Tíminn - 26.10.1977, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 26. október 1977
13
17.30 Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Láglaunastefna eða
hvað? Guðjón B. Baldvins-
son fulltrúi flytur erindi.
20.00 Einsöngur:Ólafur Þor-
steinn Jónsson syngur is-
lenzk lög. Ölafur Vignir Al-
bertsons leikur á pianó.
20.20 Sumarvaka. a. Prest-
kosningadagur dýr. Frá-
saga eftir Torfa Þorsteins-
son bónda i Haga i Horna-
firði. Guðjón Ingi Sigurðs-
son les. b. „Ljóð á langveg-
um” eftir lngólf Jónsson frá
Prestbakka Höskuldur
Skagfjörð les. c. Kimileg til-
svör Guðmundur Magnús-
son les stuttar frásagnir i
samantekt Jóhannesar Sig-
urðssonar. d. Brennur. Sig-
þór Marinósson les frásögn
Björns Haraldssonar i
Austurgörðum i Keldu-
hverfi. e. Kórsöngur:
Karlakór K.F.U.M. syngur.
Söngstjóri: Jón Halldórs-
son. Séra Garðar Þorsteins-
son syngur einsöng.
21.30 Útvarpssagan: „Vikur-
samfélagið” eftir Guðlaug
Arason. Sverrir Hólmars-
son les (17).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Dægradvöl” eftir
Benedikt Gröndal Flosi
Ólafsson les (21).
22.40 Nútimatónlist. Þorkell
Sigurbjörnsson kynnir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Miðvikudagur
26. október
18.00 Símon og kritarmynd-
irnarBreskur myndaflokk-
ur. Þýöandi Ingi Karl
Jóhannesson. Sögumaður
Þórhallur Sigurðsson.
18.10 Kinverskir fjöllist-
amenn Siðari myndin frá
f jölleikahúsi I Kina, þar sem
börnogfullorönirleika listir
si'nar.
18.30 Konungsgersemar
Bresk fræðslumynd um
sögu hestsins. Frá ómunatið
hafa hestar þjónað mannin-
um dyggilega i hernaði og
til flutninga. Þótt hesturinn
hafi ekki jafn hagnýtt gildi
nú sem fyrr, nýtur hesta-
mennska samt mikilla vin-
sælda viða um heim. Þýð-
andi og þulur Ellert Sigur-
björnsson.
19.00 On We Go. Ensku-
• kennsla. 1. þáttur endur-
sýndur. 2. þáttur frum-
sýndur.
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.30 Nýjasta tækni og visindi
Umsjónarmaöur ömdlfur
Thorlacius.
20.55 Húsbændur og hjú (L)
Breskur myndaflokkur.
Tiðindi af vígstöðvunum
Þýðandi Kristmann Eiðs-
son.
21.45 Trio Per-Olaf Johnson
Bertil Melander, Ingvar
Jdnasson og Per-Olaf John-
son leika trió fyrir flautu,
lágfiölu og gitar eftir
Francesco Molino. Stjórn
upptöku Tage Ammendrup.
22.00 Til fjarlægra staða
Sovésk fræðslumynd. Ferð-
ast er með járnbrautarlest
frá Moskvu til Leningrad og
þaðan austur til Kyrrahafs-
strandar. Viða er staldrað
við á leiöinni, skoöað dýralif
og sérstæð náttúrufegurð,
byggingalist o.fl. Þýöandi
Hallveig Thorlacius.
22.30 Undir sama þaki
tslenskur framhalds-
myndaflokkur i léttum dúr.
Endursýndur annar þáttur,
Dagdraumar.
22.55 Dagskrárlok
SÚSANNA LENOX
var eitthvað upphaf legra heldur en hár Fjólu Anstruth-
er. Andlit hennar sem var mjög barnslegt hlaut fyrir
skömmu síðan að hafa verið ávalt og fallegt. Nú var það
að verða hrukkótt. Tennur hennar, sem einnig höf ðu eitt
sinn verið faílegar, voru farnar að láta á sjá, eins og ein-
ar sex gu!lfyllur»í framtönnunum sýndu greinilega. Ung-
frú Konnemora svaraði biðjandi augnatillit Súsönnu með
ekki óvingjarnlegri hneigingu.
„Hamingjan hjálpi þér, Bob", sagði hún hlæjandi.
„Ertu að stofna okkur öllum í voða með því að stela
börnum?"
Burlingham gerði sig líklegan til þess að hlæja en hætti
snögglega við það og skotraði augunum rannsakandi til
Súsönnu „Nei, þetta er allt í lagi", sagði hann og baðaði
út annarri hendinni. En raddblærinn var ekki í samræmi
við orðin. Hann saug vindilinn tvisvar, nefndi svo nöfn
karlmannanna: Elvert Eshwell og Gregor Tempest.
Hárið á Eshwell var litað svart, skipt í miðju og greitt
slétt til beggja hliða. Hár Tempests var silfurgrátt,
hrokkið og óbælt. Eshwll var holdugur, Tempest magur
og hafði þessi stóru tindrandi augu sem vitna um við-
kvæma lund.
„Jæja, ungfrú Sackville", sagði Burlingham. „Nú
skulum við fara upp á þilfar og tala saman. Hvað fáum
við annars að borða í dag, Fjóla?"
„Sama draslið og vant er", svaraði Fjóla og þerraði
svitann af andliti sínu og hálsi með handklæði sem jafn-
framt var diskaþerra. „Flesk og baunir — kartöfur —
ferskjugrautur".
„Vertu kát", sagði Burlingham. „Eftir morgundaginn
gengur okkur áreiðanlega betur".
„Þetta hef ur klingt síðan við lögðum af stað", svaraði
Fjóla önuglega.
„Þegiðu í öllum hamingjubænum, Fjóla", drundi Esh-
well. „Þú er alltaf sínöldrandi".
Káetan var ekki alveg eins breið og báturinn sjálfur.
AAilli þilsins og borðstokksins var bil nógu breitt til þess
að hægt var að komast af framþiljum á afturþiljur. I
káetuþakið og afturþil jurnar var fest firnagildri
stjórnar. Þegar Súsanna kom út á afturþiljurnar með
Burlingham varð henni litið á manninn sem við stjórnar-
árina stóð — feitan góðlegan prakkara í bláköflóttri
skyrtunni er flakti frá brjóstinu svo að skein í gráa
hrokkna lóna. Burlingham kallaði hann Pat. En það var
rétt að hún leit snöggvast á hann og hún heyrði alls ekki
kesknisorðin sem þeir Burlingham létu falla hvor um
annan. Hún mændi yf ir bakkann Indiana-megin þar sem
agnarlítið sveitarþorp kom i augsýn milli trjálunda
ogblómlegra akra rétt niðri við fljótið. Hún vissi, að
þetta var Lækjarbyggðin. Uppi á ási norðan við þorpið
var stórt, rautt múrsteinshús með hvítum svölum. Fyrir
f raman það var léttikerra og hestur spenntur fyrir hana.
Hún sá, að það var argt fólk á svölunum og þar á meðal
einn dökkklæddur karlmaður— eflaust læknirinn. Tárin
streymdu f ram í augun á henni og hún sneri sér undan til
þess að Burlingham sæi það ekki. Og við sjálfa sig sagði
hún:
„ Vertu sæll, vinur minn. Fyrirgef ðu mér — f yrirgef ðu
mér".
13
Á afturþiljum var vinnuborð og tveir ruggustólar.
Burlingham renndi augum yf ir gróðursæla árbakkana til
beggja handa, settist á annan stólinn og benti Súsönnu að
setjastá hinn. „Seztu væna min", sagði hann. „Og segðu
mér svo að þú sért að minnsta kosti átján ára og hafir
ekki strokið að heiman. Þú heyrðir auðvitað hvað Konne-
mora sagði".
„Ég strauk ekki að heima", sagði Súsanna og roðnaði
upp í hársrætur.
„Ég veit ekkert um þína hagi og ég ætla ekki að for-
vitnast neitt um þá", hélt Burlingham áfram þvi að hon-
um fannst óþægilegt grunnt á hættulegri hreinskilni hjá
stúlkunni. „Ég kæri mig ekki um að verið sé að skyggn-
ast inn í fortið mína, og það skalt þú öðrum gera sem þú
vilt að þeir geri þér. Þú komst til mín og vildir komast í
leikf lokkinn. Ég réði þig til mín. Þú skilur það".
Súsanna kinkaði kolli.
„Þú sagðist geta sungið — eitthvað lítils háttar".
„Sannarlega aðeins lítils háttar", svaraði stúlkun.
„Nóg, ef laust. Það hef ur lengi verið snöggi blettrinn á
okkur, að okkur hefur vantað stúlku til þess að syngja
danslög. Kanntu einhver danslög. Ekki allt of háfleyg.
Ekki of háfleyg. Það er almúginn sem við verðum að
reyna að gera til geðs, og almúginn vill ekki nema það
bezta — með öðrum orðum það einfaldasta — það sem
nærtökum á hjartanu. Þú kannt vænti ég ekki „Um mið-
næturskeiðið á brúnni ég beið"?"
„Nei — það syngur Rut", svaraði Súsanna og stokk-
roðnaði.
Burlingham lét eins og hann sæi það ekki. „Fjöllin blá
austur í Elsass"?"
„Jú, en það lag er svo gamalt".
„Einmitt. Það er ekkert hægt að nota á leiksviðinu,
fyrr en þaðer orðið nógu gamalt. Leikhúsgestir kæra sig
ekki um að heyra annað en það, sem þeir kunna utan að.
Þeir koma til þess að sjá — ekki til þess að heyra. Það
gerir þeim gramt í geði, ef þeir neyðast til þess að hlusta.
Skilurðu það?"
„Nei" sagði Súsanna. „AAér þykir það leiðinlegt, og ég
skal hugsa • um og reyna að skilja það".
„Þú skalt ekki fást um það", sagði Burlingham.
„Pat!"
„Já, húsbóndi minn", svaraði maðurinn við stjórnár-
ina, en leit þó hvorki við né tók út úr sér pípuna.
„Náðu í fiðluna þína".
Pat skorðaði árina og arkaði f ram káetuþakið. AAeðan
hann var fjarverandi sagði Burlingham: „Hann er
hræðilegur svampur, hann Pat— lítið skárri en Eshwell
og miklu verri en Tempest og Fjóla, það er að segja
Tempest. En venjulega stendur hann samt sæmilega í
sinni stöðu. Hann er stýrimaður hér á bátnum, hann er
hljómsveitin, hann festir upp auglýsingar og hann getur
allt gert. Ó, hann er perla. Hann hefur lokið námi í
Trinity-háskólanum í Dublin, hann hefur verið flæking-
ur, betlari, ölstofulandeyða — alls staðar skarað fram
úr. Hann hefur drukkið meira áfengi heldur en vatn er
hérna i fljótinu".
Pat kom nú aftur og staðnæmdist við árina með fiðlu
sína. Burlingham lét Súsönnu skilja það, að hún skyldi
standa meðan hún syngi lagið, „ og ef yður kann að hætta
til þess að missa vald á röddinni í návist annarra, þá
minnizt þess, að það er þitt daglegt brauð að leysa hlut-
verk þitt vel af hendi. Þú skalt alis ekki skeyta neitt um
neðan hjá hyskinu".
Þetta fann Súsanna, að var hollt ráð — bæði í þetta
skipti og síðar. Hún stóð nú þarna tiltölulega ófeimin
frammi fyrir hinum góðlátlega og vingjarnlega vinnu-
veitanda sínum og Pat, sem svarf og sagaði fiðluna og
söng hið hátíðlega Ijóð um „meyna grátnu og guggnu" og
„gestinn, sem kom hér í vor" og „hinkraði um stund við
hliðið og hlustaði á Ijóðin mín", en hvarf síðan á braut,
er hann hafði unnið ástir hennar. Og eftir það sá hún