Tíminn - 20.11.1977, Síða 18
18
Sunnudagur 20. nóvember 1977
menn og málefni
Bólgið þjóðfélag
Bankabólgan
í Reykjavík
1 helgri skrift er sá maður hygg-
inn sagður, er reisir hús sitt á
bjargi, þvi að það mun standast
storma og vatnsflóð, þegar þær
byggingar, sem hrófað hefur
verið upp á sandi, fara forgörð-
um.
Hér er aö visu i likingum talað,
þvi aðþetta erdæmisaga, og ekki
haft i huga veraldlegt athvarf
fólks. En með þvi að dæmi er
tekið af einum þætti i hversdags
legu amstri fólks, sem hefui
verið eitt og hið sama i eðli sinu
allt frá þvi mannskepnan fór aC
gera sér skýli, er til langframa
skyldu vera, er það enn i sama
gildi og austur i Gyöingalandi
fyrir tvö þúsund árum, þótt skilið
væri eftir beinni hlj óðan orð-
anna.
Svo raunsönn er þessi dæmi-
saga i f jallræðunni, sem reyndar
er kölluð slétturæðan i öðru guð.-
spjalli, að hún getur auk þess
þjónað sem liking á fleiri vegu en
þann, er henni er þar ætlað. Og
einmitt vegna þess er drepiö á
hana hér.
Fólká
flæðiskeri
1 bókstaflegum skilningi talað:
Hús skulu menn ekki reisa á
sandi, þvi að þau falla, og þeim
mun hættara er þeim, sem þau
eru háreistari. f jafpbókstafleg-
um skilningi er sérhverri samfé-
lagsbyggingu hætt, efhún hvilirá
veikum grunni. Það á við um ein-
stök fyrirtæki manna, samtök öll.
atvinnuvegi, byggðalög og siðast
en ekki sizt sjálfa þjóðfélags-
bygginguna. Sé einhver hom-
steinninn ótryggur, laskast hún —
sé grundvöllurinn sundurgrafinn,
steypist hún. Þannig er þyngdar-
lögmálið. Lögmál láta yfirleitt
ekki aö sér hæða, enda væru þau
þá ekki lengur lögmál.
Margar ástæöur valda þvi, að
timabært getur verið fyrir Islend-
inga, að láta hugann aðeins
hvarfla að þessu og þviliku á milli
sólarferða og glæsibæjarballa og
annars þjóðargamans sem rækt
er af hörkudugnaöi.
Nú er aö visu ekki svo að skilja,
að fólki sé of gott að lyfta sér upp.
En það þarf aö minnsta kosti að
haldast i hendur við upplyfting-
una, að þjóðin vinni fyrir sér, og
það óumflýjanlega við þesskonar
störf, sem gefa arð, og er þá átt
við þess slags vinnu, er gefur
uppskeru eða afrakstur, er annað
iveggja uppfyllir raunverulegar
þarfir okkar sjálfra heima fyrir
eða gjaldgeng er i skiptum við
aðrar þjóðir. En þess konar hag-
vöxtur hefur að minnsta kosti
ekki haldizt I hendur við þá fjár-
muni, er við höfum látið renna úr
landi, hvað þá að við höfum af
eigin dáðum staðið undir stór-
virkjum, sem á döfinni eru og i
öðru orðinu eru þó kölluð gerð
fyrir framtiðina. En nota bene:
Reikningurinn skal borgast
seinna, ásamt gjaldeyrishallan-
um. Barniö, sem fæddist i gær,
fékk skuldakröfu, sem nemur
vænum hluta milljónar, lagðar
undir svæfilinn sinn.
Þannig er þjóðfélagið á eins
konar flæöiskeri. Þaö hækkar i,
verðbólgan gengur i þungum
öldum yfir skerið, útlendar
skuldir hlaðast upp.
14-15 þúsund
mannár í
verzlun
og viðskipti
Mannár er nýlegt orð i mál'inu
1 skýrslum um atvinnuskiptingu
y
'la-SV'- íi | st w
: mmmi*. s,::« S *,
táknar orðiö vinnu eins manns i
heilt ár. Arið 1975 er vinna sú,
sem Islendingarinntu af höndum,
talin 97.095 mannár. Þar af var
14.561 mannári varið til verzlunar
og viöskipta, og þýðir það aftur,
aö sjötti til sjöundi hver Islend-
ingur á starfsaldri hefur fulla
ársvinnu viö verzlun, viöskipti og
einhvers konar peningamiðlun.
Það er upp undir helmingi fleiri
en fást viö fiskverkun og fiskiðn-
að,hátti tvö þúsund fleiri en fást
við fiskveiðar og fiskvinnslu
samanlagt og nokkurn veginn
réttu þúsundi fleiri en starfa að
landbúnaöi eöa samtals við allan
iðnað I landinu, allt frá hár-
greiðslu og pappfrsvinnu við út-
gáfu bóka og blaða upp I skipa-
smiðar, sementsgerð og álfram-
leiðslu.
NU er um mikilvægar greinar
að ræða, þar sem er verzlun og
viðskipti, og þjóðin á stórmikið
undir þvi, aö hyggilega sé staöið
að útflutningi og innflutningi og
vel á þessum málum haldið inn-
anlands. Þess er lika að gæta, að
við lifum i miklu viðskiptaþjóðfé-
lagi. Hitt stendur samt fast, að
það er ofrausn, ef miklu fleiri
starfa á þessum sviðum heldur en
þörf samfélagsins heimtar. Þá er
komið Ut fyrir skynsamleg tak-
mörk eins og hvarvetna, ef margt
fólk er sett til starfa, er færri
gætu innt þau af höndum. Slik
skekkja i verkaskiptingu þjóöar-
innar getur ekki annað orðiö en
byrði á þjóöfélaginu, auk þess
sem allt of margar verzlanir til
dæmis leiða til annars tveggja, að
eitthvað af þeim berst I bökkum,
eða álagning veröur meiri en
skyldi.séð frá bæjardyrum kaup-
andans. Að siðustu hlýtur allt
slikt að lenda á framleiðsluat-
vinnuvegunum, þvi að ekki er i
annað hús að venda til þess að
bera mannfélagið uppi.
1 þessum tölum um þá, sem
fást við viðskipti, er bankafólki i
landinu, og það er kapituli út af
fyrirsig, aðáriö 1975 var 42. hver
vinnandi íslendingur bankamað-
ur, iReykjavík meira að segja 27.
hver, þar eð fjölgað haföi þar i
þeirri stétt Ur 921 árið 1965 i 1.578
árið 1975, og fer hún þar með
fram úr þeirri tölu mannára, sem
varið er til sjávarútvegs i höfuö-
stað landsins.
Það væru náttúrlega ýkjur að
segja, að útþensla banka hefði
haldizt i hendur við verðbólguna i
landinu, þvi að hún er og hefur
verið drjúgum meiri en þessu
nemur. Eigi að siður er það
athyglisvert, hvernig bankarnir
hafa sifellt þrútnað, samtimis og
krónan hefur rýrnaö, svo að hún
erekki lengur nema örlitið brot af
raunverulegri krónu. Aftur á móti
hefur starfslið banka i Reykjavik
tekið Ut drjúgum meiri vöxt en
nemur samdrætti i fiskiönaöi
Reykvikinga. Þar hefur fækkað
um 55 mannár þann áratug, er til
er vitnað en bankarnir bætt við
sig 657 mannárum.
Þessi bankabólga nær ekki ein-
ungis til fólks, heldur ekki siöur
bygginga, sem sifellt er verið að
reisa i' þágu krónuvesalingsins og
umstangsins með hana og á þó
fyrst eftir aö kasta tólfunum,
þegar Seölabankinn kemur meö
milljarðana sina til þess að reisa
sérmusterið, sem var gert aftur-
reka hér um árið. 1 rauninni eru
þess yegna mannárin, sem lögð
eruí banka, miklu fleiri en tölur i
skýrslum segja, þar eð fjöldi
byggingarmanna ver orku sinni
ár hvert til þess að koma upp þvi
krakaði húsa sem þessi starfs-
grein krefst, án þess að nokkurn
tima virðist fullgert.
Allt kostar þetta sitt, og ekkert
árhefur sigið svo I aldanna skaut
nú um langt skeið, að ekki hafi
bankafólki i landinu fjölgað, og
er enn óséð, hvar staðar veröi
numið. Kannski er sá punktur i
tilveru þjóðarinnar óhugsandi.
Flókið
embættiskerfi
og kanseUi-
þyngsli
A sama hátt hefur þvi fólki
fjölgað hröðum skrefum, sem
gegnir alls konar þjónustustörf-
um. Embættiskerfið er býsna
þéttriðið net, og það er sumra
álit, að það sé orðið sjálfu sér til
trafala, mörkin ekki alls staöar
glögg og málá hrakningi frá einni
hendi til annarrar, og skýrslugerð
yfirþyrmandi. Það skal þó ekki
selt dýrara en keypt var, aö innan
þess sé til fólk, sem hefur það aö
meginstarfi að skrifa bréf með
bréfi og framsenda bréf her-
bergja, hæða og húsa á milli. Sé
svo, þá á það fólk bágt, er i þvi-
likri myllu hefur lent. En megin-
atriði er hitt, að ekki getur allt of
margflókið kerfi þénaö til þess,
að greitt og lipurlega gangi að
leiða mál til lykta, hvort þau
skulu framgang hafa eða er hafn-
að.
Kanselliþyngsli voru illræmd á
sinni tið. AÍlt of flókiö embættis-
kerfi fæöir af sér slik þyngsli,
skaðleg og hvimleið.
Tæplega er það efamál, aö viða
mætti koma viö betra skipulagi,
sem gerði kerfiö svokallaða ein-
faldara, samvirkara og fljótyirk-
ara með minna mannahaldi og
minni skriffinnsku heldur en upp
hefur hlaðizt smám saman á liðn-
um áratugum.
1 eina tið var alþekkt fyrirbæri,
að frystihús landsins væru aukin
með endalausum viöbyggingum.
Þetta mun ekki hafa reynzt
haganlegur byggingarmáti til
langframa, og hefur miklu verið
til kostað að færa það til betri
vegar. Kerfið, sem fólk kallar,
hefur verið aukið með nokkuð
hliðstæðum viöbyggingum, og
það er kominn timi til þess að
færa það saman.sem saman á, og
sniða af mestu agnúana, er valda
seinagangi og togstreitu og gera
það of mannfrekt og sjálfu sér
sundurþykkt.
Fáliðaðar
framleiðslu-
greinar —
svikull
þjóðfélags-
grunnur
A þessum dæmum er tæpt í þvi
skyni að draga fram, að þeim
fækkar hlutfallslega, sem helga
framleiðslugreinunum starfsorku
sina. Það verður stærri og stærri
hluti þjóðarinnar, sem þessar
sömu framleiðslugreinar verða
að standa undir með tiltölulega
færra fólki á sinum vegum.
Þar er komið aftur að þvi, að
grunnur þjóðfélagsbyggingarinn-
ar veikist, hún stendur ekki á þvi
bjargi, sem hún þyrfti að hvila á.
AJlir verða fé að hafa til þess að
lifa og sjá sér farborða. En þegar
of margirf á það fé, sem þeir hafa
á milli handa, fyrir eitthvað
annað enþað, semdregið getur úr
innflutningi eða aukið útflutning,
nema hvort tveggja sé, veröur
gjaldeyrishalli og skuldasöfnun,
nema tekið sé i taumana með ein-
hverjum hætti, svo sem iöulega
hefurverið gert hér á landi á liðn-
um áratugum, til dæmis með
gjaldeyrishömlum og innflutn-
ingsskömmtun á sinum tima, og
ráðstöfunum, sem þrengdu að
fólki, svo að það hefði minni f jár-
ráð, á viðreisnarárunum, þegar
Kockum i Sviariki varð athvarf
atvinnulausra íslendinga. En sé
ekkert aðhafzt til langframa
hrynur húsið, af þvi að það
stendur á sandi og stenzt ekki
storma og steypiregn.
Synd og náð
Skrifað stendur: „Hvilan mun
verða of stutt til þess, að maður
fáiréttúrsér, og ábreiðan of mjó
til þess, aö maður fái skýlt sér
með henni”.
Til þessa hafa Islendingar ekki
fundiö fram að þessu. Þéir vilja
ekki heldur finna til þes« fyrr en i
siðustu lög. En til er hugtak, sem
táknað er með oröinu náðartimi,
og þegar syndgað hefur verið um
skör fram upp á náöina, kemur
annar timi. Sá timi kom yfir
Þióðverja, þegar þeir urðu að
nota handtöskur i stað buddu eða
veskis, þegar þeir fóru að kaupa
sérímatinn. og hreppu siðar Hitl-
er, og sá timi kom yfir Nýfundna-
landþegar það varð gjaldþrota og
glopraði sjálfstæði sinu úr hönd-
um áer i ofanálag.
Þess háttar lifsreynsla er bitur.
Þess vegna verðum við að sjá fót-
um okkar forráð, áöur en um
seinan er. Þess vegna verðum við
að temja okkur búskap, sem fær
staðizt til frambúðar, hvert og
eitt og öll sameiginlega. Þess
vegna veröum við að hougsa um
framleiðslugreinamar og treysta
stöðu þeirra, og setja ekki fleira
fólk til hvers konar þjónustu-
starfa í samfélaginu, en við höf-
um raunverulega þörf fyrir og
gagn af. jh