Tíminn - 20.11.1977, Síða 19

Tíminn - 20.11.1977, Síða 19
Sunnudagur 20. nóvember 1977 19 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur G'islason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglvsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar bíaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1.500 á mánuði. Blaðaprent h.f. Auka verður aðgát við fj árlagagerðina Siðan Alþingi kom saman hefur fjárveitinga- nefnd unnið kappsamlega að fjárlagafrumvarp- inu fyrir 1978. Samkvæmt frumvarpinu eru út- gjöldin áætluð 123.1 milljarðar króna eða 34 mill- jörðum hærri en i fjárlögunum fyrir 1977. Tekjurnar eru áætlaðar 124.8 milljarðar króna. Samkvæmt þessu verður greiðsluafgangur um 300 milljónir kr. en þá er búið að reikna með rúm- lega þriggja milljarða króna afborgun á skuld rikisins við Seðlabankann. Siðan fjárlagafrumvarpið var lagt fram hafa kjarasamningarnir við opinbera starfsmenn komið til sögunnar en þeir auka útgjöldin um nokkra milljarða króna umfram það sem fjár- lagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Til þess að mæta þessum nýju útgjöldum þarf annað hvort að lækka þau útgjöld sem nú eru i fjárlagafrum- varpinu,eða að afla nýrra tekna. Hvort tveggja er meira en vandasamt. Athugun fjárveitinga- nefndar mun þegar hafa leitt i ljós, að flestir út- gjaldaliðir hafa þegar verið skornir svo við nögl, að erfitt er um frekari niðurskurð. Flestir eða all- ir aðilar sem nefndin hefur rætt við munu hafa lýst yfir þvi að niðurskurðurinn hjá þeim sé orðinn alltof mikill og þvi brýn þörf fyrir hækkanir. Allar óskir sem nefndinni hafa borizt munu hafa gengið i hækkunarátt. Áreiðanlega hefur nefndin ekki fengið neina tillögu um út- gjaldalækkun frá þessum aðilum. Þrátt fyrir þetta, verður að stefna að þvi að út- gjaldaaukningunni vegna kjarasamninga opin- berra starfsmanna verði að verulegu leyti mætt með sparnaði á öðrum sviðum. Ef til vill geta menn komið auga á einhverja tekjuöflun en tæp- lega svo mikla að hún leysi allan umræddan vanda. Niðurstaðan verður þvi sú, að enn verður að herða á aðgæzlustefnunni við gerð fjárlaganna fyrir 1978. Það samrýmist lika þvi sjónarmiði að aftur verði að stefna að þvi að draga úr verðbólg- unni eftir þann f jörkipp hennar sem orsakazt hef- ur af kjarasamningunum á þessu ári. Til þess að draga úr vexti vérðbóigunnar að nýju verður að koma i veg fyrir halla á rikisrekstrinum og of- þenslu vegna opinberra aðgerða. Annars mun verðbólgan æða áfram. Þvi ætti að mega treysta að almenningur skilji þann vanda, sem hér er fengizt við og styðji Al- þingi og rikisstjórn i viðureigninni við alls konar þrýstihópa, sem reyna að fá hækkuð framlög til málefna sem þeir bera fyrir brjósti. Vissulega er þar oft um mikil nauðsynjamál að ræða, en þau verða ekki leyst öll i einu og margt verður þvi að biða. Ef vel væri ætti það að auka veg rikisstjórn- ar og Alþingis ef mannlega verður staðið að þess- um málum og heildarhagur látinn ráða meiru en sérsjónarmið. Þessættiþvi að mega vænta að al- menningur fylgist vel með þessum málum og hvernig Alþingi fjallar um þau. Þá er ekki siður ástæða til að gefa stjórnarandstæðingum en stjórnarsinnum gaum i þessu sambandi. Ætla þeir að taka raunhæfa og ábyrga afstöðu til þess- ara mála.eða að reyna að afla sér fylgis með þvi að styðja kröfugerð þrýstihópanna? Vissulega eiga kjósendur að veita þessu góða athygli. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Pegar íranskeisari og Carter tárfelldu Viðræður þeirra gengu samt vel VIÐRÆÐUR íranskeisara og Carters forseta, sem fóru fram i Washington i siöastl. viku, uröu sögulegri en ella, sökum þess, aö hin venjulega möttökuathöfn fyrir framjm Hvita húsiö fór aö verulegu leytiútum þúfur. tranar, sem eru búsettir i Washington og andstæöir eru keisaranum, höfðu safnazt i hóp þar i grenndinni og létu svo ófriö- lega, aö lögreglan ákvaö aö dreifa hópnum meö táragasi. En táragasið barst einnig til forsetans og keisarans og voru þeir meira og minna tárfell- andi meöan á athöfninni stóö. Keisarinn mun ekki hafa orðið fyrir sliku fyrr. Annars er taliö, að viðræöur þeirra hafi veriö hinar gagn- legustu fyrir báöa aðila. Keisarinn fór fram á aö fá meiri vopn frá Bandarikjun- um og mun Carter hafa lofað aö athuga máliö, en annars er hann andvigur aukinni vopna- sölu. Keisarinn hefur variö miklum hluta oliugróöans til vigbúnaöarog er her trans nú yfirleitt talinn hinn öflugasti I Asiu, þegar Kina og Sovétrikin eru undanskilin. Sumir telja þetta stafa af þvi, aö keisarinn óttist Rússa, en aörir telja hann hafahugá að færa útriki sitt og ná auknum yfirráöum við Persaflóa, þar sem eru ýmsar auðugustu oliulindir jaröarinnar. M.a. vegna hins mikla vigbúnaöar hefur Iran verið framarlega i hópi þeirra oliuframleiöslurikja, sem lagt hafa mesta áherzlu á hækkun oliuverösins. Taliö er, aö Cart- er hafi lagt fast aö keisaran- um að láta ekki koma til telj- andi veröhækkana á olfu aö þessu sinni, og hafi keisarinn haft góð orð um,aö taka þaö til greina. Viöræöur þeirra eru sagöar hafa veriö hinar vin- samlegustu. KEISARI Irans, Mo- hammed Reza Pahlavi, er 58 ára aö aldri, og hefur veriö keisari i 36 ár. 1 byrjun þessarar aldar hófu Rússar og Bretar samtimis aö skipta sér afmálum trans og uröu ásátt- ir um þaö 1907 aö skipta land- inu i milli sin I áhrifasvæöi, en hafa ekki önnur bein áhrif á stjórn landsins. Þaö geröist svo á árunum 1921-1925, aö vaskur liösforingi.Reza Khan, brauzt til valda og steypti þá- verandi keisaraætt af stóli. SSar tók hsnnsér keisaranafn og gekk undir nafninu Reza iranskeisari I fullum skrúöa Shah. A slðari heims- styrjaldarárunum þótti margt benda til, aö hann væri hlið- hollur Þjóöverjum, og ákváöu Bretar og Rússar þvi 1941 aö hernema landiöog skipta þvi i áhrifasvæöi á milli sin. Jafn- framtvéku þeir Reza Shah frá völdum og létu rúmlega tvi- tugan son hans taka viö keisaraembættinu. Fram til þess tima haföi veriö litið á hann sem hálfgeröan glaum- gosa og ólikan fööur sinum, sem haföi veriö hinn mesti framkvæmdamaður og rutt ýmsum merkum umbótum braut. Meöan styrjöldin stóö yfir og fyrstu árin eftir hana. lét hann ekki heldur mikiö að sér kveöa, enda völd hans tak- mörkuö af ýmsum ástæöum. Siöustu tvo áratugina má hins vegarsegja.að hann hafifarið meö nær algerta’rsöisvald og reynzt á margan hátt fram- takssamur og dugandi stjórn- andi. Sumir telja, aö hinn mikli herbúnaður, sem hann hafur beitt sér fyrir siöustu árin, stafi ekki aöeins af ástæöum, sem áöur eru greindar, heldur minnist hann þeirra tima, þegar tran var hernumið, og vilji hann ekki láta þá sögu endurtaka sig. A ýmsan hátt hefur hann lika fylgt óháöri utanrikisstefnu, þótt samvinna hans hafi verið nánari viö vestrænu þjóöirnar. ÞAÐ M UN álit keisarans, aö áriö 1971 hafi gerzt stærsti atburöurinn i stjórnartiö hans, en þá var minnzt þess, aö 2500 ár voru liöin frá stofnun Persarikis, en tran er arftaki þess. Hátiöahöldin, sem fóru fram I sambandi viö þaö, voru einhver hin iburðarmestu, sem sögur fara af. Keisarinn taldi það ekki gert aö ástæöu- lausu, þar sem riki hans væri elzt allra þeirra rikja, sem nú eru I heiminum. Þaö kom sér Ve! fyrir keisáráijT; vlú betta tækifæri aö olian er Iran góö tekjulind. Hún hefur lagt grundvöll aö þvi, aö siðan 1950 hafa þjóðartekjur á mann aukizt úr 56 dollurum i 2200 dollara. Fjarri fer hins vegar þvi, aö þessari miklu auölegö sé skipt réttlátlega milli ibú- anna, þvi aö meginþorri þeirra er blásinauöur. Af hálfu keisarans hefur þó eitthvaö veriö gert til aö bæta hag al mennings. Þannig hefur flest- um stórjöröum veriö skipt milli bænda, og margar verk- smiöjur eru reknar á þeim grundvelli, að verkamenn fá 20% af aröi þeirra, auk fastra launa. Oft hafa giftingarmál keisarans veriö mikiö um- ræöuefni blaöanna. Hahn skildi viö tvær fyrstu konur sinar, þviaöþærgátu ekki aliö honum son. Fyrsta kona hans var egypzk prinsessa, og er dóttir þeirra gift Iranska sendiherranum I Washington, enhanner frægur fyrir veizlur sinar. Þriöja kona hans, Farah Diba, sem er 19 árum yngri en keisarinn, hefur aliö honum son, sem er oröinn 16 ára. Sagt er að hún hafi mikii áhrif á mann sinn og hafi þok- að systrum hans til hliðar, sem áöur hafi verið áhrifa- miklir ráðunautar hans. Þ.Þ. transkeisari tárfellir fyrir framan Hvita húsiö. Keisaraynjan er á bak við hann

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.