Tíminn - 20.11.1977, Síða 25

Tíminn - 20.11.1977, Síða 25
Sunnudagur 20. nóvember 1977 25 Nýtt starfsár L.Í.F. HÓLASPORT - LÓUHOLUM 2-6 - BREIÐHOLTI SKAUTAR: Nýkomnir Japanskir og danskir skautar á verði sem allir ráða við aðeins kr. 5.280, 6.210 og 10.280 Nú getur ÖH ffö/sky/dan ;/ ; stundað þessa heillandi** \og hollu iþrótt. \ • m Póstsendum samdægurs! Pantanir óskast. sóttar sem . allra fyrst. - j*?* - m Takmarkað magn. LOKAÐ MILLI 12,30-14 Hó/asport - Simi 7-50-20 HOLASPORT - LOUHÓLUM 2-6 - SÍMI 7-50-20 Starfsárið 1977-1978 er hafið i frimerkjaheiminum hér á landi. Sums staðar fór það heldur seint á stað. Það liggur kannski næst hjá mér að segja frá þvi sem ég veit héðan að norðan og þá fyrst frá Eyjafirði. Félag frimerkjasafnara á Ak- ureyri hefir haldið þrjá form- lega fundi þegar þetta er ritað, og það með sæmilegri mætingu. Þá hefir undirritaður farið I erindrekstraferð i Eyjafjörð, i samræmi við samþykktir sið- asta Landsþings L.Í.F. Var þá haldinn fundur að Kálfsskinni með Arskógsstrendingum og Dalvikingum i fyrra skiptið, en i siðara á Akureyri, þar sem ekki var unnt að hafa báða fundina á sama tima. Efni beggja fund- anna var að miklu leyti það sama, eða fyrirlestur um upp- setningu og frágang safna til sýninga. Auk þess var að visu drepið á ýmsa aðra hluti. A Kálfsskinni, hjá Sveini bónda, var margt rætt.m.a. kilóvaran og hafa les- endur þessara þátta, þegar séð niðurstöður þeirra umræðna. A Akureyri var hins vegar mikið rætt um umslagasöfnun, þar á meðal umslagasöfnun og það hversu léleg fjárfesting er yfir- leitt I fyrsta dags bréfum. Kunnu fundarmenn ekki aðra skýringu á þvi, en þá, að allir hyggjast fjárfesta til að græða seinna meir, en þá kemur bara i dagsins ljós, að allir aðrir, sem átti að græða á, hafa fjárfest á sama hátt. Við getum hins veg- ar huggað okkur viö, að innan 100 ára nær þessi fjárfesting kannski umtalsverðri upphæð i krónutölu. Þá er það eftirtakan- legt hve mikið er farið að safna almennum, að ekki sé talað um ábyrgðarbréfum, jafnvel úr dagspóstinum i dag. Póstsaga er að halda innreið sina meðal islenzkra safnara. Er það vel, en þá er bara að gera sér grein fyrir, hvaö er póstsaga og póst- sögusöfnun. Hefir þetta stund- um sett mig i vanda, þar sem ég hefi prédikað ákaft, að menn skyldu hafa sem fæst orö i út- skýringum sinum á frlmerkja- safninu, sem þeir ætla að sýna. Ég hefi þó lofað að gera þessu efni skil, hér i þáttunum, I vetur, og jafnvel með grein i Grúski á næsta ári. Skora ég nú á lesend- ur, að senda mér tillögur sinar sem allra fyrst um hvað þeir vilja fá að vita i þessu efni, skal ég þá reyna að svara þvi, sem bezt ég hefi vit á i grein minni. En sendið mér athugasemdir ykkar sem allra fyrst. Þetta voru sem sé helztu efn- in, sem um var rætt á fundunum i Eyjafirði. Hér á Hvamms- tanga hefir eitt kvöld verið haldið með sæmilegri þátttöku og hefir verið skoðuð frimerkja- sending frá Keðjunni, en þaö er klúbbur, sem dreifir úrvalsheft- um á klúbbverði meðal með- lima sinna. Var góður rómur gerður að þvi að fá slikar send- ingar, en hér á landsbyggðinni er ekki úr jafn miklu að moða fyrir safnarana og i frimerkja- verzlunum borgarinnar. Hvers konar þjónusta i svona formi er þvi vel þegin, jafnvel stundum sótt út fyrir landsteinana. Litill dagamunur var hér gerður á Unglingaklúbbur i fullu starfi. Degi Frimerkisins, en þó hlýtt með andakt á Jón Aðalstein og hans ágæta erindi. Hafa mér ekki borizt aðrar fregnir um Daginn, en þær sem voru I blöð- um. Þess má geta, aö Degi fri- merkisins, uppruna hans og sögu, voru gerð rækileg skil i grein i verðlistanum „íslenzk frimerki 1962”, en þá tiðkaðist að vera með fræðigreinar um hina og þessa hluti i frimerkja- fræði i listanum. Þá er undirrituðum kunnugt, að fundir hafa verið haldnir með venjulegum hætti hjá Félagi fri- merkjasafnara i Reykjavik og i Hafnarfirði. Einnig hefir Ernst Með klúbbi unglinga á Selfossi. Ernst Sigurðsson, Sigurður H. Þor- steinsson og Ole Olsen, standa að baki. Sigurðsson frá Selfossi hringt og látiðaf sér frétta. Þar er búið að halda fund og verið að fara af stað með unglingastarfið, þegar þetta er skrifað. Andlát Tveir menn hafa látizt á þessu ári, sem snerta mjög náið fri- merkjasögu Islands. Það eru þeir Grönlund og Lundegard, báðir Danir, sem eytt höfðu hluta ævi sinnar við að gefa út vottorð um hvort islenzk fri- merki væru ófölsuð eða ekki. Sérstaklega var Grönlund þekktur á þessu sviði, en ekki aðeins að þvi er varðar Island, þvi að hann gaf út vottorð fyrir öll Norðurlönd. Hann hafði ritað nafn sitt á „The Roll of Disting- uished Philatelists” hjá Kon- unglega frimerkjafræðafélag- inu i London, sem er mesti heið- ur er nokkrum safnara getur hlotnazt. Þá hafði Landssam- band islenzkra frimerkjasafn- ara einnig heiðrað hann. Nú eru þvi aðeins 3 einstakl- ingar eftir, sem gefa út vottorð fyrir islenzk frimerki og póst- sögu almennt, að það eru Helge Witt (danskur), Arne Debo (þýskur) og undirritaður. Sigurður H. Þorsteinsson HOLASPORT - SIMI 7-50-20

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.