Tíminn - 20.11.1977, Síða 33
Sunnudagur 20. nóvember 1977
33
hann gert safngler úr
glösunum af úrum
þeirra. Árni þekkti ekk-
ert annað ráð til að
kveikja eld en úr þvi að
Derssu hafði sagt: „Ég
skal finna einhver ráð”,
þá mátti treysta þvi.
11.
Þegar lengra dró
niður hliðarnar varð
gatan greiðari, og sið-
ustu kilómetrana gátu
þau farið með fullum
hraða. Það var þó orðið
aldimmt, er þau komu
ofan i dalinn. 1 dalnum
voru birkirunnar og
smávaxin lerkitré.
Derssu valdi þeim
næturstað i dálitlu rjóðri
undir lerkitrjám.
Fram að þessu hafði
allt gengið sæmilega.
Hér var allt þurrt og
þokkalegt og ef þau
hefðu nú haft eldfæri til
að kveikja bál til að orna
sér við þá hefði allt verið
i lagi.
Árni var fullur eftir-
væntingar. Hvernig
skyldi Derssu ráða fram
úr þessu? Á sleðanum
sem eftir var, áttu þau
meðal annars einn pott.
Derssu gekk hiklaust að
verki. Hann sendi félaga
sinn að afla eldiviðar.
Siðan tók hann tvo
sterka lurka og reisti þá
upp eins og sperrur. Sið-
an tók hann pottinn og
hengdi hann neðan i
sperrurnar. Félagi hans
kom með talsvert af
hálfþurru timbri og þvi
hagræddi Derssu undir
pottinum.
,,En við höfum engar
eldspýtur”, sagði Árni.
Hann gat ekki stillt sig
lengur. Derssu svaraði
engu en leit á Árna og
brosti ibygginn. Upp úr
einum loðkápuvasanum
tók hann dálitinn sivalan
titt. Við annan endann
var fest smábein og
trjákubbur með holu i
miðjunni snærisspotti og
dálitið af næfrum og
þurrum mosa. Fyrst
skorðaði hann kubbinn
vel milli steina og fyllti
holuna með mosa og
næfrum. Siðan kraup
hann niður, stakk bein-
inu upp i sig en setti ann-
an endann á tittinum of-
an i holuna i kubbnum
brá svo snærisspottan-
um utan um miðjuna á
trjátittinum og sneri
honum þannig i holunni.
Eftir dálitla stund fór
að r júka úr mosanum og
litlu siðar sást neisti
læsa sig i næfrana. Árni
horfði undrandi á það
sem gerðist. Eftir ör-
skamma stund var
eldurinn kveiktur.
Eldurinn snarkaði undir
pottinum og þau
systkinin vermdu sig við
eldinn. Hitinn frá eldin-
um var svo mikill að þau
urðu stöðugt að snúa sér
og láta hitageislana ylja
sér á bak og brjóst.
Þannig sátu þau við bál-
ið alla nóttina. Þegar
eldurinn dvinaði var
sóttur meiri eldiviður.
Litill var svefninn en
þegar birti um morgun-
inn var lagt upp og voru
þá allir stirðir og þreytt-
ir eftir nóttina. En allir
báru sig þó vel. Þrautin
var unnin.
Næsti dagur var
erfiður. Snjórinn var
laus i sér og viða djúpur
og stundum lá leiðin upp
i móti. Nú þurfti Berit
ekki að hjálpa til að
draga sleðann þar sem
hann var aðeins einn en
hún var þó svo þreytt að
hún varð oft að setjast
niður og hvila sig. Þetta
tafði þau svo mikið að
myrkrið datt á, áður en
þau náðu ofan i næsta
dal. Þau voru þar á
skóglausu svæði og jafn-
vel Derssu sjálfur gat
ekki kveikt bál þar sem
enginn var eldiviðurinn.
Þau urðu þvi að halda
áfram i myrkrinu.
„Nú get ég ekki
meir”, sagði Berit há-
grátandi og fleygði sér
ofan i snjóinn. „Getið
þið ekki haldið áfram og
lofað mér að liggja hér i
friði?”
Derssu anzaði þessu
ekki en sagði að þeir
skyldu leggja hana ofan
á sleðann og reyna að ná
inn i skóginn. Þeir
dúðuðu Berit i fötum
sem bezt þeir gátu og
héldu svo áfram ferðinni
með sleðann og töluðust
ekkert við. Um miðnætti
komu þau i skógarjaðar-
inn. Þá var byrjað að
snjóa og var nú erfitt að
safna sprekum i myrkri
og snjó og það leið hálf-
timi áður en Derssu gat
kveikt eldinn. Berit svaf
svo fast á sleðanum að
Árni fékk ekki af sér að
vekja hana fyrr en
kvöldmaturinn var til-
búinn.
Um nóttina skall á
stórhrið. Þegar dagaði
sá ekki út úr augunum
og ekki kom til mála að
hreyfa sig úr stað. Verst
var það að ómögulegt
reyndist að halda við
eldinum. Þau reyndu að
þrýsta sér sem fastast
hvert að öðru og biðu
þess að storminn lægði.
Dálitil huggun var það
að Derssu þóttist þess
fullviss að knöpp dagleið
væri að næsta þorpi,
sem héti Ajan. En þessi
dagleið gat orðið erfið ef
veðrið lægði ekki. Syst-
kinin voru alveg að ör-
magnast og kjarkur
þeirra var að dvina.
Hef opnað
lækningastofu að
Laugavegi 43
Viðtalsbeiðnum veitt móttaka i sima
2-11-86 kl. 14-18 virka daga nema föstu-
daga.
Ársæll Jónsson, læknir
Sérgrein: lyflækningar.
rftúúi
KÁRSNESBRAUT 1
RJÖLRITUNARSTOFA,
KÁRSNESBRAUT 117 -simi 44520
AUSTURSTRÆTI 8 - sími 25120
* Ljósritum á skrifpappír og skjalapappír
-kLjósritum húsateikningar
-KOII Ijósritun afgreidd meðan beðið er
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg. simar 84510 og 845T0
KOSTA-KAUR
Niðsterk Exqusit þrihjól á aðeins kr.
5.900. Smásöluverð. Þola slæma meðferð.
Sver dekk, léttara ástig.
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
Veitingabúö Cafeteria
Suðurlandsbraut2 Sími 82200
*Fjölritun á flestar gerðir af pappír,
t.d. karton, N.C.R. pappír og fl.
^Önnumst gerð bæklinga, eyðublaða
og fl.
*Reynið viðskiptin
-kSendum gegn póstkröfu
Framleiðum eftirtaldar
gerðir
HRINGSTIGA:
Teppastiga, tréþrep,
rifflað járn og úr áli.
PALLSTIGA
Margar gerðir af inni- og
útihandriðum.
Vélsmiðjan Járnverk
Ármúla 32 — Sími 8-46-06