilegar.
Það verður vonlaust fyrir Lúðvik Jósepsson að ætla
að gripa til minnisleysis eða einhvers, sem er verra,
til þess að reyna að leyna þessu. Undraráðin, sem
hann gefur i skyn, að Alþýðubandalagið hafi i erm-
inni, hafa enn ekki séð dagsins ljós og eiga ekki eftir
að gera það. Þau eru sama efnis og nýju fötin keis-
arans.
ERLENT YFIRLIT
Umræður um eftir-
mann Páls sjötta
Kaþólska kirkjan þarfnast frjálslyndari forustu
ÞVl haföi veriö spáö i fjöl-
miölum, aö Páll sjötti myndi
leggja niöur páfadóm 26.
september siöastliöinn, þegar
hann átti áttræöisafmæli.
Þetta var m.a. dregiö af þvi,
aö hann haföi sett æöstu
mönnum kaþólsku kirkjunnar
ákveöin aldursmörk, sem ekki
haföi tiökazt áöur. Þannig
veröa biskupar nú að láta af
embætti.þegarþeir eruorönir
75 ára, og kardinálar fá ekki
að taka þáttipáfakjörieftir að
þeir hafa náö áttræðisaldri.
Margir fréttaskýrendur álykt-
uðu þannig, að fyrst menn
væru orönir ófærir til aö taka
þátt i páfakjöri eftir aö þeir
hefðu náö áttræðisaldrinum,
væru þeir siður færir um aö
gegna sjálfu embættinu eftir
að þeim aldri væri náð.
Fréttaskýrendur töldu þetta
lika þvi frekar koma til
greina, þegar páfinn væri orö-
inn mjög heilsuveill eins og
Páll sjötti er sagöur vera.
Þeim varö þó ekki aö spám
sinum. Páll sjötti gegnir em-
bættinu áfram og sýnir ekki á
sér neit£ fararsnið. Ef til vill
hefur hann þaö I huga, að þrir
siðustu fyrirrennarar hans, en
hann þekkti þá alla persónu-
lega, gegndu allir páfaem-
bættinu eftir að þeir urðu átt-
ærðir. Þeir voru Pius ellefti,
sem gegndi embættinu frá
1922-1938, Pius tólfti, sem
gegndi embættinu frá 1939-
1958 og Jóhannes þrettándi,
sem gegndi þvi frá 1958-1963.
Þeir Pius ellefti og Jóhannes
þrettándi létust á 82. aldurs-
ári, en Pius tólfti á 83. aldurs-
ári. Páll sjötti getur dregiö af
þvi þá ályktun, aö sennilega
eigi hann ekki langt eftir. En
.' til hafa verið páfar, sem
hafa náð hærri aldri. Pius ni-
undi, sem var páfi 1846-1878,
varð 85 ára gamall, og Leó
þrettándi, sem var páfi frá
1878-1903, var orðinn 93 ára,
þegar hann lézt. Yfirleitt
bendir þetta til, að páfar nái
háum aldri.
PÁLL sjötti, sem réttu nafni
heitir Giovanni Battista
Montini,gekk ungur i þjónustu
kirkjunnar og þótti fljótt lík-
legur til forustu. Ariö 1937 var
hann kvaddur til að starfa I
Vatikaninu og varð mjög
handgeng inn P ius i tól f ta, s em
var páfi á árunum 1939-1958.
Þó fór svo, aö honum og Piusi
páfa samdi ekki. Montini skip-
aði sér i hinn frjálslyndari
arm kirkjunnar á þessum ár-
um oggekk meira að segja svo
langt aö taka afstööu gegn
Franco einræöisherra Spánar,
þegar hann lét taka þekktan
leiðtoga kommUnista af lifi.
Pius páfi tók þá þaö ráö aö
fjarlægja Montini frá páfa-
laröinum, þar sem hann haföi
oröiö mikil áhrif. Arið 1954
skipaöi hann Montini erkibisk-
up i Milanó. Hann kom þvi
ekki til greina við páfakjörið
1958, þegar margir frjálslynd-
ir kardinálar vildu styðja
hann. Árið 1963náöihann kjöri
sem páfi og þótti um skeið lík-
legt, aö hann myndi marka
timamót i sögu kaþólsku
kirkjunnar, þar sem hUn
þyrfti aö samlagast breyttum
tima og Montini þótti vænleg-
ur til forustu i þeim efnum.
Montini, sem haföi tekið
sér nafnið Páll sjötti, fór
lika vel af stað. Hann fór i
fleiri utanlandsferöir en nokk-
urfyrirrennarihans hafði gert
og heimsótti 16 lönd viöa um
heim á skömmum tlma. Þann-
ig vildi hann fá sem mest yfir-
lit um ástand kirkjumála i
heiminum. Eftir þessi feröa-
lög skipaöi hann marga
kardinála viða utan Italiu, en
fram til skamms tima haföi
meirihluti kardinálanna veriö
Italir. NU er svo komið, aö aö-
eins 40 kardinálar eru Italskir
af 136 alls. Þá setti Páll páfi
þau aldursmörk fyrir biskupa
og kardinála,sem áöurer sagt
frá. En þegar þessu sleppir
hafa umbætur oröiö litlar I tið
hans og hann gerist stöðugt I-
haldssamari. Ótti hans viö
uppgang kommUnista á Italiu
kann aö hafa átt þátt i þessu.
Margir fréttaskýrendur telja
að hann sé nU einangraður I
Vatikaninu, þvi aö flestir em-
bættismenn þar vilji ýmsar
breytingar, sem séu nauðsyn-
legar vegna breyttra tima.
Páll páfi er sagður hafa gerzt
stöðugt einráðari og ósam-
vinnuþýðari með aldrinum.
ÞAR sem almennt er álitiö aö
skammt verði i páfakjör, er
farið aö ræða allmikið um
væntanlegan eftirmann Páls
sjötta. Þaö eru kardinálarnir,
sem velja páfa. Þótt kardinál-
amir séu 136 talsins, er ekki
reiknaö meö að öllu fleiri en
100 taki þátt i páfakjörinu.
Margirhafa misst rétt til þátt-
töku i þvi vegna þeirra aldurs-
ákvæöa, sem Páll páfi hefur
sett. Einna liklegasta páfaefni
þykir nU Pignedoli kardináli,
67 ára, en hann hefur þaö sér-
staka hlutverk aö fylgjast meö
störfum kaþólsku kirkjunnar i
Afriku og Asiu.Hann er talinn
heldur frjálslyndur. Sebast-
iano Baggio, 64 ára er oft
nefndur, en hann er nU eins
konar eftirlitsmaður meö
biskupum. Fari svo, að ftalsk-
ur kardináli veröi ekki fyrir
valinu, þykir Hollendingurinn
Jan Wittebrands,68 ára, einna
liklegastur, en Italir hafa
skipaö páfasætið samfley tt frá
1154, og myndi það þykja eins
konar bylting,ef breyting yröi
á þvi. Þá hefur Englendingur-
inn Hume kardináli einnig
komiö til orða og styrkir það
stööu hans, aö kaþólskan sæk-
ir nU á i enskumælandi lönd-
um.
Þótt páfinn sé ekki lengur
eins voldugurog áöurfyrr, eru
völd hans enn mikil. Kaþólska
kirkjan telur nU um 600 millj-
ónir manna. Forusta hennar
er i höndum 136 kardinála,
2000 biskupa og 400 þUs.
presta. Þessi stóra forustu-
sveit hefur ekki litil áhrif, ef
hún beitir sér sameiginlega.
Þ.Þ.
Aöur var ekki til ráös aö birta skopmyndir af páfa. Þetta er
mynd úr itölsku blaði, þar sem páfinn á aö vera á kommúnista-
veiðum.
Þ.Þ.