Tíminn - 18.10.1977, Page 15

Tíminn - 18.10.1977, Page 15
Þriðjudagur 18. október 1977 15 Fermingarbörn áriö 1978 Slðast liðinn sunnudag voru siðustu fermingar þessa árs i sumum söfnuðum borgarinn- ar. Og nú er þegar farið að huga að fermingarundirbún- ingi fyrir næsta ár. Prestar prófastsdæmisins auglýsa hér með þá tima, sem þeir óska eftir að fá væntanleg fermingarbörn til viðtals i fyrsta skiptið. En börn, sem fædd eru árið 1964 eiga rétt á fermingu á næsta ári, það er árið sem þau verða 14 ára gömul. Fermingarundirbúningi prestanna á aö vera hagað I megindráttum á sama hátt. Spurningatimar eru vikulega fyrir hvert barn, og er börnun- um skipað i hópa, sem aldrei eru fjölmennari en venjulegar bekkjardeildir i skóla.Þar fyr ir utan er eðlilegt að ætlast til þess.að fermingarbörnin sæki reglulega guðsþjónustur safn- aðanna. Við sldrnina eru for- ráðamenn barna hvött til þess að veita þeim uppeldi i sam- ræmi við eðli skirnarinnar, þ.e. kristilegt uppeldi, en að auki er söfnuðurinn allur lýst- ur samábyrgur. Ekki sizt þess vegna er þess óskað, að for- ráðamenn fermingarbarn- anna fylgi þeim i kirkju og taki þátt i umræðufundum með prestunum eða ræði við þá á annan hátt um ferming- una sem eðlilegt framhald skirnarinnar. Ég leyfi mér þvi hér með að vekja athygli fermingarbarn- anna og forráðamanna þeirra á meðfylgjandi tilkynningum prestanna, og sé einhver i vafa um það, hvaða söfnuði hann tilhey rir, er hægt að fá um það upplýsingar á Hagstofunni eða hjá undirrituðum. Ólafur Skúlason dómprófastur. Aðalfund ur FEF Aðalfundur Félags einstæðra foreldra verður haldinn að Hall- veigarstöðum miðvikudagskvöld- ið 19. okt. og hefst kl. 21. Jóhanna Kristjónsdóttir form. FEFflytur skýrslu stjórnar. Starf FEF sl. ár hefur mjög einkennzt af þvi að hraða endurbótum og viðgerðum við húseign félagsins I Skerja- firði, sem notuö verður sem neyð- arhúsnæði handa félögum með börn. Verður væntanlega unnt að taka hluta hússins f notkun um áramót. Einnig hefur verið unnið að athugunum á skatta- og tryggingamálum, dagvistunar- málum o.fl. og mun það verða rakið I skýrslu FEF. Þá veröa lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins og loks verður kosin ný stjórn. Að loknum aðalfundarstörfum verður skemmtiefni og kaffi og meðlæti. Tíminner peníngar Auglýsid iTímanum Augiýsingadeild Tímans EG*EGJGJ Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla r David Grahám Fhillips: j 41 SUSANNA LENOX G JónHélgason „Ekki svo — svo hræðilega ung. Ég er hér um bil seytján ára", svaraði hún og skimaði sitt á hvað einsog hún væri að hugsa um að hlaupast brott. ,,Þér eruð eins og barn og þó er eitthvað f ullorðinslegt við yður", hélt hann áfram. Einlægleg, tilgerðarlaus rödd hans sefaði hana. „Ég gæti trúað því að þér hafið orðið fyrir barðinu á lífinu". Hún kinkaði kolli og starði niður í grasið. Svo sagði hann eftir stutta þögn: „Heyrið mig! Hafið þér ekki strokið að heiman — í hreinskilni sagt?" Hún leit á hann bænaraugum. „Spyrjið mig ekki", svaraði hún. ,, Það dytti mér ekki í hug", svaraði hann svo vingjarn- lega að hún fékk aukið traust á honum, „ef... Ja, líf ið er ekki neinn leikur og það eru víða þúfur í vegi. Ég hef stundum komizt í klípu og ég hef ávallt orðið harla feg- inn ef einhver rétti mér hjálparhönd. Og ég vildi gjarna gjalda eitthvað af þeirri þakkar skuld sem ég er í við aðra — ef þér viljið leyfa mér það. Við eigum alltaf ógreiddar einhverjar skuldir haldið þér það ekki? Þetta voru falleg orð. En það var raddblærinn sem snart hana dýpst. Hún fól andlitið í höndum sér og gaf tilfinningum sínum lausan tauminn. Hann tók tóbaks- bréf og sígarettupappír upp úr vasa sínum, vafði síga- rettu og kveikti í henni. Réttá eftir þurrkaði hún sér um augum og leit sneypulega til hans. En hann var skilningsríkur og samúðarfullur. „Nú liður yður betur". „Miklu betur", sagði hún. Og hún hló. „Ég hef líklega ekki eins gott taumhald á mér og vera ætti". „Sjáið þér eftir því að haf a strokið að heiman?" „Ég á ekki neitt heimili," svaraði hún blátt áfram. „Og lifandi vil ég ekki fara aftur þangað sem ég var". Það var svo mikil alvara og þungi í þessum orðum að hann setti hljóðan. Hann horfði þegjandi í endann á sigarettunni sinni, eins og hann væri að ráðgast við hana. Loks spurði hann: „Hvert ætlið þér?" „Ég veit það ekki vel", sagði hún eins og þetta væri eitthvert aukaatriði. Hann hristi höfuðið. „Ég sé að þér hafið ekki neina hugmynd um hvað þér eruð að gera". „O, ég flýt einhvern veginn. Ég er hraust og ég get lært". Hann leit rannsakandi á hana nærri því hryggur í bragði. „Já, þér eruð hraust", sagði hann. „En ég veit ekki hvort þér eruð nógu hraust". „Ég hef aldrei á ævi minni orðið veik". „Það var ekki það, sem ég átti við... Ég er ekki viss um aðég viti það einu sinni sjálf ur hvað ég átti við". „Er mjög erfitt að komast til Chicago?" spurði hún. „Það er auðveldara að komast til Cincinnati". Hún hristi höfuðið einbeitt. „Það kemur ekki til mála að ég fari þangað". „Nú. Komið þér frá Cininnati?" „Nei —enég — ég hef veriðþar". „Og þér voruð tekin og flutt heim aftur?" Hún kinkaði kolli. Þessi ungi maðurhlautað vera mjög slyngur, fyrst hann var svona getspakur. „Hve mikla peninga hafið þér?" spurði hann skyndi- lega. Otti hans við að henni myndi þykja hann of hnýsinn var sprottinn af því að hann vanmat einlægni hennar. „Égáenga peninga "svaraði hún. „Ég gleymdi budd- unni minni. I henni voru þrjátíu dalir". Hann sá á svipstundu að hún var barn og ekkert annað. „Þetta get ég ekki skilið", sagði hann. „Hve lengi hafið þér verið hér?" „í allan dag. Ég kom hingaðsnemma í morgun". „Og þér hafið ekki bragðað mat?" „Jú-jú. Ég fann fáein egg. Ég á tvöeftir." Tvö egg — og enga peninga og enga vini — og það kona! Og samt sem áður var hún hin vonbezta. Hann brosti með tárin í augunum. „Þér megið ekki segja neinum að þér hafið séð mig", bætti hún við. Hann leit á hana, hún á hann. Þegar hann hafði horft nógu lengi í andlit henni brosti hann hughreystandi. „Það skal ég ekki gera", svaraði hann og nú vissi hún, að hún gat treyst honum. Hún varp öndinni léttar og talaði nú við hann eins og gamlan tryggðavin. „Ég verð að fara langt langt burt. Ég legg af stað undir eins og dimmir". „ Hvert?" „Niður að fljótinu". Og augu hennar Ijómuðu. „Fljótinu? Hvað ætlið þér að gera þangað?" „Það veit ég ekki", svaraði hún sigrihrósandi. En hann skildi hana. Honum var sjálf um ævintýraþrá í blóð borin. En þessi unga stúlka þetta stúlkubarn — peningalaust, fyrirhyggjulaust, reynslulaust, aleitt — bauð hungurvofunni byrginn með aðeins tvö egg milli handanna. Hvað skyldi verða um hana?... „Eruð þér hrædd?" spurði hann. „Við hvað?" sagði hún hæglátlega. Þetta var skef jalaust oflæti fávizkunnar en þó varð hann þess var — ekki þóttist verða þess var heldur varð þess í raun og veru var — að hún bjó yf ir hugarstyrk sem var samanslunginn bæði kjarki og stöðugleyndi. Nei, hún myndi kannski þjást og farast — en hún mundi berjast fram í dauðann og hún mundi ekki hræðast. Og hann dáðist að henni og öfundaði hana. „O, ég klóra mig einhvern veginn fram úr þessu", sagði hún borginmannlega. Allt í einu fannst henni ekki lengur neitt skelfilegt að tala um það sem yfir hana hafði dunið. „Ég er ekki gömul", sagði hún og hafði nú skyndilega yfirbragð fulltíða konu, „en ég hef margt lært". „Þér eruð viss um að það haf i ekki verið glapræði af yður að — að hlaupast brott?" „Ég gatekki gertannað", svaraði hún. „Ég stend ein uppi í heiminum. Það er enginn, nema — nema.... Ég gerði ekkert, en þau sögðu, að ég hefði sett smánarblett á þau, og þau ..." Það var eins og eitthvað lokaði háls- inum á henni, og hún leit niður og sótroðnaði. „Þeir giftu mig — og hann — ég hafði varla séð hann fyrr — hann ...." Hún reyndi að segja þetta viðbjóðslega orð, sem henni bjó í huga, en gat það ekki. „ Hann gekk að eiga yður — eigið þér við það?" sagði ungi maðurinn lágt. Stúlkan hrökk saman. „Já", svaraði hún. „Og svo hljóp ég burt". Svo undarlegur, svo fáséður, svo átakanlegur var svipur hennar, að hann kom snöggvast engu orði upp. Það fór hrollur um hann, er hún starði svona fram fyrir sig uppglenntum augum. Hvaða ógnir báru henni eigin- lega fyrir augu? hugsaði hann. Til þess að hrifa hana úr þessari leiðslu, sagði hann það, sem honum datt fyrstí hug: „Hvenær var þetta?" Sýnin virtist hverf a smám saman, og hún leit undrandi á hann.,, Hvenær? Það var í nótt", sagði hún, eins og hún

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.