Tíminn - 20.11.1977, Side 30

Tíminn - 20.11.1977, Side 30
30 BOWIE Enn er David Bowie kominn fram á sjónar- sviðið. Segist hann orð- inn þreyttur á öllu glingri og auglýsingamennsku og vilja bara vera hann sjálfur. Samtimis hefur hann skapað sér nýjan stil — þann að nú sé hann loks hann sjálfur. — Sá still sá fyrst dags- ins Ijós á langspilinu „Low” og birtist nú þróttmeiri, en samt slipaðri — á nýju lang- spili ,,Heroes”. Og svo sannarlega ér kjarkur hans mikill hann fetar hér ótroðnar slóðir, maðurinn sem átti allra eyru, lika þeirra sem ekki hlusta á nema miðlungi þungt rokk og varla það en auðvitað tekst Bowie stórkostlega vel upp. Sumir hafa sagt Bowie til ófrægöar aö hann skipti um stil oftar en föt. Aö hálfu leyti er þetta __* „ . w, , ..., ,, kannski ekki óhróöur i raun og Afslappaður Bowie. Hann leggur nu mein aherzlu a tæpast & rökum reist. Þvi tónn að ná fram sínu bezta í tónlistinni en i auglýsinga— listamannsins leynir sér hvergi mennsku Þar sem Bowie *er brátt íyrí11 altt er stíll hans alltaf auöþekkjan- legur þó hann skipti sjálfur um „tempó”. Þaö er eins meö Bowie og Laxness karlinn okkar, aö hann þekkist hvarvetna af sjálf- um sér, einmitt af stilnum, þó verkin spanni vitt svið i stefnum og straumum. Og þó ég megi ekki segja þaö, bæti ég óhikað viö aö Laxness og Bowie eiga fleira sameiginlegt, þ.e.a.s. nokkuð svo súrealiskt viðhorf. En allt um þaö ég held Bowie og Laxness séu báöir miklir spá- menn hvor á sinu sviði. Ég beið lika I mörg ár eftir þvi aö Bowie legöi poppiö á hilluna og reyndi sig viö uppbyggilegri tónlist þvi mér hefur ávallt verið ljóst aö hann er mikill listamaöur og langt hafinn yfir meðalmennsk- una. En gefum nii Bowie sjálfum oröiö: — Ég er hreinlega oröinn leiöur á öllum uppátækjum þessa Bowie og þó viöurkenni ég, aö i upphafi vakti ytra útlit athygli á mér. Minar fyrstu plötur seldust ekk- ert en þaö breyttist um leiö og ég varö aö eins konar tizkuimynd. Mér datt lika alltaf eitthvaö nýtt i hug sem fólkiö tók eftir og ég græddi á að vera fyrstur. En auövitaö átti tónlistin og þá ekki sizt söngur Bowies, mikinn ef ekki mestan þátt i frægö hans. Bowie tók enda snemma upp á þvi að koma aðdáendunum á óvart og lagöi metnaö sinn i aö hafa engar tvær plötur eins. Þá bar nokkuð á þvi hjá honum aö plöturnar væru til skiptis af léttara og þyngra tagi. A sumum plötum hans frá fyrri tið og þá ekki þeim vinsæl- ustu erlika að finna rætur þeirrar tónlistar sem hann nii leggur mest upp úr og nefni ég t.d. „Dia- mond Dogs”. 1 dag hefur Bowie mörg járn i eldinum. Hann hefur fengizt nokkuö viö kvikmyndaleik og meira að segja lýst þvi yfir aö hann gæti hugsaö sér aö leggja tónlistina nokkurn veginn á hill- una i þágu kvikmyndanna. NU og auk þess að gefa út eigin plötur vinnur hann mikið meö öörum tónlistarmönnum, hefur t.d. veriö vini sinum, ræflarokkaranum Iggy Pop, hjálplegur. Þó kveður á þessu sviði mest að samstarfi hans við Eno (áður i Roxy Music) og er nú ný plata komin út eða væntanleg með þeim og heitir „13 Pictures”. Sjálfur segist Bowie helzt til vinnusamur og þrátt fyrirnokkuð mikið át haldi hann ekki holdum. Ekki gengst hann við sögum um aö hann lif i á kaffi, tóbaki og létt- um vinum. ^ Nýlega hefur Bowie hins vegar ljóstraö upp a.m.k. persónulegum einkamálum. Annars vegar aö hann hafi alla tið óttast aö verða geöveikur eins og bróöir hans, en hann hefur í 10 ár dvalizt á geð- sjúkrahúsi, illa haldinn aö þvi er sagt er. — Mér hefur alltaf veriö ljóst aö éger öðruvisi en aörir. Spurning- in er áöeins — hvernig ööruvisi — og hvort maður hafi stjórn á þessu. I öðru lagi var Bowie i mörg ár hræddur við að verða myrtur á sviði. — Ég var viss um aö ég yrði fyrstu popparinn sem yrði skotinn niöur á sviði. Aö einhver brjálæöingur mundi drepa mig. Þegarég kem fram er mannfjöld- inn oftast I kring um 20.000 og óneitanlega hljóta einhverjir klikkaðir aö vera þar á meðal. Samt sækir þessi hræösla ekki eins á mig nú,en hún er þó alltaf tilstaðarþegarégþarfað komast igegnum þvögu af fólki sem kraf- sar og klórar i mann. En að lokum: Hver eru viöhorf Bowie til vinsældanna? — Ég sækist ekki eftir vinsældun- um, a.m.k. ekki lengur, en þaö sem þau sanna mér þykir mér aftur á móti vænt um, þaö er, aö margir kunna aö meta þaö sem ég er að gera. Nú-Tíminn kynnir: ★ Tony Banks: Mike Rutherford: Phil Collins: hljómborð bassi söngur Skammter stórra högga á milli hjá hljómsveitinni Genesis. I vinsældakosningum Melody Maker fyrir skömmu voru þeir kosnir bezta hljómsveit Bretlands. Um svipað leyti yfirgaf þá einn hljómsveitarmeðlim- anna, gitarleikarinn Steve Hackett, og út kemur önnur „lifplata” („live album") hljómsveitarinnar (Hack- ett með) sem sahnast sagna er frábær af lífplötu að vera. Og siðan, þið ráðið hvort þið trúið því eða ekki, þeir hafa lokið við að leika inn á aðra plötu (án Hack- ett) og mun hún bera nafnið „Then There Were Three" (Þá voru eftir þrír). I Genesis Og þá vc Það er einhver firnakraftur i þessari hljómsveit sem nú hyggst halda áfram eins og ekk- ert hafi i skorizt og án þess að bæta við manni. Og hvi skyldi þeim ekki takast það? Fyrir réttum tveimur árum, þegar Genesis var tiltölulega nýlega stigin upp á tind frægðarinnar, yfirgaf hana þáverandi söngv- ari, Peter Gabriel, en segja má að hann hafi hafi þá verið i aug- um flestra aðdáenda hljóm- sveitarinnar Genesis það sem Paul McCartney er Wings enn i dag. En Genesis lét áfallið þaö ekki á sig fá en sendi trommar- ann fram i fremstu viglinu til aö syngja, og nú i dag er Genesis talin bezta hljó isveit Bretlands af lesendum Melody Maker. Upphafið . Genesis var stofnuð af Peter Gabriel. fyrrum söngvara hljómsveitarinnar og leiðtoga, eins og áður greinir. Fékk hann i lið meö sér vini sina ú r skóla, m.a. tvo, er ásamt honum, léku i skólahljómsveitinni Garden Wall, þá Banks og Anthony Phillips, en auk þess Ruther- ford. Gabriel hefur siöan látiö hafa eftir sér að þeir hafi i upphafi komið saman vegna sameigin- legs áhuga á lagasmiði. Sá áhugi hafi haldizt og i raun sé hljómsveitin ekki eins skyld Steve Hackett þeim hljómsveitum sem hún er tiðast borin saman við, einkum Yes, Genesis leggur höf- uðáherzlu, sagði hann, á söng- inn og lagasmiðina en ekki hljóðfæraleikinn, og einmitt þess vegna hafi þeir ekki lagt mikið upp úr að sanna tækni og kunnáttu i hljóðfæraleik. Svo mikið er vist, að i upphafi reyndi Genesis einkum aö semja lög til aö selja. Þeir fengu til liös viö sig John Mayhew, listskólagenginn, en sölu- mennskan gekk litiö unz á fjör- ur þeirra rak mann aö nafni Jonathan King, sem er umboðs- maður og tónlistarmaöur. Sá hann um útgáfu fyrstu hljóm- plötu þeirra á vegum Decca, „From Genesis to Revelation”, og skýrði þá ennfremur. En platan seldist ekki og bæöi Decca og Jonathan misstu allan áhuga og samningur var ekki endurnýjaður við Genesis þegar hann rann út að ári liðnu. Hljómsveitin var á leið með að splundrast um þetta leyti.en svo fór þó ekki. Þeim var viða sýndur áhugi en -engan fengu þeir samninginn lengi vel. Með- al þeirra, sem áhuga sýndu, var umboðsmaður Mott The Hoople og hljómsveitin Moody Blues, sem var um þessar mundir að stofna eigið plötufyrirtæki. Loks fékk Genesis þó samn- ing. Það var Tony Shatton- Smith, forstjóri litillar plötuút- gáfu að nafni Charisma, sem gerði við þá samning og gaf út plötuna „Trespan” árið 1970. Stuttu siðar hættu Mayhew og Phillips og á trommur kom Phil Collins, en einir sex mánuðir liðu unz hæfur gitarleikari fannst, eða Steve Hackett, sem nú hefur aftur yfirgefið hljóm- sveitina. Báðir þessir nýju hljóm- sveitarmeðlimir voru með á langspilinu „Nursery Cryme” (1971) sem var stórt spQr fram á við og til marks um hvað fram- tiðin bar i skauti sér. Frægðin Nú fóru hljómsveitarmeðlim- ir að þjálfa upp sviðsframkomu með alls kyns leikhústilþrifum og tilheyrandi, sem siðan hefur m.a. leitt til þess að Genesis er einhver vinsælasta „lifhljóm- sveitin” idag, en þátt i þvi á að sjálfsögðu mikil hæfni meðlima hljómsveitarinnar við lifandi hljóðfæraleik. I fyrstu var það einkum Gabriel sem vann sér hylli fyrir leiktilþrif á sviði og varð sú staðreynd til þess að að- dáendur hljómsveitarinnar tóku

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.