Tíminn - 02.11.1977, Side 10

Tíminn - 02.11.1977, Side 10
Olían og stórveldapólitíkin Mikilvægi svartagullsins í heimi nútímans 1 siðustu grein var rætt um gildi olíunnar fyrir heiminn all- an og afleiðingar þess ef hana skortir. Rætt var um vöxt og viðgang oliufélaganna banda- risku og þá aöstöðu sem þau höfðu til skamms tima i Mið- austurlöndum. Þá var rætt um völd og áhrif oliuiðnaöarins, ó- heillaþróun i deilum Israels og Arabarfkjanna og þar siðast komið, að Rússar sendu skrið- dreka og herflugvélar til Egyptalands, Sadat hótaði striði, Kissinger hvatti tsraels- menn til að reiða ekki fyrst til höggs. Arabar hófu þvi striðið. Aðdragandi oliubanns á Bandarikin Það kom bandariskum og israelskum ráöamönnum ger- samlegaá óvarthversu öflug og árangursrik sókn Arabanna var. tsraelsmenn misstu mikið lið og margt vopna. Þeir reyndu loftárásir, en rússneskar loft- varnarbyssur gerðu mikinn usla I flugflotanum. Á þrem dögum misstu Israelsmenn 45 F-4 flug- vélar, meira en fimmta hluta þess flugflota sem fenginn var frá Ameriku. Israelsmenn leit- uðu ásjár hjá Bandarikjunum ogbáðuum aukinn vopnabúnað. Kissinger utanrikisráðherra vildi hvorki styggja Araba né Rússa. Samt sem áður sneri hann sér til Pentagon og Schles- ingers varnarmálaráöherra og baö um að hafinn yrði undir- búningur vopnasendinga til ísrael. Þegar Kissinger ræddi við ambassador Sovétrikjanna, Anatoli Dobrynin, sagði hann að Bandarikjaþing krefðist þess, að Israel væri þegar I stað veitt nauðsynleg aöstoð. Jafnframt sagði hann aö détente-stefnu stjórnar sinnar væri ógnað nema Sovétmenn beittu áhrifa- valdi sinu við Araba, stöövuðu sóknarheri Araba og beittu sér fyrir vopnahléi i Miðausturlönd- um. Þessi aðvörun hafði engin áhrif. Þann 9. nóvember fréttu ráðamenn i Washington að sov- ézk skipstreymdu til sýrlenzkra og egypskra hafna með aukinn vopnabúnað. Daginn eftirfengu israelska og bandariska leyni- þjónustan óyggjandi upplýsing- ar um að Sovétmenn væru að hefja stórfellda vopnaflutninga Golda Meir forsætisráðherra tsraels: Vegna þrýstings frá Washington hélt hún að sér höndum og Arabar hófu striðið. til Damaskus og Kairó meö loft- brú. tsraelski ambassadorinn lagði nú enn haröar að Kissing- er og sagði að öryggi tsraels væri I voóa ef ekki fengjust vopn. Það dróst að Bandarikjamenn gæfu afdráttarlaust svar. Vara- varnarmálaráðherrann William P. Clements reyndi að sannfæra Schlesinger um aö frekari upplýsinga væri þörf. Clements átti hagsmuna að gæta i oliu- iðuaðinum. Hann taldi Banda- rikin ekki undir þaö búin að hefja fyrirvaralausa vopna- flutninga tillsrael, kanna þyrfti birgðir og útvega flugvélar. En sama kvöld var ljóst af upplýs- ingum CIA að loftflutningar Rússa nálguðust hámark. Kiss- inger frétti að þrjár rússneskar flugsveitir væru reiðubúnar að fara til Miðausturlanda ef þörf væri á. Eftir fjögurra daga undan- brögðkom skipun frá Washing- ton um að senda 10 C-130 flutn- ingaflugvélar fulllestaðar her- gögnum til Azoreyja ennfrem- ur aö 20 C-130 flygju til Israel. tsraelski ambassadorinn til- kynnti Goldu Meir, aö hafin væri stórfelld bandarisk loftbrú til Israel. Vopnin langþráðu voru á leiðinni. ísraelsmenn fylltust eldmóði og hófu stór- fellda sókn gegn Sýrlendingum og náðu talsverðu landi á vest- urbakka Súezskurðar. Arabar svöruöu að bragði. Oliubann var sett á Bandarikin og nú upphófst örvæntingarfullt timabil samn- ingaviðræðna og reynt var að koma á vopnahléi. Hætta á heimsstyrjöld Brezhnev bauð Kissinger aö fljúga til Moskvu og lagöur var grundvöllur að samkomulagi. En þegar Kissinger kom aftur til Washington eftir að hafa komið viö i Jerúsalem og Lond- on bárust kvartanir frá Rússum um að Israelsmenn hefðu brotið vopnahléssamninginn. ísraels- menn voru búnir að umkringja egypskar hersveitir á bakka Súezskurðar og sóttu fram af miklum þunga hinum megin skurðarins. Kissinger vissi sem var, að Rússar myndu aldrei sitja aðgerðarlausir meðan her- sveitir Egypta guldu afhroð. Þann 24. október baö Sadat Sovétrikin og Bandarikin aö senda sveitir til að stilla til frið- ar og fylgja eftir vopnahlénu. Ýmsir töldu þetta hugmynd Rússa og ekki hlaut hún góöar undirtektir i Washington. Sovéskar land- og flotadeildir voru til reiðu i sjö árásarskipum sem sigldu um á austanverðu Miöjarðarhafi. Sjö flugsveitir og 40.000 hermenn voru tilbúnir til átaka i Rússlandi. Siðla sa.ma dag sátu þeir Kissinger og Dobrynin ambassador og reyndu að komast að samkomu- lagi. Þrem stundum siöar fékk Dobrynin bréf frá Breshnev, sem afhendast skyldi Nixon for- seta. Þar voru Bandarikin hvött til þess að senda fnenn isameig- inlega friðargæzlusveit. Kiss- inger ræddi viö Nixon og svarið kom um hæl. Blákalt nei. Það væri óðs manns æði ef stórveld- in sendu liðssveitir á staðinn. A þingi Sameinuöu þjóðanna ásakaði sovéski sendifulltrúinn Jakob Malik Bandarikin fyrir að hjálpa tsraelum aö viröa aö vettugi vopnahléö. Sendifulltrúi Bandarikjanna skýrði Kissinger frá þessu þegar i staö. Hámarki náði spennan þegar Nixon for- seta barst kuldalegt bréf frá Breshnev þar sem hann ásakaöi tsraelsmenn fyrir gróf vopna- hlésbrot og hvatti Bandarikja- menn til að senda gæzlusveitir á svæðið o'g myndu Sovétmenn gera slikt hið sama. Ennfrem- ur: Það er ljóst að afstaða Sovétrikjanna er sú, að sjái Bandarikin sér ekki fært að standameöokkuri þessu máli þá munu Sovétrikin taka til alvar- legrar athugunar að gripa til sinna ráða. Hótunin var augljós. Kissing- er hafði þegar samband við Nixon og mæltimeð áhrifamikl- um pólitiskum aðgeröum jafn- framt þvi sem hernum væri skipað að vera viðbúinn. Orygg- isráð Bandarikjanna kom sam- an til fundar og samþykkt var að fyrirskipa varnarástand nr. þrjú. En varnarástand skiptist i fimm flokka og númer eitt er strið. Flugvélaskipið John F. Kennedy var sent I átt til Mið- jarðarhafsins og um borð voru 12 orrustuþotur. Rúmlega 50 sprengiflugvélar voru kvaddar til Bandarikjanna frá Guam og 82. flugsveit Bandarikjanna var sagt að vera tilbúin til brottfar- ar kl. 6 um morguninn. Loks var herafla Bandarikjanna skipað að vera við öllu búinn. Breytt afstaða Rússa Daginn eftir — þegar 12 stundir voru liðnar frá þvi er Breshnev sendi Nixon' sin ógnvænlegu skilaboð — breytt- ist tónninn skyndilega I Rússum á þingi Sameinuðu þjóðanna. Rússarstuddu nú tillögu Banda- rikjanna um að senda neyðar- sveitir á vegum Sameinuðu Þjóðanna til Miðausturlanda og skyldu hvorki Rússar né Banda- rikjamenn skipa þær sveitir. Þrátt fyrir það aö rússneskar flugsveitir væru enn i við- bragðsstöðu varljóst, að hættan á stórveldaátökum virtist liðin hjá um sinn og Bandarfkin aft- urkölluðu allsherjarviöbúnað herafla sins. Kissinger hélt á- fram að ræða viö tsraelsmenn Ibn Saudi, konungur Saudi- Arahlu. Bandarikjamenn lánuðu honum endalaust fé til munað- arlifs, byggðu honum loftkældar hallir I eyðimörkinni og þjónuðu duttlungum hans. og reyndi að fá þá til að hverfa burt meö lið sitt af vesturbakka Súez. Mesta hættan var liðin hjá. RichardNixon kallaði þetta mestu hættustund frá þvi I Kúbudeilunni 1962 er Rússar reyndu að koma þar upp eld- flaugastöðvum. Hvert átti að leita? Til hvers er að rekja þetta? Mönnum eruþessir atburðirlik- lega i fersku miimi. En sé betur að gáð kemur annað i ljós. Þess- ar ýfingar við Rússa og oliu- bann Araba á Bandarikin voru ógnvænleg aðvörun til þeirra manna sem mótuðu Bandariska utanrikisstefnu. Það var timi til kominn að Bandarikin tækju að hyggja að orkuforða sinum. Áð- ur fyrr hefðu Bandarikin orðið sér úti um aukabirgðir af oliu meðþviað fá þær annars staðar frá á vesturhveli jarðar. En heimsvaldastefna oliuiðnaöar- ins bandaríska hafði bakað sér fjandskap við Mexico sem er á sama ollusvæði og Texas. Mexi- comenn, er áttu talsverðar olíu- lindir, tóku yfirráð þeirra úr höndum oliufélaganna banda- risku 1938. Suður-Amerfka, Kanada og Bandarikin hafa að mestu fullnýtt oliulindir sinar og geta tæpast afgreitt meiri oliu en þegar er. Auk þess var þörf Bandarikjanna nú miklu meiri en svo að þessi rfki gætu veitt umtalsverða aðstoð. Á undanförnum árum hefur Indó- nesfa haslað sér völl á olfu- markaðinum svoog nokkur lönd 0 I Afriku. En ekkert þessara landa var þá svo langt komið i tækni og vinnslugetu að gagn væri að. Það er aðeins eitt land í heiminum sem virðist þess um- komiö að fullnægja orkuþörf Bandarikjanna— Saudi-Arabía. Valdastóll svartagulls- ins Hvaö vitum við um Saudi- Arabiu? Miðausturlönd voru vagga heimsmenningarinnar. Fyrir rúmum fimm þúsund ár- um voru þar rikin Súmer og Babýlon við fljótin Tigris og Efrat. Þar þekkjum við nú rikið írak. Egyptaland og Nfl eru nöfn sem allir þekkja frá fornu fari. Þarna hafa orðið til mikil og merkileg trúarbrögð, siðast Islam. Mekka i Saudi-Arabiu er helgistaður Islamtrúarinnar. En sem þjóðrfki á Saudi-Arabia sér enga forsögu. Ríkið varð til fyrir 50 árum fyrir tilstilli svipmikils og atorkusams eyði- merkurhöfðingja, sem lagði undir veldi nágranna sinna. Hagkerfið er heldur frumstætt og rfkisskipan sömuleiðis. tbúa- talan er fimm eða sjö milljónir hirðingja, manntal hefur aldrei fariö fram. Rikið álika stórt og Texas og Alaska samanlögð. En hluti þessa rikis geymir i jörðu helming þeirra oliu sem eftir er i heiminum. Bandarikin auðsýna Saudi- Arabiu mikla virðingu. Þau komu þar fæti milli stafs og huröar 1930 og fundu ómetan- lega fjársjóði. Ekki leið á löngu þar til Bandaríkjamenn höfðu tryggt einkarétt allrar vinnslu oliu og skelltu I lás á nef keppi- nauta sinna. Hvað sem á hefur duniö f Miöausturlöndum hafa Bandarikin staðið með konungsrlkinu Saudi-Arabfu. Þegar einvaldurinn komst i fjárþrot lánuöu Bandarikja- menn honum fúlgur fjár en var lofað oliu i staðinn. Þegar Bret- ar veittu andstæöingum hans hernaðaraðstoð hjálpuðu Bandarikin til að reka þá á braut. Einhver þjóðarleiðtogi kallaði Saudi-Arabfu eitt frum- stæðasta og vanþróaðasta ein- ræðisriki i heiminum. Roosevelt forseti fór f opinbera heimsókn til Saudi-Arabiu og beitti sér fyrir þvi að Saudi fékk aðild að Sameinuðu Þjóðunum. Þegar Sameinuðu Þjóðirnar reyndu að fordæma þrælahald í Saudi komu Bpndarikin í veg fyrir að sú tillaga yrði samþykkt. Bandarikin lögöu risastóran flugvöll i Saudi-Arabiu og ráða- menn i Washington gerðu allt sem þeir gátu til að greiða götu óskabarnsins i landinu. Banda- rikin stjönuðu við Ibn Sau 1 k n- ung og þegar synir konungs kynntust ljúfu lifi og vildu nútimaþægindi inni á miðri eyðimörkinni byggðu Banda- rikjamenn loftkældar hallir og fluttu til landsins loftkældar lúxusbifreiðar. Sifellt var látið undan kröfum Arabanna og greitt sifellt hærra verð fyrir olfuna. Þar kom loks 1973 þegar Bandaríkjamenn fóru fram á aukið oliumagn til að mæta þörfum á heimamarkaði, að konungur Saudi-Arabiu aftók með öllu aukna framleiöslu fyr- ir Bandarfkin nema þau hættu að styöja tsrael. Þegar Banda- rikjamenn héldu áfram stuðn- ingi sinum við Israel settu Saudi-Arabar oliubann á Bandarikin og tóku stjórn Aramco oliufélagsins i sinar hendur. Sadat Egyptalandsfor: eti: Stöðugar striöshótanir studdar stórfelldum vopnasendingum frá Rússlandi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.