Tíminn - 02.11.1977, Page 5
Miövikudagur 2. nóvember 1977
5
á víðavangi
Svar
Framsóknarmanna
Fyrir nokkru var i þessum
þætti stuttlega skýrt frá fyrri
hluta ræöu sem Eirikur Tóm-
asson, aöstoöarmaöur dóms-
málaráöherra flutti á Akur-
eyriog fjallaöi um svör Fram-
sóknarmanna viö þeirri k'röfu
hægrimanna aö skera niöur
framlög rikisins á sem flest-
um sviöum. 1 siöara hiuta
ræöu sinnar vék Eirikur nánar
aö einstökum máiaflokkum.
Um niöurskurö framlaga til
menntamála sagöi Eirikur
m.a.:
„Annars vegar meö þvi aö
taka upp skólagjöld þannig aö
nemendur þyrftu aö greiöa
fyrir þaö aö fá aö stunda nám
viö hina ýmsu skóla. Þar meö
yröi þaö aöeins á valdi þeirra
sem væru af efnafólki komnir
aö stunda skólanám. Viö
Framsóknarmenn getum
aldrei sætt okkur viö slikt.
Hins vegar væri hægt aö draga
úr fjárveitingum til uppbygg-
ingar skólakerfisins. Þaö heföi
aftur á móti I för meö sér
stöönun á menntasviöinu. Af-
leiöing þessa yröi sú^aö viö ts-
lendingar yröum eftirbátar
annarra þjóöa á þessu sviöi,
en þaö heföi aftur I för meö sér
afturkipp i sókn okkar til auk-
innar hagsældar og velmegun-
ar. í stuttu máli: .niöurskurö-
ur á útgjöldum til mennta-
mála þýddi i raun afturför á
flestum sviöum. Viö Fram-
sóknarmenn getum þar af
leiðandi ekki tekið undir kröf-
ur um þaö, að dregiö veröi úr
útgjöldum á þessu sviöi.”
Um framlög þeirra til heil-
brigöis- og tryggingamála
gegnir svipuöu máli:
„Hægt væri aö skera niöur
útgjöld til þessara mála-
flokka, annaö hvort meö þvi
að taka upp sérstök gjöld fyrir
læknisþjónustu eöa sjúkrahús-
vist eöa þá meö þvi aö draga
úr framlögum til uppbygging-
ar heilbrigðiskerfisins. Yröi
fyrri leiöin farin, þýddi þaö i
raun og veru aö öll heilbrigðis-
þjónusta a.m.k. sú, sem dýr-
ari er og i dag þykir sjálfsögö
án endurgjalds, yröi forrétt-
indi þeirra efnaöri i þjóöfé-
laginu. Þaö getum viö Fram-
sóknarmenn aldrei sætt okkur
viö. Sföari leiðin heföi aftur á
nóti i för meö sér stöönun á .
heilbrigðissviðinu og þar meö
afturför á þessu sviöi I saman-
buröi viö aörar þjóöir, sem
allar keppast viö þaö aö gera
heilbrigðisþjónustu sina sem
fullkomnasta. Viö Framsókn-
armenn erum þar af leiöandi
andvigir niöurskuröi á út-
gjöldum á sviöi heilbrigðis- og
tryggingamála.”
Spor i öfuga
átt
Siðan gerir Eirikur Tómas-
son rækilega grein fyrir þörf-
um almannatrygginga, fyrir
nauösyn framlaga á sviöi
samgöngumála og orkumála,
en hægri menn hafa ekki sizt
veitzt aö framlögum til þess-
ara málaflokka. Um framlög
til húsnæöismála segir Eirikur
m.a. i ræöu sinni:
„A flestum stööum á land-
inu er kvartað yfir of litlu hús-
næöi, bæöi atvinnuhúsnæöi og
ibúðarhúsnæði, og flestir kalla
á hærri framlög til byggingar
nýs húsnæöis eöa kaupa á
eldra húsnæði. Viö Framsókn-
armenn teljum þaö spor I öf-
uga átt aö skera niöur framlög
til atvinnu- og ibúöarhúsnæö-
is, enda liggur i augum uppi til
hvers slikt myndi leiöa.”
Bezta
ríkiskerfi
Enda þótt vara beri viö
hvatskeytlegum hugmyndum
um almennan niöurskurö op-
inberra framlaga, fer þvi
fjarri aö ekki standi margt til
bóta I ríkiskerfinu. Um þetta
segir Eiríkur Tómasson:
„Aö sjálfsögöu viljum viö
gera breytingar á „kerfinu”.
En viö erum þeirrar skoöunar,
eins og rakiö hefur veriö hér
aö framan, aö þaö sé skref aft-
ur á bak aö draga úr félags-
legri samhjáip og/eöa opin-
berum framkvæmdum. 1 staö
þess teljum viö, aö nýta beri
skatta þjóöfélagsþegnanna
mun betur en nú er gert og
jafnframt viljum viö gera
stjórnkerfið lýöræðislegra og
opnara en þaö er i dae.”
Meöal þeirra atriöa sem
Eirikur nefnir i framfaraátt er
meiri valdskipting milli rikis
og sveitarfélaga. Telur hann
aö fjölmörg og mikilsverð
verkefni sem nú eru I höndum
rikisins eigi aö vera i höndum
sveitarfélaga og landshluta-
samtaka.
1 ööru lagi telur Eirikur
Tómasson aö bæta þurfi stór-
lega-aðhald og eftirlit hinna
þjóökjörnu fulltrúa meö
stjórnsýslunni. Þingnefndir
ættu aö fá miklu betri skilyrði
til aö kynna sér mál niður i
kjölinn og fylgja þeim eftir.
Opinberum nefndum og ráö-
um ætti aö gera skylt aö gera
Alþingi árlega skýrslu um
störf sin.
Úrbóta-
tillögur
Til þess aö tryggja betur
mannréttindi og réttaröryggi
þarf svo nefndur umboösmaö-
ur Alþingis aö taka til starfa
hið fyrsta, en honum er ætlaö
aö fjalla um erindi og
kvartanir fólks sem óháöur
aöili andspænis rikiskerfinu
og dómstólunum.
i framhaldi af þessu leggur
Eirikur Tómasson til aö
stjórnarstofnanir veröi skyld-
aöar til þess aö veita almenn-
ingi miklu meiri upplýsingar
um störf og ákvaröanir, og
meö þeim hætti aö fólkiö geti
látiö i Ijós afstööu sina áöur en
þaö stendur frammi fyrir
gerðum hlut. Enn fremur telur
hann aö skýrari reglur þurfi
aö gilda um þaö aö stjórn-
valdshafar fjalli ekki um mál
sem kunna aö snerta þá sjálfa
persónulega.
Hert
aðhald
Um rekstur rikisstofnana
almennt segir Eirikur:
„Viö Framsóknarmenn er-
um þeirrar skoöunar aö heröa
beri aöhald aö rekstri ein-
stakra rlkisstofnana og fyrir-
tækja og auka hagræðingu á
ýmsum sviöum. Gera þarf út-
tekt á rekstri einstaka stofn-
ana og fyrirtækja og birta
niöurstööurnar opinberlega.
Þaö hefur staöiö ýmiss konar
hagræöingu fyrir þrifum, aö
ekki hefur veriö hægt aö segja
opinberum starfsmönnum upp
störfum. Til þess aö ráöa bót á
þessu teljum viö aö afnema
beri æviráðningu opinberra
starfsmanna, en bæta I þess
staö laun þeirra. Veita ber
þeim forstööumönnum, sem
standa sérstaklega vel aö
rekstri stofnana sinna eöa fyr-
irtækja viðurkenningu i einu
eöa ööru formi”.
Athyglisveröar eru þær upp-
lýsingar sem fram koma I
ræöu Eiriks Tómassonar aö
raunveruleg skattbyröi á ls-
landi er minni en I Skandi-
naviu, en eins og menn vita er
staögreiöslukerfi skatta I gildi
þar, en hérlendis rýrnar skatt-
urinnsem nemur árlegri verö-
bólgu. A þessu ári greiöa Is-
lendingar þannig sem næst
35% af þjóöarframleiöslu i op-
inber gjöld alls. Ariö 1974
greiddu Danir hins vegar 46%,
Norömenn 46% og Svlar 43%.
Afturhald
ungra
hægri-
manna
Loks segir Eirikur Tómas-
son um afleiöingar þess aö
gripiö yröi til verulegs niöur-
skuröar rikisútgjaldanna:
Annars vegar stöönun eöa
hreina afturför á mikilvægum
sviöum þjóöllfsins, eins og I
atvinnulifinu, heilbrigöisþjón-
ustunni eöa skólakerfinu. Hins
vegar aukiö misrétti I þjóöfé-
laginu á milli þeirra, sem efn-
aðir eru, og hinna, sem minna
bera úr býtum. Þetta er, þeg-
ar öllu er á botninn hvolft, inn-
takið i stefnu ungra Sjálfstæö-
ismanna. Viö Framsóknar-
menn lýsum okkur enn einu
sinni andviga þessari stefnu”.
JS
Kari Skjönsberg
lektor frá Osló heldur tvo fyrirlestra i
Norræna húsinu miðvikudaginn 2. nóv. kl.
20.30 „Kjönnsrollemönster i nyere
skandinaviske barne- og ungdomsböker”.
fimmtudaginn 3,j nóv. kl. 20.30 „Den
Kvinnepolitiske situasjon i Norge”.
Verið velkomin.
NORRÆNA
HÚSIO
Framleiðum eftirtaldar
gerðir
HRINGSTIGA:
Teppastiga, tréþrep,
rifflað járn og úr áli.
PALLSTIGA
Margar gerðir af inni- og
útihandriðum.
Vélsmiðjan Járnverk
Ármúla 32 — Sími 8-46-06
Eigum allar stærðir af
og nýjum
hjólbörðum
Tökum til sólningar flestar
stærðir hjólbarða
Nýjar vé/ar - Vanir fagmenn
HEITSÓLUN - KALDSÓLUN
Izta og stærsta
hjólbarðaþjónustufyrirtæki
á íslandi
POSTSENDUM
UM LAND ALLT
og góð
þjónusta
VINNU
STOfAN
HF
Skipholt 35
105 REYKJAVlK
simi 31055
Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla