Tíminn - 20.11.1977, Side 15
Sunnudagur 20. nóvember 1977
15
Tíminn heimsækir Stöðvarfjörð
Stöðvfirzkar húsmæður við fiskvinnu i þeim hluta frystihússins á Stöðvarfirði sem tekinn hefur
verið i notkun. Þær gáfu sér ekki tima til að lita upp úr fiskinum. Undanfarin ár hefur verið um
timabundið atvinnuleysi að ræða ár hvert, en nú eru flestir Stöðvfirðingar á þeirri skoðun að það
verði úr sögunni með tiikomu nýja togarans.
— Og þetta er auðvitað lang-
stærsti vinnuveitandinn hér,
hvað vinna margir hjá HSS?
— Já, þetta er náttúrulega
langstærsti vinnuveitandinn hér
og sá eini i sjévarútvegi en fjöldi
þeirra sem starfar hjá okkur er
nokkuö breytilegur eftir árstið-
um svona frá 80 og upp i
120 manns. Töluverður hluti
okkar starfsfólks er auðvitað
kvenfólk, sem vinnur þá heilan
eða hálfan dag eftir atvikum.
— Hvernig hefur reksturinn
gengið frá sameiningu og fram
til þessa?
— Eins og allir vita, hafa ver-
ið töluverðir erfiðleikar i
sjávarútvegi, og höfum við ekki
farið varhluta af þeimfrekar en
aðrir staðir. Við höfum staðið i
stórræðum ef svo mætti segja,
en þegar á heildina er litið er
bjart framundan. Atvinnuleysi
var hér nokkuð um og upp úr
siðustu áramótum, en nú höfum
við togarann, og erum þvi bjart-
sýnir á að hér verði næg atvinna
á næstunni.
— Svo þú ert bjartsýnn á
framtið fyrirtækisins?
— Já ég er bjartsýnn á hana.
Með þvi að hafa allan rekstur á
einni henditelég að hægt eigi að
vera að jafna sveiflur milli ein-
stakra framleiðslugreina, þann-
ig að ef vel gengur, t.d. I verk-
smiðjurekstri, eins og nú,á það
að hjálpa til við að halda fyrir-
tækinu gangandi. A öðrum tima
er svo hægtaö beina vinnuaflinu
i annað.
Togarinn hefur aflað
fyrir 50-60 milljónir
— Svo við snúum okkur að
togaranum, hvað kostaði hann?
— Hingað kominn kostaöi
hann um 670 milljónir og veiðar-
færi um 25 milljónir, þannig að
heildarverð er alveg um 700
milljónir.
— Að hvað miklu leyti var fé
lánaö til kaupa á togaranum?
— Það voru að sjálfsögðu all-
há lán sem við fengum. Þetta er
eitt siðasta skipið sem fékk lán
með rikisábyrgð, og það þýðir
að erlend lán lán fengust fyrir
um 80% af kaupverði sem síðan
er endurlánaö hér hjá Fisk-
veiðasjóði og Rikisábyrgða-
sjóði. Þá hefur Byggðasjóöur
lánað okkur talsvert fé og enn-
fremur Landsbankinn, og þess
má einnig geta, að ibúar hér
lögðu fram um 12-13 milljónir.
— Hvernig hefur togarinn
veitt þann stutta tima sem hann
hefur verið á veiðum?
— Hann hefur veitt ágætlega,
og ég heid aö aflinn sé nú eitt-
hvaðum520-30 tonn og verömæti
aflans nálægt 50-60 milljónir.Sá
fiskur sem hann hefur fengið
hefur verið ágætur og betri en
oft áður. Hann er með fiskkassa
og er fiskurinn þvi velmeðfar-
inn, þegar hann er tekinn til
vinnslu.
— Hvernig er viögerðarþjón-
usta fyrir togarann?
— Við erum ekki búnir að
koma okkur upp þeirri aðstöðu
sem fyrirhugað er að verði fyrir
hann i náinni framtið. Við höf-
um að visu mann á okkar
snærum, sem sér um bobbinga,
hlera og annað þess háttar. Þá
höfum við lika notiö aðstoðar
,,Ég ætla nú að taka af mér pott-
lokið, ef það á að fara að mynda
mann, sagði Sverrir
Ingimundarson, þegar blaða-
maður kom sér i skotstöðu.
Sverrir hefur lengst af búið á
Stöðvarfirði og segist ekki vilja
vera annars staðar. Hann hefur
lengi unnið i fiski eða verið á
sjó, eins og svo margir i
sjávarplássum eins og
Stöðvarfjörður er.
bifvélavirkja og rafvirkja, sem
búsettir eru hér.
Einnig höfum við mann sem
sér um veiðarfæri skipsins, en
fram að þessu hefur ekki verið
mikið að gera fyrir þessa menn,
þar sem skipiö er nýtt, sagði
Guðjón Smári að lokum.
Kynningarfundur fyrir böm áfengissjúkra
í tilefni af 1 árs afmæli ALA-
TEEN á íslandi, sem var 18. nóv.
s.l. hefur verið ákveðið að halda
opinn kynningarfund um starf-
semi ALATEEN.
ALATEEN er fyrir börn
áfengissjúkra á aldrinum 12 til 20
ára
ALATEEN er einn þáttur i fjöl-
skyldumeðferð vegna ofdrykkju
og i ALATEEN ættu börn og ung-
lingar sem búa við þær aðstæður
að ofdrykkja herji á heimilum
þeirra að geta fundið þann styrk
og von sem þau þurfa og þora
ekki að fara fram á hjá jafnöldr-
um sinum sem þekkja ekki til
áferigisvandamálsins.
Kynningarfundurinn verður
haldinn i TÓNABÆ miðvikudag-
inn 23. nóv. klukkan 20.
,,Ef þú ert á aldrinum 12 til 20
ára og telur að það sé áfengis-
vandamál i þinni fjölskyldu, þá
..................
j Tíminner •
• peningar
i
j Auglýsicí
íTímanum!
• _ _ ____________ _
j i tiiiumiu.. .
viljum við hvetja þig til að koma
á fundinn og kynna þér þær leiðir
sem við förum til þess að við,
BÖRNIN. getum lifað okkar
eigin lifi án áhrifa frá sjúkdómn
um ALKOHOLISMA”.... segir i
fréttatilkynningu frá samtökun-
um.
Frystiskápar og kistur í úrvali frá
m Bauknecht
* Fljót og örugg frysting.
* Öruggar og ódýrar i rekstri.
Kl * Sérstakt hraöfrystihólf.
ðA * Einangraöar að innan með áli.
* Eru meö inniljósi og læsingu.
* * 3 öryggisljós sem sýna ástand tækisins
og margir fleiri kostir.
Greiösluskilmálar eða staögreiðsluafsláttur.
(BaukiiE cht
veit hvers konan þarfnast
SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA
ARMULA 3 REYKJAVIK, SIMI 38900
17nóv.,-á 15áraafmæli bankans, opnuðum við
IS.útibú
bankans
að Suöurlandsbraut 18
AFGREIÐSLUTIMI ÚTIBUSINS ER
FRÁ 9.30-12.00 OG FRÁ 12.30-16.00
ALLA VIRKA DAGA NEMA LAUGARD.
STARFSFÓLK ÚTIBÚSINS ER
PÁLMI GÍSLASON, KRISTÍN KÁRAD.
OG SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR.
SÍMINN ER 82977
Samvinnubankinn