Tíminn - 20.11.1977, Page 9
Sunnudagur 20. nóvember 1977
9
Hvað verður nýtt að lesa í vetur? Hvað verður nýtt að le
Sextán nýjar bækur frá bókaforlagi Odds Björnssonar
Ný útgáfa af Þjóðtrú
og þjóðsögum, og
margt fleira girnilegt
Bókaforlag Odds Björnssonar
á Akureyri á áttræðisafmæli á
þessu ári, og gefur að vanda út
margt bóka. Það var árið 1897,
sem Oddur Björnsson gaf út
fyrstu bók forlagsins, „Þyrna”
Þorsteins Erlingssonar.
Samkvæmt upplýsingum
Geirs S. Björnssonar prent-
smiðjustjóra, hafa forráðamenn
bókaforlagsins ákveðið að
senda frá sér Þjóðsagnasafn
Odds Björnssonar, Þjóðtrú og
þjóðsagnir, i nýrri útgáfu. Bók-
in, sem gefin var út 1908, er
löngu uppseld, og hefur, að sögn
Geirs, verið mikil og vaxandi
eftirspurn eftir henni, einkum
hin siðari ár, enda mun hún nú
næsta torfengin. Sira Jónas
Jónasson á Hrafnagili bjó safnið
til prentunar i upphafi og skrif-
aði merkan formála um þjóðtrú
og þjóðsagnir og menningar-
sögulegt gildi þeirra. En löngu
eftir að safn þetta var gefið út,
fannst i dóti Odds Björnssonar
böggull með þjóðsagnahandrit-
um, sem ljóst var að var frá
hinni fyrstu söfnun hans. Sögu-
menn og skrásetjarar voru all-
margir, þar á meðal Oddur
Björnsson sjálfur. En flestar
sögurnar hafa þeir skrásett
Benedikt Guðmundsson
(1879—1818), kennari frá Hring-
veri á Tjörnesi og Theódór
Friðriksson rithöfundur
(1876—1948), á árunum
1907—1911.
Samkvæmt upplýsingum
Geirs S. Björnssonar er aug-
ljóst, að sira Jónas hefur lesið
Guðmundur Þorsteinsson.
handritið yfir, leiðrétt stafvillur
og vikið orðalagi við eftir þvi
sem betur fór. Var þvi ákveðið
að taka þesa viðbót með i hina
nýju útgáfu, sem Steindór Stein-
dórsson frá Hlöðum hefur búið
til prentunar. Ung listakona á
Akureyri, Þóra Sigurðardóttir,
hefur myndskreytt þessa nýju
útgáfu, sem er væntanleg á
markað i lok nóvembermánað-
ar.
Bókaforlag Odds Björnssonar
gefur annars út sextán bækur á
þessu ári, og eru tvær ljóða-
bækur þegar komnar út: Málað
á gler eftir Guðmund L. Frið-
finnsson rithöfund og bónda á
Egilsá, en það er fyrsta ljóðabfk
hans, og Þankagælur eftir Kat-
rinu Jósepsdóttur, sem búsett er
á Akureyri. Hún hefur áður sent
frá sér íjóðabók.
Guðmundur Þorsteinsson frá
Lundi hefur skrásett nýja bók,
sem heitir tslenzkar dulsagnir.
Hér eru skráðar frásagnir af
ýmsum dulrænum atburðum,
sem sannanlega hafa átt sér
stað, en erfitt er að útskýra með
náttúrulögmálum, fyrirbæri
einsog framtiðarskyggni, hugs-
anaflutningur, berdreymi, hug-
boð og huglækningar, svo nokk-
uð sé nefnt. Hér kemur Margrét
frá öxnafelli viða við sögu, en
sem kunnugt er munu ófáir Is-
lendingar telja sig standa i
þakkarskuld við hana fyrir
veitta aðstoð. Um þessa bók far-
ast Ævari R. Kvaran svo orð i
eftirmála: ,,.... Frásögnin er öll
fyrirhafnarlaus og blátt áfram,
en svo athyglisverð að efni, að
erfitter að leggja bókina frá sér
áður en henni er lokið.”
Saga hestalækninga á tslandi
er mikil og fróðleg bók eftir
Kanadamanninn George J.
Houser, en Heimspekideild Há-
skóla Islands hefur tekið hana
gilda sem doktorsrit við háskól-
ann, og fer doktorsvörn væntan-
lega fram eftir áramót. Hér er
meðal annars dreginn fram
merkur þáttur i menningarsögu
Islands og gerð grein fyrir aðal-
ástæðu þess, að sá þáttur er ein-
stakur i sinni röð á Norðurlönd-
um. Bókin skiptist i 38 kafla,
auk heimilda- og nafnaskrár.
Andrés Kristjánsson hefur
skrásett Kaupfélagsstjóratal
með æviskrám á fjórða hundrað
manna, sem gegnt hafa starfi
kaupfélagsstjóra hér á landi frá
árdögum kaupfélaganna og allt
til þessa árs. Bókin er i stóru
broti og birtist ljósmynd af við-
komandi manni með hverri ævi-
skrá.
Hjónin Jenna og Hreiðar Stef-
ánsson hafa notið mikillar hylli
yngstu lesendanna og eru hinar
svonefndu öddu-bækur ávallt
mjög vinsælar. Nú koma á
markaðinn þrjár öddu-bækur,
sem hafa verið uppseldar. Þær
eru Adda, 4. útgáfa, Adda i
menntaskóla og Adda trúlofast,
og er þetta 3. útgáfa á tveim
hinum siðar nefndu. Þá eru all-
ar sjö öddubækurnar aftur fá-
anlegar. Auk þess kemur út ný
barnabók eftir Hreiðar Stefáns-
son, og nefnist hún Mamma min
er lögga.
Ármann Kr. Einarsson sendir
einnig frá sér nýja barnabók, og
nefnisthún ömmustelpa.Sagan
er að mestu leyti byggð á dag-
bók höfundarins um timabil á
þroskaferli litillar dótturdóttur.
Þá kemur út tiunda bindið i rit-
safni Ármanns, en það er ungl-
ingabókin Flogið yfir flæðar-
máli, sem er úr bókaflokknum
um Árna og Rúnu i Hraunkoti.
Unglingabækur Ragnars Þor-
steinssonar um ævintýri tvibur-
anna Silju og Sindra, Upp á llf
og dauða og Skjótráður skip-
stjóri, hlutu einróma lof gagn-
Ármann Kr. Einarsson.
rýnenda þegar þær komu út, og
nú kemur þriðja bókin i þessum
flokki eftir Ragnar, og nefnist
Flöskuskeytið.
Hafdis Norðfjörð, sem hefur
vakið athygli fyrir góðan lestur
á barnasögum i Rikisútvarpið,
sendir nú frá sér sina fyrstu
bók, Ævintýri frá annarri
stjörnu. Bókin er fagurlega
myndskreytt af listakonunni
Þóru Sigurðardóttur. Þetta er
ævintýri bæði fyrir börn og full-
Jenna og Hreiöar Stefánsson.
Andrés Kristjánsson.
Bandarikjunum undanfarna
mánuði. Sagan hefur verið
kvikmynduð og er nú sýnd i
Bandarikjunum við mikla að-
sókn. Þessar tvær siðast nefndu
skáldsögur eru báðar þýddar af
Hersteini Pálsyni.
Auk þessa gefur Bókaforlag
Odds Björnssonar út timaritin
Týli', ritstjóri Helgi Hallgrims-
son, og Heima er bezt, ritstjóri
Steindór Steindórsson frá Hlöð-
um.
orðna, og minnir einna helzt á
barnabækur Thorbjörns Egner.
Loks er að geta tveggja
þýddra skáldsagna. önnur er
Spitalaskip eftir Frank G.
Slaughter, en það er 55. skáld-
saga hans, og sjötta skáldsagan
sem Bókaforlag Odds Björns-
sonar gefur út eftir þennan við-
kunna höfund.
Hitt er skáldsagan Fram yfir
miðnætti eftir Sidney Shieldon,
sem verið hefur metsölubók i
EHá ^3 Eg3 ®3 ©3 EÖ EÖ ^
COSY STÓLLINN
með háu eða lágu baki
SKAMMEL OG HRINGBORÐ I TVEIMUR STÆRÐUM
VERÐIÐ:
Stóll með háu baki
Stóll með lágu baki
Skammel
Borð80 sm plata
Borð 65 sm plata
kr. 88.000
kr. 68.000
kr. 36.000
kr. 42.000
kr. 38.000
Stólarnir eru eingöngu framleiddir i
leðri og eru til á lager í dökkbrúnu en
við getum einnig f ramleitt þá í öðrum
litum eftir sérpöntunum. Grindin er úr
lituðum aski.
j SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 86822
Esa y