Tíminn - 20.11.1977, Blaðsíða 10
10
Sunnudagur 20. nóvember 1977
LANVIN
PARFUMS
Arpegedc Lanvin
Ilmvötn og baðvörur
Fást hjá:
Verzlunin Oculus, Austurstrœti 7, Reykjavík.
Snyrtivöruverzlunin Mona Lisa, Laugavegi 19, Reykjavík.
Snyrtivöruverzlunin Clara, Bankastrati 8, Reykjavik.
Snyrtivörubúðin, Laugavegi 76, Reykjavík.
Snyrtivörubúðin Kamilla, Hafnarstrati 16, Reykjavík.
Súpuhúsið, I.augavegi 17, Reykjavík.
Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirái.
Verzlunin Elva, Kirkjuhraut 6, Akranesi.
Verzlunin Edda, Hafnargötu 61, Keflavík.
Verzlunin Lindin, Eyrari'egi 7, Selfossi.
Vörusalan s.f., Hafnarstrati 104, Akureyri.
djo David Pitt & Co.
“ Laugaveg 15, sími 13333.
Starfskrafta vantar
nú þegar i snyrti- og pökkunarsal Hrað-
frystihúss Fiskvinnslunnar á Bíldudal h.f.
Húsnæði og mötuneyti á staðnum
Upplýsingar hjá verkstjóra i sima
(94)2116
Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar
ATVINNA
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar
vantar starfsfólk tll
fiskvinnslu, bæði karla og
konur.
Fyrirhugað er að unnið verði
í ákvæðisvinnu.
Hafið samband við
verkstjóra.
Verkstjóri
BERNSKA
OG
ÆTTJÖRÐ
Bernska og ættjörO
Tómas Guðmundsson: Heim til
þln, tsland. Ljóð. Helgafell.
Reykjavik 1977. 128 bls.
Þessi bók dregur nafn af upp-
hafsoröum þjóöhátiðarljóðs á
Þingvöllum 1974:
Heim til þfn, Island, ættjörö
vorog móðir,
vér börn þin einum huga
hverfum öll
i dag, á meðan niöur ellefu
alda
fer þungum söng um þögn vors
myrka blóös.
Af þessum toga er drjilgur
hluti kvæöa bókarinnar sem
viröastortá þrem áratugum, en
siöasta bók Tómasar, Fljótiö
helga, kom út 1950. Þar var
einnig fjöldi tækifæriskvæöa.
Skáldiö er einatt til þess kvatt
aö mæla fyrir munn þjóöar
sinnar á hátiöisstundum. Hann
flytur Danakonungi kvæöi aö
hætti hirðskálda, hyllir Eim-
skipafélagiö fimmtugt, og kveö-
ur um Skúla fógeta þegar af-
hjúpaöur er minnisvarði hans.
Aö minnsta kosti þrjú lýöveldis-
afmælisljóö er einnig aö finna i
nýju bókinni. Þá er kvæöi á af-
mæli Þjóöleikhússins. Kynleg
villa hefur slæðzt inn i fyrir-
sögnina: Þaö var ekki flutt á 25
ára afmæli leikhússins 1975,
heldur fimm árum áður. Þá
sýndi leikhúsiö Mörö Valgarös-
son eftir Jóhann Sigurjónsson
og er skirskotaö til þess i kvæö-
_inu.
„Tómas Guömundsson er
þjóöskáld vort og ástsælasta
skáldiö”, segir Kristján Karls-
son á kápu nýju bókarinnar. Af
oröalaginu má ráöa aö þetta
tvennt þurfi ekki áö fara
saman. Um Stsæld Tómasar
er ekki aö efast. Hitt kann aö
reynast vafasamara á vorri tiö
aö sæma nokkurn þjóöskálds-
heiti. Oröiö hefur yfir sér
rómantiskan blæ og tengist ó-
hjákvæmilega þjóöernishyggju
eins og þeirri sem greip hugi Is-
lendinga i sjálfstæöisbarátt-
unni. Eins og nú horfir eru hug-
myndir um þjóöerni og sameig-
inleg markmiö þjóöar meö öör-
um brag en fyrr. Stundum virð-
ist manni æriö djúpt á slikri til-
finningu: Er ekki „þjóöin” upp-
leyst i hagsmunahópa sem
streitast viö aö troöa skóinn
hver niöur af öörum? Þjóöernis-
hyggjan hefur- látiö undan siga
aö sama skapi sem trú manna á
stfelldar framfarir, ööru nafni
hagvöxt, hefur dofnaö.
Þessar hugrenningar vlkja
um stund þegar viö lesum
ættjaröarljóö Tómasar Guö-
mundssonar. Andi þeirra og
inntak eraö vlsu ættaö frá horf-
inni öld. En af málsnilld sinni og
smekkvisi tekst skáldinu ab
oröa upp á nýtt hin einföldu
siöaboð sem slikur kveðskapur
erreistur á: tryggö viö ættjörö,
menningu og tungu, mannúö og
mildi, viröingu fyrir lifinu og
auömýkt frammi fyrir guödómi
aö baki allrar tilveru.
Allt þetta dregur Tómas fram
i Þingvallakvæðinu sem til var
vitnað i upphafi. Og þessi
strengur er sleginn i mörgum
fleiri hátiöarljóöum. Þannig er
til aö mynda kveöiö á tuttugu
ára afmæli lýöveldisins:
Þvi, æska mins lands, þaö er
aldanna hamingjudraumur,
sem á sina ráðningu i dag
undirtrúfestiþinni.
Ó, opna þú honum þinn barm,
þitt brennandi hjarta.
Legg bernskunnar niðandi
lindir á fulloröiö minni.
Þótt viða sé hér fagurlega aö
oröi komizt er hinu ekki aö neita
aö þessi kvæöi hefðu mátt vera
færri I bókinni. 1 slikum kvæö-
um koma óhjákvæmlega sömu
Tómas Guðmundsson
hugmyndir upp aftur og aftur,
og þær eru oröaðar meö áþekk-
um hætti. Samt er þessi tæki-
færiskveðskapur augljóslega af
sömu rót runninn og hin „per-
sónulegu”kvæbi skáldsins Lifs-
skilningur hans er brotalaus. En
i ljóðunum sem Tómas yrkir
ótiúcvaddur túlkar hann hug
sinn með gleggri og nærgengari
hætti. Þau mætti auökenna meö
nafni eins ljóösins: HausttregL
Þau eru borin uppi af kennd sem
Kristján Karlsson kallar „sárs-
auki gagnvart mætti eyðilegg-
ingarinnar i öllu lifi”. Hér er
meö öörum oröum lýst þeirri
reynslu hversu árin flytja
manninn æ nær hinum hinztu
dyrum, manninn og þann heim
sem hann hrærist í. Ljóöiö sem
siöast var nafnt hefst svo:
Hve vel ég man þá daga löngu
liöna,
er lágu allir vegir heim til
vorsins
og allt var fallegt, fuglar,
blómogdýr.
Og enn i kvöld, er geng ég
gamallmaður
aö hitta mig i heimi týndrar
bemsku,
mig furöar ekki á neinu nema
þvl,
hve ástúölega allt þar viö
mér tekur,
rétt eins og foröum — fuglar,
blómogdýr.
Þessi tilvitnun verður aö duga
til marks um hugblæ ljóöanna.
En hér mætast I einum farvegi
hátiöarljóöin og hin, i teikni
þeirra orða sem höfundur hefur
valið sem heiti bókarinnar:
Landiö, voriö, bernskan, blóm-
in, dýrin: allt er þetta hnitaö i
eitt: upprunaleg verömæti, sem
toga manninn til sin æ fastar er
degi hallar. Og þótt aö vonum
hafi slaknaö á þeirri skáldlegu
spennu sem fyrri ljóö Tómasar
lýsa, þekkjum viö þennan tón.
Heim tilþin, tslander 1 rökréttu
framhaldi af Fljótinu helga,
þótt fyrri bókin sé mun veiga-
meiri. Og enn iökar Tómas þann
paradox, gamansaman og
tregafullan i senn, sem hann er
löngu frægur fyrir. Svo hefst
ljóö sem nefnist Tímaþrot:
Hve löturhægt bernskunnar
dagar oft gengu hjá garði.
Þeir gátu þó séö, að lifiö beiö
eftirmér,
og máttu vita, að þess vegna
þurftiég
sem fyrst á allri framtið
minniað halda.
Af þvi sem aö ofan var sagt
má ráða aö þessi nýja bók Tóm-
asar Guðmundssonar sé með al-
varlegri svip en fyrri ljóð hans.
Gamansemi bregður þó fyrir:
Or Feröadagbók (frá Bangkok)
minnir á feröakvæöin I
Stjörnum vorsins. A meðal
skáldfugla, kvæöiö um spóann
er dálitið I ætt viö Þrjú ljóö um
litinn fugl. Ég get ekki stillt mig
um að taka upp eitt erindi:
Og skálderhannspói og dável
af guöi gerður
og gæti vist talizt af
fjölmörgum öfundsverður.
Þvíhann hefur
einhvern veginn
meö kynlegri kænsku
komizthjá þvi aö vera þýddur
á sænsku.
Kvæðið um spóann er til
marks um það sem Kristján
Karlsson sýndi fram á i frægari
ritgerö sinni um Tómas, aö
„gamankvæöi” hans og „alvar-
leg” kvæði verða ekki sundur
greind af neinni skynsemi. Inn-
tak kvæðisins er hinn sami tregi
andspænis ofriki timans sem
bókin öll tjáir i ýmsum tilbrigö-
um.
Þessi ljóöabók breytir ekki
þeirrimynd sem islenzkir ljóöa-
unnendurhafa löngu gert séraf
skáldskap Tómasar Guömunds-
sonar, og hún varpar aö minum
dómi tæpast nýju ljósi á hann.
En hún rekur til loka skáldferil
sem er merkilegur i ljóölistar-
sögunni, og hún minnir á heim
og menningu sem er á hvörfum.
Slfk ljóö um ættjörðina, i viöum
skilningi, veröa sennilega aldrei
ort framar á tslandi.
Gunnar Stefánsson
bókmenntir