Tíminn - 20.11.1977, Qupperneq 4

Tíminn - 20.11.1977, Qupperneq 4
4 Sunnudagur 20. nóvember 1977 TÍMAMÓT 1ISLA þTRIDON r þurrkur æst á öllum Tridon þurrkurnar hafa þegar sannað yfirburði sína við erfið skilyrði. Lítum á staðreyndir. TRIDON hefur frábæra hreinsivirkni. TRIDON hrindir frá sér snjó. TRIDON er úr svörtu plasti. TRIDON endurkastar ekki Ijósi. TRIDON er ódýr. TRIDON er einföld í ásetningu. TRIDON er auðveld í viðhaldi. TRIDON hentar öllum bílum. TRIDON þolir— 40° C og + 145°C hita. Trídon þurrkur- tímabær tækninýjung nsínstöðvum — Áfangaskil 1 sögu fiskveiða við ísland Svona var eltingarleikurinn á hafinu. Hér geysist Lincoln I áttiná aö varðskipinu Ægi. Að réttri viku liðinni, mánu- daginn 28. nóvember næst kom- andi, munu seinustu þýzku tog- ararnir hverfa af Islandsmið- um. Bretar voru áður farnir, eins og flestum mun I fersku minni, og verður þá einungis fátt útlendra fiskiskipa eftir á miðum hér við land. Það er svo merkur sögulegur atburður, þegar þessar tvær stórþjóðir, Bretar og Þjóð- verjar.yfirgefa fiskimið Islend- inga, eftir að hafa skarkað þar öldum saman, að ekki er úr vegi að minnast þess með þvi að lita um öxl sér og renna huganum aftur i timann eina örskots- stund. Þeir sigruðu úthafið Varla mun það ofmælt, sem sagt hefur verið, að fundur Is- lands og landnám hér, sé eitt af undrum mannkynssögunnar. Að visu sýnist mannkindinni i blóð borið að leita út á yztu jaðra hnattarins, byggja sér bústað og hreiðra um sig, hvar sem tá- festu er að finna og einhver von erum að geta dregið fram lífið, — likt og jurtirnar, sem hafa lært að aðlagast hinum ólfkleg- ustu skilyrðum, — en mikla út- þrá hlýtur samt aö hafa þurft til þess að leggja á Islandshaf með allt sitt, lifandi og dautt, það er unnt var að flytja á þeim far- kostum, sem vikingaaldarmenn áttu yfir aö ráða. Areiðanlega hafa Ægi lika verið færðar miklar fórnir i þeim leik, mörg skip „týndusti hafi”, en hér fór eins og jafnan, bæði áður og sið- ar, að tegundin sigrar, þótt ein- staklingurinn tapi. Vikingamir sigruðu Islandshaf, námu hér land og stofnuðu nýtt þjóðfélag, og: ..Landnámi Islands fylgdu i árdaga fyrstu reglubundnu út- hafssiglingarnar i veröldu, en um 1400 hófst nýr áfangi i sögu íslandshafs”. segir Björn Þor- steinsson prófessor i hinni ágætu bók sinni Tiu þorskastrið. Þessi „nýi áfangi I sögu Is- landshafs” er sá, að upp úr aldamótunum 1400 (1408 eða 1409), taka enskir fiskimenn að sækja á Islandsmið, — og hafa haldið þvi áfram allt fram á sið- ustuár. Fiskimiðin voru auðug, og öld fram af öld mokuðu út- Oft höfðu Islenzk biöð frá tiöindum að segja á meðan þorskastrlöin stóðu yfir. Þannig leit forsiða Timans út 3. september 1958, — fyrir rúmum nitján árum. lendingar upp matnum við strendur Islands, fyrir augun- um á skipalausri, veiðarfæra- lausri og hundraðri þjóð. „Is- lands óhamingju varð allt að vopni”. Þjóðin svalt, þótt allt i kringum landið væru einhver auðugustu fiskimið i heiminum, en það var eins og Islendingum væri þetta ekkinóg. Þeirlétu sig ekki heldur muna um að svelta hálfu og heilu hungri heldur en að leggja sér til munns hrossa- kjöt, af þvi að það var „bannað i Bibliunni”. Enginn skyldi þó halda, að allir útlendingar, sem sigldu undir Island á miðöldum, hafi getað athafnað sig hér að vild sinni, óáreittir af öllum. Fjarri fór þvi. Árið 1529 var Ham- borgarfari sökkt norður á Eyja- firði, og 2. april 1532 börðust Þjóðverjar og Englendingar um Básenda á Suðurnesjum. I júni sama ár varö svo orrustan um Grindavík. þegar Diðrik fógeti af Mynden „gekkst fyrir herút- boði til þess að hindra yfirgang englendinga,semhöfðu vígbúist i Grindavik”. (Björn Þorsteins- son: Tiu þorskastrið, bls.71). Báðar þessar orrustur, á Bás enda og IGrindavik virðast hafa verið hinar villimannlegustu og minna mjög á lýsingar á aðför- um sjóræningja. Eins og vænta mátti, drógust Islendingarfljóttinn i deilur um yfirráðin yfir gögnum og gæð- um þeirra eigin lands og sjávar. Próf. Björn Þorsteinsson segir, að tslendingar hafi „sannanlega verið virkir þátttakendur i bar- áttunni um Islandsmið allt frá árinu 1419...” — svo það er þá rösklega hálf sjötta öld, sem baráttan hefur staðið, þott með hvildum hafi verið. Ekki þarf að minna á atburði sem eru svo að islendingar hafa tileinkað sér nýja tækni viö vörzlu landhelgi sinnar. Þar er landhelgisgæzla úr lofti mikilvægt skref fram á viö. Brezka freigátan Naiadsækir að varðskipinu Tý. Myndin er tekin I april 1976. Brezki fiotinn handtók 9 íslendinga íið löggæzlu í íslenzkri landhelgi jOfbeitlúVwk brezkra herskipa i*r- :astia«kana Þór tók brcrkan tii» ! ara aá laitdhelgisveiíum á NorMjarS larflóa og sctti menn um borS, en her- ík'tp kom i vetjvang mcó mannaslar fallbyssrir, og hinslraSi íoku landhetg- isbrjólsias ttteS vepnavatíi ólkaflokkurittn og Sjálfstjórnar- fWíknran kreíj- a*t stjekkunar forí mótmdi Nia Ían&SgUbrjátar skófu enn bohi- <«. inn át aí Knp í eærkvöldi y/vfyiv i. HnbwK&tovn, ,. .. . , . , . ,, , ., . *v^y. t l.kat t»l ki* HýWIIMNM <***n*i* 't**K*wsr% **, wkb; btttks íl <<**>* *>>« Mvn , _ ■* > //*.■*/ *»«&*> >«■„ ,<■',/> » v/. *,/■ ■*%>,, ,/i ísiojiHQvW. ' +,%*."> ■*/■«< ink < t i>y»fo*<#»y,ic,. ,«*í„/,w tv>*,;vy 'í y,#< Árið 1901 gerði danska stjórnin þann samning við Breta, að iandhelgi við ísland skyldi vera þrjár mUur og fylgja strönd- um inn i firði og flóa. Árið 1946 fluttu Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson þá tillögu á alþingi, að þessum samningi skyldi sagt upp, og var það gert nokkrum misserum siðar. Árið 1952 færði samstjórn Steingrims Stein þórssonar landhelgina út i fjórar milur og lokaði fjörðum og flóum. Þvi svöruðu Bretar með löndunarbanni á islenzkum físki. Árið 1958 færði vinstri stjórnin fyrri landhelgina út i tólf sjómilur. Þvi svöruðu Bretar með þorskastriði. Árið 1972 færði vinstri stjórnin siðari landhelgina út i fimmtiu sjómilur, og aftur svöruðu Bretar með þorskastriði. Loks færði núverandi rikisstjórn land- helgina út í tvö hundruð milur árið 1975, og enn efndu Bretar til þorskastriðs.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.