Fréttablaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 2
2 29. maí 2006 MÁNUDAGUR
���������������������������������������������������������������������
�������������
������������
������ ��
������������������������������������������������������������������
������
�������
����
����
������
�
������
�����
��� ��� ��
�������������� ���
��������������
�����
Ráðist á mann í miðbæ Tilkynnt
var um líkamsárás í gærmorgun þar
sem maður var barinn í Hafnarstræti í
Reykjavík. Hann var alvarlega slasað-
ur og var fluttur með sjúkrabifreið á
slysadeild. Fjórir menn voru handteknir
vegna málsins.
Sluppu ómeiddir Þrír farþegar
sluppu með minniháttar meiðsl þegar
bíll valt út af vegi í Hamarsfirði í fyrra-
dag.Farþegar voru fluttir til skoðunar á
sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Bíllinn er
mikið skemmdur.
LÖGREGLUFRÉTTIR
KOSNINGAR Einungis 77,1 prósent
kosningabærra manna kusu í borg-
arstjórnarkosningunum í Reykjavík
á laugardag. Þetta er mun minni
kosningaþátttaka en hefur verið í
Reykjavík undanfarna áratugi og
tæpum sjö prósentustigum minni
þátttaka en var í síðustu kosningum,
þegar 83,9 prósent kusu.
Af hverfum borgarinnar var lang-
minnsta þátttakan í Ráðhúsinu, þar
sem 67,3 prósent kusu af þeim 11.175
sem eru á kjörskrá þar. Tæplega 72
prósenta þátttaka var í Klébergs-
skóla, en þar eru 558 á kjörskrá.
Mest var þátttakan í Breiðagerð-
isskóla, þar sem 82,8 prósent af 8.237
kjósendum kusu. Einnig kusu 82,6
prósent af 3.291 kjósendum í Ingunn-
arskóla.
Flestir voru á kjörskrá í Laugar-
dalshöll, þar sem 77,8 prósent af
12.281 kusu.
Reiknað hafði verið með um 12.000
utankjörfundaratkvæðum, en þá
hefði kjörsókn verið rúm 80 prósent.
Utankjörfundaratkvæði í Reykjavík
voru hins vegar 9.228. - ss
Lítil kosningaþátttaka í Reykjavík:
Minnst þátttaka í Ráðhúsinu
Kosningaþátttaka 2006
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Kosningaþátttaka í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík 1966–2006
1966 1970 1974 1978 1982 1986 1990 1994 1998 2002 2006
88,9%
77,1%
88,8%
82,7%
83,9%
81,1%
85,0%
KOSNINGAR Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur munu ræðast
við um meirihlutasamstarf í Norð-
urþingi, sem er nýtt nafn á samein-
uðu sveitarfélagi Húsavíkur og
nágrennis.
Sjálfstæðismenn fengu 33,1 pró-
sent atkvæða, sem er mesta fylgi
sem þeir hafa hlotið á þessu svæði,
að sögn Jóns Helga Björnssonar,
oddvita D-listans. Framsókn bætti
einnig hlut sinn og fékk 32,3 pró-
sent. Samanlagt hafa stjórnarflokk-
arnir 65,4 prósent atkvæða og sex
bæjarfulltrúa af níu. Fyrir kosning-
ar fóru vinstri flokkarnir með
meirihluta en hafa nú aðeins þrjá
bæjarfulltrúa. ■
Húsavík heitir nú Norðurþing:
D-listi og B-listi
ræða saman
KOSNINGAR Viðræður hófust milli
Fjarðarlistans og Framsóknar í
Fjarðabyggð í gær og verða tekn-
ar upp aftur í dag. Meirihluti Bið-
listans og Fjarðarlistans féll í
kosningunum á laugardag. Fjarð-
arlistinn hélt sínum fjórum mönn-
um en Biðlistinn missti sinn eina á
kostnað Sjálfstæðisflokksins.
Valdimar O. Hermannsson,
oddviti Sjálfstæðisflokksins í
Fjarðabyggð, segist munu bíða
átekta eftir niðurstöðum fundar-
ins í dag. Sjálfstæðismenn hafi
rætt við báða flokka og ef viðræð-
urnar í dag skili ekki samstarfi þá
sé hann tilbúinn að vinna með
hvorum sem er. - sh
Viðræður í Fjarðabyggð:
Niðurstöðu að
vænta í dag
REYÐARFJÖRÐUR Fjarðarlistinn og Fram-
sóknarflokkurinn ætla að hittast aftur í dag
til að ræða hugsanlegt meirihlutasamstarf.
REYKJAVÍK Efstu menn Reykjavík-
urlistaflokkanna þriggja og
Frjálslynda flokksins hittust á
fundi í gærmorgun. Eftir hádeg-
ishléið lét Ólafur F. Magnússon,
oddviti Frjálslyndra, vita af því
að hann væri kominn í viðræður
við Sjálfstæðisflokkinn.
„Ég myndi segja að málin séu í
lausu lofti. Mér skilst að Ólafur
sé að tala við Vilhjálm og þá verða
þeir að reyna að ná saman,“ segir
Svandís Svavarsdóttir, oddviti
Vinstri grænna.
Dagur B. Eggertsson, oddviti
Samfylkingarinnar, telur að fund-
urinn hafi gengið vel og er sam-
mála Svandísi í því að samnings-
grundvöllur geti verið fyrir
hendi. „Þessi fundur endurspegl-
ar að það er ekkert kapphlaup í
gangi í fangið á Sjálfstæðis-
flokknum,“ segir Dagur.
„Allir eru greinilega að tala
við alla,“ segir hann og telur ekki
gott að margar viðræður séu í
gangi. „Það verður bara að skýr-
ast í hvaða átt menn vilja líta en
þessi möguleiki er sannarlega
fyrir hendi.“
Björn Ingi Hrafnsson, oddviti
Framsóknarflokksins, kveðst
ekki útiloka neitt meirihlutasam-
starf. „Við erum reiðubúin að
starfa í meirihluta ef þess er
óskað en það kemur bara í ljós.“
- ghs
Þreifingar um meirihlutamyndun í Reykjavík áttu sér stað í allan gærdag:
Ekkert kapphlaup í gangi
STJÓRNMÁL „Úrslit kosninganna
eru sums staðar mikið áfall fyrir
Framsóknarflokkinn, sérstaklega
á höfuðborgarsvæðinu. Við erum
hins vegar ánægð með að hafa
komið manni að í Reykjavík þrátt
fyrir mikinn mótbyr,“ segir Hall-
dór Ásgrímsson, formaður Fram-
sóknarflokksins.
„Nú er betra efnahagsástand
en nokkru sinni fyrr í landinu og
betri möguleikar til að taka á við-
fangsefnum sem við blasa, hvort
sem það eru málefni aldraðra eða
annarra sem hafa verið mikið til
umræðu í kosningabaráttunni. Við
höfum verið að leggja grunn að
því við gerð fjárlaga fyrir næsta
ár. Við eigum eftir að fara yfir
stöðuna innan flokksins en úrslitin
trufla ekki ríkisstjórnarsamstarf-
ið,“ segir Halldór.
„Sjálfstæðisflokkurinn bætir
við sig heildarfylgi og við fáum
meirihluta í þrettán bæjar- og
sveitarstjórnum,“ segir Geir H.
Haarde, formaður Sjálfstæðis-
flokksins.
Geir telur að niðurstaða kosn-
inganna hjóti að vera Samfylking-
unni nokkurt áhyggjuefni. Hann
segir að ríkisstjórnin muni halda
sínu striki og kosið verði eftir ár til
Alþingis. „Í Reykjavík hefur R-
listasamstarfið farið illa með
Framsóknarflokkinn og blönduð
framboð hans með vinstri flokkun-
um hafa ekki gefið góða raun eða
skilað honum fylgi,“ segir Geir.
„Það getur nú varla talist
merkilegur sigur Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík að bæta við
sig þrjú hundruð atkvæðum frá
síðustu kosningum á sama tíma og
R-listinn háði sitt dauðastríð svo
mánuðum skipti í fjölmiðlum,“
segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar.
Hún segir úrslit sveitarstjórn-
arkosninganna viðunandi fyrir
Samfylkinguna. „Það var ef til vill
full mikil bjartsýni eftir tólf ára
stjórnarsetu að búast við fylgis-
aukningu í höfuðborginni.“
Ingibjörg Sólrún segir að Fram-
sóknarflokknum hafi verið refsað
fyrir það sem báðir stjórnarflokk-
arnir eigi hlutdeild í. „Það þarf
styrka efnahagsstjórn á næstu
mánuðum til að koma á stöðug-
leika á sama tíma og búast má við
versnandi sambúð á stjórnarheim-
ilinu.
„Við unnum stórsigur og tókst
að ná inn fulltrúum í fjölmörgum
af stóru sveitarfélögunum í fyrsta
sinn,“ segir Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstri grænna.
„Nú erum við afgerandi þriðji
stærsti flokkurinn og skiljum
Framsóknarflokkinn eftir í reyk.
Tilraun Framsóknarflokksins til
að fela nafn og númer mistókst.
Tilraun Sjálfstæðisflokksins til að
bleikja sig upp tókst að hluta.
Þessi stjórn er búin og ekki á vetur
setjandi,“ segir Steingrímur.
„Fylgisaukning bendir til þess
að málflutningur okkar í skatta-
og velferðarmálum hrífi. En að
sama skapi eru úrslit kosninganna
vantraust á Framsóknarflokkinn,“
segir Guðjón A. Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins.
Hann telur samstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn í höfuðborginni
koma vel til greina. „Það þarf að
semja um málefnin, til dæmis um
orkuveiturnar sem við viljum hafa
áfram í almenningseign. Ég hef þá
trú á okkar foringjum í höfuðborg-
inni að þeir selji ekki málstaðinn
fyrir setuna,“ segir Guðjón A.
Kristjánsson. johannh@frettabladid.is
Hefur engin áhrif á
stjórnarsamstarfið
Oddvitar stjórnarflokkanna telja að úrslit sveitarstjórnarkosninganna hafi
engin áhrif á stjórnarsamstarfið. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina laskaða
og að stirðnandi sambúð geti haft neikvæð áhrif á vandasama efnahagsstjórn á
næstunni. Forsætisráðherra segir tekið á málefnum aldraðra við fjárlagagerð.
SPURNING DAGSINS
Stefanía, komið þið Ólafsfirð-
ingar af fjöllum?
Það er ekkert slæmt við það að koma
af fjöllum þannig að ég svara því
játandi.
Kosið var um nafn á sameinað sveitarfélag
Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um helgina.
Nafnið Fjallabyggð varð hlutskarpast.
KOSNINGAR Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur eiga nú í við-
ræðum um áframhald á meiri-
hlutasamstarfinu á Ísafirði.
Meirihlutinn hélt óvænt velli
en skoðanakannanir höfðu bent til
að Í-listi myndi fella hann.
Að sögn Guðna Geirs Jóhannes-
sonar, oddvita Framsóknarflokks-
ins, töluðu fulltrúar Í-lista við
hann á kosninganótt um hugsan-
legar viðræður. „En okkur þótti
eðlilegt að byrja á að ræða við
Sjálfstæðisflokkinn þar sem við
höfum verið með þeim í meiri-
hluta síðustu átta ár.“ - sdg
Úrslit kosninga á Ísafirði:
Viðræður D-
lista og B-lista
ODDVITARNIR Í REYKJAVÍK Leiðtogar R-listaflokkanna þriggja, Björn Ingi Hrafnsson, Svandís
Svavarsdóttir og Ólafur F. Magnússon hittust á fundi í gærmorgun.
KOSNINGAR Meirihluti Samfylking-
arinnar og Framsóknarflokksins
féll á Akranesi og allir fimm flokk-
arnir sem buðu fram náðu inn
manni í bæjarstjórn. Níu manns
sitja í bæjarstjórn.
Sjálfstæðisflokkur gæti mynd-
að meirihluta með einum öðrum
flokki en allir hinir, Samfylkingin,
Vinstri grænir, Framsóknarflokk-
urinn og Frjálslyndi flokkurinn
þyrftu að sameinast til að ná að
mynda meirihluta. Einhverjar við-
ræður eru í gangi milli fjögurra
minni flokkanna um meirihluta-
samstarf. Einnig er Sjálfstæðis-
flokkurinn að ræða við Frjáls-
lynda flokkinn að sögn oddvita
sjálfstæðismanna. - sdg
Meirihlutinn féll á Akranesi:
Allir að ræða
við Frjálslynda
LÖGREGLA Lögreglan í Hafnarfirði
handtók par um tvöleytið í fyrri-
nótt. Parið var á gangi í bænum
með þriggja ára gamalt barn sitt
en foreldrarnir voru verulega ölv-
aðir. Félagsmálayfirvöld í bænum
komu barninu fyrir hjá fjölskyldu
þess og var móðurinni sleppt eftir
yfirheyrslu hjá lögreglunni en
faðirinn varði nóttinni í fanga-
geymslu lögreglunnar. -khh
Handtekin í Hafnarfirði:
Ölvuð á röltinu
með barn
ODDVITAR. Halldór Ásgrímsson segir úrslit kosninganna sums staðar áfall fyrir framsóknar-
menn en er ánægður með að hafa komið manni að í Reykjavík.