Tíminn - 02.11.1977, Side 13
Miövikudagur 2. nóvember 1977
nln Guðlaugsdóttir sér um
tímann.
17.50 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 «. A ég aö gæta bróöur
míns?”Ingi Karl Jóhannes-
son fjallar um samtökin
„Amnesty International”.
20.00 Kvöldvaka a. Einsöng-
ur: Friöbjörn G. Jónsson
syngur islenzk lög Ólafur
Vignir Albertsson leikur á
píanó. b. Knappstaöaprest-
ar Séra Gisli Brynjólfsson
flytur fyrsta hluta frásögu-
þátta sinna. c. Kvæöalög
Jónas Jósteinsson fyrrum
yfirkennari kveöur frum-
ortar vlsur. d. Mjöll á
Dofraf jalli Hallgrlmur
Jónasson rithöfundur segir
frá.e. Kórsöngur: Dómkór-
inn i Reykjavik syngur is-
lenzk lög Söngstjóri: Dr.
Páll Isólfsson.
21.30 (Jtvarpssagan: „Vlkur-
samfélagiö” eftir Guölaug
Arason Sverrir Hólmarsson
les (20).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Dægradvöl” eftir
Benedikt Gröndal Flosi
Ólafsson les (25).
22.40 Djassþáttur I umsjá
Jóns Múla Ámasonar.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Miðvikudagur
2. nóvember 1977
18.00 Simon og krltarmynd-
irnar. Breskur mynda-
flokkur. Þýðandi Ingi Karl
Jóhannesson. Sögumaður
Þórhallur Sigurðsson.
18.10 Dádl flytur á mölina.
Leikinn, sænskur mynda-
flokkur I fjórum þáttum um
unglingspilt, sem á heima I
sveitaþorpi I Kenya. Hann
verður að hætta I skóla og
heldur til höfuðborgarinnar,
Nairobi, I atvinnuleit.
Þýðandi og þulur Hallveig
Thorlacius. (Nordvision —
Sænska sjónvarpið)
18.40 „Bera bý bagga skop-
Htinn”. Fæstir gera sér
ljóst, hvilik nytsemdardýr
býflugur eru. Til dæmis
yrði ávaxtauppskeran rýr,
ef engar býflugur væru I
heiminum. 1 þessari bresku
fræðslumynd er fylgst með
býflugum að störfum bæöi
utan bús og innan. Þýðandi
og þulur Jón O. Edwald.
19.00 On We GoEnskukennsla.
3. þáttur frumsýndur.
19.15 Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Augiýsingar og dagskrá
20.30 Skólahljóms veit
Neskaupstaöar. Haraldur
Guömundsson stjórnar
hljómsveitinni. Stjórn
upptöku Tage Ammendrup.
20.40 Húsbændur og hjú (L)
Breskur myndaflokkur.
Vargur I véum. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
21.30 Uppreisnin I Attica-fang-
elsinu (L) Haustiö 1971 varö
uppreisn I Attica-fangelsinu
I Bandarlkjunum. Fang-
arnir mótmæltu aðbúnaðin-
um og tóku fangaveröi I
glslingu. Meöan á
samningaumleitunum stóð,
var þjóövarðarliðið kvatt til
hjálpar. 1 þessari mynd,
sem gerð er sameiginlega af
danska sjónvarpinu og
BBC, segir blaðamaðurinn
Tom Wicker frá, en hann
var sáttasemjari I deilu
fanga og yfirvalda. Þýöandi
Eiður Guðnason. (Nord-
vision —Danska sjúvarpið).
22.20 Undir sama þaki.
Islenskur framhalds-
myndaflokkur I léttum dúr.
Endursýndur þriöji þáttur,
Hjartagosinn.
22.45 Dagskrárlok.
t'BffíÍi
13
David Graham Phillips:
SÚSANNA LENOX
Jón Helgason
■>
að þess háttar átti sér stað. En hvers vegna það átti sér
stað— það var henni enn meiri ráðgáta en áður. Nú, þeg-
ar henni var Ijóst orðið, að hugmyndir hennar um ást
sem andlegtfyrirbæri voru úr jafn lausu lofti gripnar og
trúin á jólasveina, gat hún ekki lengur skilið, hvernig á
því stóð, að hún var eiginlega til. Meðan hún var að
bregða f léttunum fram yfir ennið, sagði hún við Mabel:
„Þú — elskar hann?"
,,Ég:" Mabel skellihló. ,,Þú mátt fá hann ef þú vilt".
Það fór hrollur um Súsönnu. „Nei, nei", sagði hún.
„Hann er sjálfsagt góður — og hann er auðvitað frábær
leikari. En ég — ég kæri mig ekki um karlmenn."
Mabel hlóaftur — snöggt og beisklega. „Biddu bara",
sagði hún.
Súsanna hristi höfuðið með ungæðislegu öryggi.
„Skiptir það nokkru máli, hvað maður kærir sig um?"
sagði Mabel og lét sig einu gilda hvernig hin tók í þetta.
„Ég hef flækzt víða, og ég hef ekki fyrirhitt neinn, sem í
rauninni kærði sig um annað fólk. Maður kærir sig bara
um sjálfan sig. En karlmennirnir þurfa á kvenfólki að
halda, og kvenfólkið þarf karlmenn. Það er kölluð ást.
Það mætti eins vel kalla matariystina ást. Spurðu Burl-
ingham".
14
Tempest var alveg eins og hannátti að sér, er að mat-
borðinu kom, og aðrir einnig. Það var ekki snef ill af upp-
gerð í framkomu hans. [ vitund þessara fIjótaflækinga
var hið óvenjulega aðeins sjálfsagður hlutur og hið
óvænta það, sem alltaf hafði mátt búast við. Þeim fannst
því allt, sem gerðist, ofur-sjálfsagt og eðlilegt. Súsanna
fórvitaskuldað dæmi hinna. Þegar Tempest beindi orð-
um sínum til hennar, svaraði hún eins og ekkert hefði í
skorizt. Þess vegna vakti atburður sem hefði getað haft
leiðindi í för með sér, ef honum hefði verið of mikill
gaumur gefinn, minni athygli en fimm stór og þrútin
f lugnabit, sem Eshwell hafði fengið um nóttia. Og alveg
óafvitandi tileinkaði Súsanna sér þarna eitt mikilvægt
atriði í þeirri list að lifa í mánnlegu samfélagi — atriði,
sem miklu ræður um örlög manna. Það er eitt af meigin-
atriðunum í skynsamlegum sambúðarvenjum að læra að
láta það, sem ekki getur orðið að gagni, kyrrt liggja, og
einbeita sér að því, sem haganlegt er að gera.
Burlingham gerði nú heyrinkunnugt, að þau skyldu
leggja frá og láta reka niður til Betlehem. Andmælin
dundu á hónum. „Hvað? Var ekki talað um, að við yrð-
um hér heila viku?" hrópaði Fjóla. „Og ekki gekk það
svo amalega í gærkvöldi".
„Fengum við ekki seytján dali?" spurði Eshwell. „Við
fáum hvergi meira á einu kvöldi".
„Hver er það, sem stjórnar þessum leikflokki?" spurði
Burlingham Ijúf mannlega, en þó mynduglega. „Ég þyk-
ist vita, hvað ég er að gera".
Súsanna hlustaði á. Hún var orðin rjóð í kinnum og
niðurlút. Hún vissi, að Burlingham „hætti við að mjólka
dropsömustu kúna", eins og Konnemora komst að orði,
til þess að forða henni brott úr Sutherland. Og hún hafði
orð á þessu við hann, er þau hittust á framþiljunum tvö
ein, rétt eftir að báturinn var slopp.inn fyrir nesið neðan
við bæinn.
„Já", svaraði hann. „En ég geri mér miklar vonir um
frammistöðu þína. Ég vil koma þér á framfæri sem
fyrst". Hann svipaðist um, sá, að enginn var nálægur, og
dró þá samanbrotið eintak af Sutherland-póstinum upp
úr vasa sínum. „Svo skaltu líka", sagði hann, „lesa
þetta".
Súsanna las:
„Georg Warham hefur beðið oss að tilkynna, að hann
hafi hækkað upp í þúsund dali verðlaun þau, sem hann
heitir þeim, er getur sagt honum, hvar fósturdóttir hans,
frú Súsanna Ferguson, er niðurkomin. Það er nú mjög
óttazt, að þessi heiðvirða fallega kona, sem hvarf frá bæ
manns síns að kvöldi brúðkaupdagsins, sjálfsagt í
snöggri geðshræringu, hafi svipt sig lífinu. Vér vonum,
að svo hafi þó ekki verið".
Það hvarf allt í móðu fyrir augum Súsönnu, er hún
hafði lesið þessa tilkynningu. Hún varð þess þó vör, að
Burlingham horfði á hana. Svo mælti hann: „Eins og ég
hef áður sagt þér, þá vil ég ekki neitt vita um þinn feril.
En þegar ég las þetta, datt mér í hug, að hitt fólkið gæti
haldið, að þarna væri verið að lýsa eftir þér, ef
það læsi þetta — og mundi þá kannski vinna eitt-
hvert óhappaverk". Hann andvarpaði og brosti
háðslega. „Mér flaug það í hug sjálfum. Þús-
und dalir eru miklir peningar. Þú þekkir það ekki— ekki
enn — hvernig líkurnar til þess að græða pen-
inga — sama með hvaða ráðum — geta svipt menn — og
konur allri sjálfstjórn, þegar fjármunir eru jafn tor-
fengnir og nauðsynlegir og þeir eru í þessari veröld okk-
ar. Þú munt sjá það seinna, væna mín, að þeir, sem
verða fram úr hófi hneykslaðir, þegar aðrir gera eitt-
hvað misjafnt, eru alltaf fólk, sem aldrei hefur verið
freistað til þess að gera það sama. Ég veit ekki, hvers
vegna ég lét ekki...". Hann yppti öxlum. „Nú veiztu,
hvers vegna ég hef ekki komizt áfram í heiminum".
Hann brosti glaðlega. „En það getur breytzt. Spilið er
ekki nándarnærri búið".
Henni varð það Ijóst hve hann hafði í raun og veru fært
þunga fórn hennar vegna. Þótt hún bæri f jarskalega lítið
skynbragð á peninga, skildi hún samt, að þúsund dalir
var ekki neitt smáræði Hún átti ekki nein orð til í eigu
sinni. Hún mændi yf ir á smaragð-grænan f Ijótsbakkann,
augu hennar fylltust tárum og varirnar titruðu. Hversu
mikil mannúð var ekki til í heiminum — hversu mikil
mannást og göfgi!
„Ég er ekki viss um", sagði hann, „nema þú ættir að
fara heim aftur. En það verður þú sjálf að ákveða. Mér
sýnist sem þú munir sjálf vita, hvað þú ert að ganga út
í".
„Það er alveg sama, hvað ég kann að vera að ganga út
í", sagði hún. „Mig mun aldrei iðra þess, sem ég hef
gert. Ég myndi heldur fyrirfara mér en vera einn ein-
asta dag í námunda við þennan mann, sem ég var neydd
til að giftast".
„Jæja — mig langar nú ekki til þess að deyja", sagði
Burlingham glaðlega, „en þó held ég, að ég vildi heldur-
eiga undir högg að sækja hjá ormunum en láta geyma
mig í einhverju fjandans koti inni í skógi. Maður fær
kannski ekki matinn sinn eins reglulega, en maður lifir
þó. Já — þetta líf inni í skógi er áreiðanlega eins og vita
sig kominn í gröfina — fyrir þá, sem einhver lífsneisti er
í". Hann reif Sutherland-póstinn sundur í sex hluta og
fleygði þeim út fyrir borðstokkinn. „Þau hin hafa ekki
séð blaðið", sagði hann. „Svo að— ungfrú Lorna Sack-
ville getur verið róleg". Hann klappaði á öxlina á henni.
„Og nú skuldar þú mér eitt þúsund og tvo dali".
„Ég skal áreiðanlega borga þá skuld — ef þú getur
,,Ef ég ætti þessa verzlun, mundi.
eg leggja þessa deild niður og
setja hér upp leikfangadeild.”
DENNI
DÆMALAUSI