Tíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 20. október 1977
Að sem mestur stöðugleiki
sé í stafsetningarmálum
ræða Vilhjálms Hjálmarssonar á þingi
í gær, þar sem fjallað var um setningu
reglna um stafsetningu
Það kom fljótt I ljós, þegar ts-
lendingar tóku að skipa staf-
setningarmálum sfnum með
opinberum auglýsingum, að
landsmenn létu sig þau málmiklu
varða. Nægir að minna á, að ára-
tugir liöu frá útgáfu auglýsinga
1929 þar til t.d. öll dagblöð höfðu
tekið upp þá stafsetningu sem þar
var notuö, þvi að menn voru alls
ekki sáttir við hana fyrst lengi
vel. Svo fórum siöir að allur þorri
landsmanna tók upp þessa staf-
setningu og batt raunar við hana
allmikla tryggð, eins og siöar
kom á daginn.
Einstök atriði stafsetning
arinnar frá 1929 sættu þó gagn-
rýni — að sjálfsögðu. En nærri
hálf öld leið, áður en til breytinga
kæmi af opinberri hálfu.
Breytingarnarsem gerðar voru
1973 og 1974 vöktu mikið umtal,
miklar deilur má raunar segja.
Voru þær gagnrýndar harðlega af
sumum en nutu ákveðins
stuðnings annarra. Kom þannig
enn glöggt i ljós mjög mikill og al-
mennur áhugi á þeim þætti is-
lensks máls er starfsetninguna
varðar — Og e.t.v. miklu meiri en
margan hafði órað fyrir.
Mér virðist þeir atburðir, þær
umræður, er orðið hafa I tengsl-
um við breytingarnar 1929 og svo
aftur 1974benda eindregiö til þess
að þaö sé ósk hins almenna borg-
ara, að sem mestur stööugleiki sé
i stafsetningarmálum. Einn al-
þingismaður, Ingi Tryggvason
hefur komist svo að orði að hæfi-
legt sé að breyta islenskri staf-
setningu einu sinni á öld! Ég geri
nú ekki ráö fyrir aö Ingi Tryggva-
son hafi meint þetta bókstaflega
en mér er þó nær aö halda að þeir
séu ekki svo fáir sem innst inni
hugsa á þessa leið. Og ég skal játa
það hreinskilningslega að ég hall-
ast frekar á þá sveifina!
S.l. vetur efndi menntamála-
ráðuneytiö til allf jölmennrar ráð-
stefnu um islenska stafsetningu
Þegar menntamálaráðhcrra,
Vilhjálmur Hjálmarsson, hafði á
Alþingi I gær fylgt úr hlaði frum-
varpislnu um setningu reglna um
Islenzka stafsetningu með ræðu
sem birt er hér á siðunni urðu all-
miklar umræður um frumvarp
ráðherra og stafsetningarmál al-
mennt.
Fyrstur á eftir ráöherra talaði
Magnús Kjartansson og kvað
frumvarp ráðherra hófsamlegt
og skynsamlegt i öllum megin-
atriðum. Hinsvegar taldi hann
allar þær umræöur sem orðiö
hefðu á Alþingi um stafsetningar-
mál augljósan vitnisburð um, aö
eitthvað væri að gerast I þjóð-
félaginu sem erfitt væri að festa
hendur á og þessvegna væri
gripið til langra ræðuhalda um
aukaatriði. Siðan lýsti Magnús
yfir þeirri skoðun sinni aö staf-
setningarreglur ættu aö vera eins
einfaldarog hugsast gætisvo ekki
þyrfti aö vefjast fyrir neinum aö
stafsetja rétt.
Sverrir Hermannsson tók næst-
ur til máls og kvaöst einnig sam-
þykkur frumvarpi ráðherra i
meginatriðum, en hitt skipti
meira máli aö
ná fyrst sátt-
um i þeirri
miklu þrætu,
sem staðiö
hefði á Alþingi
um gildandi
stafsetningar
reglur. Sagði
hann, að þrátt
fyrir meirihluta á Alþingi
fyrir því aö z yröi ekki meö öllu
afnumin og samþykkt þings-
ályktunartillögu þar um, heföi
ráðherra ekkertgert, til að fram-
fylgja þeirri viljayfirlýsingu en
hér i Reykjavik i samræmi viö
ábendingar frá Alþingi vorið
áður. Þessiráðstefna var vel sótt.
Þar mættu málvisindamenn og
móðurmálskennarar og fleiri
áhugamenn. t byrjun ráöstefn-
unnar, lagðiég fram hugmynd að
eins konar málamiðlun en læröir
menn og ágætir islenzkumenn
ræddu þær hugmyndir og þó
miklu fremur málið almennt af
vitsmunum og hófsemi og mikilli
þekkingu. 1 framhaldi af
ráöstefnunni ræddi ég svo starf-
setningarmálin I þrengri hópum
með málvisindamönnum og
móðurmálskennurum. Kom
glöggt I ljós að menn voru siöur
ensvosammála umeinstök atriði
þrátt fyrir yfirgripsmikla og
trausta þekkingu margra við-
mælenda minna á islensku máli.
Nokkrir vildu hverfa alfarið til
stafsetningarinnar frá 1929 eins
og raunar er kunnugt meðal ann-
ars af málflutningi hér á Alþingi.
Aðrir vildu enga breytingu gera
frá þvl sem komið var. t þeim
hópi virtust kennarar mjög fjöl-
mennir. Og mörg önnur sjónar-
mið komu fram á ráðstefnunni og
I nefndum viðræðum. Satt að
segja man ég nú ekki eftir neinu
veigamiklu afmörkuðu atriði,
sem allir væru sammála um! En
eins og ég sagði áðan leikur ekki á
tveimur tungum, að mjög margir
þeirra er þarna lögðu orð I belg
eru ágætlega vel að sér um is-
lenskt mál og málnotkun. Má
nærri geta að manni með mina
menntun, móðurmálskunnáttu
eða ámóta^situr kaka við rass að
segja hér til um, hvað rétt sé og
hvað rangt. Get ég tekið mér i
munn orð viðmælanda Jóns
Indiafara á knæpunni i Kaup-
mannahöfn og segi, að þaö má
Óðinn gera en ég aldrei!
Þó virðist mér augljóst eftir
ráðstefnuna og þær umræður sem
fylgdu i kjölfar hennar og raunar
reyndi nú að skjótast fyrir horn
með þetta frumvarp.
Si'ðan fjallaði Sverrir um tilurð
núgildandi stafsetningarreglna i
ráðherratið Magnúsar Torfa
Ólafssonar. Þá ræddi hann um
hugsanlega útkomu ef menn staf-
settu eftir framburði og talaði
sérstaklega um flámæli á Aust-
fjörðum I þvi sambandi. Taldi
hann samræmdu stafsetningunni
ekki slzt að þakka að flámæli
fyrirfinnst nú vart I landinu.
Að lokum geröi Sverrir grein
fyrir þvi, að hann undirbyggi nú
þingsályktunartillögu um is-
lenzka stafsetningu, þar sem
hann teygi sig eins langt til sátta
og honum sé unnt. Sé þar gert ráð
fyrir breytingu á núverandi staf-
setningarreglum á þá leið aö z
verði aftur tekin upp þar sem
d, ö, t, sé að finna I stofni sagna.
Ennfremur kvaðst hann vilja
gera breytingartillögu við frum-
varp menntamálaráöherra hvað
varðar skipun nefndarinnar, sem
um stafsetningarmál skuli fjalla.
Auk hinna þriggja nefndarmanna
sem frumvarp menntamálaráð-
herra gerir ráð fyrir skyldu f jórir
aðrir eiga sæti i nefndinni,einn til-
nefndur af bókavörðum við
Landsbókasafnið einn af Félagi
isl. bókaútgefenda, einn af stjórn
Blaðamannafélags isl.og einn til-
nefndur af menntamálanefnd Al-
þingis.____
af fleiri sólarmerkjum að dæma
að sú breyting, sem flestir að-
hylltust var, að taka aftur upp
fyrri reglu og venjur um hversu
rita skulistóran staf og lítinn. Og
hörð andstaða gegn breytingu I
þá stefnu virtist alls ekki vera fyr
ir hendi. Þessi orö ber þó ekki að
skilja svo að um þetta væru allir
málvisindamenn og móðurmáls-
kennarar sammála sbr. það sem
áður sagði.
Að þessari niðurstöðu fenginni
ákvað ég að breyta með aug-
lýsingu reglum um stóran og lít-
inn staf til samræmis við fyrri
háttu en iáta við svo búið standa
að öðru leyti. Auglýsing um þetta
efni var svo útgefin 28.6.77 — Það
er mín skoðun að nú sé tvímæla-
laust tfmabært aö hugleiða með-
ferð stafsetningarmálanna i
framtiðinni og taka ákvaröanir
um það.
Óánægjanfrá 1929 og 1974 gefur
tilkynna.aöæskilegtsé að breyta
nokkuð aðferðum við töku
ákvarðana um Islenzkt ritmál,is-
lenska stafsetningu.
Það atriði var nokkuð hugleitt i
menntamálaráðuneytinu vetur-
inn 1975 tii 1976. Varð þá og þar til
frumvarp til laga um setningu
reglna um islenzka stafsetningu.
Fyrstu drög þess frumvarps
gerðu þeir að beiðni minni Arni
Gunnarsson deildarstjóri og
Runólfur Þórarinsson fulltrúi.
Við Birgir Thorlacius ráðuneytis-
Gylfi Þ. Gislason lýsti yfir
stuðningi við þá hugmynd
prófessors Halldórs Halldórsson-
ar að halda z þar sem hún er I
stofni sagna og Sverrir Her-
mannsson ætlaöi að flytja á þingi
Iformi þingsályktunartillögu. Þá
lýstihann yfir stuðningi við frum-
varp menntamálaráðherra um
setningu stafsetningareglna i
framtlðinni. Hinsvegar kvaðst
hann álfta aö á meðan frumvarp
þetta sé ekki oröið að lögum, hafi
ráðherra venjulegan rétt til að
setja reglur um stafsetningu með
ráðherrabréfi eins og Magnús
Torfi hafi á sinum tima gert og
einnig Vilhjálmur Hjálmarsson.
Menntamálaráöherra talaði
næstur og þakkaði góðar undir-
tektir við frumvarpið sem slikt.
Hann ftrekaöiaðhann heföi sjálf-
ur ekki getað fundið leiðir til úr-
bóta um skipun nefndarinnar,
sem um stafsetningarmál skuli
fjalla og hefði hugsað sér að
menntamálanefnd gæti gert þar á
bragarbót, ef henni sýndist svo.
Þá fjallaöi hann um gagnrýni
þess efnis að hann skyldi ekki
hafa beitt sér fyrir þvi, að z yrði
tekin upp i stafsetningu aö nýju.
Kvað hann erfittaö breyta i trássi
við þann almenna vilja sem hann
heföi oröið var viö ekki si'zt meöal
kennara og margra málvísinda-
raanna, þess efnis, aö ekki yrði
hróflað við núverandi staf-
Vilhjáimur Hjálmarsson
stjóri fjölluöum einnig um málið
og raunar fleiri.
Það frumvarp sem þá varð til i
menntamálaráðuneytinu var lagt
fram á Alþingi 1975-1976. Ekki var
grundvöllur fyrir þviað flytja það
sem stjórnar frumvarp og flutti
ég þá frumvarpiö sem mennta-
málaráðherra. Alþingismenn
tóku frumvarpinu sæmilega.
Gagnrýndu þeir einkum skipun
eða samsetningu stafsetningar-
nefndar sem þeir töldu helst til
þrönga.
Nú er best að segja hverja sögu
eins og hún gengur: þrátt fyrir
nokkra yfirvegun hefur mér og
okkur félögum I menntamála-
ráðuneytinu ekki tekist að bæta
um búnað frumvarpsins sem ég
áðan nefndi og er það flutt hér
óbreyttog að öllu með sama hætti
setningarreglum hvað varðar z-
una.
Hann minnti á ummæli Gylfa Þ.
Gislasonar stuttu áður, að venjan
hefði helgað rétt ráðherra f þess-
um efnum, en sliku yrði breytt
með frumvarpi þvi sem hann
hefði nú lagtfram. Þá vaktihann
athygli á þvi að þingsályktunar-
tillaga hefði ekki lagagildi og ráð-
herra ekki stjórnskipunarlega
skylt að hlita henni. Hinsvegar
sagði Vilhjálmur Hjálmarsson
væri þ_að mikils virði ef hægt yrði
að á sáttum I þessum málum.
Næstur talaöi Magnús Torfi
Ólafsson og lét i ljós ánægju með
það að tveir blindaðir i þessum
þingsal (Gylfi Þ. Gislason og
Sverrir Her-
mannsson)
væru aöeins
að átta sig og
hefðu nú séð
hvilik fásinna
það væri að
Alþingi setti
lögum einstök
stafsetningar-
atriði, eins og
þeir
hefðu þó beitt sér fyrir af mikl-
um þunga á siðasta þingi.
Aðrir sem tóku til máls viö
umræöurnar voru þeir Jónas
Amason og Gunnlaugur Finns-
son.
og fyrr. Vil ég nú leitast við aö
gera grein fyrir efni þess.
Eins og fyrirsögn fmmvarpsins
ber meö sér, frumvarp til laga
um setningu reglna um íslenska
stafsetningu er hér um að ræða
fyrirmæli um verklag, ekki um
það, hvernig rita skuli.
í fyrstu grein frv. er kveöið á
um að menntamálaráðuneytið
setji reglur um fslenska staf-
setningu. Þar er og skilgreint
gildissviðslíkra reglna og er þar I
engu vikið frá þvi sem nú gildir
hvað þetta atriði varðar. í ann-
arri grein er kveðiö á um skipun
nefndar sem leita skal tillagna
frá, áður en stafsetningarreglum
er breytt. í þessari nefnd skulu
sitja menn með sérþekkingu á Is-
lenskri tungu og með reynslu á
kennslu móðurmálsins. Einn
nefndarmanna skal tilnefndur af
deildarráði heimspekideildar Há-
skóla íslands og vera úr hópi
fastra kennara Háskólans f Is-
lenskri málfræði. Einn skal
skipaður af islenskri málnefnd úr
hópi nefndarmanna sem yfirleitt
eru málvisindamenn. Og loks til-
nefnir stjórn Félags isl. fræða
þriðja nefndarmanninn og skal
hann vera úr hópi móðurmáls-
kennara á grunnskóla- eða fram-
haldsskólastigi.
Þegar þetta frumvarp var til
umræðu á Alþingi i fyrstu var
eins og ég gat um, skipan þessar-
ar nefndar nokkuð gagnrýnd og
einkum að hún skyldi ekki vera
fjölmennari. Ég hef nokkuð hug-
leitt þetta atriði en mín niöur-
staða varsú aðbreyta ekki þeirri
tilhögun sem hér er lagt til að
höfð verK.
Hvort tveggja er að ég tel
skipan þessarar nefndar þannig
undirbyggða I frumvarpinu að
hún ætti að tryggja nokkura
breidd i viðhorfum. Inn I nef ndina
koma fulltrúar frá málvisinda-
mönnum og svo frá kennurum og
þetta tel ég mikilvægt. Einnig
hitt, að I lok annarrar greinar
siðustu málsgreina er að þvi vikið
að ráðuneytið geti leitað umsagn-
ar um tillögur nefndarinnar hjá
öðrum sérfróðum aðilum um is-
lenska tungu og móðurmáls-
kennslu eins og þar segir.
Ég tel þvi að auðvelt eigi aö
verða að koma á framfæri öllum
sjönarmiðum i gegnum störf
þessarar nefndar.
En svo sem af sjálfu leiðir þá er
það á valdi Alþingis að hafa hér
annan hátt á og breyta ákv. 2. gr.
í þriðju grein segir að við fram-
kvæmd laga þessara skal þess
gætt að stuðlað sé að æskilegri
festu i stafsetningu og reglum
ekki breytt örar en nauðsynlegt
þykir til samræmis við eðlilega
málþróun.
Hér er lögð áhersla á, að festa
sé æskileg i stafsetningu og I
greininni sé ætlað að tryggja að
þeirra sjónarmið verði gætt við
framkvæmd laganna. Hygg ég,
eins og áður hefur komið fram, að
þetta sé i samræmi við skoðun
velflestra Islendinga.
Loks er svo i fjórðu grein
ákvæöi um það, að áður en settar
eru stafsetningarreglur eða
gerðar breytingar á þeim, þá
skuli afla heimildar Sameinaðs
Alþingis til breytinganna i formi
þingsályktunar.
Með þessu ákvæði er þvi slegið
föstu, að þær stafsetningarreglur
eða breytingar á starfsetningar-
reglum sem menntamálaráðu-
neytið hyggst gefa út að fengnum
tillögum sérfræðinganna, að þær
verði hverju sinni lagðar fyrir
Sameinað Alþingi sem fylgiskjal
með tillögu til þingsályktunar um
heimild til útgáfu. Ég hef þessi
orð ekki mikið fleiri en legg á það
megináherslu að með þessu
frumvarpi er reynt að tryggja
æskilega festu i stafsetningunni
og að tryggja hvort tveggjaj að
sjónarmið sérfræðinga fái að
njóta sfn en verði þó ekki gerð
gildandi nema Alþingi hafi kynnt
sér þau og samþykkt.
Ég legg svo til, að frumvarpinu
verði að lokinni þessari umræðu
visað til menntamálanefndar.
alþingi
Staf setningarreglur
enn ræddar á þingi